Morgunblaðið - 18.05.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.05.1982, Blaðsíða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ1982 Lofta- undirstöður 3-70+W 3,60 3* 700 750 Stærð: 3.50 3.40 ( 800 875 2.10-3.75 3,30 3,20- 900 950 metra. 3,10 3,00 1025 1100 Þyngd að- 2,90- 2,80 1150 1200 eins 13 kg. 2,60 2,50 '1325 1400 V-þýsk 2,40 2,30 1450 1475 gæðavara. 2,20 2,10 1500 1525 Verð að- á eins 276 kr. c m/U-járni. Getum út- vegað með stuttum fyrirvara margar aðrar lengdir og einnig ál og stálbita i undir loft. rauar ni. Vesturvör 7, Kópavogi. Sími 42322. TANNHJOI Flestar stærðir og gerðir Einnig tengi og vara- hlutir Elite — kunn gæða- vara LANDSSMIDJAN tT 20680 Guðríður Sœmunds- dóttir — Fædd 28. febrúar 1914 Dáin 11. mai 1982 Að koma glaðværð fyrst í hug, þegar kveðja skal góða systur hinni svonefndu hinstu kveðju — er það ekki eitthvað óeðlilegt eða að minnsta kosti óviðeigandi? Reyndar snýr málið ekki svo við mér, því að ég spyr mig þessara spurninga: Hver var nú ríkust lyndiseinkunn Gauju systur og er einhver kveðja hinst? Um svar við fyrri spurningunni þarf ég ekki að velkjast í vafa, því að áður en ég sæi systur mína, svo mig reki minni til, man ég eftir að hafa heyrt móður okkar minnast á það oftar en einu sinni, hve glað- sinna hún væri og létt um að gera öðrum glatt í geði. Þessu átti ég eftir að kynnast af eigin raun. Svar við spurningunni um hinstu kveðju liggur mér að vísu ekki eins framarlega á tungu, en þvi skyldum við ekki eiga eftir að heilsast aftur; mitt er ekki að vera með fullyrðingar um það sem ég ekki get vitað. Guðríður fæddist að Stóra-Bóli á Mýrum í Austur-Skaftafells- sýslu 28. febrúar 1914, næstelst í hópi tíu systkina er upp komust, fimm dætra og fimm sona Guð- rúnar Þorsteinsdóttur húsfreyju og Sæmundar Halldórssonar bónda og pósts. Hún er sú fyrsta er kveður af þeim hópi. Gauja, en svo var hún ávallt nefnd okkar á milli, hleypti snemma heimdraganum, því að á Minning sextánda ári flutti hún til Reykja- víkur og kom ætíð heim sem gest- ur síðan. Ástæður fyrir því að Gauja fór svo snemma úr foreldrahúsum held ég að hafi verið einkum tvær; sár fátækt foreldra okkar og sú útþrá sem snemma mun hafa gert vart við sig hjá henni. Einnig mun hafa stuðlað að langdvölum henn- ar í höfuðborginni að góð frænka var alltaf reiðubúin að hjálpa og leiðbeina, þar sem var Sigurrós Þorsteinsdóttir, en á heimili henn- ar og Guðmundar Matthíassonar átti Gauja víst athvarf og má segja að hún hafi tíðast verið sem ein úr fjölskyldunni. Þó að ég kynntist systur minni fyrst og fremst sem gesti framan af, brá til annarra og meiri kynna þegar ég 18 ára gamall kom til Reykjavíkur með móður okkar sjúka þann 16. júní 1944. Þá beið Gauja okkar á hafnarbakkanum og þar eð ég dvaldi við nám í höf- uðborginni næstu fjögur árin fékk ég að reyna hvern hauk ég átti í horni þar sem Gauja var. Á ég erfitt með að ímynda mér, að við hefðum orðið samrýmdari systkini þótt alist hefðum upp saman og aldursmunur verið minni. Húsnæðisvandræði voru þá mikil í Reykjavík sem oftar. Tókst systur minni að útvega mér hús- næði á heimili þar sem hún vann og hafði með sér son sinn ungan. Var á þessum árum við ýmsa örð- ugleika að etja og veitti systur ekki af léttu skapi sínu í þeirri glímu. Vorið 1948 fiutti Gauja svo upp í Hvalfjörð, þar sem