Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ1982
47
... verður sýnd á næstunni...
David Kessler (David Naughton) og Jack Goodman (Griffin
Dunne) eru ameríakir skólaatrákar, sem hafa ákveðið aö feröast
um Evrópu í sumarfríinu sínu og skoða síg um. Þeir byrja í Englandi
en eru ekki beint ánægöir með dvölina þar. Finnst landið kalt og
blautt og ókunnugt. Þeir feröast á puttanum og eitt kvöldið eru þeir
staddir á einhverjum þjóöveginum sem oftar þegar þeir heyra
ógurlegt ýlfur, sem sker í eyrun. Strákarnir veröa hræddir enda er
fullt tungl, og ætla að hlaupa í burtu. En í þann mund ræðst á þá
stærðar skepna utan úr myrkrinu. Goodman verður fyrir henni en
Kessler sleppur. Hann snýr þó fljótt við til aö hjálpa vini sínum, en
finnur hann liggjandi í blóöi sínu. Svo ræðst skepnan á hann.
Þremur vikum seinna vaknar Kessler á spítala í London. Dr.
Hirsch (John Woodvine) segir honum aö Goodman sé dáinn og aö
ráöist hafi verið á þá, ekki af dýri, heldur af brjáluöum manni, sem
sloppið hafði af geðveikrahæli. Kessler neitar að trúa þessu. Hann
fær martraðir þar sem honum finnst hann hlaupa um nakinn í
skógi eins og dýr. Síðan fer hann aö sjá fyrrum félaga sinn, Good-
man, dáinn og rotnandi. Ekki beint ánægjuleg sjón. Goodman segir
Kessler að þaö hafi veriö varúlfur, sem ráðist hafi á þá, og nú sé
Kessler sjálfur orðinn varúlfur og aö Goodman sé dæmdur til aö
ganga í sannkölluðu víti, hvorki lifandi né dauður, þar til Kessler,
síöasti varúlfurinn, sé dauöur.
IPNDOIJ
Þetta er litiö brot af sögu-
þræöinum í myndinni An Americ-
an Werewolf in London, sem
sýnd verður á næstunni í Bíóhöll-
inni. Myndin er hvaö frægust fyrir
föröun eöa gervi enda hlaut hún
ekkert minna en Óskarsverölaun
fyrir þaö. Þykir þaö meö ein-
dæmum vel gert þegar Kessler
breytist úr manni í varúlf á nokkr-
um sekúndum. Breytingin sést
mjög vel á tjaldinu vegna þess aö
hún er ekki falin meö neinu.
Kessler til dæmis beygir sig ekki
í gólfiö meö bakiö í myndavólina
og breytist (varúlf svo enginn sér
heldur sést þaö greinilega þegar
teygist á beinum og hár spretta
fram, hendur veröa aö framlöpp-
um á dýri, neglur skjótast undan
skinninu, andlitið teygist fram og
munnurinn fyllist af rándýrs-
tönnum.
Rick nokkur Baker á allan
heiöur skilinn fyrir gerviö. Hann
er velþekktur förðunarmeistari,
enda hefur hann unniö viö mynd-
ir eins og The Exorcist, Death
Race 2000, Squirm, hryllings-
mynd þar sem ormar fóru meö
flest aðalhlutverkin, og svo hann-
aöi Baker endurgerö stóra apans
King Kong í samnefndri mynd de
Laurientis. Fleiri myndir hefur
hann átt þátt í aö gera skemmti-
legar eins og Star Wars, The
Fury, Altered States og The
Funhouse, sem sýnd var í Laug-
arásbíói fyrir skömmu.
Þaö var því kannski ekki beint
af handahófi, sem Baker var val-
inn til aö sjá um gerviö í þessari
mynd. David Naughton, sá sem
leikur Kessler, ætti kannski helst
aö kvarta þvi þaö tók 10 tíma aö
gera hann aö varúlfi fyrir hverja
töku. En þaö var ekki bara aö
gera varúlf úr manni heldur þurfti
Baker einnig aö búa til gervi á
Goodman, vin Kesslers, en sá er
sírotnandi. Þaö hefur sennilega
veriö vandaverk líka því í síöasta
sinn sem sá birtist á tjaldinu sést
inn í hauskúpu hans.
Hann hefur fengist viö eitt og
annaö, John Landis leikstjóri og
handritshöfundur An American
Werewolf in London. Hann hefur
einu sinni áöur gert hryllings-
mynd. Þaö var eftir aö hann sá
eina slíka, sem nefnd var Trog.
Hann varö svo uppnuminn, aö
heigina, sem hann sá myndina
skrifaöi hann handrit aö sinni
eigin hryllingsmynd og geröi
hana síðan á 15 dögum. Landis
kallaöi þessa mynd sína Schlock
og safnaöi ásamt góöum vinum
sínum og vandamönnum 60.000
dollurum til aö gera hana. Leik-
stýröi Landis síöan myndinni og
lék sjálfur skrímsliö hræöilega.
Hann var 21 árs þegar hann
geröi þessa mynd og þó hún hafi
ekki slegið í gegn leiddi gerö
hennar til töku annarrar myndar,
The Kentucky Fried Movie, en
hún var sýnd í Laugarásbíói fyrir
nokkrum árum. Þaö tók ekki
nema 23 daga og 600.000 doll-
ara aö gera þá mynd og þótti hún
ógurlega fyndin.
Landis var kominn í gang.
Myndin, sem fylgdi í kjölfariö á
The Kentucky Fried Movie, var
National Lampoons Animal
House, sem ruddi braut Johns
Belushis en hann dó nú fyrir
skömmu, langt fyrir aldur fram.
