Morgunblaðið - 10.06.1982, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ1982
Annar kafbátur
undan Svíþjóð?
Frá GuAHnnu Kagnarsdóttur, fréttaritara Mbl.
í Stokkhólmi, 9. júní.
ELTINGARLEIKURINN við útlenda kafbátinn heldur
áfram í Svíþjóð í dag. í gær kastaði þyrla frá hernum
niður tveimur djúpsprengjum í nánd við kafbát yst í
skerjagarðinum utan við Stokkhólm. Nú spyrja menn sig
hvort þetta sé sami kafbátur og verið er að eltast við í
Helsingjabotni þar sem herflugvélar, þyrlur og herskip
hafa staðið á verði frá því sl. föstudag, eða hvort hér sé
um að ræða nýjan kafbát sem sendur hefur verið inn í
sænska landhelgi til að draga athyglina frá kafbátnum í
Helsingjabotni, sem ætlað er að sé innilokaður af sænska
hernum og landhelgisgæslunni.
Þegar þyrla frá hernum varð
vör við kafbátinn sem lá kyrr á
botninum utan við skerjagarð-
inn norðan við Stokkhólm skaut
hún aðvörunarskotum en kaf-
báturinn hreyfði sig hvergi. Þá
var kastað niður tveimur
djúpsprengjum með fimmtán
minútna millibili og við það kom
skriður á kafbátinn. Hann
stefndi beint til austurs og
sænsku þyrlurnar fylgdust með
honum nokkra stund áður en
hann hvarf.
„Það er ekki gott að segja
hvort þetta er sami kafbátur-
inn,“ segir Emil Svensson, kafb-
átasérfræðingur sjóhersins.
„Tímans vegna gæti það verið
sami kafbátur. Þeir sigla að
meðaltali með fjögurra hnúta
hraða. Hvaða erindi kafbáturinn
á inn í sænska landhelgi er ekki
gott að segja," heldur Emil
Svensson áfram. „Trúlega er
markmiðið hjá viðkomandi landi
að æfa sig i að sigla um sænska
skerjagarðinn og athuga hvar
best er að koma fyrir kafbát sem
getur skotið fjarstýrðum eld-
flaugum."
„Eystrasaltið er mjög erfitt
yfirferðar fyrir kafbáta," segir
herforingi sjóhersins, Per Rud-
berg, „og við vitum að það er
æfingastaður bæði fyrir austur
og vestur. í Eystrasaltinu eru að
jafnaði 12 sænskir kafbátar, 30
kafbátar frá NATO-löndunum,
22 frá Sovétríkjunum og 2 frá
Póllandi."
En leitin að óþekkta kafbátn-
um heldur nú áfram af fullum
krafti bæði í Helsingjabotni og á
Álandshafi milli Stokkhólms og
Álandseyja. Kafbáturinn getur
leynst í kafi lengi enn, en að
jafnaði þarf hann að koma upp á
yfirborðið með efsta hlutann
einu sinni í viku til að hlaða
rafgeymana.
Á hverri eyju og á hverju skeri
við hinar þröngu neðansjávar-
leiðir í Helsingjabotni bíða nú
leitarmenn með kíka og þyrlur,
herflugvélar og skip sveima
stöðugt yfir svæðið.
ands“ látinn
Kaliforníu, 9. júní. AP.
HENNING Dahl Mikkelsen, danski
teiknimyndahöfundurinn sem skóp
hinn fræga Ferdinand, lést sl. föstu-
dag af hjartaslagi, 67 ára gamall.
Mikkelsen teiknaði Ferdinand
allt frá árinu 1937 þar til fyrir 12
árum að annar listamaður tók við
af honum.
Mikkelsen gerði fleira en að
teikna Ferdinand, m.a. birtu
dönsk blöð á stríðsárunum eftir
hann teiknimyndaröð byggða á
norrænni goðafræði. En ekkert af
hugarfóstrum hans náði viðlíka
vinsældum og Ferdinand; litli þög-
uli miðaldra maðurinn með hatt-
inn á kringlótta höfðinu, sem birt-
ist í blöðum vítt og breitt um
heiminn. I „Alfræðibókinni um
teiknimyndaséríur" segir að í
„Ferdinand" mætist evrópskar og
amerískar hugmyndir og vinsæld-
ir hans stafi af því að höfundur
leggi áherslu á smáatriðin í
hversdagsleikanum, sem höfði
jafnt til allra.