hún gerðist ráðskona í mötuneyti olíustöðvar- innar. Var sá atburður upphaf meiri gæfu í lífi hennar en hana gat órað fyrir, því að þar kynntist hún eftirlifandi manni sínum, Halldóri Sigurðssyni, skrifstofu- manni frá Ingjaldssandi. Gengu þau í hjónaband að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 27. maí 1950. í Hvalfirði áttu þau Guðríður og Halldór heima til ársins 1957 er þau fluttu á Akranes og reistu sér þar myndarheimili. Bar það allt vott um samheldni og umhyggju og þarf ekki fleiri orð um það að hafa fyrir þá sem til þekkja. Því miður brá þó fljótt yfir þeim skugga sem nú hefur valdið ást- vinaaðskilnaði. Árið 1970 tók syst- ir að kenna lungnasjúkdóms, sem hún átti ekki eftir að yfirstíga, þótt eiginmaður og börn bæru hana á höndum sér. Við tóku lengri eða skemmri dvalir á sjúkrahúsum án þess að hægt væri að ráða við sjúkdóminn. Halldór bjó konu sinni og sér nýtt heimili, þar sem allt væri búið sem best í haginn og henni mætti líða sem best. Ber það ásamt öðru fagran vott umhyggju mágs míns, þreki og áræði sem ævinlega hafa einkennt persónu hans. Börnin sem nú kveðja móður sina eru: Leif, fæddur 7. júlí 1942, kvænt- ur Idu Bergmann. Eiga þau þrjú börn. Jónína Rósa, fædd 5. febrúar 1950, gift Valdimar Lárussyni og eiga þau þrjú börn. Sæmundur, fæddur 7. október 1951, kvæntur Hrafnhildi I. Þórar- insdóttur og eiga þau tvær dætur. Sigurður Jakob, fæddur 13. mars 1953, kvæntur Sigrúna A. Armundardóttur og eiga þau þrjú börn. Brynja, fædd 11. nóvember 1957, sambýlismaður Jón Þorbjörnsson. Gauja var heitin í höfuð ömmu okkar, Guðríðar Guðmundsdóttur ljósmóður á Mýrum, höfðings- konu, sem ekki lét baslið smækka sig. Þó varð hún í munaðarleysi sínu að fara í felur með þá áráttu að vilja að læra að skrifa. Guðríð- ur systur mína gátu foreldrar okkar ekki kostað til náms sökum fátæktar, en hún og maður hennar hafa af mikilli rausn og mynd- arskap stutt börn sín. Tímanna tákn? Vonandi. Elskulegi mágur, frændsystkini og vinir. Megi ljúfar minningar verða ykkur huggun í harmi. Mælir svo fyrir munn systkina hinna látnu Hallgrímur Emilía Þorgríms- dóttir — Minning Fædd 2. desember 1924 Dáin 14. apríl 1982 „Ó, Guð minn, sjóði þínum hefur verið skilað til þín. Það hæfir náð þinni og örlæti að láta svo lítið að veita þínum nývelkomna gjafir þínar og veitingar og ávexti af tré náðar þinnar." Móðursystir mín, Emma, lést á Héraðshælinu á Blönduósi þann 14. apríl sl. eftir erfiða sjúkdóms- baráttu. — Ég þekkti ekki frænku mína mikið. I rauninni voru ekki nema tvö skipti sem ég hitti hana og ég talaði við hana að nokkru ráði. Það var í bæði skiptin á Landakotsspítalanum, eftir að séð var hvert stefndi. Það kemur ein- staka sinnum fyrir í lífinu, að maður hittir slíkt fólk, að kynni, sem ekki eru nema tveir heim- sóknartímar á sjúkrahúsi, verða manni dýrmætari en jafnvel ára- langar samvistir í öðrum tilvikum. Þessi tvö augnablik, ásamt ein- hverri vitneskju um æviferil Emmu, vegna skyldleika míns við hana, verða mér óbrotleg tákn sig- urs og gleði, hæfileikans til að njóta lífsins, hvernig sem á stend- ur. Ég held ekki að neinn sem þekkti Emmu hafi komist hjá því að fá eitthvað af þessum hæfileika frá henni. Á því þurfum við að halda nú. Það má segja að við sem lifum þessu jarðlífi séum líkt stödd og í þoku, sjóndeildarhringur okkar er