Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1982 Þá hét hún Mademoiselle Baudet — sagði dóttir frönsku hjúkrunarkonunnar á Fáskrúðsfirði I>að var ekki fyrr en upp úr aldamótunum síðustu að tóku raunverulega að rísa spítalar á íslandi. Laugarnesspítali 1898, Landakotsspítali 1902, og frönsku spítalarnir hver af öðrum í Reykjavík 1902, á Fáskrúðsfirði 1903 og í Vest- mannaeyjum 1905—6. l>á héldu 4—5.000 franskir sjómenn á íslandsmið á hverjum vetri og í bæklingi frá þeim tíma segir, að í Reykjavík hafi á árinu 1901 ekki verið í annað hús að venda með sjúka skútumenn en gamla timburkapellu í Reykjavík, þar sem hægt hafi verið að troða inn sex rúmum. Og þegar farið var að safna af kaþólikkum fyrir Landa- kotsspítala, þótti Frökkum það ekki koma að gagni sínum frönsku sjómönnum, þar sem biskupinn var þýzkur og sat í Danmörku og safnaði í þeim löndum. I»ví mundu ekki verða hjúkrunarkonur sem skildu sjúka eða deyjandi sjómenn, er töiuðu aðeins frönsku eða bretónsku. Og þeir tóku að safna heima fvrir eigin spítölum. Madame Le Lionnais býr utan við Paimpol. Móðir hennar var yfirhjúkr- unarkona i franska spítalanum á Fáskrúðsfirði frá 1905 til 1912. Erlendar hjúkrunarkonur unnu merkt starf, þegar mikið á reið. Kaþólskar nunnur höfðu unnið hér merkt hjúkrunarstarf í 7 ára- tugi, en farið hljótt um þær. Og fjórar St. Jósepssystur komu fyrir aldamót með það verkefni að hjúkra sjúkum fiskimönnum um borð í skútunum og þeim sem veikastir voru í gömlu Landakots- kirkjunni, sem var notuð sem sjúkraskýli á sumrin. Tvær þeirra fluttu til Fáskrúðsfjarðar til að hjúkra franskmönnum á vertíð- inni og var byggt þar sjúkraskýli fyrir 6 menn. En þær hjúkruðu einnig í heimahúsum, eftir því sem við var komið eins og í Reykjavík. Þegar frönsku sjúkra- húsin risu, þótti því sjálfsagt að fá hæfar og vel menntaðar franskar yfirhjúkrunarkonur, þótt ráðnir væru íslenskir læknar og aðstoð- arfólk. Á ferð í Paimpol á Bretagne frétti blaðamaður Mbl. af konu, Madame Le Lionnais, en móðir hennar hafði verið hjúkrunarkona á íslandi. Louis Queneuder, vara- borgarstjórinn í bænum og kona hans voru fús til að leita uppi Madame Le Lionnais, sem býr utan við bæinn. Jú, það reyndist rétt, móðir hennar sem orðið hefði 100 ára nú, ef hún hefði lifað, hafði verið hjúkrunarkona á franska spítalanum á Fáskrúðs- firði, ráðin þangað 1905. Næsta spurning var eðlilega: — Hvað hét móðir yðar, þegar hún var á íslandi? Þá hét hún Mademoiselle Marie Baudet.: Svarið vakti nokk- urt írafár hjá blaðamanni: — Bíð- ið þér við! Bíðið andartak. Eg held ég hafi séð mynd af móður yðar! Jú, mikið rétt. í bæklingi um frönsku spítalana á íslandi frá 1909 er mynd af starfsliðinu: Georg Georgsson læknir, Made- moiselle Baudet hjúkrunarkona frá Lariboisiere-sjúkrahúsinu í París, og 3 íslenskar stúlkur, hjúkrunarkona og aðstoðarstúlka. Og þar segir í texta: Dr. Georgs- son hefur sér til aðstoðar sem yf- irhjúkrunarkonu Mademoiselle Baudet, fyrsta flokks hjúkrunar- konu, sem starfað hefur á sjúkra- húsum í París, og talar bretónsku, jafnvel íslensku." Það varð uppi fótur og fit meðal afkomenda þessarar hjúkrunar- konu nær og fjær. Allir fóru að leita í gömlum plöggum. Og upp kom m.a. ráðningarsamningur Marie Baudet til íslands, gerður við stjórn „Samtaka um franska spítala á íslandi" í Dunkerque 19. júlí 1905, með ítarlegum skilmál- um. Slíkt plagg hafði hvergi sést fyrr og Sjóminjasafnið í Paimpol var ekki síður ákaft í að fá afrit af samningnum en íslenski blaða- maðurinn, til að hafa hann með sér til íslands. Jafnframt kom upp prófskírteini hjúkrunarkonunnar frá 1902, svo og heiðursskjal er franska ríkið sæmdi hana 1912 fyrir ósérhlífin og hættuleg störf, sem hún hafði innt af hendi við að hjúkra slösuðum og sjúkum sjó- mönnum, við sérlega hættulegar aðstæður þegar taugaveikifarald- ur hafði geisað í Reykjavík, segir þar. Og úr fórum Marie Baudet kom upp mikið af póstkortum, sem hún hafði sent fjölskyldunni með myndum frá íslandi, svo og silfur- úr í keðju, sem verið hafði í við- gerð þegar hún dó 53ja ára gömul, og úrsmiður í Paimpol kom með til fjölskyldunnar löngu seinna og sagði: „Það stendur á því að það sé gert af Guðjóni Sigurðssyni í Reykjavík og ártalið 1906—7 graf- ið á það ásamt stöfunum MB.