Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ1982 27 ?03S * 0®hi*ia Gerlarann- sókn á ís- lenskri rækju Gerlarannsókn fór fram á ísl. ra'kju frá fimm vinnslustöðvum á Vestfjörðum. 160 sýni voru rannsök- uð og reyndust þau öll vera innan þeirra marka, sem reglur gera ráð fyrir, en þessi rannsókn er einmitt þáttur í viðleitni til að móta reglur varðandi gerlagróður í frystri rækju. Það er nefnd á vegum FAO, Matvaelastofnunar Sameinuðu þjóðanna, og WHO, Heilbrigðis- málastofnunar Sameinuðu þjóð- anna, sem hefur gert tillögur að þessum reglum. Rannsóknin fór fram í fjórum löndum auk íslands, og reyndust 8,5% þeirra sýna sem tekin voru ekki standast kröfur samkvæmt þessum reglum. i i V 8700 myndsegulbandstækiö er buiö öllum tækni- legum nýjungum: 4 hausa kerfiö gefur áöur óþekkta og betri mynd, og fullkomna kyrrmynd an lína og truflana. Tækiö er búiö BNR hljóðhreinsikerfi, sem gefur einstakan hljómburð. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRATI I0A - SlMI 16995 8 rasa þraðlaus fjarstilling 25 sinnum hraöspólun meö mynd i litum. Betra kerfi, sem stööugt vinnur á vegna tæknilegra framfara og lítils viðhaldskostnaöar á tækjunum. Viðskiptavinir okkar fa aögang aö einni stærstu spólu- leigu landsins, sem opnuð veröur í byrjun júlí meö ein- göngu Beta-spolur. Ennfremur leigir videosoolan Holtsgötu ut spólur meö yfir 300 titlum í dag. # 22480 AL(»I.VSIN(»A- SÍMINN KK: 5. þing Múrarasambands Islands: Vonbrigði með sam- norrænan vinnumarkað „VIÐ erum í sjálfu sér ekki á móti samnorrænum vinnumark- aði ef menn koma sér saman um einhverjar leikreglur, svo atvinnuleysi skapist ekki í hinum ýmsu stéttum aðildarlandanna,“ svaraði Helgi Steinar Karlsson, formaður Múrarasambands ís- lands, þegar Mbl. spurði hann um ástæður þess að 5. þing MÍ, haldið 5. júní sl., lýsti yfir von- brigðum sínum með að Alþingi skyldi heimila ríkisstjórn að stað- festa samninginn um samnor- rænann vinnumarkað sem undir- ritaður var í Kaupmannahöfn 6. mars sl. Sem dæmi um ókosti þessa samkomulags nefndi Helgi Steinar hingaðkomu danskra múrara sem tekið hefðu störf frá íslenskum starfsbræðrum. Sagði hann að dönsku múrararnir kæmu hingað í kjölfar innfluttra tilbúinna húsa. Vinnan fælist í að hlaða þau upp, en það væri verk sem íslenskir múrarar gætu hæglega unnið, fyrst í samvinnu við Danina en síðan einir. Helgi Steinar sagði að á sl. ári hefðu 10 tilbúin hús verið flutt til landsins og horfur væru á að þau yrðu eitthvað fleiri á þessu ári. Aug- ljóst væri að við óbreytt ástand leiddi þetta til ófarnaðar fyrir ís- lenska múrara. 5. þing MÍ sóttu 27 fulltrúar frá 7 aðildarfélögum. Helstu mál þess voru kjara- og atvinnumál, fræðslumál. í ályktun um kjara- og atvinnumál er vakin athygli á að þrátt fyrir jafna og góða at- vinnu í byggingariðnaði víðast hvar á sl. ári, hafi meðaltekjur byggingariðnaðarmanna lækkað til muna. Þá segir: „Fyrir um 20 árum var tíma- kaupið og ákvæðisvinnan slitin úr samhengi, þannig að síðan hefur ákvæðisvinnan jafnan hækkað minna en tímakaupið. Nú er svo komið að grunnurinn undir ákvæðisvinnunni er kr. 35,29, en tímakaupið (23. launa- flokkur) er kr. 65,41. Þarna er geysimikill munur. Það er krafa þingsins að þessari óheillaþróun verði snúið við og leiðrétt verði reiknitala ákvæðisvinnu. Þingið mótmælir harðlega þeim áróðri sem uppi hefur verið hafður í ræðu og riti gegn upp- mælingartöxtum iðnaðarmanna og annarra. Þingið vill sérstak- lega hvetja það fólk sem vinnur samkvæmt uppmælingatöxtum, bónuskerfi eða öðrum afkasta- hvetjandi launakerfum, að standa saman um hagsmunamál sín.“ Ennfremur segir í ályktuninni að ef nú haldi fram sem horfi og ekki verði um stefnubreytingu að ræða hjá vinnuveitendum, stefni í „algjört stríð á vinnumarkaðin- um með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum". Þá bendir þingið á nokk- ur atriði sem að gagni mættu koma af hálfu hins opinbera til lausnar því ástandi sem nú ríkir í kjaramálum. Til að næg at- vinna haldist í byggingariðnaði Steinar Karlsson er mælst til þess að bæjar- og sveitarstjórnir kappkosti að hafa jafnan nægan fjölda byggingar- hæfra lóða á boðstólum. Bent er á að æskilegt sé að múrhúðun innanhúss í opinberum bygging- um fari fram að vetrarlagi svo árstíðabundins atvinnuleysis gæti ekki í eins miklum mæli og verið hefur. í ályktun um fræðslumál og eftirmenntun er m.a. lögð áhersla á að allt nám er varðar múraraiðnina sé metið jafnt til framhaldsmenntunar, hvort sem numið er við iðnskóla eða þá fjöl- brautaskóla sem kenna fagið. A þetta jafnt við um verklegt sem bóklegt nám. Sem áður greinir var Helgi Steinar Karlsson kjörinn for- maður Múrarasambands Islands. Varaformaður var kjörinn Haf- steinn Sigurvinsson. Aðrir sem kjörnir voru í miðstjórn MÍ eru: Rafn Gunnarsson, Trausti Laufdal Jónsson, Jón Sigþór Gunnarsson, Kristján Hanni- balsson og Magnús Sveinbjörns- ALGJÖR BYLTING i 4 hausa myndsegulbandstæki frá er algjör bylting miðaö viö gömlu geröirnar á markaðinum. Einhverntíma veröa öll myndsegulbandstæki svona, en þú þarft ekki aö bíöa — Toshiba tókst aö hanna 4 hausa tæki og hér er þaö, stórkostlegt tæki til afgreiðslu strax V 8700 með þráðlausri fjarstýringu Verð aðeins kr. 19.985 staðgreitt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.