Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 32
3 2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ1982 ftg var fáta k og veikbyggð, á fertugsaldri, fráakilin kona. Og ást þín blés lífi í ösku og ujall minna útbrunnu vona. Oh, Mr. Jones. Oh, Mr. Jones. Svona! Svona! (I»jóósönfrur, Steinn Steinarr) Á undanförnum árum hafa iðnríkin átt við einhver erfiðustu vandamál að stríða frá styrjald- arlokum. Eru sum þeirra gam- algróin, en önnur nýrri af nál- inni. í Austur-Evrópu er ástandið víða orðið svo bágborið að ekki verður séð hvernig hugsjóna- stefna sósíalismans fær undir því risið. I Vestur-Evrópu hefur tekist betur til, þótt þar gæti nú vax- andi ótta við framtíðina m.a. vegna atvinnuleysis, verðbólgu og stríðshræðslu. I Bandaríkjunum eru efna- hagsmál einnig erfið. Jafnframt • blöskrar mörgum hve illa gengur að sigrast á glæpastarfsemi og félagslegri upplausn. Á íslandi höfum við ekki farið varhluta af þessum hræringum. Um verðbólgu þarf ekki að fjöl- yrða. Er hún þó aðeins eitt margra sjúkdómseinkenna. Augljóst er að þörf er fyrir nýja hugmyndafræði. Bendir margt til að hún verði ekki sótt í heilabú stjórnmálafræðinga, heldur í fengna reynslu af undir- stöðuþáttum vestrænnar menn- ingar. En hverjir eru hornsteinar vestrænnar siðmenningar? Hér verða aðeins nefndir fjórir: sjálfstæði, lýðræði, markaðs- kerfi og menning. Verður fjallað um þá hvern fyrir sig. Sjálfstæöi Sjálfstæði þjóðar er forsendan fyrir frelsi hennar og undirstaða þjóðmenningar. En það er um leið grundvöllur undir sjálfsvirð- ingu og það álit sem hún nýtur út á við. Þjóð sem ekki annast öll sín innanríkismál getur ekki talist sjálfstæð í fyllstu merkingu. Þjóð sem lætur aðra um varnir sínar er því tæplega sjálfstæði hvað þá frjáls. Að vísu kann að vera nauð- synlegt um stund að leita stuðn- ings erlends stórveldis á meðan þjóðin er að byggja upp eigið varnarkerfi, hvort sem það er aðeins til eftirlits eða eiginlegra varna. íslendingar þurfa að gera upp við sig hvort þeir vilja hlutleysi eða varnarkerfi í einhverri mynd. En reglan á að vera sú að hér séu ekki erlendir hermenn á friðartímum. Ekki er neinum blöðum um það að fletta að hersetan hefur haft ýmis óæskileg áhrif á þjóð- lífið, m.a. ýtt undir sundrungu og stuðlað að deilingu þjóðarinn- ar í andstæðar fylkingar. Sú skoðun heyrist oft að ís- lendingar séu of smáir til þess að annast eigin varnir. Þessi skoð- un er út í hött. Það stóð aldrei til að sjálfstæði fengist fyrir ekk- ert. Það er einmitt þessi minni- máttarkennd sem skáldsnilling- urinn Steinn Steinarr er að hæð- ast að þegar hann líkir þjóðinni við fráskilda konu sem ekki treystir sér til að lifa án nýs verndara. Þorri íslendinga telur sig eiga samleið með Vesturveldunum og Atlantshafsbandalaginu. Sé það rétt eiga þeir að starfa þar jafnfæt- is öðrum og byggja upp eigið varn- arkerfi í áftingum. Lýðræði Enda þótt deilur „vinstri" og „hægri" manna hafi oft gert ís- lensk stjórnmál að hálfgerðum skrípaleiki r rótgróin lýðræðis- hefð okkar mesti styrkur þegar fram í sækir. Lýðræðið stuðlar að margpóla samfélagi þar sem engin ein stofnun eða flokkur geta orðið svo valdamikil að það skerði að ráði vaxtarmöguleika annarra stofnana eða flokka. Einn helsti galli á íslenska stjórnkerfinu er kreddufesta stjórnmálaflokkanna. Otar þar hver sínum tota, svo oft koma flokkarnir fram sem þrýstihópur — eftirJón óttar Ragnarsson þröngra hagsmuna eða hug- sjóna. Annar veikleiki íslenska stjórnkerfisins er ofþensla ríkis- valdsins sem hefur haft þær af- leiðingar að það getur ekki leng- ur sinnt þeim frumskyldum sem því ber að rækja. Þessu þarf að breyta. Ríkis- valdið á að vera sterkt en lítið. Það á einungis að sinna þeim þáttum sem einkaframtak og frjáls félagasamtök geta eða mega ekki sinna. Ríkið þarf að draga mjög úr afskiptum sínum og umsvifum