“ Af þessu sá hann að ekki gat verið um annan eiganda að ræða en Marie Baudet, þar sem þekkt var á þessum slóðum að hún hafði hjúkrað mörgum sjúkum sjó- manni á íslandi. Sem dæmi má nefna að kona ein í Kerity hafði alltaf sagt við hana: Hvað sem fyrir kemur, mun ég alltaf vera reiðubúin til að gera hvað sem er fyrir Marie Baudet, því hún hjúkr- aði manninum mínum, kom hon- um heim til Paimpol og sá til þess að hann fékk að deyja heima. Marie Baudet var í 7 ár hjúkr- unarkona á franska spítalanum á Fáskrúðsfirði, var ráðin þangað til þriggja ára í fyrstu. Hvernig ætli hafi staðið á því að ung stúlka, þá 25 ára gömul, og vel menntuð hjúkrunarkona í fastri stöðu við stóru sjúkrahúsin í París, réði sig til að hugsa um sjóara á íslandi. Og hvernig stóð á því að hún blátt áfram fékk að fara, eins og við- horfin voru í vel kaþólsku samfél- agi um aldamótin? — Pabbi hennar var þá látinn og hún var hjúkrunarkona í París, fjarri heimili sínu, og orðin vel metin þar, svarar dóttir hennar Madame Lionnaise. Sennilega hef- ur hún engan spurt um leyfi, sem var mjög óvenjulegt þá. Hana hafði alltaf langað til að sjá heim- inn. Hafði stungið upp á því að fá að fara til Afríku til hjúkrunar- starfa, en bróðir hennar tók alveg Franski spítalinn eins og eyja í Skuggahverfinu — sagði dóttir íslenzku starfsstúlkunnar þar f frönsku spítölunum var jafnan íslenzkt starfsfólk. Ein þeirra íslenzku kvenna, sem þar starfaði, var Sigríður Finnbogadóttir, sem vann í Franska spítalanum við Lindargötu í Reykjavík frá 1912 til 1915. Dóttir hennar, Matthildur Jónsdóttir, bjó í spítalanum með móður sinni, Var þar skírð og guðmóðir hennar var yfirhjúkrunar- konan franska Margarite Loiseau, sem þær mæðgur höfðu lengi samband við. Matthildur var heimagangur á Franska spítalanum allt fram til 1918, þegar spánska veikin kom og íslendingar tóku við honum, því Susanna Hansen frænka hennar hélt áfram að starfa þar. Pessa mynd á Matthildur úr franska spítalanum. f endanum á stofunni má sjá yfirlækninn, dr. Matthías Einarsson, ásamt yfirhjúkrunarkonunni. En til vinstri er franskur læknir, dr. Lemason, sem hjálpaði til á vertíðinni. Matthildur Jónsdóttir bjó með móður sinni, Sigríði Finnbogadóttur, í franska spítalanum í Reykjavík. Þessa mynd tók Ijósmyndari Mbl. af henni á heimili hennar við Tómasarhagann. Matthildur býr við Tómasar- haga í Reykjavík. Þar sem fróðlegt er að hitta dóttur íslenzks starfsmanns spítalanna frönsku í framhaldi af viðtali við dóttur frönsku hjúkrunarkonunnar, var leitað til hennar. Matthildur reyndist eiga myndir úr Franska spitalanum og af hjúkrunarkon- unum frönsku, sem móðir hennar hafði seinna samband við. Og hún á tvær forkunnar fallegar nælur, sem guðmóðir hennar sendi henni. Á mynd af Franska spítalanum, sem nú er notaður fyrir Barna- músikskólann, er fáni við hún á norðurkvisti. Matthildur vekur at- hygli á því, segir að alltaf hafi verið heilsað og kvatt með fánan- um, þegar eftirlitsskipið eða spít- alaskipið sigldu út og inn úr Reykjavíkurhöfn. Jafnframt bend- ir hún á að líkhúsið sé litla bygg- ingin vestan við spítalann, en sótthreinsunarhúsið stóð neðar í lóðinni. Og þar fyrir neðan, ná-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.