Áður en hann hóf að teikna
Ferdinand, starfaði Mikkelsen við
kvikmyndir og teiknaði dýra-
myndir, m.a. í Englandi. Hann
flutti til Bandaríkjanna eftir
seinni heimsstyrjöldina og gerðist
bandarískur ríkisborgari árið
1954.
Falklandseyjar
HaUrófa argentínskra stríðsfanga á göngu hji Goose Green. Aðeins einn brezkur hermaður gætir fanganna.
Sjö argentínskum
flugvélum grandað
London, 9.júní. AP.
Sjö Skyhawk- og Mirage-flugvélar Argentínumanna voru skotnar niður
þegar þær gerðu tvær loftárásir á skip brezka leiðangursflotans undan
Falklandseyjum á þriðjudaginn og brezka freigátan „Plymouth" og tvö
landgönguskip löskuðust að sögn talsmanns brezka landvarnarráðuneytis-
ins, Ian MacDonald.
A.m.k. fjórar aðrar argentínsk-
ar flugvélar löskuðust og ekki var
búizt við að þær næðu aftur til
stöðva sinna á meginlandinu. Af
argentínsku flugvélunum grönd-
uðu Sea Harrier-þotur fjórum
Mirage-flugvélum með Sidewind-
er-eldflaugum, en skyttur flotans
grönduðu þremur Skyhawk-flug-
vélum. Árásirnar voru gerðar ná-
lægt Bluff Clove, 21 km frá Stan-
ley, skv. áreiðanlegum heimildum.
Þar með hafa Argentínumenn
misst 79 flugvélar, þar af sjö þyrl-
ur. En að viðbættum flugvélum,
sem talið er að hafi verið eytt ,á
landi eða í loftbardögum, hafa
Argentínumenn alls misst 93
flugvélar.
Sagt er að brezkir hermenn hafi
náð öruggri fótfestu í Bluff Clove
og Fitzroy eftir þriggja daga
leyniaðgerð. Þar með hefur
hringnum um Stanley verið lokað,
svo að þess er talið skammt að
bíða að yfirmaður Breta, Jeremy
Moore hershöfðingi, fyrirskipi al-
gera árás á bæinn.
Bretar höfðu búizt við loftárás-
um Argentínumanna, en þær virð-
ast hafa tafizt þar sem veður hef-
ur verið slæmt, en nú fer það
batnandi. Samkvæmt fyrstu frétt-
um særðust fimm sjóliðar á „Ply-
mouth", sem er 2.800 lestir.
Sprengjubrot ollu tjóni umhverfis
byssuturninn frammi á skipinu.
Engan sakaði á landgönguskipun-
um, „Sir Tristram" og „Sir Gala-
had“, sem eru 3.270 lestir. „“Gala-
had“ varð einnig fyrir tjóni í loft-
árás 26. maí.
Hvítasunnufólk
fær enn
Moskva, 9. júní. AP.
YFIRVÖLD í Síberíu neituðu
Vaschenko-fjölskyldunni enn einu
sinni um leyfi til að flytjast úr landi
og neituðu að taka til greina þá
ráðstöfun hvítasunnusafnaðarins að
afsala sér sovéskum ríkisborgara-
rétti. Þetta kom fram skv. upplýsing-
um frá nákomnum ættingjum þeirra
sem búa nú í bandaríska sendiráð-
inu.
Yfirvöld í Siberíu segja þessa
ákvörðun komna frá Moskvu, en
þar er einnig tekið fram að enga
þýðingu hafi fyrir fjölskylduna að
sækja um leyfi til að flytjast úr
landi á ný fyrr en Lubov Vasch-
enko og þrír aðrir fjölskyldumeð-
limir, sem nú búa innan veggja
bandaríska sendiráðsins, snúi aft-
ur til Síberíu.
Vaschenko sagði að greinilegt
væri að yfirvöld hefðu dregið að
taka ákvörðun í þessu máli þangað
5 Pólverj-
ar flýja til
Svíþjóðar
Malmö, 9. júní. AP.
FIMM Pólverjar, þrennt fullorðið
og tvö börn, flýðu til Svíþjóðar í
dag á lítilli tveggja hreyfla tékkn-
eskri flugvél og báðu um hæli sem
flóttamenn. Sjötti maðurinn um
borð óskaði eftir samtali við pólska
ræðismanninn í Malmö og sagt var
að hann vildi fara aftur til Pól-
lands. Flóttamennirnir eru allir frá
Stettin. Flugmaðurinn er 33 ára.
