Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ1982
45
fyrir það. Þá langaði hana alltaf
til að fara að hjúkra í Grænlandi,
en þegar spítalarnir þurftu hjúkr-
unarkonu á íslandi, var leitað til
hennar. Hún hélt áfram að vera
ráðin við Lariboisiere-sjúkrahúsið
í París og hélt þar öllum sínum
réttihdum, m.a. til eftirlauna, eins
og sést af ráðningarsamningnum.
Rosalaun og allt frítt
Af ráðningarsamningnum má
sjá, að til nokkurs var að vinna,
þótt starfið væri erfitt. Launin
voru 6.000 frankar á ári, auk hús-
næðis, fæðis, þvotta, ljósa og hita.
Og að auki voru greiddir til móður
hennar í Frakklandi 3.000 frankar
á ári. Þetta hafa ekki verið svo
litlir peningar, því viðstaddir
þekktu dæmi um kaptein á skipi á
þeim tíma, sem hafði 125 franka á
mánuði. Þessu fylgdi þriggja mán-
aða sumarleyfi, sem hún skyldi
taka utan vertíðar eða á tímanum
frá september og fram í febrúar,
en skilyrði að hún væri ekki í
burtu meðan yfirhjúkrunarkonan
í Reykjavík væri í fríi, því þá
skyldi hún leysa hana af. Ferðir
allar skyldu borgaðar af
spitalasamtökunum, einnig í
sumarleyfum. Og hún skyldi fá í
eitt skipti fyrir öll 1.000 franka, til
að búa sig út til ferðarinnar í upp-
hafi. En tekið skyldi af þessum
9.000 franka launum 5% í lífeyr-
issjóð spítalanna. Ef hún hætti
fyrir umsaminn tíma, yrði hún
send heim og allar greiðslur og
skuldbindingar féllu niður frá
þeim degi sem hún stigi þar á
land.
— Mamma sagði okkur börnun-
um frá íslandi, segir Madame
Lionnais. Ég vildi að ég hefði
hlustað betur á hana. Hún sagði
okkur frá heita vatninu úr jörð-
inni, sem hægt var að hella beint
upp á könnuna. Og að konurnar
þvoðu þvottana í heitum laugum.
Hún kunni eitthvað í íslensku, en
hafði auðvitað ekki tækifæri til að
tala hana hér, þótt hún segði
okkur að hún hefði getað talað
málið á íslandi. Hún talaði líka vel
dönsku og ensku og var oft fengin
til að þýða, ef skip komu þaðan.
Þegar hún kom heim frá Islandi
kom hún með skipi til Skotlands.
— Skömmu eftir að mamma
kom frá íslandi eftir 7 ára hjúkr-
unarstörf þar, gifti hún sig skip-
stjóranum Frehion Piere. Hann
hafði aldrei verið í íslandssigling-
Mademoiselle Hamon sem var yflrhjúkrunarkona í franska spítalanum i
Vestmannaeyjum, var frá Bretagne. Mynd af henni að hjúkra sjúkum í
Eyjum fannst líka í bæklingnum frá 1909.
Hér er byrjunin
á ráðningar-
samningi
frönsku hjúkr-
unarkonunnar á
frönsku spítal-
ana á íslandi ár-
ið 1905. Þar má
sjá að Marie
Baudet skildi fá
í laun 6.000
franka á ári og
að auki 3.000
franka til fjöl-
skyldu hennar,
sem voru há
laun þá.
ttl lou'UÍJMH. -
Ccvuul (t' -I ItUínuJucJuu lu /oeutt-
Julouv 'Un(u.( (I t'p.vdj , (tont f* ttuj' -HCuit
1 '•'4.0v»Iiiví(Iu t ?0 ( ui> - ,*í uru ,
í. cvcA cwi-cisi <£L±-
lt«fu rvi 11'» du hC'fiJouv áe í -fuílujtM. 0 J
'rouui , J Cu4u ’KVvl^ , J u tL torvuuaAA Ct (^UA tlut
l't»tdaCJ«-0 IVMUU tujJ
QH4 tU* tfuuwum , 0 doAi ÍL Li (UJ xoJ UAa . dn JVU1« wl
Cc*Uuxt , t»»*»**>< iuaou(( ftnt*- u ('iviijuiot j'uxujOAt d».