í atvinnulífinu og jafnframt að ýta undir þátttöku einstaklinga og félagasamtaka á sviði heil- brigðis- og menntamála. Aðeins á einu sviði þarf að auka afskipti hins opinbera, þ.e. á sviði menningarmála. Ástæðan er sú að menningin er vaxtar- broddur samfélagsins og um hana gilda sérstök lögmál. Markaðskerfið Örlagaríkustu mistök Marx var að átta sig ekki á því að markaðskerfið er ekki erkióvin- ur alþýðunnar, heldur eitt öflug- asta vald- og tekjudreifingar- tæki sem völ er á. Rök hans voru þau að mark- aðskerfið gerði aðeins þá ríku ríkari. En kjarni máls er sá að markaðsöflin — ef þau eru virk — brjóta á bak aftur einokun auð- og valdastétta. Auðvitað hefur gamalt auð- vald visst forskot, en það hefur líka sá sem hefur þurft að brjót- ast áfram af eigin rammleik. Reynslan sýnir að sá síðarnefndi sigrar oft að lokum. Önnur röksemd er sú að mark- aðskerfið stuðli að auðlindasóun og mengun. En markaðsöfl eiga aðeins að vera hvati. Heildar- stefnuna á þessu sviði, sem öðr- um, verður ríkisvaldið að marka. En fleiri misskildu makaðs- kerfið en Marx gamli. Margir „hægri" menn vilja fara á hinn kantinn. Þeirra kenning er sú að markaðsöflin eigi að vera ráð- andi á öllum sviðum. Markaðskerfið nýtur sín best þegar seld er fjöldaframleidd Jón Óttar Ragnarsson „Eins og nú er háttað verður ekki séð að neinn íslenskur stjórn- málaflokkur sé í stakk búinn til þess að gegna því forystuhlutverki sem þetta þjóðfélag þarfnast á komandi ár- um. Það er þörf fyrir nýja hugmyndafræði. Um það þarf ekki að efast, en nú gildir að ánetjast ekki annarri allsherjarteoríu, held- ur móta stefnuna í Ijósi fenginnar reynslu.“ neysluvara eða þjónusta á skipu- lagðan markað. I ýmsum grein- um menningarmála kemur þetta kerfi að litlu gagni. Það er sorgleg staðreynd að markaðsöfl hafa alls ekki verið nýtt sem skyldi í iðnaði og at- vinnulífinu yfirleitt. í menning- armálum hafa þessi lögmál aftur á móti oftast verið ofnotuð. Þótt Bandaríkin teljist ein mesta menningarþjóð heims er margt sem bendir til að oftrú á markaðslögmál sé meginorsök fyrir félagslegri upplausn, glæp- um og firringu þar í landi. Við eigum að draga stórlega úr rikisafskiptum i atvinnulífinu svo markaðsöflin fái notið sín miklu betur. En jafnframt eigum við að auka opinberan stuðning á menn- ingarsviðinu. Menning Menningin er hér nefnd síðust, ekki vegna þess að hún sé lítil- vægust, heldur fyrir þá sök að hún er undir öllum hinum þátt- unum komin. Menning er ekki eitthvað fyrir fína fólkið, postulínsvasi upp á hillu eða Kjarvalsmynd á vegg. Menning er fyrst og fremst gerj- un, gróska, vaxtarbroddur, gjörningar. Stjórnmálafiokk, sem ekki er í fararbroddi í menningarmálum, á hreinlega að leggja niður. Hann er úreltur, staðnaður, gelt- ur, til trafala, dauður nr öllum æðum. Menningin er n.lk’lvægasti afrakstur af lífsbaráttu alþýð- unnar á hverri öld. Hún er sam- nefnari fyrir alla skapandi hugs- un og handverk sem fram fer á hverjum tíma. Því miður eru einstaklingar eða samtök sjaldnast nægilega víðsýn og frjálslynd til þess að geta stuðlað að frjálsri tjáningu skapandi einstaklinga án íhlut- unar og afskipta. Hagfræðilega séð mætti líta á fjármögnun lista og vísinda sem fjárfestingu fyrir framtíðina. Að margra dómi er hugvitsamleg fjárfesting á þessu sviði sú arð- bærasta sem til er. Auðvitað kostaði sitt að byggja Vínaróperuna. En hvert skyldi þjóðhagslegt gildi hennar vera orðið í auknu þjóðarstolti, vaxandi túrisma og orðstír Aust- urríkismanna? Menningin er nefnilega marg- falt mikilvægari fyrir smáþjóð en stórþjóð. Hún er lífakkerið, hið eina sem réttlætir tilveru hennar og gefur einstaklingun- um innblástur. Sumir menntamenn tönnlast sífellt á að menning og mark- aðskerfi geti ekki haldist í hend- ur. En mannkynssagan sýnir einmitt að þessir tveir þættir verða að fara saman. Sumir