svo afar takmarkaður. Mannleg- um takmörkum Emmu hefur nú verið aflétt. Ef við gætum ímynd- að okkur, þótt ekki væri nema brot af því sem hún nú upplifir, myndu allir skuggar mannlífsins gleym- ast. Við fáum reyndar ekki að glugga út úr þokunni strax. En það er rétt að gleyma því ekki að þau umskipti, sem við köllum dauða, eru ekki nein endalok held- ur upphaf heiðskírrar tilveru, og þar eigum við öll eftir að hittast. Inga Dan Frá framboðsfundinum. Ljósm. Mbl.: Ólafur Framboðsfundur á Egilsstöðum Kfrilsstóóum, 13. mui. FRAMBJÓÐENDUR þeirra fjögurra li.sU sem bjóða fram til sveiUrstjórn- ar á Kgilsstöðum við komandi kosn- ingar, efndu til sameiginlegs fram- boðsfundar í Valaskjálf nýlega. List- arnir eru B-listi Framsóknarflokks, D-listi Sjálfstæóisflokks, G-listi Al- þýðubandalags og l-listi óháðra kjós- enda og alþýðuflokksmanna. Ræðumenn B-Iista voru fjórir efstu menn listans: Sveinn Þórar- insson verkfræðingur, Vigdís Sveinbjörnsdóttir kennari, Þór- hallur Eyjólfsson smiður og Guð- rún Tryggvadóttir meinatæknir. Af hálfu D-lista töluðu þrír efstu menn listans: Ragnar Steinarsson tannlæknir, Helgi Halldórsson yfirkennari og Helga Aðalsteins- dóttir ritari. Af G-Iista töluðu fjór- ir efstu menn listans: Björn Ágústsson fulltrúi, Þorsteinn Gunnarsson áfangastjóri, Laufey Eiríksdóttir kennari og Guðlaug Ólafsdóttir húsmóðir. Fyrir I-lista töluðu fjórir efstu menn listans: Erling Garðar Jónasson rafveitu- stjóri, Rakel Pétursdóttir kennari, Guðmundur Sigurðsson læknir og Pétur Elíson eftirlitsmaður raf- magns. sínum einkum áherslu á mála- flokka eins og atvinnumál, félags- og menningarmál, skipulagsmál, umhverfismál, samgöngumál og skóla- og uppeldismál. Frambjóðendur allra lista töldu mikið verk framundan, hvað tæki til uppbyggingar nýrra atvinnu- greina á Egilsstöðum. Þá virtust flestir þeirrar skoðun- ar, að hlúa þyrfti betur að félags- málum ungra sem aldinna, koma upp félagsmiðstöð unglinga í kjall- ara Valaskjálfar og stuðla að bættri aðstöðu aldraðra í sam- vinnu við Dvalarheimili aldraðra og Heilsugæslustöð. Mörgum þótti skipulags- og um- hverfismálum ábótavant og ekki vansalaust „á fegursta stað íands- ins“, eins og einn frambjóðenda orðaði það. Þá virtust frambjóðendur sam- mála um það að auka þyrfti dag- vistarrými með viðbyggingu við núverandi leikskóla, þótt nokkur áherslumunur kæmi fram varð- andi ágæti dagvistar. Ennfremur voru frambjóðendur sammála um áframhaldandi uppbyggingu skóla- halds í samvinnu við nágranna- sveitarfélagið Fellahrepp. Teljandi ágreiningur kom ekki fram í máli frambjóðenda, enda tæpast svigrúm til slíks í svo litlu samfélagi, en þó reyndu sumir frambjóðenda að skreyta mál sitt með ívafi úr lands- og heimsmála- pólitíkinni. Á kjörskrá í Egilsstaðahreppi eru nú 710. Við síðustu sveitar- stjórnarkosningar voru 576 á kjör- skrá. Þá kusu 525, eða 91,14% at- kvæðisbærra manna og úrslit urðu þessi: B-listi 228 atkv. og 3 menn D-listi 62 atkv. og 1 mann G-Iisti 139 atkv. og 2 menn H-listi óháðra 87 atkv. og 1 mann Samkvæmt venju voru leyfðar fyrirspurnir frá fundargestum að máli frambjóðenda loknu, en þær urðu fáar og í daufara lagi að þessu sinni. Fundinn sátu á annað hundrað manns og fundarstjórar voru Bergur Sigurbjörnsson og Bjarni Helgason. Ólafur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.