Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ1982 Guðný Bergsdóttir skrifar frá Kaup- mannahöfn Efnis- lítil nær- föt og hlýir úti- gallar íþróttagallar eða Jogging" — gallar eins og þeir eru kallaðir í dag, verða æ vinsælli og þá ekki aðeins hjá yngri kynslóðinni heldur líka hjá eldra fólki. Það er ekki heldur eingöngu íþróttafólk sem notar þennan klæðnað, heldur er þetta orðinn vinsæll frístundaklæðnaður enda bæði hlýr, léttur og þægi- legur. Gallarnir eru bæði úr frotté og bómullarefnum og fást bæði ein- litir, röndóttir eða með marglit- um röndum. Fatahönnuðir, er nýlega hafa sýnt framleiðslu sína á þessum fatnaði fyrir næsta haust og vetur, spá því að röndóttu jogging-gallarnir eigi eftir að verða vinsælir. Jakkarn- ir eða blússurnar við jogging- buxurnar, eru yfirleitt heilir eða eins konar anorak-jakkar. Flest- ir eru með áfastri hettu. Oft eru buxurnar einlitar en peysan/ an- orakkurinn, röndótt og eru í létt- um og skemmtilegum litasam- setningum. Þegar fatahönnuðir hanna nærföt, virðist sem þeir spari æ meira í efni, þ.e.a.s. nærfötin og þá sérstaklega fyrir karlmenn, verða mun efnisminni. Nærbux- urnar eru svo smáar, t.d. frá hin- um þekkta nærfatafyrirtæki JBS, að það getur ekki verið dýrt að framleiða þær! Nærfötin eru að mestu úr bómull sem heldur lögun þrátt fýrir mikla þvotta í vélum. Nærskyrtur með eða án erma eru alltaf jafn vinsælar, svo og litlar T-shirts. Litirnir verða æ frjálslegri, það er t.d. löngu orðið gamaldags að ganga í hvítum nærfötum, nei þau eiga að vera í sterkum litum, oft mynstruð eða röndótt. ÞetU eru nærföt frá JBS og ekki er verið að noU alltof mikið efni hér. Nærfötin eru úr 97% bómull og 3% acryl. Einlit eða með röndum. Eins nærföt (eða svo til) handa honum og henni er orðið algengt. ÞetU er framleiðsia frá danska fyrirtækinu Ilammerthor í Herning og hefur hlotið nafniö „Milkboy“, sennilegast röndunum að kenna! Skemmtilegur röndóttur eða einlitur jogging-klæðnaður. Takið eftir að jakkarnir eru með„ anorak“-sniði og stórum vasa framan á. Framleið- andi er danska fyrirtækið Buksesnedkeren ApS, Gilleleje. Riddarinn með raunasvipmn Bókmenntír Jóhann Hjálmarsson Miguel de Cervantes Saavedra: DON KÍKÓTI FRÁ MANCHA. Guðbergur Bergsson íslenskaði. Almenna bókafélagið, 1982. I öðru bindi um riddarann Don Kíkóta frá Mancha er haldið áfram að segja frá því sem kom fyrir hann og skjaldsvein hans, Sansjó Pansa, í kránni. Einnig er framhald af ævintýrum þeirra fé- laga, m.a. skýrt frá viðureign ridd- arans við fjárhóp sem hann telur vera riddarasveitir, hvernig hann eignaðist hjálminn góða sem reyndar var ekki annað en rakara- skál, árás hans á líkfylgd, hvernig hann bjargaði galeiðuföngum undan réttvísinni og ýmsum furðulegum atburðum í Svörtu- fjöllum. Síðast en ekki síst eru skráðar margvíslegar samræður riddara og skjaldsveins þar sem erfitt reynist að gera upp á milli þeirra félaga, skjaldsveinninn reynist á köflum ekki síðri riddar- anum að vitsmunum þótt hann verði að sætta sig við að vera ým- ist kallaður greindur eða