Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ1982 5 Umfangsmiklar breyt- ingar á húsnæði sölu- skrifstofa Flugleiða NÝLEGA voru gerðar umfangs- miklar breytingar á öllum innrétt- ingum og húsbúnaði söluskrif- stofa Flugleiða, sem eru í Lækj- argötu og að Hótel Esju. Það var Vinnustofan Klöpp, sem hafði veg og vanda af teikningunum og eft- irliti með þeim breytingum, sem gerðar voru. í tilefni þessara breytinga buðu Flugleiðir til smá hófs. I ræðu, sem Björn Theódórsson, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs Flugleiða, hélt við þetta tækifæri, þakkaði hann öllum, sem að verkinu unnu vel unnin störf. Þakkaði hann sérstaklega starfs- fólki söluskrifstofanna fyrir þol- inmæði þess, því meðan á breyt- ingunum stóð, starfaði fólkið alla daga við slæm skilyrði og ekki var söluskrifstofunum lokað einn ein- asta dag, þrátt fyrir framkvæmd- irnar. Hér má sjá starfsfólk söluskrifstofu Flugleiða í hinum nýinnréttuðu húsakynnum ásamt Birni Theódórssyni, framkvæmdastjóra markaðssviðs, sem stendur nærri í miðju hópsins. Félagsstarf aldraðra í Neskirkju UM mánaðamótin apríl og maí lauk reglulegum samverustund- um aldraðra í safnaðarheimilinu á laugardögum. Þar eð fram komu margar óskir um að halda áfram félagsstarfinu, en í breyttri mynd yfir sumarmán- uðina, þar til laugardagsstund- irnar hæfust aftur í haust, voru skipulagðar nokkrar ferðir. Síðastliðinn laugardag var farið í glaða sól og hita í Esju- dali, að Meðalfellsvatni í Kjós. I júlímánuði er ætlunin að fara í fjögurra daga ferð til Ak- ureyrar — Húsavíkur og Mý- vatnssveitar. Ferðaáætlunin er í stórum dráttum þannig: Flogið til Akureyrar og skoðaðir mark- verðustu staðir þar. Gist verður í Hótel Varðborg. Þá verður hald- ið inn Eyjafjörð að sumarbúðum KFUM við Hólavatn. Síðan verð- ur ekið sem leið liggur í Vagla- skóg, um Ljósavatnsskarð að sumarbúðum þjóðkirkjunnar við Vestmannsvatn til kvöldverðar og gistingar. Á þriðja degi verð- ur ekið um Laxárdal til Húsavík- ur og þar höfð stutt viðdvöl og áfram haldið um Tjörnes til Ásbyrgis, að Reynihlíð til gist- ingar. Síðasta daginn verður far- ið í Grjótagjá og Dimmuborgir og síðan skoðuð mannvirki við Kröflu. Farið verður hægt yfir og séð til þess að fólk ofgeri sér ekki. Að kvöldi fjórða dags verð- ur flogið til Reykjavíkur. Kirkjuvörðurðinn veitir allar upplýsingar um ferðina í við- talstímanum kl. 5—6 mánudaga til föstudaga fram til 7. júlí. Frank M. Halldórsson VIÐ FÖGNUM NÝJUM FERÐAMÖGULEIKA OG BJOÐUM HOIXANDSFERÐIR A HATIÐARVE Samvinnuferðir- Landsýn fagnar nýju áætlunar- flugi Arnarflugs til Amsterdam og býður ,,í tilefni dagsins" sérstakar pakkaferðir til Amsterdam á frábæru verði. Þú getur verið í 4 daga eða 4 vikur og allt þar á milli, dvalist á góðum hótelum eða ferðast um Evrópu á bílaleigubíl, fylgst með Heimsmeistarakeppninni í beinni útsendingu eða hvað annað sem hentar - aðeins eitt er víst: Verðið er einstakt og barnaafslátturinn óvenju myndarlegur. Við minnum sérstaklega á fram- haldsferðamöguleikana út frá Amsterdam, þaðan hggja leiðir til allra átta og sé ferðinni heitið til Evrópu er Amsterdam hárrétta byrjunin. BROTTFARARDAGAR Júlí: 7, 11, 18, 25, 28. Ágúst: 1, 4, 8, 15, 22, 29. HMI HOLLANDI 7. -11. JÚLÍ FRÁ KR. 3.790 Fimm daga ferð á sérstöku HM verði. Þú sórð undanúrslitin og úrslitaleikinn sjálfan í beinni útsendingu, allar krár og knæpur eru þéttsetnar og stemmningin í algleymingi. Og í Amsterdam er knattspyrnan auðvitað aðeins til viðbótar öllum verslununum, skemmtistöðunum og öðru þvf sem vert er að heimsækja. , V Innifalið: Flug og gisting. VERÐFRA KR. 2.990 Barnaafsláttur 2ja-12 ára 50%. FLUGvj GISTIN( 3.900 /,rir flu9 gistingu í Óðum keildarverð B daT ímia^uXtt ,tiTÍðVÍkUda«*> f viku. sunnudags) borgarinnar. 9 9 011 hóteli * hjarta l;: V- • TIL HOLLANDS í HÁTÍÐARSKAPI 1 Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.