Morgunblaðið - 18.05.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.05.1982, Blaðsíða 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ1982 BÆJAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 1 Keflavík Frambjóðendur D-listans í Keflavík heimsóttu í síðustu viku barnaheimili í einu af nýrri hverfum bæjarins og tóku yngstu bæjarbúarnir vel á móti þeim. Tómas Tómasson sem er efsti maður á listanum er annar frá hægri á myndinni, Kristinn Guðmundsson, annar maður, er lengst til vinstri. Helgi Hólm, þriðji maður, er þriðji frá hægri og fjórði maöur, Hjörtur Zakaríasson, er lengst til hægri. Ingibjörg Hafliðadóttir, sem skipar fimmta sætið, er fjórða frá hægri í röð frambjóöendanna. KEFLAVÍK er bæjarfélag sem taldi 6.646 íbúa 1. desember sl., en lítil fólksfjölgun hefur orðið þar siðustu árin. Keflavík er vaxandi þjónustumiðstöð fyrir hin sveitarfélögin á Suður- nesjum, og er bæjarfélagið nú ekki eins háð sjávarútvegi og fiskvinnslu og hin sveitarfélögin á Suðurnesjum. Þar hefur byggst upp ýmis sameiginleg þjónusta íbúa á Suðurnesjum. Má þar nefna sjúkrahúsið, fjölbrautaskólann, sorpeyðingar- stöð og í Keflavík og Njarðvíkum er landshöfn og hafnarað- staða mjög góð. Á siðasta kjörtímabili var unnið mikið átak í frágangi gatna og fegrun bæjarins, þ.e. frágangi opinna svæða og ræktun. Þá voru m.a. teknar í notkun 11 leiguíbúðir fyrir aldraða, en stefnt er að því nú á ári aldraðra að auka þjónustu við aldraða, enda hefur svonefnt „aldurstré“ íbúa Keflavíkur breyst síðustu árin í þá veru, að öldruðum fjölgar hlutfallslega mun meira en öðrum aldurshópum. í bæjarstjórn Keflavíkur sitja 9 bæjarfulltrúar; fjórir frá Sjálfstæðisflokki, tveir framsóknarmenn, þrír alþýðu- flokksmenn og einn alþýðubandalagsmaður. Meirihlutann mynda sjálfstæðismenn og framsóknarmenn og hafa gert síðustu 12 árin, eða þrjú kjörtímabil. Erfltt er að spá um hvort breytinga er að vænta í kosningunum á laugardag hvaö varðar hlutföll flokkanna, en Ijóst virðist að nokkra sveiflu þarf til að svo verði. Mbl.menn fóru til Keflavíkur á síðustu viku, ræddu við bæjarstjórann Steinþór Júlíusson og fylgdust með frambjóð- endum D-listans á ferð þeirra um bæinn. Texti: F.P. Ljósm.: Emilía Björg Björnsdóttir Frá þessum stað í skrúðgarði Keflavíkur gefur að líta tvær nýjar glæsilegar byggingar. Lengst til vinstri er hið nýja dvalarheimili aldraðra, en í því eru 11 leiguíbúðir. Lengst til hægri er ný viðbygging við sjúkrahúsið. Vaxandi þjónustumiðstöð og verzlun aukist til muna síðustu ár - segir Sigþór Júlíusson bæjarstjóri Keflavíkur „STÆRSTA einstaka verkefni bæjarfélagsins á síðasta kjörtíma- bili var bygging íþróttahússins, en það var tekið í notkun árið 1980, og reyndar verður áfram unnið við stækkun þess. Þá hefur stöðugt verið unnið að frágangi gatna og gangstíga, svo og að fegrun bæjar- ins,“ sagði Steinþór Júlíusson bæj- arstjóri Keflavíkur, er Mbl. ræddi við hann um málefni Keflavíkur- kaupstaðar. Steinþór sagði, að nú væri verið að bjóða út byggingu heilsugæzlu- stöðvar og stefnt að því að hún yrði fokheld á þessu ári. Unnið hefur verið mikið við íþróttasvæði bæjarins og m.a. gengið frá sér- stöku æfingasvæði. Áfram verður unnið að íþróttamannvirkjum enda landsmót