,iu»í ua*i[jCv» , Iclm Ci crvJuL dL I' J(|**J'Cö»muIcu4l_ J«-
o t u* iUi|Cuwo u tn uj’uiv cðnic**ut'oi
ct 0 UvV'cUu- IU tc»n»J«A Uuwa ult. ^VaaiLív. ,
(u Cwtvvvi (uMitonL
r lctd« t*<av4UA«_ fiOí/ jva* ftn, (e lo<j«n<»«W
(p vvoumJcua. , ti Monttcitotj*-, ftJftMtuj' tfi ct.cu^|u^«
?' lctcL d . Uai'u. 5000'*. jv<u ;
V 'iotuii* ‘vurvitu., cfvcujv*/ ftnwi-, juniuvJ (u
ncu d*. !i|Jtvu{rvi- 0ticU«-, .ru>V'n'^u, d*t»4«U*- , jftvwuv '.
ou |t vuv\ \ f'ut a dvv<- Itou dc-toL (omch dk_ jucúc.j. uw
' 1 (q tcn« Jvov d. >u juu ivvviacU* u.|
f.»w|u i|u«. (0 tuvullantl. iL.1 fujul*(
d. itou 1
y* ^____________________________________
aLL dtyv* ú»»cfv(of«\ fu^vj fo du;»
<»«j« 'uiv ictuL -, IohI 0 í'aÖ«(
(tttCiUM du U)M^«' OHHiA/t ,
|vaj *vOuv
I, d t.lJ ijivm.j tl (L Vfiii t»| Uía*'_
Þarna er Marie Baudet, yfirhjúkrunarkonan franska lengst til vinstri og
Georg Georgsson yfírlæknir ásamt 3 starfsstúlkum á franska spítalanum
á Fáskrúðsfírði. Myndin er úr bæklingi frá 1909.
um. Og hún fór að eignast börn, 7
urðu þau alls. Því var ekki um að
ræða að vinna úti. En það var oft
sent eftir henni þegar á lá. Ef kon-
ur voru til dæmis að fæða. Þá man
ég hvað hún lyftist öll upp. Hún
hafði alltaf tilbúna tandurhreina,
íburðarmiklu hvítu hjúkrunar-
blússuna sína, sem hún fór þá í.
Hún dó svo 1933, aðeins 53ja ára
gömul, og börnin þá ekki öll upp-
komin. Okkur þykir alveg stór-
kostlegt að sjá mynd af mömmu á
Islandi.
Madame Le Lionnais minnist
þess að móðir hennar hafi þekkt
og talað um aðra hjúkrunarkonu
frá Bretagne, sem verið hefði á ís-
landi, Mademoiselle Hamon. Hún
hafði verið einhleyp og komið
heim frá París þegar hún fór á
eftirlaun og sest að á heimaslóð-
um. — Mademoiselle Hamon?
Hún var líka í bókinni frá 1909.
Þar stendur hún við hlið Halldórs
Gunnlaugssonar, yfirlæknisins á
franska spítalanum í Vestmanna-
eyjum. Mlle Hamon, yfirhjúkrun-
arkona frá Tarnier-sjúkrahúsinu í
París, stendur þar, og á annarri
mynd er hún að hjúkra mikið
veikum sjómanni. í texta segir að
Mlle Hamon sé frá Paimpol og tali
bretónsku, auk þess sem hún sé
þegar orðin mjög handgengin ís-
lensku og hún sé einstaklega fær
og skyldurækin hjúkrunarkona.
— E.Pá.
birgðaskipið sigldu inn eða út úr Reykjavíkurhöfn.
lægt sjónum voru strandmanna-
húsin, sem flutt voru úr miðbæn-
um og stóðu í vinkil. Þau voru not-
uð fyrir hópa skipreika manna.
Eftir að þeim hafði verið bjargað
fluttu hreppstjórarnir þá á hest-
um til næsta hreppstjóra, þar til
þeir komu til Reykjavíkur, og biðu
í Franska spítalanum eftir skips-
ferð heim.
— Þeim fylgdi jafnan mikið
kjaftæði og klossaglamur í spítal-
anum, því þeir gengu allir í tré-
klossum, segir Matthildur. Þeir
þvoðu sér í þvottahúsinu í kjallar-
anum, alltaf ofan í mitti.því þeir
voru svo hreinlegir Fransmenn-
irnir, þótt þeir væru í karbættum
fötum. Þeir borðuðu svo í strau-
stofunni í kjallaranum, þar til þeir
fóru. Ef einhverjir voru slasaðir
eða sjúklingar sendir heim, þá
voru þeir bornir á börum niður
hjá sótthreinsunarhúsinu og
strandmannahúsunum niður á
Skjaldborgarbryggju sem var
niður af Byggðarenda, þar sem
þeim var komið í bát.
