Morgunblaðið - 18.05.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.05.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ1982 37 Hilmar Gudlaugsson spjallar við starfsfólk í Vogafelli, en þar urðu fundarmenn að sitja uppi á borðum og bekkjum, enda kaffistofan ekki stór. Á fundi með starfsfólki Loftleiðahótelsins. Katrín Fjeldsted hefur orðið og þeir Davíð Oddsson og Guðmundur Hallvarðsson fylgjast með, en þarna voru konur í meirihluta fundarmanna. Davið Oddsson leggur áherzlu á orð sín á fundi með skrifstofufólki Flugleiða. Úr kaffistofu Dúks. Magnús L. Sveinsson segir frá því hversu mörg kosningaloforð vinstri meirihlutinn hefur staðið við, en þau munu engin vera. strætisvagnaþjónustuna við Seltj- arnarnes óhagstæða, en hins veg- ar greiddu Seltirningar að fullu fyrir þjónustu slökkviliðs. Katrín Fjeldsted spurði fund- armenn hvað þeim fyndist um kvennaframboðið. Meirihluti fundarmanna var konur, og virt- ust þær ekki spenntar fyrir þessu framboði, eðlilegra væri að karlar og konur ynnu saman. Katrín sagði að það yrði aðeins til að fella út konur hjá pólitísku flokkunum að kjósa kvennaframboðið. Hún sagði það einkenna stefnu kvenna- framboðsins að búta ætti fjöl- skylduna í sundur. Gengi það atr- iði þvert á alla hugsun og þær venjur, sem einkennt hefðu ís- lenzkt þjóðfélag frá upphafi. Guðmundur Hallvarðsson ræddi um fjármálastjórn borgarinnar, og sagði að ef sjálfstæðismenn fengju meirihluta, ætluðu þeir að láta sömu reglur gilda í fjármál- um borgarinnar, og giltu á hverju heimili, að láta tekjur ráða út- gjöldum. Vinstri meirihlutinn hefði farið öfugt að, ákveðið fyrst útgjöld og síðan sótt í vasa borg- aranna, og jafnvel tekið lán til að endar næðu saman. Frambjóðendurnir ræddu um lóðamál, og sögðu að sjálfstæð- ismenn vildu beina lánsfjármagn- inu meira út til einstaklinganna sem vildu byggja sjálfir, á hinum frjálsa markaði. Þeir vildu hverfa frá félagslega kerfinu og að ungu fólki yrði gefinn kostur á 80% láni þegar það byggði sína fyrstu íbúð á hinum frjálsa byggingarmark- aði. Lánsfjármagnið væri fyrir hendi, það sýndi félagslega kerfið. Ymsir þyrftu þó aðstoð og þeim yrði hjálpað áfram, en í því sam- bandi rifjaði Davíð Oddsson upp að Reykjavíkurborg hefði eignazt aðeins þrjár leiguíbúðir á kjör- tímabili vinstri meirihlutans. Umræður á fundinum með skrifstofufólki Flugleiða féllu í svipaðan farveg og á fundinum meö starfsmönnum hótelsins. Davíð flutti inngangsorð og sagði þar m.a. að sjálfstæðismenn lof- uðu því að færa fasteignaskatta í sama horf og þeir voru er sjálf- stæðismenn fóru frá 1978, meira treystu þeir sér ekki til að lofa að sinni. Bíða þyrfti örlítið með að lækka aðstöðugjöld, gatnagerð- argjöld og útsvar, gjöld sem vinstri meirihlutinn hefði hækkað stórum í stjórnartíð sinni. I svari um skipulagsmál sagði Davíð, að í einbýlishúsi í Breið- holti, sem stæði á jarðsprungu, þyrfti að skipta um allt gler á tveggja ára fresti. Hann sagði að hraðar mundi ganga að koma lóð- um með ströndinni í byggingar- hæft ástand en upp við Rauða- vatn, miðað við stöðu mála í dag. Borgin hefði tryggt sér Grafar- vogslandið með samningum