Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ1982 2 5
Öræfasveit undir jöklum.
Drottning og forseti stíga út úr
landhelgisgæsluflugvél. Sex ein-
kennisbúnir lögreglumenn á
jörðu niðri heilsa, eiga að gæta
þeirra með honum Boga Bjarna-
syni, hinum hefðbundna gæslu-
manni allra stórmenna sem Is-
land hafa gist í langan tíma.
Gestgjafar bíða þarna á heima-
velli. Að auki 3—4 fullorðnir og
nokkur forvitin börn. Öryggis-
viðbúnaður að erlendri fyrir-
mynd virðist næstum fjarstæða
þarna í auðninni í íslenzkri ör-
æfasveit. Og leiðir hugann að því
hve lifandis skelfing við eigum
gott hér uppi á íslandi að svo er.
Að gestir okkar, háir sem lágir,
eru hér lausir við hættur af
óaldaflokkum.
Svo framandi er okkur allt
þeirra bardús, að þegar Alfreð
Alfreðsson, kóngur glæponanna,
og lið hans, þeir Arfur, Keli,
Aldinblóm, Húnbogi og Uxa-
skalli í grínþáttum Sunnudags-
tímans, fara í fjáröflunarskyni
að hugsa til mannrána að er-
lendra krimma sið, þá dettur
þeim helst í hug að krefjast
lausnargjalds fyrir Pálma í Hag-
kaupi Tomma í Tommaborgara,
Sigurð á Loftleiðum, Ragnar í
ísal, Davíð í Smjörlíkinu, jafnvel
fyrir ábúðarmikla alþingismenn
eins og Albert Guðmundsson og
Ólaf Ragnar Grímsson, eða af
furðulegustu ástæðum fyrir
blaðamenn eins og Ómar í Sjón-
varpinu og Elínu á Mogganum.
Hver mundi nú borga út svoleið-
is fólk? Enda lizt glæponunum í
sögunni sýnilega ekki á að í
þessu fólki sé feitan gölt að flá
þegar til kemur. Og þar var kom-
ið sögu sl. sunnudag að vænleg-
ast þótti að ræna lögreglumann-
inum Elíasi Bjarkasyni.
í ýmsum öðrum löndum er
slíkt ekki bara bráðfyndið gam-
anmál. Þar vaða uppi hryðju-
verkaflokkar, sem viðurkenna
þau ein lög að koma sínu fram,
hvort sem er til að ná sér í fé,
vekja á sér athygli eða kúga
fram málstað. I slíkum löndum
hlýtur að vera mikill höfuðverk-
ur hverra stjórnvalda að eiga að
bera ábyrgð á fólki, sem fengur
getur verið í fyrir slíka hópa. Því
eru í löndum þessum opinberar
heimsóknir þjóðhöfðingja oft
þannig, að gestirnir sjá lítið
annað í kringum sig en vegg
lögreglumanna, sem hlýtur að
vera dálítið leiðigjarn ferðamáti,
með allri virðingu fyrir því
fjallmyndarlega úrvalsliði. Að
vísu má segja að við þær aðstæð-
ur sé gesturinn bara í vinnunni
sinni og þetta séu óþægindi sem
fylgi starfi eins og mörgum öðr-
um.
En ekki nægir að verja opin-
berlega boðna gesti. Yfirvöld
hvers lands eru engu að síður
gerð ábyrg fyrir tignum gestum,
sem kjósa að koma á eigin veg-
um eða annarra inn í land
þeirra. Þá fer nú í verra að hafa
hemil á öllu jaman. Yfirvöld
þeirra 'landa, sfeftr búa við
hryðjuverkaflokka eíns og .t.d.
ítalir með ránshópana og Spán-
verjar með Baskana, hljóta að
krossa sig, þegar slíkur vandi
dynur yfir þá. Að bera ábyrgð-
ina, án þess að „hafa gestinn á
valdi sínu“. Hvílíka þumalskrúfu
hljóta ekki að hafa slíkir hópar,
sem tekst að hafa í fórum sínum
tiginn gest, er yfirvöld bera alla
ábyrgð á samkvæmt alþjóða-
reglu. í þeirri stöðu vilja engin
stjórnvöld vitanlega lenda. Og
þau reyna að tryggja sig það
best þau geta og veita vernd með
kostnaðarsömum og eins lítt
áberandi hliðaraðgerðum og
hægt er.
Gráu heilasellurnar tóku að
senda slikar gárur um sinnið,
sem við þessar fáu mannverur
stóðum þarna með prúðbúnu
lögregluliði í óendanlegri víðátt-
unni á sandinum í Öræfasveit.