— Ég kom í Franska spítalann
með mömmu, Sigríði Finnboga-
dóttur, þegar ég var tveggja ára
gömul. Hún var til aðstoðar hjúkr-
unarkonunni frönsku og vann við
ræstingar og allt sem til féll. Eina
vertíð, liklega eftir að stríðið var
skollið á 1914, varð hún ein að sjá
um sjúklingana. Susanna Hansen
var matráðskona og þær frænk-
urnar voru mjög samrýndar.
Þessvegna sótti ég svo í spítalann
eftir að við fluttum á Laugaveginn
árið 1915. Við vorum í heimili í
spítaianum. í kvistherbergjunum
Margrite Loiseau var yfírhjúknin-
arkona á franska spítalanum í
Reykjavík í 4—5 vertíðir um 1910 og
hafði lengst af samband við sam-
starfskonu sína eftir það.
þremur uppi bjuggu mamma, Lov-
ísa og yfirhjúkrunarkonan
franska. Ég man vel eftir tveimur
þeirra, Margarite Loiseau, sem
byrjaði 1910 og var 4—5 vertíðir,
og Marie Chevillion, sem var lík-
lega eitt ár, en hafði verið í
Franska spítalanum í Vestmanna-
eyjum áður. Og svo voru oft lánað-
ir læknar af spítalaskipunum,
Matthíasi Einarssyni til aðstoðar
þegar mest var að gera. En það
var gífurlega mikið vinnuálag á
mömmu og þeim öllum. Það þurfti
að bera upp kol og kynda ofna í
hverri stofu, skipta á rúmum,
baða sjúklingana, bera upp mat-
inn o.s.frv. Ég man vel eftir stóru
þungu tinkönnunum, sem teið var
borið í upp til sjúklinganna. Það
koma líka fyrir, ef hjúkrunarkon-
an gat það ekki af einhverjum
ástæðum, að mamma fór í
skurðstofuna með dr. Matthí-
asi. Allar kompressur voru soðnar
niðri í eldhúsinu og mátti ekki
opna ílátin fyrr en Matthías var
tilbúinn með tengurnar í skurð-
stofunni. í kjallaranum var
þvottahúsið, þar sem Guðrún
Bjarnadóttir var alla daga að þvo.
— Franski spítalinn í Reykja-
vík var eins og eyja í Skuggahverf-
inu. Þar var lifað allt öðruvísi en í
húsunum í kring. Þar sem Landa-
kotsspítali var í Reykjavík, voru
engir íslenzkir sjúklingar teknir
þarna inn. Þarna var allt af öllu,
mikil og vönduð áhöld og lín og
lök, og nóg af þeim. í kjallaranum
var það sem kallað var rauðvíns-
kompa, því þar voru geymdar allar
birgðir. Ekki endilega rauðvín,
sem ég man aldrei aftir að hafa
séð, heldur niðursuðuvörur af öllu
tagi og grænmeti, ólíkt því sem við
þekktum hér. Þarna var mikið af
lauksúpu og var súpan jöfnuð með
kartöflum. Franskbrauðið var
fengið hjá Sigurði Hjaltested og
Fransmennirnir hámuðu það í sig
í þykkum bitum með öllum mat.
Stundum komu skipin með nýjan
kola í körfum á spítalann og var
Marie Chevillon var I Reykjavik í
eitt ár en áður á franska spitalanum
i Vestmannaeyjum. Hún kom 77 ára
gömul aftur í heimsókn til íslands.
afgangurinn gefinn í húsin i kring.
Eftir að vertíðinni lauk var tekið
„beholdning" af ollu. Allt var talið
og sett í lokað herbergi og svo gerð
birgðatalning aftur, eftir að lækn-
irinn og hjúkrunarkonan franska
komu í byrjun nýrrar vertíðar. í
hálfan mánuð eftir að spítalanum
var lokað, var allt þvegið og viðrað
og gengið frá, og mamma og Sus-
anna gættu svo spítalans frá því í
SJÁ NÆSTU SÍÐU