og að- eins væri eftir að fá yfirráð yfir 120 hekturum í eigu ríkisins. „Mér yrði það ósárara að taka land eignarnámi af ríkinu en einstakl- ingum,“ sagði Davíð og skýrði frá því, að ósamið væri við hátt á ann- að hundrað einstaklinga, sem ættu land á fyrirhuguðu byggingar- svæði vinstri meirihlutans við Rauðavatn. Aftur var spurt um strætis- vagnaferðir, og sagði Davíð borg- ina ekki geta skotið sér undan því að hefja strætisvagnaferðir að Loftleiðahótelinu. Það væri skylda borgarinnar að sjá fyrir lág- marksþjónustu þangað, og sagði þessi mál hlytu að verða tekin til athugunar í ágústmánuði, þegar endurskoðað yrði leiðakerfi stræt- isvagnanna. Spurt var um Borgarspítalann, um þjónustu við Seltjarnarnes, um svokallaðan fyrirtækjaflótta o.s.frv. Davíð sagði að bókhalds- lega kæmi rekstur Borgarspítal- ans sléttur út, en greiðslustaðan færi hins vegar versnandi, af ástæðum, sem Páll Gíslason gat um hér að framan. Svaraði Davíð spurningunni um greiðslur fyrir slökkviliðsþjónustu og strætis- vagna með svipuðum hætti og á fyrri fundinum, sagði framlag Seltirninga til strætisvagna- rekstrarins standa undir kostnaði við akstur um nesið, en hins vegar hefði borgin ekki haft fyrir stofnkostnaði, sem þjónustunni hefði verið samfara. Þá var spurt um punktakerfið og lóðaúthlutanir. Kom fram í máli frambjóðendanna, að fyrir lægju umsóknir 1600 fjöiskyldna um 200 lóðir. Þrátt fyrir gefin lof- orð hefði lóðaframboð verið stór- um minna en í tíð sjálfstæð- ismanna. Sjálfstæðismenn hygð- ust afnema punktakerfið, en tekið yrði fullt tillit til þeirra er safnað hefðu punktum. Kvað Davíð punktakerfið gera ungu fólki ill- kleift að fá lóðir, og þótt sjálf- stæðismenn væru ekki á móti eldra fólki, væri það svolítið grunsamlegt, að við úthlutanir að undanförnu, hefðu þrjár lóðir far- ið til manna, sem allir væru um áttrætt og ættu einbýlishús fyrir. I þessu sambandi var einnig komið inn á lóðir fyrir atvinnu- rekstur, en Davíð sagði sjálfstæð- ismenn hygðust ýta undir og bæta skilyrði fyrir atvinnurekstur. Þrátt fyrir yfirlýsingar um fyrir- tækjaflótta í tíð sjálfstæð- ismanna, hefði aðeins ein lóð verið auglýst fyrir atvinnustarfsemi, fyrir gróðurhús á Ártúnshöfða. Auk þessa hefði tveimur lóðum öðrum verið úthlutað, handa SÍS og KRON. Fundirnir með skrifstofufólki Flugleiða og starfsfólki hótelsins voru líflegir. Að þeim loknum héldum við til móts við Magnús L. Sveinsson, Júlíus Hafstein og Ingibjörgu Rafnar, sem hittu starfsfólk Dúks í Skeifunni. I inngangsorðum sínum sagði Magnús að skapa þyrfti 500—700 ný atvinnutækifæri á ári hverju á næstu árum, og væru í því sam- bandi mestar vonir bundnar við iðnaðinn, sem sjálfstæðismenn vildu hlúa að. Hann sagði að mönnum fyndist oft sem lttiíl munur væri á stefnu flokkanna, og að atkvæði sitt vægi því létt. Fjöl- mörg mál sagði hann að sjálf- sögðu afgreidd ágreiningslaust, en komið hefði í ljós á valdatíma vinstri meirihlutans, að mikill ágreiningur væri á milli vinstri manna og sjálfstæðismanna um fjármálastjórnun borgarinnar, þar sem vinstri flokkarnir hefðu stórhækkað allar álögur á borg- arbúa. Þetta sýndi að þeir hefðu ekki