Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ1982 140 bifreiðir til skyndiskoðunar LÖGREGLAN í Reykjavík í sam- vinnu við BifreiAaeftirlit ríkisns hefur tekió um 140 bifreiAir til skyndiskoAunar í vikunni. Á mánudag voru 80 bifreiAir teknar til skoAunar. Af þeim voru númer klippt af 25 bifreiAum, 30 fengu tækifæri til aA aka bifreiAum sín- um á næsta verkstæAi til viAgerA- ar og 25 fengu vikufrest til þess aA gera viA bifreiAir sínar. Á fimmtudag voru 60 bifreiðir teknar til skoðunar. Þá voru núm- er af 12 bifreiðum klippt af, 25 fengu tækifæri til þess að aka bif- reiðum sínum á verkstæði og 28 fengu vikufrest til þess að gera við bifreiðir sínar. Myndina tók Júlíus þegar verið var að skoða bifreiðir í porti Lög- reglustöðvarinnar við Hverfis- götu. Auglýsendur athugið! Auglýsingar sem eiga að birtast í sunnudagsblaði, þurfa framvegis að berast auglýsingadeild fyrir kl. 16.00 á (ostudögum. Mál Ólafs Haraldssonar og flugumferðarstjóra: Ólafur í fríi en mæt ir aftur á morgun ALLT virðist nú sitja fast í máli Olafs Haraldssonar og flugumferð- arstjóra í Keflavík. Olafur hefur verið í fríi síðustu tvo daga en mun, að sögn Helga Ágústssonar deildarstjóra í utanríkisráðuneyt- inu, mæta aftur til starfa á skrif- stofu sinni i flugstöðvarbygging- unni á morgun, mánudag. Þar verður hann, eins og að undan- förnu, við önnur störf en flug- umferðarstjórn. „Samkvæmt samkomulagi við utanríkisráðherra mun stjórn Félags íslenskra flugumferðar- stjóra ekkert láta hafa eftir sér í fjölmiðlum á meðan málið er i höndum hans,“ sagði Hallgrímur Sigurðsson varaformaður FIF er Mbl. hafði tal af honum. Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra sagði síðdegis í gær að málið væri ekki leyst og staða þess væri enn óbreytt. Samkvæmt heimildum Mbl. hyggjast flugumferðarstjórar leggja niður störf ef Ólafur Har- aldsson verður áfram á vinnu- stað þeirra. Nægi það hins vegar ekki ráðgera þeir víðtækari að- gerðir. Listahátíð hunzaði og sveik Kór Öldutúnsskóla „JÚ það er rétt að við i Kór Öldu- túnsskóla höfum orðið fyrir miklum leiðindum vegna svika framkvæmda- stjóra I.istahátíðar, en hann hafði beð- ið kórinn að koma fram á Listahátíð og vegna þess var æft í marga mánuði, en þegar til kom stóðst ekkert sem um hafði verið samið og við vorum ekki einu sinni látin vita, hvað þá að við fengjum skýringar,“ sagði Egill Frið- leifsson söngstjóri Kórs Óldutúnsskóla i samtali við Morgunblaðið í gær en hann kvaðst hafa orðið fyrir aðkasti og óþægindum vegna þessa máls, enda ætti fólk erfitt með að skilja slíka framkomu af hálfu Listahátiðar. „Örnólfur Árnason framkvæmda- stjóri Listahátíðar kom að máli við mig í vetur og fór fram á það að Kór Öldutúnsskóla kæmi fram á Lista- hátíð. Var það fastmælum bundið. Hafði ég samband við hann er nær dró og virtist allt standa í þeim efn- um og kvaðst hann hringja í mig „í dag eða á morgun," eins og hann orðaði það. Daginn fyrir setningu Listahátíðr þótti mér staðan orðin kynleg og hringdi enn einu sinni og þá sagðist framkvæmdastjórinn ætla að hringja í mig fyrir hádegi mæsta dag, milli kl. 9 og 11, en það samband hefur ekki komist á enn,“ sagði Egill, „Örnólfur bað mig í — segir Egill Friöleifs- son söngstjóri sem æfði kórinn mánuðum saman nafni Listahátíðarnefndar