athafnamenn telja á hinn bóginn að menningin eigi að lúta markaðsöflum í einu og öllu. En reynslan sýnir að þá breytist hún á skömmum tíma í innantóman afþreyingariðnað. Að sjálfsögðu á að nota mark- aóslögmál á menningarsviðinu til að greiða hluta kostnaðar, en um leið á að auka stórlega skynsam- legan stuðning hins opinbera á þessu sviði. Auðvitað þarf að fara að öllu með gát. Ríkisstyrkir eru alltaf þrautalending, ekki kjörkostur. Hvernig hefur t.d. kirkjunni veg- nað í náðarfaðmi hins íslenska ríkisvalds? Á vísindasviði þarf að marg- falda framlög til Vísindasjóðs. Á listasviði þarf að koma á fót öfl- ugri hliðstæðu, Listasjóði, er hjálpar ungu, efnilegu listafólki að koma undir sig fótunum. Síðast en ekki síst þarf að bæta markaði fyrir list m.a. með aukinni listfræðslu og listsköpun í skólum og fjölmiðlum, svo al- menningur læri að gera grein- armun á „list“ og „afþreyingu". Lokaorð Eins og nú er háttað verður ekki séð að neinn íslenskur stjórnmálaflokkur sé í stakk bú- inn til þess að gegna því forystu- hlutverki sem þetta þjóðfélag þarfnast á komandi árum. Það er þörf fyrir nýja hug- myndafræði. Um það þarf ekki að efast, en nú gildir að ánetjast ekki annarri allsherjarteoríu, heldur móta stefnuna í ljósi fenginnar reynslu. Æ fleiri vilja nú leita aftur til upphafsins og byggja frá grunni á hornsteinum vestrænnar menningar: sjálfstæðis lýðræði, markaðskerfinu og menning- unni. I sjálfstæðismálum hefur togstreita „vinstri" og „hægri" manna leitt til þess að þjóðinni hefur verið skipt upp í tvær stríðandi fylkingar. Mun taka langan tíma að græða þau sár. Um lýðræðið eru allir flokkar sammála, en vegna átaka hinna andstæðu póla er stjórnkerfið orðið svo veikt að þjóðin öll er að verða leiksoppur þrýstihópa og hagsmunasamtaka. Um markaðskerfið er það að segja að það hefur að vísu haldið velli, en mjög er að því þrengt. Fyrir bragðið hefur smáiðja sjaldan þróast yfir í blómlega stóriðju. Af þessu hefur leitt að margir eru fullir vantrúar á getu ís- lensks iðnaðar og atvinnuvega landsmanna yfirleitt. En þessi vanmetakennd er með öllu óþörf. Fyrir bragðið álíta ýmsir hagsmunahópar að skjótasta leiðin til iðnþróunar sé í gegnum ríkisforsjá. Aðrir heimta „er- lenda stóriðju" sem oftast á meira skylt við orkusölu en iðn- þróun. Á menningarsviðinu er engin opinber lista- eða vísindastefna til. Er það ótrúleg yfirsjón hjá þjóð sem á tilveru sína að þakka fornum menningararfi. íslenskir stjórnmálamenn virðast ekki gera sér neina grein fyrir því að íslensk vísindi eru forsenda þess að efnahagslífið rísi úr rústum verðbólgu og versnandi viðskiptakjara. í mörgum listgreinum er nú svo komið að upprennandi lista- menn hafa aðeins tveggja kosta völ: að finna sér arðbærara starf eða flytjast úr landi ella. En hver er undirrótin? Er hún sú að stjórnmálamennirnir hafi ekki næga trú á landinu, atvinnuvegum þess eða menn- ingu til að láta af einhæfu karpi um aukaatriði? Eða er skýringin sú að flokk- arnir séu orðnir svo háðir brjóstviti og firrtir sérþekkingu að þeir séu hættir að þekkja mun á réttu og röngu? Það skyldi þó ekki vera. En hver svo sem skýringin er þá er hitt ljóst að við þurfum á flóknari heimsmynd að halda en sósíalisma eða markaðshyggju. Vonandi getur þetta þing skapað umræðu um nýja heimsmynd, nýja hugmyndafræði. hugmyndafræði Þessir krakkar héldu fyrir nokkru hlutaveltu í Kópa- vogi til ágóöa fyrir Um- sjónarfélag einhverfra barna og söfnuðu 350 krón- um til félagsins. — Krakk- arnir heita Aðalheiður Kristjánsdóttir, íris Halla Nordquist, Jónas E. Nordquist og Laufey Kristjánsdóttir. Þessar ungu stöllur efndu fyrir nokkru til hlutaveltu til ágóða fyrir starfsemi Styrktarfél. lamaðra og fatlaðra. Söfnuðust þar 500 krónur. Telpurnar heita Þóra Vésteins- dóttir og Edda Vikar Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.