Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ1982 7 Ég veit ekki, hvort þér er það ljóst, lesandi minn, að Biblían heyri heimsbókmennt- unum til. En hún gerir það ekki vegna stöðu sinnar sem trúarbók mikils hluta mann- kyns, heldur vegna eigin ágæt- is. Hver svo sem trúarleg af- staða okkar er, þá getum við ekki annað en viðurkennt mik- ið gildi Biblíunnar vegna þeirrar einstæðu menningar- sögu, sem hún geymir, og þess að þar birtast hæstu hugsjón- ir, sem mannkynið hefur eign- ast. Þegar ég nefni hugsjónir, á ég að sjálfsögðu við þau há- leitu markmið, sem okkur mönnunum er ætlað að keppa að með lífi og starfi hér á jörð. Svo er hitt, að Biblían sýnir okkur Krist ekki aðeins sem Guð son og frelsara og leiðtoga mannkyns, heldur einnig sem skáld og rithöfund, bæði í bundnu máli og óbundnu. Sæluboðanir hans í upphafi Fjallræðunnar eru ljóð, og sumar dæmisögur hans eru dýmætar perlur á sviði frá- sagnarlistar. Fegurst þeirra er hún talin sagan um týnda son- inn, sem er meðal texta þessa sunnudags. Bæði að efni og uppbyggingu er hún meistara- verk. Hún er sögð svo ná- kvæmlega, að ekkert orð má vanta, en svo er boðskapur hennar líka djúpstæður og lærdómsríkur. Hún er talin meðal bestu smásagna heims- bókmenntanna. Sögupersónurnar eru faðir og tveir synir hans. Það vekur athygli, að þeir eru báðir týnd- ir. Hvorugur er á réttir braut gagnvart hinum sönnu mark- miðum lífsins. Þeir hafa misst sjónar af veginum, sem leiðir til farsæls lífs. Og þá er það eina ráðið, samkvæmt sögunni, „að ganga í sig“, eins og það er orðað, endurskoða breytni sína og lífsafstöðu, viðurkenna það, sem aflaga hefur farið og byrja nýtt líf, grundvallað á reynslu mistakanna. Týndir synir. Þetta er dálítið sérstök nafngift. Þeir eru ekki glataðir, heldur týndir. Staða þeirra felur í sér von, og vonin byggist á honum, sem sendur var til að leita að hinu týnda og frelsa það. En hvernig erum við staddir, ef við reynum að heimfæra þessa sögu til nú- tímans? Það á jú að vera hlut- verk sígildra dæmisagna að eiga erindi til allra tíma, tala því máli, sem alltaf og alls staðar skilst og hvarvetna er þörf fyrir. Erum við, þegar á heildina er litið, örugglega á réttri leið til farsæls lífs? Höf- um við ekki að neinu leyti týnst eða villst, þannig að óljóst sé, hvar við lendum, ef enginn gerir neitt okkur til leiðréttingar eða ef enginn „gengur í sig“ viðurkennir ranga stefnu og tekur sig á í umbreyttu lífi? „Að ganga í sig“ í dæmisögunni táknar faðir- inn Guð, bræðurnir mennina. Að þeir eru báðir týndir, hlýt- ur að leggjast þannig út, að slíkt sé hlutskipti mannkyns- ins í heild og hverjum einsta manni sé eitthvað ábótavant, sem jafnframt gjöri hann í þörf fyrir Krist. Við lifum á öld þrýstihóp- anna, sem gera æ hærri kröfur til samfélagsins, sjálfum sér til þægilegra lífs. En