Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1982 3 Sfldveiðar í haust: Heildar- kvótinn 60.000 1 Ákveðinn hámarksafli á skip 450 til 460 lestir NÚ HEFUR verið ákveðinn veiði- kvóti vegna síldveiða á komandi hausti. Heildarkvóti verður 60.000 lestir, sem skiptist þannig, að hringnótaskip fá 34.500 lestir í sinn hlut, reknetabátar 14.000 og aðrir 11.500. I>á hefur verið ákveð- inn hámarksafli á skip, 460 Jestir á hringnótaskip og 450 á rekneta- báta. Samkvæmt upplýsingum frá sjávarútvegsráðuneytinu sóttu 150 aðilar um leyfi til veiða með hringnót og í samráði við Lands- samband íslenzkra útvegs- manna, Farmanna- og fiski- mannasamband íslands og Sjó- mannasamband íslands hefur 75 þeirra verið úthlutað leyfi til veiða í haust og munu hinir 75 aðilarnir fá veiðileyfi næsta haust. Er þetta gert í samræmi við niðurstöður nefndar, sem sjávarútvegsráðherra skipaði á síðastliðnu sumri til þess að gera tillögur um skipan síldveiða. Félag aust- firskra kvenna fjörutíu ára 2. janúar 1942 stofnuðu aust- firskar konur búsettar í Reykjavík félag er hlaut nafnið Félag aust- firskra kvenna í Reykjavík. I fyrstu stjórn voru eftirtaldar konur: Guðný Vilhjálmsdóttir, formað- ur, Anna Johannessen, varaformað- ur, Anna Wathne, gjaldkeri, Bergljót Guttormsdóttir, ritari, Elísabet Kvaran, vararitari. Á stofnfundinum létu 57 konur skrá sig í félagið. Nú eru félagskon- ur yfir 150. I lögum segir að markmið félagsins sé að binda sterkari átthaga- og félagsböndum þær austfirsku konur, sem búsettar eru í Reykjavík eða dvelja þar vetr- arlangt. Félagskonur skuldbinda sig til að greiða fyrir Austfirðing- um, sem til bæjarins koma og þurfa á aðstoð að halda. Jafnan hefur félagið haft á að skipa áhugasömum konum, sem starfað hafa saman af einhug. Á fyrsta starfsári sínu efndi fé- lagið til happdrættis og varði fénu, sem inn kom, til að veita öllum Austfirðingum, sem lágu á sjúkra- húsum í Reykjavík og nágrenni, jólaglaðning. Hafi félagskonur vit- að af Austfirðingum í borginni, sem eiga í erfiðleikum vegna heilsubrests, hefur verið reynt að gleðja þá með smá gjöfum fyrir jól- in. Árið 1946 var byrjað að halda skemmtisamkomur með kaffi- drykkju fyrir aldraðar austfirskar konur, þremur árum síðar var körl- um líka boðið með og var þeirri venju haldið ár hvert, þar til Fé- lagsmálstofnun Reykjavíkurborgar hóf tómstundastarf fyrir aldraða. Vegna þeirra stórfelldu breyt- inga, sem orðið hafa á kjörum þjóð- arinnar þau 40 ár, sem félagið hef- ur starfað, er nú aðeins sendur jólaglaðningur til aldraðra á elli- heimilum borgarinnar. I tilefni afmælisins hefur verið ákveðin skemmtiferð um Austur- land frá 3,—11. júlí. Þáttaka er sérlega góð og fullskipað var í ferð- ina í febrúarmánuði, en því miður hafa nokkrar konur forfallast sök- um veikinda, enn þá er því tæki- færi fyrir félagskonur, eða aðra Austfirðinga sem óska þess, að vera með í ferðinni. (FrétUtilkynning.) Fáein sæti laus í næstu ferðir — Góð greiðslukjör >• i • Tf'3- ■ f >jt U SkÍKÍní Mi PV;■ w■• t-'crf-’:■;‘i’V.-iT',ví!tð., •'•'>! 1" - iitáh P96 SBfiM iw íi jj'iRjn . : | I t . lá.rÁf.-HK'ffliilKStítóSEiriSiyt ÉHai - I : ■ pÉiP M&viga?! Nýi staöurinn, sem hrff- ur fólk. Næstu ferðir: Örfá sæti laus 30. júní — 3 vikur. 21. júlí — 2 vikur. Aörar Sikileyjar- feröir uppseldar. ■ ' Hvergi gefst anftaö eiils tækifæri til aö njóta veðurbliðu, frábærrar gistiþjónustu og fjöl- breytni. Hingað streym- ir fólk alls staöar aö til aö skemmta sér, njóta ltfsins og veröa vitni aö heimsviöburöum í íþróttum og á sviði lista. Örfá sæti laus 15. júlí. Uppselt 1. og 8. júlí. . 'T* '-ivr’/ Vinsælustu baöstrend- urnar og gististaöirnir í Palma Nova og Maga- luf. Örfá sæti laus í næstu ferö 7. júlí — 3 vikur. Uppselt 28. júlí og 8. ágúst. Hinn orölagöi sumar- leyfisstaöur fyrir alla fjölskylduna. Betri og vinsælli en nokkru sinni fyrr. Örfá sæti laus 23. júlí og 27. ágúst. Upp- Kjörinn heilsubótar- staður. Bezta gistiaö- staöan. Fáein sæti iaus 9. júlí. selt 9. júlí. Austurstræti 17, Reykjavík, símar 20100 og 26611 Kaupvangsstræti 4, Akureyri, sími 96-22911

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.