Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ1982 41 Einar Agústsson, sendiberra Istands í Danmtfrku, og VUhjálmur Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Flugleiða i Kaupmannaböfn, skoða blað danskra blaðbera, „Budavisen". A miðri mynd er Finn Kern frá Samtökum danskra dagblaða. Vilhjálmur Guðmundsson athugar að útdregin lausn sé rétt útfyllt ásamt Svenn Seehusen, framkvæmdastjóra hjá Politiken, og Nini Skovbro, Politik- en. Bæði Svenn og Nini koma til íslands, en Svenn er formaður skipulags- nefndarinnar. Nini situr einnig í nefndinni. hverrar gerðar flugvél sú sé, sem Flugleiðir muni nota til að fljúga vinningshöfum til landsins. Möguleikarnir eru DC-10, Boeing 727 og DC-8. Þriðja spumingin varðar hins vegar annað efni blaðsins, en öll koma svörin fyrir í greinum þess. Eins og að framan greinir munu hinir dönsku blaðberar koma til landsins laugardaginn 24. júlí og dveljast vikutíma. Dagskráin er afar góð og miðar að því að kynna land og þjóð eins og hægt er á svo stuttum tíma. í Budavis- en er landið kynnt að nokkru. Þar segir m.a. svo: „Saga íslands er einstök. Það er sagt að hinir fyrstu íbúar hafi komið frá ír- landi, en um 900 lögðu norskir víkingar eyjuna undir sig og árið 874 hefur verið gert að upphafi íslandsbyggðar." Fjallað er um söguna nokkru nánar og sagt að Ísland sé eitt hinna fyrstu, ef ekki hið fyrsta, lýðvelda, með Alþingi sem sitt löggjafarvald. Heimsóknin hefst með því á laugardag 24. júlí að blaða- fulltrúi Flugleiða, Sveinn Sæ- mundsson, ræðir við gestina, en í býti næsta morgun verður farið í 10 klukkustunda ferð um ná- grenni Reykjavíkur. Ferðin ber nafnið „den gyldne cirkel" („hinn gullni hringur") og farið verður m.a. til Hveragerðis, Kersins í Grímsnesi og að Gullfossi og Geysi. Þar munu Danirnir m.a. sjá Strokk gjósa, en Budavisen telur hann gjósa vatnssúlu álíka hárri og Rundet&rn, er Kristján fjórði reisti í Höfn. Mánudaginn 26. júlí heimsækja dönsku blað- berarnir forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur. Þar munu þeir kanna gamlar slóðir danskra yf- irvalda og sjá aðsetur hins danska stiftamtmanns og um- boðsmanns Danakonungs frá fyrri tíð. Eftir heimsóknina til forsetans fara gestirnar frá Bessastöðum um Suðurnes, en daginn eftir verður síðan 11 klukkustunda ferð um hálendið. Farið verður til Reykholts í Borgarfirði og athugaðar heima- slóðir Snorra Sturlusonar, sagnaritara, og síðan um Kalda- dal til Þingvalla. Miðvikudag 28. þigffla gestirnir boð borgar- stjórnar Reykjavíkur á Höfða, en fimmtudag verður farið í 6 tíma ferð til Akraness með Akraborg yfir Faxaflóa. Blað- berarnir skoða bæinn og fara með bíl til baka um Hvalfjörð, þar sem viðkoma verður höfð hjá Hval hf. Daginn eftir líta Dan- irnir betur í kringum sig í Reykjavík og koma m.a. í heim- sókn til Morgunblaðsins. Bud- avisen segir m.a.: „Það væri und- arlegt ef danskir blaðberar ættu ekki að sjá hvernig íslensk dagblöð verða til og því er einnig á dagskránni heimsókn til eins hinna fimm dagblaða er gefin eru út í Reykjavík. Hið stærsta heitir Morgunblaðið og það get- ur líklega enginn blaðberanna lesið hvað þar stendur ritað, en þess vegna verður það áhuga- verðara að fá að sjá hvernig blaðið verður til. Heimsókninni lýkur með kvöldverði á Hótel Esju og laugardaginn 