Hvílík blessun að vera laus við
fyrrgreindar hremmingar á
okkar landi. Að eiga sér öryggi.
Það sparar bæði skrekk og út-
gjöld. Raunar ættum við að geta
tekið með brosi á vör ýmsu
óþægilegu sem óhjákvæmilega
fylgir fámennri þjóð, á móti
þvílíkum hlunnindum i vondum
heimi.
Kannski eru þetta bara síð-
búnar hugleiðingar frá því í vor,
er undirrituð fyrir tilviljun
skynjaði ráðvillu Parísarbúa,
þegar allt í einu sprakk í bíl i
Rue Marbeuff sprengja hryðju-
verkamanna kl. 9 að morgni,
viljandi stillt á þann tíma að
hún grandaði sem flestu skrif-
stofu- og bankafólki, sem þá
streymir í vinnu sína við hina
stóru breiðgötu Champs Elysées.
Enda slösuðust illa eða fórust 52
alsaklausir vergfarendur, að mig
minnir, og tættist a.m.k. eitt
kaffihús. Ekki þó blaðaskrifstofa
líbanskra útlaga í nærliggjandi
byggingu. Lögreglan vissi að
þarna var um átök að ræða milli
hryðjuverkahópa frá botni Mið-
jarðarhafslanda og vísaði snar-
lega úr landi 2 sýrlenskum
sendiráðsmönnum. Þessi atburð-
ur skók langa og rótgróna
grundvallarreglu Frakka, sem
felst í einkunnarorðunum:
„Frakkland ávallt hæli flótta-
fólks". En Frakkar hafa alltaf
verið stoltir af því að vera slíkt
skjól pólitísku flóttafólki allra
tíma, jafnt flýjandi rússneskum
aristo-krötum í byltingunni og
trotskyistum í kjölfarið sem
ayatollum írans á keisara-
tímanum og á eftir brott-
flæmdum ráðherrum úr þeirra
flokki. Nú vöknuðu þeir upp við
að þessi hugsjón þeirra væri í
hættu, ef hryðjuverkahópar ætl-
uðu að misnota svo skjólið. Ekki
aðeins með því að berast á spjót-
um, heldur líka að vekja á sér
athygli með að fórna saklausum
gestgjöfum sínum.
Afallið varð því meira sem það
kom beint ofan í ákafar deilur
tveggja ráðherra um frumvarp í
þinginu, sem miðaði að því að
draga tennurnar úr frönsku
lögregiunni, eins og stuðnings-
menn Mitterands höfðu lofað í
kosningabaráttu forsetans, enda
margir þar í landi orðnir þreytt-
ir á harkalegri framgöngu lög-
reglunnar og sífelldri skil-
ríkjaskoðun. Raunar mátti við
komuna til Parísar vel skynja að
dregið hafði verið úr varðgæslu
lögreglunnar á almannafæri eft-
ir að ný stjórn tók við. En nú á
einum degi eftir sprenginguna
voru aftur komnir vopnaðiriög-
regluþjónar hvarvetna við
banka, flugfélög, sendiráð, í neð-
anjarðarbrautina og víðar. Það
var greinilega mikið áfall fyrir
hinn almenna Frakka, að þurfa
að kyngja ummælum innanríkis-
ráðherrans um að nú yrði að
auka vörslu, og þá einkum úr
lofti og við landamæri. En sem
betur fer er slíkt ekki okkar
vandamál hér uppi á íslandi, —
enda alkunnugt að hér er ekki
lausafé neins staðar — þótt farið
sé að bera á ýmsum öðrum
hremmingum utan úr heimi,
eins og tilburðum til skoðana-
kúgunar með atvinnusviptingu
eða fíkniefnaplágunni. Og verð-
ur fámennt lögreglulið og févana
nú sjálfsagt að láta hið síðast-
nefnda hafa forgang í orku og
útgjöldum.
Sagan hans Desmond Bagleys
„Út í óvissuna", sem breskir
kvikmynduðu og sýnd var hér í
sjónvarpinu, þar sem erlendir
byssumenn voru að plaffa hver á
annan upp um öll fjöll og nafna
mín Elín að fylgja góða spæjar-
anum gegnum þykkt og þunnt í
íslenzku landslagi, snerti víst
ekki marga hjartastrengi áhorf-
enda á Islandi. Virtist þeim
meira framandi en
Onedin-skútufólkið og Dallas-
fólkið sem á við þann vanda
helstan að stríða að þykja svo
obboðslega vænt hverju um ann-
að. Og fjarskalega er það ágætt
viðhorf.
kjarasamninga eru sáralítil.
