Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1982
19
landið, sem alltaf kemur þéráóvart!
Ef þú ert að leita að einhverju sérstöku í
sumarfríinu, þarftu ekki að fara langt, þú finnur
það í Bretlandi; lygnar ár sem renna milli
grænna bakka, aldagamlar kirkjur, höfuðból og
kastalar frá miðöldum, sem bera ennþá merki
gamalla vopnaviðskipta. f Skotlandi og Wales
kemstu í kynni við friðsæl sveitahéruð sem nú-
tíminn hefur látið afskiptalaus. Á hinn bóginn
er suðurströndin nýtískuleg, - sendin og falleg.
Þar syndirðu í sjónum allt sumarið!
Sveitasetur og hlýleg heimili
Bretland er yfirfullt af söfnum, köstulum
og sveitasetrum. Með því að kaupa ,,Open-to-
view” fyrir £9.50 færðu aðgang að rúmlega 500
þeirra. Svo má ekki gleyma því, að þú færð gist-
ingu á ,,Bed and Breakfast” heimili fyrir u.þ.b.
£6,- þar sem ríkulega útilátinn enskur morgun-
verður; egg, beikon, pylsur, tómatar og tesopi,
er innifalinn í verðinu.
Gömlu verðin ennþá í gildi!
Nú fljúga Flugleiðir bæði til Glasgow og
London, svo að ferðin sjálf ætti varla að vera
neitt vandamál. í Glasgow eru verslanirnar
ennþá fullar af fallegum vörum á góðu verði -
cashmere peysur fyrir £30, tweed jakkar á £40,
lambsullarpeysur á £8. Ekki eru verðin síðri í
Edinborg. Bílaleigubíll til Edinborgar er sjálf-
sagður, ef þú vilt kynnast gersemum Princess
Street, þekktustn verslunarmiðstöðvar Skot-
lands.
Skotland er yfirfullt af stórfenglegum
kastalabyggingum og notalegum sveitasetrum
(þú getur meira að segja fengið eitt þeirra á leigu
og búið eins og sveitaaðallinn!). Þú gætir líka
leigt þér snekkju eða íbúðarbát og látið reka á
milli Hebrideseyjanna, - þær eru aðeins 700
talsins. Skotland býður líka upp á heimsfræga
golfvelli, og hálandaárnar eru fullar af laxi, ef þú
kærir þig um að ,,renna”!
Það er varla til annað land, sem býður
þér jafn marga möguleika og Bretland - og það á
svo litlu landsvæði. Það er aðeins nokkurra
stunda ferð frá Skotlandi til London í járnbraut.
Ef þú fjárfestir í Britrail passa geturðu notfært
þér 16000 mílur af járnbrautateinum, sem auð-
vitað liggja til allra átta. 8 daga passi kostar að-
eins $ 120, hræbillegur eins svo margt annað í
Bretlandi.
London - leikhús og lystigarðar.
London er yfirfull af sögufrægum stöðum
og hefðum, sem hægt er að njóta enn þann dag í
dag. Vaktaskipti lífvarðanna við Buckingham-
höll er ein af bestu sýningum heims - og hún er
ókeypis. í Westminster Abbey geturðu skoðað
grafir breskra þjóðhöfðingja allt frá 1066.
London getur líka verið ódýr. Aðgangurinn er
ókeypis á allar helstu listaverkasýningar og
söfn.
Lystigarðarnir eru ókeypis fyrir alla. Piccadilly
Circus,minningarsúla Nelsonsog Big Ben eru gratís. Pú
getur fengið leikhúsmiða á hálfvirði,ef þú kaupir þá í
Kiosk á Leicester Square sama daginn og sýningin fer
fram. En svo má ekki gleyma verslunum Lundúna-
borgar, sem bjóða upp á tilboðsverð á tískuvörum,
húsgögnum, skartgripum, forngripum, listmunum,
listiðnaði, hljómflutningstækjum og íþóttavörum.
Pá má ekki gleyma ensku sveitakránum,
pöbbunum. Pær eru ekki aðeins til að þamba
bjórinn, þó góður sé. Pöbbinn er félagsheimili.
Staður til að sýna sig á og sjá aðra, fara í píluspil,
rökræða og fá sér frábæran hádegismat - nýtt
brauð, ostur, skinka og kolla af bjór kostar
innan við £2.
Besta leiðin til að afla sér greinargóðra
upplýsinga um sumarleyfismöguleika í Bret-
landi er að lesa upplýsingarit BTA, breska
ferðamálaráðsins. Ritið fæst hjá Bókaverslun
Snæbjarnar í Hafnarstræti. Svo er bara að láta
drauminn rætast.
Flugleiðir bjóða sérfargjald.
í sumar fljúga Flugleiðir fimm sinnum í
viku til London og þrisvar í viku til Glasgow. Ef
þú ákveður þig tímanlega geturðu notfært þér
Apexfargjöld Flugleiða og komist til Bretlands
fyrir helmingi lægra verð en ella. Pú getur líka
fengið sérpakka hjá Flugleiðum - flug og bíla-
leigubíl. Ef þú ætlar að skoða Bretland eru fáar
leiðir heppilegri en ,,Driveway UK.” Pú ferðast
að eigin geðþótta, velur næsta gististað á þeim
sem þú dvelur nóttina áður, kostnaðurinn er
minni en £10 á nótt að meðtöldum morgun-
verði. Annar svipaður pakki heitir „British
Country Wanderer”. Hann fylgir þér um lítil
þorp og sveitabæi fyrir minna en £9 á nótt.
Bretar aka ennþá á vinstri kantinum, en vegirnir
eru góðir og tillitsemin í umferðinni svo frábær
að þú venst þessu á svipstundu!
FLUGLEIÐIR
Gott fólk hjá traustu félagi
Ókeypis ferðahandbók
Bókin „Great Value in Britian" sem gefin er
út af BTA, breska ferðamálaráðinu, liggur
frammi hjá söluskrifstofum Flugleiða, um-
boðsmönnum og ferðaskrifstofum. En þar er
að finna ýmsar handhægar upplýsingar.
Bókin er bara það fyrsta sem þú átt eftir að
njóta í sambandi við Bretland. Þessír aðilar
gefa einnig allar upplýsingar um flugferðir
Flugleiða til Bretlands og ferðamöguleika.
Bretland -
margt að gera
og meira