heimsk- ur. Eftir stríðið við líkfylgdarmenn er það Sansjó sem gefur húsbónda sínum nafnið Riddarinn með raunasvipinn og fylgir því úr hlaði á eftirfarandi hátt: „Ég hef verið að virða yður fyrir mér í bjarman- um frá kyndli illræðismannsins, og í einlægni sagt hefur yðar náð það raunalegasta yfirbragð sem ég hef næstum nokkurn tíma séð. Svipurinn hlýtur að stafa annað hvort af erfiði bardagans eða jaxla- og tannamissi." Þetta líst Don Kíkóta vel á því að slíkum riddara hæfir minnis- stætt auknefni eins og öðrum frægum riddurum. Hann er helst á því að vitringurinn sem skráir afrekssögu hans hafi „lætt viður- nefninu í hug þér og á tungu, svo þú kallaðir mig Riddarann með raunasvipinn, og hef ég ákveðið að halda nafninu og ætla til frekari áherslu að láta mála á skjöld minn, þegar tækifæri gefst, rosa- lega raunamætt andlit.“ Þetta segir Don Kíkóti við Sansjó sem svarar: „Það er óþarfi að sóa fé og tíma í þannig and- litsmynd, sagði Sansjó Pansa. Nóg yrði að yðar náð lyfti frá ásjón- unni og leyfði fólki að sjá. Andlitið nægði án málaðrar myndar og skjaldar til að allir segðu að þér væruð raunasvipurinn uppmálað- ur.“ Cervantes leggur að vísu rækt við frásagnir af fáránlegum uppá- tækjum Don Kíkóta og hvernig Sansjó Pansa fylgir honum í blindni vegna ágirndar sinnar, en honum er líka í mun að sýna hve riddarinn er meðvitaður um geð- veilu sína og skjaldsveinninn um fánýti allra hans gerða. í Svörtu- fjöllum býðst Don Kíkóti til að leika listir sem eiga að sanna fyrir Sansjó algjöra vitfirringu. Sansjó reynir eins og oft áður að stilla húsbónda sinn, en tekst ekki að halda aftur af honum. Áður en Sansjó fer til byggða með skilaboð til hinnar fögru Dúlsíneu bregður Don Kíkóti sér úr buxunum og Guðbergur Bergsson stendur berrassaður á skyrtunni: „Síðan sletti hann skönkunum tvisvar í hendings kasti upp í loft- ið, og slengdi sér jafn oft á bakið og bretti tærnar móti himni." Æði Don Kíkóta í Svörtufjöllum teng- ist sögu ungs manns sem frávita af ástarsorg eigrar um fjöllin. Hann segir harmsögu sína og er hún veigamikill þáttur annars bindis skáldsögunnar. Sögur í sög- unni er Cervantes ekki spar á. Þær geta stundum virst útúrdúrar, en eru það ekki. Auk þess sem þær eru skemmtilegar, í senn dapur- legar og leiftrandi af háði, er þeim ætlað að hvíla lesandann um stund frá þeim félögum og síend- urteknum hrakföllum þeirra við að þjóna réttlætinu í heiminum. Skop og alvara vega þannig salt með ákjósanlegum hætti. Fyrsta bindi Don Kíkóta var eins konar inngangur að skáldsög- unni. I öðru bindinu eru ógleym- anleg ævintýri á hverri síðu. Um þýðingu Guðbergs Bergs- sonar er það að segja að mér virð- ist honum takast enn betur í öðru bindi og vafamál að hann hafi áð- ur náð lengra í því að koma snilld- arverki til skila í íslenskri þýð- ingu. Ljóðaþýðingarnar eru eins og fyrr hálfgert torf, en lesandinn hlýtur að skilja að þannig má hugsa sér skáldskapartilraunir þeirra voluðu persóna sem sagan greinir frá. Jóhann Hjálmarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.