treyst sér til að stjórna borg- inni með sömu tekjustofnum og sjálfstæðismenn hefðu gert í ára- tugi. Magnús sagði að út af fyrir sig mætti afsaka þessa auknu skatt- heimtu ef hún væri nýtt í auknum framkvæmdum, en staðreyndin væri að framkvæmdir á vegum borgarinnar hefðu dregizt saman síðastliðin fjögur ár. Þá vék Magnús að skipulags- málunum, og benti á ágreining sjálfstæðismanna og vinstri meirihlutans varðandi framtíðar- byggðina. Hann vék einnig að atvinnu- rekstrinum og sagði að atvinnulíf- ið væri undirstaða alls lífs í borg- inni. Hann sagði vinstri menn ekki aðeins hafa lagt nýja skatta á atvinnureksturinn, heldur einnig sýnt mikið sinnuleysi í málefnum atvinnuveganna, þar sem ekkert nýtt land hefði verið skipulagt fyrir atvinnurekstur á því kjör- tímabili sem væri að ljúka, og allir sem sótt hefðu um lóðir fyrir at- vinnurekstur á kjörtímabilinu hefðu fengið það svar, að engar lóðir væru til. Að lokum ræddi Magnús úm húsnæðismálin og benti á að vinstri flokkarnir hefðu flutt sam- eiginlega tillögu nokkru fyrir síð- ustu kosningar um að borgin byggði 425 íbúðir á ári 1977—82. Þeir hefðu farið með völd mestan hluta þessa tímabils, og nú, að loknum fjögurra ára valdaferli lægi það fyrir að Reykjavíkurborg hefði ekki byggt eina einustu nýja íbúð á þessu kjörtímabili, en tæp- ar 1700 fjölskyldur biðu eftir því að fá íbúð. Ingibjörg Rafnar ræddi um dagvistunarmál og rifjaði í því sambandi upp loforð vinstri manna fyrir síðustu kosningar, sem á engan hátt hafði verið stað- ið við, samkvæmt tölum hennar um nýtt dagvistunarrými. Magnús svaraði spurningu um hvernig sjálfstæðismenn hygðust lækka fasteignaskatta án þess að niðurskurður væri því samfara, að sparast myndu um 60 milljónir króna í holræsagerð með því að hætta við byggð á Rauðavatns- svæðinu. Hann ræddi um kosn- ingavíxla vinstri manna, og sagði að við hlutlæga úttekt á fjárhags- stöðu borgarinnar við valdatöku vinstri manna hefði komið í ljós, að staðan var góð. Síðan hefðu vinstri menn haldið þannig á mál- um, að í óefni væri komið, og að Reykjavíkurhöfn hefði orðið að taka lán til framkvæmda við höfn- ina, en það hefði ekki áður þekkzt í sögu Reykjavíkur. Kvennaframboðið barst í tal á þessum fundi eins og hinum. I Dúk eru flestir starfsmenn konur, og fór ekki á milli mála hvaða skoðun þær höfðu á kvennframboðinu, sögðu ekkert jafnrétti vera í því. Kom fram að fólk hefði almennt vonast til að kvennaframboðið drægi sig til baka á síðustu stundu, en sú hefur raunin ekki orðið, sem kunnugt er. Síðasta spurningin sem fram- bjóðendurnir fengu í Dúk, og jafn- framt síðasta spurningin sem frambjóðendur Sjálfstæðisflokks- ins við borgarstjórnarkosningarn- ar fengu, var á þá leið, hvort stjórnmálaflokkarnir svikju ekki allir jafnt sín kosningaloforð. Magnús sagði að vinstri mennirnir hefðu ekki staðið við eitt einasta loforð, sem þeir hefðu gefið fyrir síðustu kosningar. „Þeir dreifðu loforðum í trausti þess að þeir yrðu áfram í minnihluta, því þeir vissu að þeir myndu ekki geta staðið við þessi loforð, eins og komið hefur á daginn," sagði Magnús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.