Morgunblaðið - 10.06.1982, Side 17

Morgunblaðið - 10.06.1982, Side 17
17 verða of háður kennaranum. Kennarans er að hjálpa honum til þessa, en ekki að búa til myndirn- ar fyrir nemandann. En svo verða nemendur líka að gæta sín á því í viðleitni sinni við að skipta sér af málefnum skólans, að skyld alda gekk yfir Evrópu í lok sjötta ára- tugarins og fram eftir þeim sjöunda með þeim afleiðingum, að flestir listaháskólar fóru í rúst og náðu sér ekki upp fyrr en mörgum árum síðar. Farsælla væri áreið- anlega að hagnýta sér þá reynslu en að detta í sama pyttinn með því að ganga í gegnum það sama öll- um til leiðinda og skaða. Allar skoðanir eiga að vera jafn rétthá- ar innan skólans og pólitískar skoðanir eiga ekki að blandast starfsemi hans. Okkar hlutverk er einungis að miðla fróðleik, lífs- reynslu og þekkingu en nemenda sjálfra er svo að mynda sér skoð- anir á lífi og list. Þá skal vikið að stöðu kennar- anna við skólann, en þeir hafa ver- ið vanræktir alla tíð. Þeir hafa hvergi haft afdrep innan skólans í allri sögu hans nema í ófullkomn- um kennarastofum og meira að segja hefur þeim verið gefið í skyn, að þeir megi vera þakklátir fyrir það(!). Þá eru þeir undirborg- aðir miðað við menntun sína og tekur t.d. stigakerfið lítið tillit til listháskólamenntunar erlendis og hræddur er ég um að sumir myndu sprengja stigakerfið, væri það gert. Þá njóta þeir sín ekki til fulls við kennslu vegna of margra nemenda og úrelts annakerfis. Hér vil ég sérstaklega vísa til og minna á, að enginn listaskóli er- lendis sem vandur er að virðingu sinni, myndi ráða til sín kennara, sem ekki eru um leið virkir í list sinni samfara kennslu og telja sig í raun skylduga til þess að stuðla beinlínis að því. Þannig nýtur við- komandi listamaður sín betur í kennslu og er færari um að miðlá nemendum stöðugt af reynslu sinni. í ljósi þessa er kennsluformið í þessum skóla næsta fjandsamlegt skapandi einstaklingum og frysti athafnasemi þeirra. Hér er það manngildið, sem er mikilvægast, og víst er, að bæði kennarar og nemendur þarfnast hverjir ann- arra í vinnu sinni til að skapa góð- an skóla. Ábyrgð kennara gagn- vart einstökum deildum þarf að vera meiri og hann ráðinn til fjög- urra ára í senn til að byggja hana upp. Ef aðstaða kennara batnar og þeir verða færari um að njóta sín í starfi, batnar einnig aðstaða nem- enda. Og hér skal það koma fram, að kennsla í listaskólum er ekki venjuleg kennsla, svo sem fólk skilur hana, heldur miðlun lífs- reynslu, skapandi kennda og þekk- ingar. Hér er ekki hægt að fara eftir bókum einvörðungu. — Það má vera til umhugsunar, að er núverandi skólastjóri, Einar Hákonarson, var valinn í embætt- ið fyrir fjórum árum, var það í fyrsta skipti í allri sögu skólans eftir að hann fékk ný lög að skóla- stjóri var valinn á eðlilegan og lýðræðislegan hátt, — svo sem gerist erlendis og án íhlutunar fráfarandi skólastjóra. Megi slíkt verða Afram og megi ábyrgðin á innri stjórnun skólans flytjast á fleiri herðar innan hans, því að þetta eru í raun margir skólar. Merkilegt hve þessum fyrsta lýðræðislega kjörna skólastjóra var margt gert erfitt í starfi og hér má koma fram, að starfið er svo erfitt í núverandi formi, að svo virðist sem síðustu skólastjórar hafi horfið á braut sem tauga- hrúgur, kalnir á sál og hjarta. Er ekki kominn tími til að hér verði breyting á og nýjum mark- vissum lögum og reglugerð hraðað ásamt því að skólinn fái sérhann- að húsnæði? — Að síðustu er ástæða til að vísa