að æfa dagskrá með Kór Öldutúnsskóla fyrir Listahátið og kórinn, sem telur 42 börn, æfði strangt til þess að standa við gerðan samning, æfði mánuðum saman, en síðan heyrist ekki söguna meir frá Listahátíð. TRIMMDAGUR íþróttasambands íslands er í dag, sunnudag. Almenn- ingur er hvattur til þess, að taka þátt í Trimmdeginum með því að synda, skokka, ganga, hjóla eða með þátt- töku í hvers konar iþróttaæfingum, svo sem fimleikum, badminton, blaki, knattspyrnu, handknattleik og körfuknattleik svo dæmi séu tekin. Kjörorð dagins er „Tryggið heilsu ykkar með hóflegri þjálfun iþrótta, aukinni líkamsrækt og útiveru". Iþróttasvæði héraðssambanda, íþrótta- og ungmennafélaga um Krakkarnir spyrja af hverju þetta sé svona og foreldrarnir spyrja að von- um hvað þetta eigi að þýða, þannig að þessi framkoma í garð kórsins hefur skapað mér ýmis vandræði og leiðindi í mínu starfi, enda hneyksli hvernig framkoma framkvæmda- stjóra Listahátíðar er í málinu." Morgunblaðið reyndi að ná sam- bandi við Örnólf Árnason fram- kvæmdastjóra Listahátíðar í gær, en það tókst ekki þar sem hann mun vera erlendis. allt land verða opin almenningi sem tekur þætt í trimmdeginum. Fólk getur látið skrá sig til þátt- töku og notið þeirrar aðstöðu sem íþróttafélögin hafa upp á að bjóða. Þá verða í boði léttar inniæfingar og/eða gönguferðir á Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra. Merki Timmdagsins, sem jafnframt eru happdrættismiðar, verða seld á hverjum skráningarstað og kosta kr. 10. Morgunblaðið gefur bikara til þeirra byggðarlaga, sem sýna mesta þátttöku. Trimmdagur ÍSÍ í dag Gjöf dr. Jóns Steffensen til Háskólabókasafns: Hin langverðmætasta sem safninu hefur borist um áratuga skeið I)r. Jón Steffensen, fyrrv. prófess- or, hefur með gjafabréfi lýst þeirri ákvörðun sinni, og látinnar konu sinnar, Kristinar Björnsdóttur Steff- ensen, að ánafna Háskólabókasafni eftir sinn dag bókasafn sitt, ásamt húseigninni Aragötu 3. Gjöfin er veitt með sérstöku tilliti til eflingar rann- sókna á sögu íslenskra heilbrigðis- mála, enda er verðmætasti hluti safnsins tengdur því sviði beint og óbeint. Ákveðið er, að safnið myndi sér- deild í Þjóðarbókhlöðu, þegar þar að kemur, og beri nafn Jóns Steff- ensen. Þangað til verði safnið varðveitt í húsi gefanda að Ara- götu 3. Andvirði þeirrar húseignar gangi síðan til viðhalds og eflingar sérsafninu og til styrktar útgáfu íslenskra handrita, sem tengd eru sögu heilbrigðismála. Dr. Jón Steffensen fæddist í Reykjavík árið 1905. Að loknu prófi í læknisfræði frá Háskóla Is- lands 1930 gegndi hann almennum lækningum um skeið, en stundaði siðan um árabil framhaldsnám á nokkrum stöðum erlendis, eða þar til hann tók við prófessorsembætti við læknadeild Háskóla Islands 1937. Því embætti gegndi hann óslitið til 1970, er hann sagði starf- inu lausu, þótt hann héldi raunar áfram kennslu allar götur til 1973. Starfstími dr. Jóns við Háskóla ís- lands er því 37 ár, og mun hann við starfslok hafa verið lærifaðir flestra þeirra, sem þá voru starf- andi læknar á íslar.di. Kennslugreinar dr. Jóns voru líffærafræði og lífefnafræði, en frá 1957 einungis líffærafræði. Áhugi hans var þó hvergi nærri einskorð- aður við þessar greinar. Jafnframt embættisskyldum átti hann sér vísindaleg