Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ1982 21 Þannig leit dyraumbúnaður vestri rústarinnar út er Þjóðminjasafnið rannsakaði staðinn. Séð yfír vestari rústina. Hlaðinn svefnbálkur er upp við klettavegginn og fyrir ofan hann á myndinni sér í eldstæðið sem er undir steinboga upp við bergið. Viötal: Bragi Óskarsson vera þarna í einni mestu eyðimörk landsins? Ég tel auðsætt að þarna hafi útilegumennirnir steypt gor- inu úr vömbunum að lokinni slátr- un. Grösin á haugnum eru einmitt túngróður s.s. língrési, sóley, fífill og annar túngróður. Tilvera þessa haugs sannar að þarna hefur dýr- um verið slátrað í stórum stíl — og það hafa engir aðrir gert en útilegumenn." En nú er staðurinn langt uppi í landi — hefði ekki verið töluvert erfitt að koma skepnum þarna uppeftir? „Nei, síður en svo. Gripina hafa þeir tekið á afrétti Landmanna og á Veiðivatnasvæðinu, og hefur verið hægur vandi að teyma þá upp með Tungnaá eða um Veiði- vatnasvæðið og austur yfir Snjó- öldufjallgarðinn. Sauðfé, sem þeir hafa stolið, hafa þeir smalað fram í skörðin austan Grænavatns og hefur verið auðvelt að ná því þar niður". Telur þú að þeim sem að þessari rannsókn stóðu hafi sést yfir þessa hluti sem þú talar um? „Þeim hefur e.t.v. ekki sést yfir þá en þeir hafa ekki athugað að skoða þá í samhengi, því hefðu þeir gert það hefði niðurstaðan orðið önnur. Við rannsóknina fundust nokkrir munir, aðallega veiðitæki til silungsveiði og hefur það trúlega ýtt undir þá skoðun að þarna hafi verið veiðimenn á ferð en ekki útileigumenn. Þett afsann- ar þó síður en svo að þarna hafi verið útilegumannabústaður, því auðvitað hafa útilegumennirnir stundað veiðar í vötnum sem eru þarna allsstaðar í kring. Ég held að þeir sem hafa slegið því fram sem staðreynd að þetta sé ekki annað en veiðimanna-bústaður hafi verið full fljótir á sér. Það eitt hversu hreysin eru kænlega falin bendir strax til þess að þarna hafi verið útilegumenn — maður sér þau ekki fyrr en maður er kominn fast að þeim. Skeifubrot með hestskónöglum Þar að auki tei ég að staðurinn hafi alls ekki verið rannsakaður nógu vel. Ég var þarna einu sinni á ferð með hjónunum Kristjáni Guðmyndssyni og Árelíu Jóhann- esdóttur frá Brekku á Ingjalds- sandi. Við vorum að rölta þarna í kring og hrasar þá Árelía í vik- urbakka skammt frá haugnum, sem ég minntist á. Við það mynd- aðist far í vikurinn sem sópaðist til á kafla og í farinu fundum við ryðgað skeifubrot með hestskó- nöglum í. Greinilegt er að skeifa þessi er af mjög fornri gerð, — skeifur frá hinum ýmsu tímum eru afar mismunandi og ætti því að vera auðvelt að sjá hversu göm- ul þessi skeifa er. Þau hjónin hirtu skeifubrotið og eiga það sjálfsagt enn. Mikill vatnsagi er í mó- bergsklettinum sem slútir uppi yf- ir hreysunum og er hann allur mosavaxinn. Ég hef hreinsað mosa úr berghöldum þarna svo tugum skiptir og það eru trúlega fleiri sem ég hef ekki fundið. Þessi litlu berghöld hafa verið notuð til að hengja ýmislegt í þau og geyma. Mörg þeirra eru það sterk að þau ættu að þola nokkurn þunga. Þarna hafa þeir hengt fisk, kjöt og fatnað. Þurrkaðstaðan er góð þarna undir klettinum því hann veitir nokkurt afdrep fyrir rigningu." SJÁ NÆSTU SÍÐU Nú geturöu líka giillaö veislumatinn í suðvestanrignin Meco útigrillin eru alveg einstök f sinni röð. Yfirhitinn, sem myndast með lokuðu grilli gefur matnum þennan sanna grill-keim. Þú sparar grilltíma, notar færri kol og nærð betri árangri í matargerðinni. Að grilltíma loknum lokarðu einfaldlega fyrir loftstrauminn og slekkurþannig í kolunum, sem þú getur síðan notað við næstu grill-máltíð. Meco grillin bjóða upp á þægi- lega fylgihluti svo sem teina, borð, hitaskúffu og snúningsmótor. Maturinn er munngæti úr Meco! heimilistæki hf. SÆTUNI 8-S= 15655 Engin tónlistarstefna er í jafnmiklum uppgangi hér á landi og þungarokkiö. Engin hljómsveit er í jafnmiklum uppgangi hér á landi og — aaiiiiuiHRjiiifiii1 FlutningurlESnBmaSMZiá þeim 9 stórgóöu lögum, sem á nýju plötunni þeirra er aö finna, endurspeglar vel þrumukraft hljómsveitarinnar og á örugglega eftir aö bæta hinn stóra og sívaxandi aödáendahóp þungarokksins og m aa'iúi'iKrarciiii; Kynning á stðÍAðrhf símar 85055 og 85742. Óðali í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.