Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1982
Kúluhús
tekin að rísa á Islandi
í Mofnunum er að rísa íbúðarhús Leos M. Jónssonar og Sigrúnar Jónsdóttur. Það er með kúlulagi og gert með
hinni nýju tækni. Ljósm. Kristján.
Samkvæmt viðtekinni reglu undanfarna áratugi eda
jafnvel aldir, hafa hús á íslandi verið „hyrnd“. Ef ekki
ferköntuð með flötum þökum, þá að minnsta kosti með
þökum er mynda misgieið horn. Bogabraggar stríðsár-
anna gerðu ekki annað ef eitthvað var, en gera Islend-
inga sakir ættjarðarástar andvíga ávölum línum í hýbýl-
um sínum. En nú virðist vera að renna upp tími nýrra
forma, kúluhúsanna, sem undanfarin 15 ár hafa skotið
upp kollinum með nýrri byggingartækni úti í heimi og
verið ötullega kynnt hér um árabil af Einari Þorsteini
Asgeirssyni, arkitekt. Hvað hefur maður fyrir sér í
þessu? Miklar hræringar eru merkjanlegar í þá átt og
kúluhús farin að rísa hér og þar.
Laugardalshöll, sem seinna varð
að gæsa- og andahúsi austur í
Gaulverjabæ, og tjaldkúlunni sem
Útimarkaðurinn notar á Lækjar-
torgi.
Einar Þorsteinn kynntist þess-
um hræringum í byggingarlist,
þegar hann, 1964, var við nám í
Þýzkalandi. Þá sá hann blaðagrein
um þessa nýju tækni og hugmynd-
ir, fór siðan að vinna hjá hinum
kunna arkitekt Frei Otto, sem þá
var með tilraunir með léttbygg-
ingar, m.a. með tjöld. En gegn um
hann kynntist hann svo Banda-
ríkjamanninum Buchminster
Fuller, sem kom til Þýzkalands
Teikning af húsinu, sem Grétar Gunnarsson ætlar að reisa austur á
Skeiðum í sumar. Húsið stendur í brekku og verður því meira en
hálfkúla undan brekkunni. Niðri er hægt að koma fyrir lítilli íbúð,
en vinnustofa og sýningarsalur verða ofar í kúpunni.
Radarskýlið, sem flugmálastjórn reisir á Akureyri í sumar.
Næsta skref í kúluhúsagerð á Selfossi er gróðurhús úr glæru plasti.
íbúðarhús á Skeiðum og Höfiium
- plasthús við Kröflu og á Akureyri
í Höfnunum er nú að rísa íbúð-
arhús með þessari nýju tækni og
lagi. Austur á Skeiðum er búið að
samþykkja og verið að undirbúa
íbúðar- og vinnustofubyggingu,
sem er meira en hálfkúla. Nokkrir
aðilar á Reykjavíkursvæðinu hafa
áhuga og hyggjast stofna sam-
vinnufélag hvolfþaksbyggjenda til
að koma í gegn um kerfið heimild
til að reisa hverfi með kúluhúsum.
En í gagnið eru þegar komin
plasthús með kúluformi, fram-
leidd á Selfossi, þ.e. þrjú slík hús,
sem notuð eru ofan á borholur við
Kröflu, og í sumar verður reist
radar-skýli fyrir Flugmálastjórn-
ina á Akureyrarflugvelli og áhugi
á öðru slíku á Gagnheiði.
• Snjóhús
með kælingu
Hús með þessu byggingarlagi og
nýrri tækni tóku fyrir 15 árum að
vekja athygli úti í heimi. Á heims-
sýningunni í Montreal 1967 vöktu
umtal og mikla athygli bandaríski
kúluskálinn og þýski tjaldskálinn.
Og á íslandi muna eflaust ýmsir
eftir minni útgáfum frá Einari
Þorsteini, svo sem klæddu kúlu-
grindinni á sýningunni Heimilið, i
Horft út úr kúluhúsinu, sem er í byggingu í Höfnunum.
1969 og 1971. En hann er höfundur
þeirrar byggingartækni að búa til
kúluhús úr þríhyrningum, þótt
kúluhús hafi verið búin til áður,
m.a. af eskimóum, eins og Einar
bendir á. Fékk hann Buchminster
Fuller til að koma hingað 1975.
Þessir tveir arkitektar voru í far-
arbroddi arkitekta, sem fengust
við þessi nýju form. En Reykvík-
ingum gefst einmitt á sýningu
Arkitektafélagsins vegna Lista-
hátíðar í Ásmundarsal tækifæri
til að sjá sýningu frá Frei Otto,
sem m.a. sýnir sambandið milli
lífrænna forma og þessara bygg-
ingarforma. En kúluhúsaformin
sótti hann í áhrif frá krystölluð-
um „íverukúpum" örsmárra skel-
dýra.
Einar Þorsteinn skýrir svolítið
þróunina í húsbyggingum: — Þeg-
ar farið var að byggja hús úr
trjám, voru það fyrst byggingar úr
þungum bjálkum, sem margar
fjölskyldur þurftu að hjálpast að
við að koma upp, bjálkahús eða þá
ímúruð bindihús með grind úr tré.
Þegar komu til sögunnar léttir
rammar í grindinni, sem m.a. er
nú haft til að slá upp mótum fyrir
steinsteypt hús, þá þótti sú tækni