Eftir Animal House kom the
Blues Brothers meö þeim Belushi
og Dan Akroyd en handritiö að
þeirri mynd sömdu þeir ^kroyd
og Landis. Margt fleira he/ur drif-
ið á daga Landis því auk þess,
sem hann lagði stóran skerf til
gerðar handritsins aó James
Bond-myndinni The Spy Who
Loved Me, hefur hann komiö
fram í mörgum kvikmyndum,
sem flestar hafa veriö sýndar
hérlendis. Þaö eru myndir eins
og 1941, The Tcwering Inferno
og Beneath the Planet of the
Apes. Þetta hefur Landis aö
segja um An American Werewolf
in London:
John Landis leikstjóri og handritshöfundur. An American Warewolf
in London er 10 ára draumur Landis.
„American Werewolf er hryll-
ingsmynd, sem svo einkennilega
vill til aö er fyndin. Þaö vill líka
svo til aö hún er furöulegasta
mynd, sem óg hef gert. Hryllileg,
ofsafengin, blóöug, fyndin og
sorgleg. Leyfiö mér aö segja ykk-
ur hvernig ég vil hafa hryllinginn.
Segjum aö þú værir aö labba
niöri í bæ um kvöld og þú værir
kannski nýkominn af góöri mynd
eða fjörugum hljómleikum og þór
liði afskaplega vel. Segjum svo
aö sem þú værir þarna iabbandi
sæll og glaöur mættir þú manni í
svörtum kjólfötum og í fjólublárri
flaueisslá og háum stígvélum og
liti út rétt eins og sjálfur Dracuia.
Þú myndir skella uppúr. En sem
þú værir aö deyja úr hlátri rynni
upp fyrir þér Ijós aö þetta værl
enginn annar en Dracula og hann
réöist á þig og biti þig á háls meö
löngum hvítum augntönnum. Þú
myndir þegar hætta aö hlæja og
öskra af lífs og sálarkröftum.
Svona sviptingar eru í American
Werewolf."
Landis kemur sjálfur fram í
mynd sinni. Þaö ber nokkuö á
honum því hann hendist inn um
glugga á Piccadilly Circus þegar
bíll keyrir á hann, sem er aö
reyna aö foröast aö keyra á var-
úlfinn. Landis segir: „Eftir aö óg
geröi Animal House var mér boö-
in hver einasta gamanmynd í
bænum. Eftir Werewolf eru mér
boðnar allar hryllingsmyndir. Ég
er aö vona þaö aö einhvern dag-
inn viti fólk ekki lengur hvaö þaö
eigi aö bjóöa mér.“
Aöalleikararnir í American
Werewolf eru tiltölulega óþekktir.
David Naughton, sá sem leikur
Kessler, er 30 ára meö próf í
enskum bókmenntum frá háskól-
anum i Pennsylvania. Eftir há-
skólanámiö sótti hann um hjá
London Academy of Music and
Dramatic Arts og stundaöi þar
nám í tvö ár. Hann snéri aftur til
Bandaríkjanna aö því liönu og
gat sér gott orö í minniháttar
hlutverkum, en ekkert meira.
Þaö var kona Landis, sem kom
auga á hann og sá aö hann var
tilvalinn í hlutverkið. Hún vissi að
Landis væri aö leita aö hinum
dæmigeröa ameríska skólastrák
og það varö úr aö Naughton fékk
hlutverkið, og gerviö. Hann segir:
„Það (gerviö) er sársaukafuilt
og loöiö og þaö tók heila eilífö aö
koma því á. En leikarar elska
gervi og hafa gaman af því.“
Jenny Agutter leikur Alex
Price hjúkrunarkonu, sem býöur
Kessler aö búa hjá sér þar til
hann hefur náö sér eftir sjúkra-
húsdvölina. Hún er kannski hvaö
frægust af leikurunum í mynd-
inni. Agutter er 26 ára, fædd í
Taunton, Somerset í Englandi.
Hún hefur leikiö lítil hlutverk í
mörgum myndum. Frægastar eru
Logans Run, The Eagle Has
Kessler breytist úr manni í var-
úlf með ægilegum kvölum.
Landed, The Man in the Iron
Mask og Equus en þar lék hún á
móti Peter Firth og hlaut fyrir leik
sinn í þeirri mynd verölaun
bresku kvikmyndaakademíunnar
fyrir leik í aukahlutverki.
Sá sem leikur Jack Goodman
heitir Griffin Dunne. Hann er 25
ára og hefur veriö á sviöi og í
sjónvarpi og kvikmyndum. Hann
hefur gert eina mynd sjálfur og er
meö hvorki meira né minna en
þrjár í smíöum. Dunne sat eins
og Naughton löngum stundum í
föröunarstólnum og hann lét
hafa eftir sér aö honum þætti
þaö ekkert þægilegt aö horfa á
sjálfan sig í spegli rifinn á háls og
rotnandi.
Tónlist viö myndina geröi
Blumer Bernstein en framleið-
andi er George Folsey jr.
Arnaldur Indriðason
P.S. Af ófyrirsjáanlegum ástæð-
um hófust sýningar mvndarinnar
fyrr en áætlað var.
Goodman og Kesaler, amerískir skólastrékar, sam lögðu upp (tarð um Evrópu. Þair voru svo óheppnir
að hafja ferðina í Englandi þar sam réðist var á þé af ókennilegri skapnu.
Förðu"“'ineljtarjnn Rick Baker vinnur hér við Griffin Dunna. Bak-
er fékk Óskarinn fyrir föröun í þassari mynd.