Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1982
29
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Bifvélavirkjar —
vélvirkjar
Okkur vantar nú þegar menn vana bifvélavið-
gerðum. Góð vinnuaðstaða í nýlegu hús-
næði. Uppl. gefnar á skrifstofunni, Reykja-
nesbraut 10 eöa í síma 20720.
ísarn hf., Landleiðir hf„
Reykjanesbraut 10.
Kvennakór
Suðurnesja
óskar eftir söngstjóra og raddþjálfara fyrir
næsta starfstímabil.
Umsóknir berist fyrir 15. júlí til Kristínar
Guðbrandsdóttur, Smáratúni 29, Keflavík, s.
92-2379 sem veitir nánari uppl.
Stjórnin.
K!
Fóstra
óskast á dagvistarheimilið Kópasel frá 23.
ágúst til 1. janúar.
Upplýsingar hjá forstööumanni í síma 84285
milli kl. 9—2.
Félagsmálastofnun Kópavogs.
Óskum að ráða
kjötiðnaðarmann, matreiðslumann eða van-
an kjötafgreiöslumann í eina af stærstu versl-
unum okkar.
Umsóknareyöublöð eru á skrifstofu KRON,
Laugavegi 91.
Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis.
Þurfum að ráða
vélstjóra eða vélvirkja til vinnu viö uppsetn-
ingar og viðgerðir á frysti- og kælikerfum.
Aðeins áhugasamur maður, helzt meö kunn-
áttu á þessu sviði, kemur til greina. Þarf að
hafa umráð yfir bíl.
Kælitækni, Súðarvogi 20.
Bæjarritari Dalvík
Starf bæjarritara á Dalvík er auglýst laust til
umsóknar. Umsóknarfrestur er til 6. júlí nk.
og skulu umsóknir sendar undirrituöum.
Upplýsingar veitir bæjarritari eða undirritað-
ur í síma 96-61370.
Dalvík, 22. júní 1982.
Bæjarstjórinn.
Afgreiðslustarf
Stúlka eða piltur óskast til afgreiðslustarfa.
Framtíðarstarf. Upplýsingar gefur verzlunar-
stjóri á staönum.
Fóstra
óskast á leikskólann Gefnarborg í Garði, all-
an daginn frá miðjum ágúst.
Nánari uppl. í síma 92-7215 og 92-7275.
Framtíðarstarf
Óskum að ráða afgreiðslumann í verslun
okkar.
Vald Poulsen hf.
Suðurlandsbraut 10.
íþróttakennara
vantar við grunnskólann Höfn, Hornafirði.
Nýtt íþróttahús.
Uppl. í síma 97-8148 og 97-8505.
Sveitarstjóri óskast
Umsóknarfrestur um stöðu sveitarstjóra í
Tálknafjarðarhreppi framlengist til 10. júlí.
Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri
störf sendist skrifstofu Tálknafjarðarhrepps,
pósthólf 100, 460 Tálknafiröi.
Upplýsingar gefur oddviti, Sigurður Frið-
riksson í síma 94-2539 (heima 94-2538).
Starfsfólk vantar
til snyrti- og pökkunarstarfa, unnið eftir bón-
uskerfi, aðeins vant fólk kemur til greina.
Fæði og húsnæði á staðnum. Upplýsingar í
síma 94-6909.
Hraðfrystihúsið Frosti hf.
Fóstrur
Leikskólinn Tjarnarborg óskar eftir fóstrum
til starfa frá 3. ágúst.
Upplýsingar í síma 15798.
Húsgagnaverslun
Óskum eftir að ráða samviskusaman
starfsmann með góða framkomu, í verslun
okkar. Upplýsingar á staönum frá 28.6. til
30.6. milli kl. 17 og 18.
KM húsgögn,
Langholtsvegi 111, Reykjavík.
Kaupfélagsstjóri
Starf kaupfélagsstjóra viö Kaupfélag Stykk-
ishólms, Stykkishólmi er laust til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 12. júlí nk.
Skriflegar umsóknir meö upplýsingum um
menntun og fyrri störf, sendist formanni fé-
lagsins Dagbjörtu Höskuldsdóttur, Stykkis-
hólmi eöa Baldvini Einarssyni, starfsmanna-
stjóra Sambandsins, er veita nánari upplýs-
ingar.
Kaupfélag Stykkishólms
Stykkishólmi
Bygginga-
verkfræðingur
óskar eftir atvinnu. Uppl. í síma 27901.
Miðneshreppur —
Sandgerði
Hreppsnefnd Miöneshrepps vill ráöa
starfsmann, karl eða konu, til að rita fundar-
gerðir hreppsnefndar.
Eiginhandarumsóknir sendist undirrituðum
fyrir 6. júlí nk.
Sveitarstjóri Miðneshrepps,
Tjarnargötu 4, Sandgerði.
Kennara
vantar í eftirtaldar stöður við Iðnskólann á
ísafiröi:
1. Kennara í grunnteikningu, byggingateikn-
ingu og faggreinum tréiðnaöar.
2. Kennara í kæli- og stýritækni og faggrein-
um málmiðnaðar.
Umsóknarfrestur er til 9. júlí nk. Umsóknir
ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf sendist Iðnskólanum, ísafirði, 400 ísa-
firði.
Frekari upplýsingar veitir undirritaður í síma
94-3714.
Skólastjóri.
Bygginga-
verkfræðingur
Orkustofnun óskar að ráða byggingaverk-
fræðing til starfa viö frumathuganir á vatns-
aflsvirkjunum. Nánari upplýsingar veita for-
stjóri vatnsorkudeildar og deildarstjóri verk-
og vatnafræðideildar.
Umsóknir ásamt upplýsingum um námsferil
og fyrri störf, sendist starfsmannastjóra fyrir
20. júlí nk.
Orkustofnun,
Grensásvegi 9,
108 Reykjavík, sími 83600.
Bifreiðastjórar
Vantar nú þegar bifreiðastjóra og vaktmann.
Þurfa að hafa réttindi til aksturs strætis-
vagna. Upplýsingar í símum 20720 og 13792
hjá verkstjóra að Reykjanesbraut 10.
Landleiðir hf.
Viðskiptafræðingur
Kísiliöjan við Mývatn óskar eftir viöskipta-
fræðingi til starfa. Umsóknir sendist, fyrir 10.
júlí nk„ Kísiliöjunni hf„ 660 Reykjahlíö, c/o
Hákon Björnsson, sem jafnframt veitir nánari
uppl. Sími 96-44190.
Kennarar
Kennara vantar viö Hafnarskóla, Höfn,
Hornafirði. Kennslugreinar: Almenn kennsla í
1.—5. bekk. Góö vinnuaðstaða. Húsnæði á
staðnum. Uppl. veita Sigþór Magnússon í
símum 97-8148 og 97-8142, og Hermann
Hansson í síma 97-8200.