til og minna á, að hið mikla og óeigingjarna starf til uppbygg- ingar, sem innt hefur verið af hendi í 43 ára sögu skólans, væri mögulegt að rífa niður á skömm- um tíma ef ekki er aðgát höfð. En slíkt má ekki verða, því að þetta er alltof mikilvæg stofnun fyrir ís- lenzkt skólakerfi og íslenzka þjóð. MORGUNBLAÐIO, FLMMTUDAGUR 10. JÚNÍ1982 Útivist: Ferðir um helgina HÁPUNKTUR þessarar ferðahelgar hjá Útivist er svokallaður Útivistar- dagur fjölskyldunnar, einn af þrem- ur slíkum á þessu ári. Er tilvalið fvrir alla fjölskylduna að vera með. Útivistardagurinn er á sunnudaginn og er um tvær ferðir að ræða sem sameinast undir lokin í gamalli fjár- rétt undir Húsmúlanum hjá Hengli. Þar verður haldin pylsuveisla, sung- ið og jafnvel farið í leiki. Farnar verða tvær gönguferðir. Sú fyrri er lengri og hefst kl. 10.30 og er gengið á Skálafell á Hellis- heiði. Af Skálafelli verður svo gengið um Hellisskarð að Drauga- tjörn. Kl. 13 er styttri og léttari ganga, um 6—7 km, bæði á jafn- sléttu og undan fæti. Þá verður fylgt hluta af gömlu vörðuðu leið- inni yfir Hellisheiði. Aðalfarar- stjóri verður Jón I. Bjarnason. Brottför er frá Umferðarmið- stöðinni að vestanverðu. Á sunnu- daginn verður einnig dagsferð í Þórsmörk og er brottför kl. 8.00. Á föstudagskvöldið 11. júní eru tvær helgarferðir. Farið verður í Þórsmörk og gist í nýja Útivist- arskálanum í Básum. Einnig verð- ur ferð á Hekluslóðir (Hekla eða Krakatindur) ásamt Þjórsárdal. Safnaðarferð Laugarnessóknar NÆSTKOMANDI sunnudag, 13. júní, efnir sóknarnefnd Laugar- nessóknar til safnaðarferðar. Farið verður frá Laugarneskirkju kl. 9.30 og ekið austur fyrir fjall sem leið liggur í Þykkvabæ. Þar tekur safnaðarfólk á móti hópnum og býður heitt kaffi í skólahúsi staðarins. Er því nóg að taka með sér nestisbita til hádeg- isverðar. Kl. 14.00 tekur hópurinn þátt í messu hjá sóknarprestinum sr. Auði Eir, en að henni lokinni verður haldið að Hvolsvelli. Þar gefst hópnum kostur á að kaupa sér síðdegiskaffi. Áður en lagt verður af stað heim á leið verður ekið að sögustaðnum Odda. Ferðamálaráðstefn- an 1982 verður haldin á ísafirði SAMKVÆMT lögum um skipulag ferðamála hefur Fcrðamálaráð ís- lands ákveðið að halda ferðamála- ráðstefnuna 1982 á ísafirði. Ráð- stefnan verður sett föstudaginn 27. ágúst kl. 10 f.h., og verður lokið sið- degis á laugardag, 28. ágúst. Ferðamálaráðstefnan 1982 verð- ur auglýst síðar í fjölmiðlum og getið um fyrirkomulag og dagskrá. Ferðamálaráðstefnan 1982 er opin öllum sem áhuga hafa á ferðamál- um og ferðaþjónustu. Leiðrétting í síðasta fimmtudagsblaði Morg- unblaðsins var greint frá því í myndatexta með landsliðinu í knattspyrnu, að Kinar Gíslason sjúkraþjálfari færi utan með lands- liðinu í knattspyrnu. En það mun ekki rétt vera. Einar er íþróttakenn- ari, en hefur ekki réttindi sem sjúkraþjálfari. Leiðréttist það hér með. Okkur tókst það Með hagstæðum innkaupum getum við boðið þér ótrúlegt verð og 3ja ára ábyrgö Jolly er bólstraö í úrvals krónusútað nautaleöur og meö form- steypta gúmmípúöa í sætum. Horn 283x228 kr. 14.785 3+2+1 sófasett kr. 16.770 3+2+1 sófasett kr. 14.785 Leðurlitir: Dökkbrúnt, rautt, gulbrúnt, grænt, rauöbrúnt. Við skulum ekki vera í neinum vafa um það að hvergi er hægt að gera betri kaup í leöursófasetti í dag. HÚSGAGNAHÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK SÍMAR: 91-81199 -81410 Opið til kl. 7 á föstudag og hádegis á laugardag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.