Fyrstu misserin, sem þeir sitja í
valdastólum, geta þeir í krafti lof-
orða um betri tíð haldið kaupkröf-
um niðri, en þegar kemur í ljós, að
þeir eru ekki menn til þess að
standa við gefin heit hætta verka-
lýðsmennirnir að hlusta á þá.
Þetta gerðist í tíð vinstri stjórn-
ar 1956—1958. Hún sprakk, þegar
verkalýðshreyfingin var ekki leng-
ur tilbúin til að hlusta á foringja
Alþýðubandalagsins. Þetta gerðist
líka í tíð vinstri stjórnarinnar
1971—1974. Hún sprakk um vorið
1974 í kjölfar kjarasamninga, sem
gerðir voru þá um veturinn og
báru þess merki, að ekki var hlust-
að á ráðherra Alþýðubandalags-
ins. Vinstri stjórnin 1978—1979
sat ekki nógu lengi til þess að
þessi veikleiki kæmi í ljós. Núver-
andi ríkisstjórn hefur hins vegar
setið nógu lengi til þess að þetta
liggur nú fyrir. Alþýðubandalagið
getur í gegnum verkalýðsforingja
sína haldið kaupkröfum niðri í
nokkur misseri, en ekki meir.
Sumir segja, að foringjar Al-
þýðubandalagsins nú séu annarr-
ar gerðar en forverar þeirra að því
leyti, að þeir séu reiðubúnari til að
hanga í ráðherrastólum hvað sem
það kostar. Það er nokkuð til í því
en ekki má gleymast, að það var
ekki Alþýðubandalagið, sem
sprengdi stjórnina vorið 1974.
Þvert á móti stóð það að setningu
bráðabirgðalaga þá um vorið, sem
tóku af verðtryggingu launa. Al-
þýðubandalagið hefur aldrei
sprengt ríkisstjórn, sem það hefur
átt aðild að. Hins vegar hefur
getuleysi þess til þess að standa
skil á sínu leitt til falls þessara
stjórna í sumum tilvikum.
Urgur í launþegum er hins veg-
ar svo mikill, að verði samið um
viðunandi kaup út frá sjónarmiði
atvinnuveganna, sem færir laun-
þegum ekki einu sinni fyrst í stað
fleiri krónur í launaumslögin,
verður erfitt að lifa fyrir þá menn
í Alþýðubandalaginu, sem hafa
byggt pólitískt líf sitt á því, að
þeir séu sérstakir málsvarar laun-
þega í landinu.
A hvorn veginn, sem kjara-
samningarnir fara, má því búast
við miklum erfiðleikum hjá ríkis-
stjórninni og vafasamt svo ekki sé
meira sagt, að hún hafi nokkurt
þrek til þess að takast á við þau
hrikalegu vandamál, sem við
blasa.
Göngum
hægt um
gleðinnar dyr
Að sjálfsögðu ríkir mikill fögn-
uður meðal sjálfstæðismanna
vegna úrslita sveitarstjórnarkosn-
inganna enda full ástæða til. En
það er svo um kosningasigra, að
stundum er auðveldara að vinna
þá en haldast á þeim til nokkurrar
frambúðar. Og athyglisvert er, að
slík er minnimáttarkennd vinstri
flokkanna gagnvart Sjálfstæðis-
flokki, að þar sem þeir hafa komið
því við, hafa þeir tekið höndum
saman um myndun meirihluta
gegn Sjálfstæðisflokki, eins og t.d.
í Kópavogi og í Siglufirði, þótt
vilji bæjarbúa hafi augljóslega
verið sá, að sjálfstæðismenn
tækju við forystu. Þetta framferði
vinstri flokkanna er hins vegar
bæði heimskuiegt og einkennist af
mikilli skammsýni af þeirra hálfu.
Afleiðingarnar verða þær einar að
efla vilja sjálfstæðismanna í þess-
um kaupstöðum til þess að vinna
hreinan meirihluta í næstu kosn-
ingum og afhenda þeim þau áróð-
ursvopn í hendur, að eina leiðin til
þess að tryggja þau umskipti í
þessum bæjarfélögum, sem bæj-
arbúar augljóslega vilja, sé sú, að
veita sjálfstæðismönnum hreinan
meirihluta. Samstaðan var lykill-
inn að kosningasigri Sjálfstæðis-
flokksins í vor og samheldni er
forsenda þess að góður árangur
náist í næstu alþingiskosningum.
Samstaða er því fyrsta boðorðið
fyrir sjálfstæðismenn í þeir i bar-
áttu, sem framundan er og allt
annað verður að víkja í þeim efn-
um.
