Morgunblaðið - 10.06.1982, Side 46

Morgunblaðið - 10.06.1982, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ1982 |Heimsmeistarakeppnin í knattspymu Guðmundnr Torfason er hér kominn á auðan sjó inni í vltateig Fortuna eftir aendingu frá Sverri Einarssyni. Og Guðmundur vippar knettinum snyrtilega yfir markvörðinn sem sá ekki annað ráð en að hlaupa út úr markinu. Ljósm. KÖE. FRAM gerði sér Iftið fyrir og sigraði vestur-þýska atvinnumannaliðið For- tuna Dsseldorf 1—0 í vináttuleik lið- anna á Laugardalsvellinum í gær- kvöldi. Guðmundur Torfason skor- aði sigurmarkið í fyrri hálfleik og er óhætt að segja að sigurinn hafi verið meira en sanngjarn, Framarar fengu nokkur stórgóð marktækifæri, auk þess sem þeir áttu góð skot utan af velli. Leikmenn Fortuna virkuðu áhugalitlir, þeir fengu nokkur sæmi- leg færi, en færri og lakari en leik- menn Fram. Þetta var ekki átakaleikur, yfir- leitt sniðgengu menn návígi, reyndu fremur að ná samspili. Var samleikur oft með ágætum hjá báðum liðunum, en hins vegar bar leikurinn keim af því að úrslit hans höfðu enga þýðingu og á það einkum við um þýska liðið. Fram- arar höfðu hins vegar fullan hug á að sigra og léku af mun meiri ákveðni. Trausti Haraldsson og Halldór Arason höfðu báðir átt góð færi áður en Guðmundur Torfason skoraði sigurmarkið á 29. mínútu. Fram fékk þá horn- spyrnu hægra megin, en þýska vörnin skallaði frá. Sverrir Ein- arsson lyfti knettinum rakleiðis til baka til Guðmundar Torfason- Fram — Fortuna 1:0 ar sem lyfti honum snyrtilega yfir þýska markvörðinn. Vörn Fortuna sofnaði þarna hroðalega á verðin- um. Eftir þetta gekk á ýmsu, Atli átti skalla í þverslá hjá Fram og Pétur Ormslev átti hörkuskot sem var varið. Hinu megin áttu Janus Guðlaugsson, Lárus Grétarsson og fleiri góð færi til þess að bæta mörkum við fyrir Fram, en allt kom fyrir ekki. Bestir hjá Fram voru ungur markvörður að nafni Friðrik Friðriksson og Janus Guð- laugsson, sem var besti maðurinn á vellinum. Enginn skaraði fram úr hjá Fortuna. — gg. Þór áfram ÞÓR sló KS út úr bikarkeppni KSÍ í gærkvöldi er liðin mættust á Akur- eyri. Lokatölur leiksins urðu 2—1 og skoruðu þeir Guðjón Guðmundsson og Bjarni Sveinbjörnsson mörk Þórs, en Óli A. Agnarsson svaraði fyrir KS. — segir Þórdís Gísladóttir,ÍR, sem varö bandarískur háskólameistari Leiðrétting í grein í Mbl. í gær um sjóskíða- íþrótt á ísafirði segir í mynda- texta með mynd af manni, sem er að falla í sjóinn, að hans bíði ekk- ert nema kaldur sjórinn í ísafirð- inum. Kaupstaðurinn ísafjörður stendur við Skutulsfjörð en ekki ísafjörð. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. EINS OG fram hefur komið í frétt- um sigraði Þórdís Gísladóttir frjáls- íþróttakona úr ÍR í hástökki á bandaríska háskólameistaramótinu um helgina, og setti íslandsmet í leiðinni, stökk 1,86 metra. Þetta er gott afrek, því mótið er jafnan talið til fimm mestu frjálsíþróttamóta heims á ári hverju. Með þessum árangri hefur Þórdís jafnframt náð lágmarki fyrir Evrópumeistaramótið, sem haldið verður í Aþenu í sept- emberbyrjun. Morgunblaðsmenn tóku Þórdísi tali er hún kom til landsins með Flugleiðavél á þriðju- dagsmorgun, en miklir fagnafundir urðu á Keflavíkurflugvelli, þar sem foreldrar, systir, ættingjar og vinir, og framámenn í frjálsíþróttum fögn- uðu henni