hugðarefni, sem að verulegu leyti voru af öðrum toga. Upphaf þeirra má rekja til þess, að Jón var fenginn til að mæla og rannsaka þær beinaleifar, sem upp komu við hinar umfangsmiklu fornleifarannsóknir í Þjórsárdal 1939. Af beinarannsóknunum leiddu rannsóknir á sögu þjóðar- innar út frá skráðum heimildum, einkum á uppruna hennar og menningu, með sérstöku tilliti til þeirra þátta, er vörðuðu afkomu landsmanna á ýmsum söguskeið- um. Þessar sögulegu og mannfr- æðilegu athuganir beindust m.a. að fólksfjöldanum í landinu og þeim þáttum, er hafa áhrif á hann. Þar með var dr. Jón kominn inn á svið sögu læknisfræðinnar og sér í lagi sjúkdómanna. Öll þessi viðfangs- efni má einnig með réttu líta á sem stuðningsgreinar sagnfræði. Því var það að Sögufélagið safnaði saman helstu ritgerðum dr. Jóns og birti þær í sérstakri bók, sem kom út árið 1975 undir heitinu Menning og meinsemdir. Dr. Jón Steffensen hafði fyrir allmörgum árum forgöngu um stofnun Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar. Jafnframt vann hann ötullega að þvi, að hið merka hús að Nesi við Seltjörn, þar sem fyrsti landlæknirinn bjó og lögð var undirstaða að iækna- kennslu á Isiandi, yrði fært í upp- runalega mynd og varðveitt sem þjóðareign. Er viðgerð hússins nú komin vel á veg, m.a. fyrir bein fjárframlög frá þeim Jóni og Kristínu Steffensen, en auk þess Dr. Jón Steffensen. Kristín Björnsdóttir Steffensen. Húseignin Aragata 3. hefur á vegum félagsins verið dregið saman mikið af munum, sem eiga að verða stofn að því minjasafni um sögu lækninga á ís- landi, sem ætlunin er að koma upp í Nesstofu. Dr. Jón Steffensen hefur verið ötull liðsmaöur Hins íslenska forn- leifafélags um áratugaskeið og for- maður þess félags nær tvo áratugi, eða frá 1961 til 1979. Félagi í Vísindafélagi Islendinga hefur hann verið frá 1942 og forseti þess um skeið. Meðal annarra viður- kenninga, sem Jóni Steffensen hafa hlotnast, skal það sérstaklega nefnt, að læknadeild Háskóla Is- lands sæmdi hann árið 1971 heið- ursdoktorsnafnbót fyrir embætt- isstörf hans og vísindarannsóknir. Þótt kjarni bókasafns dr. Jóns sé á þeim sviðum, sem lúta að sögu íslenskra heilbrigðismála, eru þar einnig fjölmörg rit um sögu lækn- isfræðinnar almennt, rit um nátt- úrufræði, ferðabækur um ísland, íslensk tímarit, þ.á m. mörg hin verðmætustu frá fyrri tíð, svo og íslensk fornrit og heimildarrit um sögu Islands. Alls eru í safninu um 5.500 bindi bóka og tímarita, en auk þess fjöldi smárita. Dr. Jón hefur fátt til sparað að draga að safninu markverð og fá- gæt rit, þau er féllu að megin- markmiði söfnunarinnar. Auk þess ber umhirða safnsins vitni um ein- staka natni. Mörg ritanna eru bundin af bestu bókbindurum, sem völ var á í landinu, en einnig má geta þess, að allmörg rit í safninu eru fallega bundin af Kristínu konu Jóns, sem fékkst nokkuð við bókband í frístundum. Gjöf þeirra dr. Jóns og Kristínar Steffensen er hin langverðmæt- asta sem Háskóiabókasafni hefur borist um áratuga skeið. Hún er skýr vitnisburður um hug gefend- anna til vísindaiðkana í landinu og mun um langa framtíð tryggja þeim, sem leggja vilja stund á sögu íslenskra heilbrigðismála og skyld efni, hina bestu aðstöðn. (Frétt frá HáakóU l«l»nd«)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.