Jafnframt er ljóst, að það er
ekki sjálfgefið, að Sjálfstæðis-
flokkurinn vinni stórsigur í þing-
kosningum, þótt slíkur sigur hafi
unnizt í sveitarstjórnarkosning-
um. Margt getur gerzt þar til kjör-
dagur rennur upp að nýju. En það
sem veldur því þó fyrst og fremst,
að ástæða er til að ganga hægt um
gleðinnar dyr, er einfaldlega, að
vandamálin, sem takast verður á
við á sviði landsmála eru mjög
mikil og djúpstæð og þau verða
enginn leikur að fást við. Fengin
reynsla sýnir, að þótt Sjálfstæðis-
flokknum hafi oft tekizt vel til við
landsstjórnina kostar það mikil
átök að tryggja slíkan árangur.
Pólitísk umskipti eru forsenda
þess, að vandamál þjóðarinnar
verði tekin nýjum tökum. Þau
pólitísku umskipti verða ekki,
nema styrkur Sjálfstæðisflokksins
verði svo mikill á Alþingi að lokn-
um næstu þingkosningum, að ekki
verði framhjá honum gengið.
Menn skulu minnast þess, að jafn-
vel eftir hinn stórkostlega sigur
flokksins í þingkosningunum 1974
var gerð tilraun til þess að endur-
reisa vinstri stjórnina. Og jafnvel
eftir hrakfarir vinstri stjórnar-
innar í desember 1958 var gerð til-
raun til að endurreisa þá stjórn.
Svo rík er löngun vinstri flokk-
anna til þess að halda Sjálfstæðis-
flokknum utan stjórnar.
Engin ástæða er til þess fyrir
sjálfstæðismenn að velta því fyrir
sér með hvaða flokki þeir vilja
vinna að kosningum loknum. Hið
eina sem skiptir máli er að tryggja
flokknum slíkan árangur í kosn-
ingum, að ekki verði framhjá hon-
um gengið.
Sé gengið út frá því, að sú póli-
tíska þróun haldi áfram, sem
sveitarstjórnarkosningarnar gáfu
vísbendingu um, er hins vegar
nauðsynlegt fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn að gera sér grein fyrir
því, að ekki dugar að ganga undir-
búningslítið til viðræðna um
stjórnarmyndun og til starfa í rík-
isstjórn. I þessum umgangi verður
Sjálfstæðisflokkurinn að gera sér
glögga grein fyrir því um hvað er
að tefla og að hverju skal stefnt og
er þá ekki átt við nein leiftursókn-
aráform heldur einfaldlega, að
menn verði tilbúnir til að láta
hendur standa fram úr ermum.
Stjórnartímabilið 1974—1978
olli mörgum stuðningsmönnum
Sjálfstæðisflokksins vonbrigðum
vegna þess, að þeim þóttu um-
skiptin ekki verða nægilega skýr
og málamiðlunin of mikil. Af þess-
ari reynslu þurfa sjálfstæðismenn
að læra í næsta leik. Raunar er
ljóst, að borgarstjórnarflokkur
sjálfstæðismanna hefur þetta
mjög sterklega í huga, svo snar-
lega, sem hann hefur brugðið við
að hrinda í framkvæmd strax á
fyrstu valdadögum fjölmörgum
kosningaloforðum Sjálfstæðis-
flokksins, þannig að nú þegar hafa
borgarbúar orðið þess varir, að
nýir menn hafa tekið við stjórn-
artaumunum.
Aö endur-
spegla þjóö-
arviljann
Alþingi á að endurspegla þjóð-
arviljann. Það gerir Alþingi ekki í
dag. Hlutföllin á Alþingi milli ein-
stakra kjördæma eru orðin kol-
röng og fulltrúafjöldi Reýkjavík-
ur, Reykjaness og Norðurlands-
kjördæmis eystra í engu sámræmi
við fólksfjölda í þessum byggðar-
lögum. Sú ranga mynd, sem Al-
þingi gefur af þjóðarviljanum, er
ein meginástæða þess hversu illa
gengur að ná tökum á landsstjórn-
inni. Þess vegna er leiðrétting á
fulltrúafjölda einstakra kjör-
dæma á Alþingi í raun forsenda
alls annars og það mun ekki tak-
ast að ná skaplegum tökum á
vandamálum og viðfangsefnum
þjóðarinnar nema þessi breyting
verði gerð.
Störf stjórnarskrárnefndar og
þingflokka að þessu marki ganga
of hægt og vekja grunsemdir um
að hugur fylgi ekki máli. Hér þarf
að taka til hendi.