við heimkomuna. unni Susanne Lorentzon sigri, hún var nýbúin að stökkva 1,89, og á 1,92 frá í fyrra. Hún þurfti þó tvær tilraunir við bæði 1,80 og 1,83, og komst ekki yfir 1,86 fyrr en í þeirri þriðju og hlaut þriðja sætið. Phuys Blunston fór yfir 1,86 i annarri tilraun og varð önnur. Mér finnst ég geta stokkið hærra, og nú er bara að vona að vel gangi í þeim mótum sem fram- undan eru, Reykjavíkurleikunum um miðjan júlí, Kalott-keppninni, og fleiri mótum í útlöndum þar á eftir," sagði Þórdís, sem er 21 árs. Þess má að lokum geta, að Þór- dís var eini íþróttamaðurinn frá háskóla sínum, sem sigraði á mót- inu, en skólinn varð í níunda sæti í stigakeppninni, þremur stigum á undan Texas-skólanum í Austin, skóla þeirra Óskars Jakobssonar ÍR, Odds Sigurðssonar KR og Ein- ars Vilhjálmssonar UMSB, en þeir kepptu allir á mótinu, og stóðu sig með ágætum. „Þetta gekk vel, fór alltaf yfir í fyrstu tilraun. Og í fyrstu tilraun- inni við 1,89 vantaði örlítið upp á að ráin sæti eftir. En þá kom skyndilega fellibylur, með miklu skýfalli, svo fresta varð keppninni og hýrðumst við í tjaldi á meðan. Þegar tekið var við þráðinn að nýju gengu málin ekki upp, hvorki hjá mér né öðrum. Það er rétt, það hafði ekki geng- ið of vel í síðustu keppnunum fyrir þetta mót, en mér fannst ég alltaf eiga meira inni, og var staðráðin í að standa mig á meistaramótinu. Það höfðu allir spáð sænsku stúlk- Þórdís Gísladóttir með foreldrnm slnnm, Gísla Kárasyni bílstjóra á BSR og Sigríöi Jónatansdóttur, við komuna til Keflavíkurflugvallar. Ljósm. Mbl. Kristján Einaræon. NOKKRIR LEIKIR fóru fram I bikarkeppni KSÍ í fyrrakvöld og voru sum úrslit með óvæntara móti. Til dæmis sigraði Víðir í Garði 2. deildar lið Njarðvíkur 3—0 í Njarð- vík. Talsverð harka var i ieiknum og var einum af leikmönnum Njarðvík- ur vikið af leikvelli undir lok fyrri hálfleiks. Eina mark fyrri hálfleiks skoraði Guðjón Guðmundsson úr vítaspyrnu, en Guðjón og Björgvin Björgvinsson bættu mörkum við í síðari hálfleik, er Víðismenn léku gegn sterkri golu. Úrslit leikja urðu annars sem hér segir: Njarðvík — Víðir 0—3 ÍK - FH 3-1 • Ólafur Petersen, 23 ára framherji hjá ÍK, skoraði tvö mörk er lið hans sló FH út í bikarkeppni KSÍ. Reynir — Augnablik 2—0 Ármann — Grindavík 3—2 Víkingur Ól. — Þróttur R. 1—3 Grundarfjörður — UMFA 1—3 Huginn — Austri 3—2 Einherji — Þróttur N. 2—0 Tindastóll — Magni 5—1 Dagsbrún — Leiftur 1—5 Völsungur — Árroðinn 8—0 Sigur ÍK gegn FH kom ekki síð- ur á óvart og sigur Víðis gegn Njarðvík. Ólafur Pedersen (2) og Bárður Guðmundsson skoruðu mörk ÍK. Reykjavíkur-Þróttur hélt áfram sigurgöngu sinni er lið- ið sló Víking út úr keppninni. Vík- ingur náði forystu í leiknum, en Daði Harðarson og Júlíus Júlíus- son (2) svöruðu fyrir höfuðborgar- liðið og tryggðu því sigur. a-tejCjxKS nsLÍLXndíKioN-v "tCklst f=y&ie: €>Vctot fcö rbáeSTA »CU= 6tA BotJSvy c óre-fcTt-J OE.OÖOAT StCOVZA. S ptestl) . 1 uovcaaJ oulm, EC&Teœn t-teiEei tu®. OIS.OfccLJAT'AeL \jieöAt>T -e.un<2ÍiPT s>eí.a5TAKa_efctA KifSAVS •ajfAtvA. TJO MAIUlsXJSSötOÍ KIO«CXJ>OÍ»T 'I ^fcSÚT. M I- ueiicjv HZTA K\ t , fc tuiMCJWAiUL., VA <^JST pt, !)LgO£M Fram vann Fortuna Diisseldorf mjög verðskuldað Tel mig geta stokkið hærra 3. deildar liðin komu á óvart

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.