Frá því herlög voru sett í Póllandi
hafa 600 Pólverjar beðið um eða
verið veitt hæii í Svíþjóð.
afsvar
til trúboðinn Billy Graham hefði
snúið til baka úr ferð sinni til Sov-
étríkjanna, en ferð hans lauk um
miðjan síðasta mánuð. Þar heim-
sótti hann hvítasunnufólkið í
bandaríska sendiráðið og sagðist
ekki hafa trú á öðru en mál þeirra
leystist fljótt og farsællega.
Hvítasunnufólkið, sem nú býr í
sendiráðinu bandaríska, segist
hafa leitað þar hælis í örvæntingu
sinni, en sovésk yfirvöld hafa neit-
að því um leyfi til að flytjast úr
landi allt frá árinu 1962.
Banna ber
brjóst
6 Tropea, ÍUJíu, 9. júni. AP.
YFIRVÖLD í ítalska baðstranda-
bænum ('alabria hafa numið úr
gildi reglugerð, sem leyfði konum
að sóla sig „topplausar" við strend-
ur bæjarins, „með þvi skilyrði að
þær væru fallegar".
I reglugerðinni var lagt blátt
bann við því að konur „sem ekki
hefðu til að bera hæfilega lík-
amsfégurð", væru að myndast við
að fækka fötum. „Þetta var að-
eins meint sem hótfyndni," sagði
borgarstjórinn í Calabria, Gius-
eppe Romano, um reglugerðina,
sem bæjarráðið samþykkti í maí
sl. Reglugerðin vakti strax mót-
mæli kvennasamtaka og ýmissa
stjórnmálahópa, sem sögðu hana
móðgun við konur, en við afnám
hennar gengur aftur í gildi eldri
samþykkt, sem bannar allt stripl
á ströndum Calabria. Ekki fylgdi
sögunni hvort til tals hefði komið
að setja karlmönnum einhverjar
fagurfræðilegar takmarkanir í
klæðaburði.
Bretar náðu
Fitzroy eftir
símtal þangað
London, 9.júní. AP.
BRETAR náðu aftur yfírráðum yfír byggðunum Fitzroy og
Buff Clove á Falkiandseyjum eftir þriggja daga leynilegar
aðgerðir, sem hófust með símhringingu, að sögn Robert
Hutchinson, varnarmálafréttaritara brezku fréttastofunnar
Press Association (PA). Honum segist m. a. svo frá:
Brezkur varðflokkur í Swan
Inlet komst að því fyrir nokkr-
um dögum að símalínurnar það-
an til Fitzroy, 24 km í norð-
austri, væru enn í lagi. Tony
Wilson hershöfðingi, yfirmaður
5. brezku fótgönguliðs-stór-
deildarinnar, gekk inn í al-
menningssímaklefa, stakk 50
pencum í símsalann og hringdi
til Fitzroy, þar sem hann náði
sambandi við þorpsbúann Reg
Benney og spurði:
„Eru Argarnir (Argentínu-
menn) enn í Fitzroy?"
Binney sagði: „Nei. Hvers
vegna komið þið ekki til okkar?"
Wilson sendi þá framvarðar-
flokk, 80 km vegalengd, með
þyrlu frá landgöngusvæðinu við
Port San Carlos til Fitzroy. Þar
sem lágskýjað var sást ekki til
þyrlunnar frá eftirlitsstöðvum
Argentínumanna.
Síðan gerðu Falklendingar
við skip úr eigu Falklandseyja-
félagsins, „Monsunen", sem
laskaðist þegar fallhlífaher-
menn báru Argentínumenn
ofurliði í Goose Green. Eyjar-
skeggjar sigldu skipinu til Buff
Clove með birgðir handa fram-
varðarsveitinni, þrátt fyrir
hættu á árásum argentínskra
flugvéla.
Næstu tvo til þrjá daga var
flogið með hermenn frá Goose
Green til eyjunnar Lively Is-
land, suður af Choiseul-sundi,
og þaðan voru þeir fluttir til
Fitzroy með landgönguskipi.
Alger leynd hvíldi yfir aðgerð-
inni.
Varðflokkar úr 7. Gurkha-
rifflasveitinni þögguðu niðri í
Argentínumönnum í eftirlits-
stöðvum þeirra fyrir ofan
Fitzroy og Buff Clove.
Argentínumenn höfðu að
nokkru leyti eyðilagt trébrúna
við Fitzroy og brezkir verkfræð-
ingar unnu að viðgerð hennar
allan sólarhringinn. Brúin og
lítið landgöngusvæði Breta við
Buff Clove njóta nú verndar
Rapier-loftvarnaeldflauga og á
sama tíma halda brezkir her-
menn áfram að sækja fram til
Stanley á suðurvæng tangar-
sóknarinnar þangað.