Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR 139. tbl. 69. árg. SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Líbanon: Bandaríkjamenn með „mikilvægar tillögur" Átta sinn- um haföi Haig hót- að afsögn Washington, 26. júní. AP. Arsögn Alexanders Haig, utanrikisrárt- herra Kandaríkjanna, kom vestrænum stjórnmálaleiðtogum verulega á óvart, og Rússar sögðu hana afleiðingu ágreinings um afstöðu stjórnar Reag- ans til innrásar ísraela í Libanon. í ísrael var afsögnin hörmuð og Haig lýst sem miklum stjórnvitringi og vini í raun. Mark Macguigan, utanríkisráð- herra Kanada, sagði Haig hafa verið „mann friðarins" og talsmann hóf; seminnar innan stjórnar Reagans. í Argentínu var litið á afsögnina sem tilraun af hálfu stjórnarinnar til að lappa upp á tenglsin við ríki róm- önsku Ameríku, sem kulnuðu er Bandarikjamenn tóku afstöðu með Bretum í Falklandseyjadeilunni. Talið er að Haig hafi beðið ósigur í valdabaráttu við Caspar Weinberg- er, varnarmálaráðherra, sem verið hefur talsmaður meiri hörku í garð ísraela. Haig hefur verið þeirrar skoðunar að Miðausturlöndum stafi mest hætta af skipulagðri alþjóð- legri hryðjuverkastarfsemi, og í sama streng taka ráðamenn í ísrael. Haig var t.d. andvígur því að PLO fengi aðild að samningum um frið í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Fréttaskýrendur segja að af- sögnin sé afleiðing ágreinings og togstreitu innan stjórnarinnar. Haig hafi þótt nóg komið þegar stjórnin ákvað að banna sölu á tækjum og búnaði til lagningar gasleiðslunnar frá Síberíu. Akvörðunin var tekin í þjóðar- öryggisráðinu meðan Haig fór til New York til fundar við Andrei Gromyko, utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna. Haig sagði bannið koma illa við Bandarikjamenn bæði heima fyrir og erlendis, og ríki Vestur- Evrópu hafa öll fordæmt ákvörðun- ina. Schmidt, kanzlari í Vestur- Þýzaiandi, sagði ákvörðunina koma til með að skaða Atlantshafsbanda- iagsríkin meira en Moskvu. Heimildir herma að átta sinnum hafi Haig hótað að segja af sér vegna ágreinings innan stjórnarinn- ar, eða að jafnaði á tveggja mánaða fresti. Agreiningurinn hefur marg- sinnis komið upp á yfirborðið, en jafnan hefur öldugangurinn hjaðn- að, þar til nú, að brotsjóir riðu yfir. Sjá ritstjórnargrein: „Alexand- er Haig segir af sér“, á bls. 24. Beirut, Sameinuðu þjóðunum, 26. júní. AP. VOPNAHLÉIÐ, sem um samdist í gær milli ísraela annars vegar og Pal- estínumanna og Sýrlendinga hins vegar, virðist enn vera haldið og fóru engar fréttir í dag af bardögum. Fréttastofa Palestínumanna sagði í dag, að leiðtogum PLO hefðu borist „mikilvægar tillögur" frá Bandarikja- mönnum, sem nú væru til athugunar. í dag beitti fulltrúi Bandaríkjanna neitunarvaldi í öryggisráði SÞ gegn tillögu Frakka um tafarlausa brottfor ísraelsks herliðs frá Líbanon. „Það er tíðindalaust á öllum vígstöðvum," sagði í dag Rödd Líb- anons, útvarpsstöð vinstrimanna í Líbanon, sem styðja Palestínu- menn, en þá höfðu bardagar legið niðri í 12 tíma. Fréttastofa Palest- ínumanna greindi frá því í dag, að Bandaríkjamenn hefðu lagt fram „mikilvægar tillögur" fyrir milli- göngu Frakka og að þær yrðu tekn- ar til umræðu og svarað. Ekkert var nánar sagt um í hverju þær væru fólgnar. Haft var eftir stjórnmálalegum ráðgjafa Arafats, Hani-al Hassan, að Palestínumenn vissu nú hverjir væru raunverulegir vinir þeirra — „Frakkar og Saudi-Arabar". Frakkar lögðu í dag fram ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem ísraelar eru hvattir til að draga her sinn til baka um tíu kíló- metra, að skæruliðar Palestínu- manna hverfi til búða sinna og eft- irlitsmenn SÞ sjái um að vopna- hléið verði virt. Bandaríkjamenn beittu neitun- arvaldi gegn tillögu Frakka en hin 14 ríkin, sem sæti eiga í öryggis- ráðinu, studdu hana. Fulltrúi Bandaríkjanna sagði, að ályktunin væri ófullkomin vegna þess, að þar væri ekki minnst á, að lögleg ríkis- stiórn í Líbanon fengi þau völd í hendur, sem henni bæri. Hins veg- ar sagði hann, að Bandaríkin styddu ýmsa þætti ályktunarinnar eins og t.d. tafarlaust vopnahlé, að Israelar og Palestínumenn hyrfu frá Beirut og að eftirlitsmenn SÞ kæmu til borgarinnar. Búist er við að allsherjarþingið samþykki til- lögu Frakka seinna í dag en sam- þykktir þess eru ekki bindandi fyrir aðildarlöndin. 100.000 fangar vinna við gasleiðsluna miklu Frankfurt 26. júní. AP. J Krankfurt 26. júní. t SOVÉTRÍKJUNUM eru um 100.000 manns, þar af a.m.k. 10.000 afbrotamenn, í nauðungarvinnu við lagningu gasleiðslunnar miklu frá Síberíu til Vestur-Evrópu. Þessar upplýsingar koma fram í yfirlýsingu, sem Alþjóðamannréttindastofnunin, sem aðsetur hefur í Frankfurt, lét frá sér fara í dag. Fyrirhuguð gassala Sovét- manna til Vestur-Evrópu mun verða þeim gífurleg tekjulind og þess vegna virðast þeir ætla að kosta til öllu til að geta lokið við lagningu leiðslunnar, sem er 3.000 km löng, á næsta ári, þrátt bann Reagans Bandaríkja- ■j* ■ forseta við notkun bar.dsrísks tækjabúnaðar við verkið. „Þar sem unnið er að lagning- unni hafa margar nauðungar- vinnubúðir verið reistar á síð- ustu tveimur árum,“ segir í yfir- lýsingunni. „í Ustishim eru búð- irnar t.d. átta talsins en aðrar eru nálægt Surgut, Tavda, Tyumen, Irbit og Lysva." í þess- um búðum hafast fangarnir við í óhrjálegum hjólhýsum, sem litla vörn veita fyrir nístandi vetr- arkuldunum, og segir í vfirlýs- ingunni, að matur sé af skornum skammti. í nauðungarvinnubúðunum eru a.m.k. 10.000 manns, sem dæmdir hafa verið fyrir ýmis af- brot, en hinir hafa verið fangels- aðir fyrir aðrar sakir, t.d. fólk, sem dæmt hefur verið í útlegð innanlands vegna stjórnmála- skoðana. „Þar á meðal eru marg- ar konur og eldra fólk,“ segir í yfirlýsingu Alþjóðamannrétt- indastofnunarinnar. Þetta fólk er látið vinna erfiða jarðvinnu og þá fyrst þegar henni er lokið er vestrær.um blaðamönnum sýnt hve verkinu miðar áfram. Þess er vel gætt, segir í yfir- lýsingunni, að vestur-þýskir verkfræðingar, sem vinna við lagningu leiðsiunnar, komist hvergi í tæri við fangana. „I þorpinu Borovsky eru þeir hafðir á sérstöku hóteli og fylgja KGB-menn þeim eftir hvert ein- asta fótmál."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.