31. júlí setjast dönsku blaðberarnir upp í þotu Flugleiða með Kaup- mannahöfn sem áfangastað. „Kannski verður maður eilítið þreyttur eftir hina viðburðaríku daga, en það verður nóg að ræða um eftir að flugvélin hefur snert flugbrautina i Kastrup." Við vonum að heimsókn vina okkar frá Danmörku megi verða hin ánægjulegasta og að veður- guðirnir verði þeim hliðhollir. En gott er að ljúka þessu greinarkorni með tilvitnun í vísu er leikarinn Buster Larsen söng eitt sinn og forsætisráðherra Dana sendi dönskum blaðberum í bréfi sínu. „Han befO'ndte Nom avi.sdreng, men blev hurtig millioner. Det bli’r man ikke av at gá með mor’aviner her.“ Þessi tilvitnun á ekki aðeins við um danska blaðbera, heldur má telja fullvíst að hinir ís- lensku starfsbræður þeirra taki undir efni vísunnar. — U Tólf ára danskur strákur óskar eftir pennavinum: Jens-Christian Svenning, Thorsvej 88, 7500 Holstebro, DANMARK Sautján ára japönsk skólastúlka, hefur áhuga á handiðn: Kumiko Miyauchi, 1973—5 Osegi, lida-shi Nagano-ken, 395—01 JAPAN Fimmtán ára sænsk stúlka óskar eftir pennavinum á íslandi. Lena Johansson, Pl. 277, 93013 IJttersjöbacken, SWEDEN Sextán ára japönsk stúlka, með áhuga á tónlist og íþróttum: Fumie Tsuji, . 362—27 Setoarya, Fujieda-shi, Sizuoka, 426 JAPAN Austur-Þjóðverji, milli tvítugs og þrítugs, sem safnar póstkortum, óskar eftir bréfasambandi við ís- lendinga. Skrifar á ensku eða þýzku: Manfred Schmidt, 6218 Bad Salzungen, Karl-Fischer-Strasse 44, GDR Fimmtán ára piltur í Japan með mörg áhugamál: Takahisa Ohta, 3—601—2 Yasunagu, Kuwana-shi, Mie-ken, 511 JAPAN Frá Ghana skrifar 25 ára piltur, hans áhugamál er Biblíulestur: Isaac Quayson, Methodist Church Mission, Box 36, Biriwa, GHANA Frá Finnlandi skrifar stúlka sem ekki getur um aldur, en er trúlega 15—17 ára. Óskar eftir pennavin- um hér á landi: Heidi Markkanen, Sammalselká, 77600 Suonenjoki, FINLAND Fimmtán ára finnsk stúlka, hefur áhuga m.a. á jóga og frímerkja- söfnun: Sari Galkin, Tuomikatu 6 A20, 30420 Forssa 42, FINLAND Brezk kona, 28 ára tvíburamóðir, segist hafa fengið upplýsingar um pennavinadálk Morgunblaðsins frá Tékkóslóvakíu. Oskar eftir bréfasambandi við íslenzkar kon- ur, sem átt hafa tvíbura. Safnar frímerkjum, póstkortum og mat- ar- og kökuuppskriftum: Geraldine Lakes, 15 Ashborne Close, Kennington, Ashford, Kent TN24 9LX, ENGLAND Átján ára piltur í Ghana með Biblíulestur að áhugamáli: Prince F.K. Sackey, Methodist Middle School, Box 5, Biriwa, GHANA Þrettán ára sænsk stúlka með margvísleg áhugamál: Jennie Westerberg, Hadevágen 34, S-818 00 Valbo, SWEDEN Gullfiskabúðin GULLFISKÆ# SPBOÐIN#^ Aðalstrætí 4. (Físchersundi) Talsí mi=117 57 Tresmiðir Verktakar Verkstæði Getum nú boöiö hin einstöku loftverkfæri frá AER0SMITH* „Fjölnaglabyssa“ fyrir venjulega íslenska nagla. Tekur allt upp í 3V2 naglastærö. Skothraöi 4 naglar á sek., 60 nagla hleösla úr „matara“ tekur 1—2 sek. „Matari“ sem raðar niöur nöglum beint úr kassan- um. „Hamar“ þrefalt fljótvirkari en venjulegur hamar. Einstaklega einfaldur í notkun og skilur ekki eftir hamarsför. STÓRKOSTLEGUR VINNU OG TÍMASPARNAÐUR Kynnist Aerosmith meö eigin augum. Sýnishorn á staðnum. Einkaumboð á íslandi: Hebron sf., Vesturgötu 17 A, símar 17830 og 24160.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.