hvað er samfélagið? Það erum við. í harðri kröfupólitík hittir mað- urinn alltaf sjálfan sig fyrir að lokum. Þess vegna er eins gott að byrja á því í upphafi að gera kröfurnar í eigin barm, svo þær komi ekki í bakseglin síðar meir. Ég er hér ekki að beina orðum mínum til aðila vinnumarkaðarins frekar en annarra. Þetta er þjóðar- meinsemd og tímanna tákn að gera kröfur á hendur öðrum. Það sem helst skortir í dæmi- sögunni, er ábyrg lífsafstaða, og þar sem svo gengur lengi, kemur alltaf að gjaldþroti í einhverri mynd, líkt og sagan greinir. Hvorugur bræðranna í sögunni vildi axla ábyrgð. Þeir kusu báðir þægilegri lífsmáta. Það leiddi annan þeirra í ógöngur, hinn slapp með áminningu. — Jesú var mikið í mun að skapa ábyrga menn. Þau eru íhugunarverð orð hans: Með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður aftur mælt verða. Með öðrum orðum: Þú ert þinnar eigin gæfu (eða ógæfu) smiður. Örlög þín fara eftir því, hve mikið tillit þú tekur til Krists. Hann segir þér, að siðgæði skipti miklu máli, siðgæði skapi ábyrgð, en jafnframt standist ekkert sið- gæði án trúar. Trúin gefur í senn, það sem við nefnum sið- ferðisstyrk og viðmiðun, fyrir- myndir. Það er þess vegna trúin, sem á að móta okkar kröfupróli;tík, en í reyndinni er það lífsgæða- kapphlaupið, sem gerir það. Þess vegna erum við öll týndir synir og þurfum „að ganga í okkur“ til þess að endurskoða og leiðrétta líf okkar. AA- samtökin segja, að fyrsta skrefið upp á við sé niður á við. Það er fólgið í viðurkenningu á eigin villu. Þegar hún er feng- in, þá fyrst er hægt að byrja breytingarnar. Það sýnir hún vel sagan um týnda soninn. Þetta kostar yfirleitt að láta eitthvað á móti sér í bili og getur jafnvel verið niðurlægj- andi, en það skapar nýja fót- festu og beinir á rétta leið. Kristur fullyrðir, að við þurfum daglegt afturhvarf, þar sem upp er gert, það sem liðinn dagur hefur borið í skauti, dregnir af því lærdóm- ar, þakkað fyrir það sem vel tókst, en mistökin viðurkennd og Guð beðinn um hjálp til að betur takist næst. Slíkt heitir „að ganga í sig“ og sýnir ótví- ræða ábyrgðartilfinningu og reyndar miklu meiri en sam- félag okkar sýnir í heild um þessar mundir. En fær nokk- urt þjóðfélag staðist án vak- andi ábyrgra þegna? Því játar enginn. Þess vegna er líka full ástæða til að íhuga eilífan boðskap sígildrar sögu, sem minnir ekki síst á hann, sem sendur var til að leita að hinu týnda og frelsa það. Milli kl. 14 og 14.30 sl. föstudag kom upp eldur í sóti í skorsteini Sankti Jós- epsspítala í Hafnarfirði. Lagði af þessu allmikinn reyk yfir bæinn. Að sögn eins forráðamanns spítal- ans mun einhver óviðkom- andi spítalanum hafa kall- að á slökkviliðið, hann sagði að ekki hefði verið nein hætta á ferðum og fæstir starfsmenn eða sjúklingar spítalans hefðu vitað af atburði þessum