Ungmennafélags íslands haldið í Keflavík sumarið 1984. Þá sagði bæjarstjóri, að í framkvæmd væri áætlun frá í fyrra um íbúðir fyrir aldraða, en nú þegar hefur verið tekið í notk- un glæsilegt hús með 11 leiguíbúð- um fyrir aidraða. Hafnar eru framkvæmdir í nýju einbýlishúsa- hverfi nýzt í bænum, einnig í nýju iðnaðarhverfi þar sem verða 83 húseiningar. Sveitarfélögin sameinast um margar framkvæmdir Keflavík er vaxandi þjónustu- miðstöð fyrir hin sveitarfélögin á Suðurnesjum og hefur verzlun aukizt til muna á síðustu árum. Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa sameinazt um margar fram- kvæmdir að sögn Steinþórs. Nefndi hann þar Sjúkrahús Kefla- víkurlæknishéraðs sem staðsett er í Keflavík og Sorpeyðingarstöð Suðurnesja. „Þá má ekki gleyma stærsta sameiginlega átakinu sem unnið hefur verið að síðustu árin, en það er Hitaveita Suðurnesja. Nú er komið heitt vatn í svo til hvert hús í þéttbýli Suðurnesja og er það áreiðanlega ein mesta kjarabótin sem íbúarnir hafa fengið í langan tírna." Steinþór Hið glæsilega íþróttahús sem tekið var í notkun árið 1980 og fyrirhugað cr að stækka, en bæjarstjórinn segir byggingu þess hafa veriö eitt stærsta átak bæjarfélagsins síöasta kjörtímabil. Steinþór Júliusson bæjarstjóri. sagði sorpeyðingarstöðina hafa reynzt vel, en gætt hefði þess mis- skilnings að hún tæki á móti og eyddi hverju sem væri. Staðreynd- in væri sú, að hún ynni svo til eingöngu úr sorpi úr heimahúsum og hefðu skapazt vandamál með stærri hluti og járn. „Samvinna sveitarfélaganna hefur verið mikil og góð,“ sagði Steinþór. Keflavík er eina sveitarfélagið á Suðurnesjum sem er aðili að rekstri Bláfjallasvæðisins. Bæjar- félagið hefur einnig stutt alls kyns félagastarf. Þá voru á síðasta kjörtímabili stofnuð íþrótta- og félagsmálaráð á vegum bæjarins. Steinþór sagði aðspurður að fjárhagur bæjarfélagsins væri traustur og atvinna nokkuð örugg. Ástand frystihúsarekstrarins væri áhyggjuefni, en þess bæri að geta að Keflavík væri ekki eins háð sjávarútvegi og önnur bæjar- félög á Suðurnesjum. Afli sem borizt hefur á land það sem af er árinu er svipaður að magni til og í fyrra. Steinþór sagði að bæjar- stjórnin hefði ekki í huga að ger- ast aðili að rekstri frystihúsa eða útgerðar. Atvinnuöryggi yrði treyst á annan hátt, ef til þess kæmi. Helguvík og flugstöðin mikil hagsmunamál Um 600 Keflvíkingar stunda störf tengd flugvellinum. Steinþór sagði: „Það er mikill fjöldi í kring- um flugið, tollinn, fríhöfnina, Is- lenzkan markað og jafnvel í lög- reglunni. Þá starfa margir hjá verktökunum á vellinum og hjá varnarliðinu. Flugstöðvarbygging- in nýja er mikið hagsmunamál fyrir okkur Keflvíkinga. Tilkoma hennar mun skapa Keflvíkingum mikla atvinnu, auk þess mun hún aðskilja til fulls starfsemi varn- arliðsins og aðra starfsemi tengda fluginu. Steinþór sagði að eins væri bygging olíuhafnar og olíutanka á vegum varnarliðsins í Helguvík mikið hagsmunamá! fyrir Keflvík- inga. Tilkoma löndunaraðstöðu þar leysti mengunar- og slysa- hættu við löndum olíunnar í Keflavíkurhöfn. Þá losnaði einnig heilmikið byggingarland, en Steinþór sagði að Keflavík ætti nægt byggingarland allt til ársins 2000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.