fyrr en eftir á. Atvik líkt þessu mun hafa hent áður að sögn slökkviliðs Hafnar- fjarðar. Verðbréfamarkaður ^■■P) Fjárfestingarfélagsins GENGI VERÐBRÉFA 27. JÚNÍ 1982 VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: 1970 1. flokkur 1970 2. flokkur 1971 1. flokkur 1972 1. flokkur 1972 2. flokkur 1973 1. flokkur A 1973 2. flokkur 1974 1. flokkur 1975 1. flokkur 1975 2. flokkur 1976 1. flokkur 1976 2. flokkur 1977 1. flokkur 1977 2. flokkur 1978 1. flokkur 1978 2. ftokkur 1979 1 flokkur 1979 2. flokkur 1980 1. flokkur 1980 2. flokkur 1981 1. flokkur 1981 2. flokkur 12% 14% 16% 18% 20% 40% 1 ár 68 69 70 72 73 82 2 ár 57 59 60 62 63 77 3 ár 49 51 53 54 56 73 4 ár 43 45 47 49 51 71 5 ár 38 40 42 44 46 68 VEDSKULDABRÉF MED LÁNSKJARAVÍSITÖLU: Sölugengi pr. kr. 100.- 8.988,07 7.265,48 6.421,73 5.565.18 4.719,06 3.435,46 3.164,45 2.184,56 1.792,50 1.350.19 1.278,92 1.025,31 951,10 794,28 644,86 507,46 427,74 330,66 249.36 195,97 168.37 125,05 Sölugsngi nafn- Ávöxtun m.v. vaxtir umfram 2 afb./ári (HLV) varötr. 1 ár 96,49 2%5 7% 2 ár 94,28 2% 7% 3 ár 92,96 2%% 7% 4 ár 91,14 2V4% 7% 5 ár 90,59 3% 7% . 6 ár 88,50 3% 7%% 7 ár 87,01 3% 7'/«% 8 ár 84,85 3% 7%% 9 ár 83,43 3% 7%% 10 ár 80,40 3% 8% 15 ár 74,05 3% 8% Msðalávðxtun ofangreindra flokka um- fram varötryggingu ar 3,7—5%. VEÐSKULDABRÉF ÓVERÐTRYGGÐ: Sölugongi m.v. nafnvexti (HLV) VERÐTRYGGÐ HAPPDRÆTTISLÁN RÍKISSJÓÐS uo#"° B — 1973 C — 1973 D — 1974 E — 1974 F — 1974 G — 1975 H — 1976 I — 1976 J — 1977 1.6. — 1981 I pr. kr. 100.- 2,715,42 2.309.24 1.958.25 1.339,56 1.339,56 888,58 846,63 644.18 599,43 119,55 TÖKUM OFANSKRÁÐ VERÐBRÉF í UMBOÐSSÖLU Verðbréfamarkaöur Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu 12 101 Reykjavik lónaöarbankahúsinu Simi 28566 73í úamatkadutinn ^■lettisqötu 12-18 Cortina 1300 1979 Grásans., ekinn 28 þúa. Útvarp. Verð: 90 þús. Skipti á ódýrari. Volvo 244 DL 1978 Brúnn, ekinn 58 þús. sjálfskiptur, útvarp og segulband. Skipti á ódýrari bfl. Verö: 120 þús. Toyota Corolla liftback '79 Orange, ekinn 32 þús., útvarp, snjó- og sumardekk. Verö: 90 þús. Gullfallegur bfll. Luxusbifreið Chrysler LeBaron station ’79 Ljósbeige, ekinn 10 þúa. Sjálf- skiptur, aflstýri, útvarp, rafmagn í sætum, rúöum og huröum. Verö: 220 þús. Skipti á ódýrari. Honda Quinted 1981 Brúnn, ekinn 6 þús. km. Útvarp. Verö: 130 þús. Saab 99 GL 1982 Silfurgrár, útvarp og segulband, ekinn aöeins 5 þús. km. Verö: 170 þús. |TVV Jí. ■~*^tr***^~ € - Nýr bíll Colt GL 1982 Vínrauöur sans, ekinn 2.800 km, útvarp. Verö: 110 þús. AMC Concord 1979 Vínrauöur, ekinn 38 þús., aflstyri, beinskiptur, 6 cyl., útvarp, snjó- og sumardekk. Verö: 125 þús. Peugeot 504 station 1980 Brúnsans, ekinn 30 þús., útvarp, (sjö manna bíll). Verö: 135 þús. 1 Bladu) sem þú vaknar við!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.