Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 46
4 6 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNI1982
Franski spítalinn I
eins og eyja
í Skuggahverfinu
Franski læknirinn Lemason og Chevillon hjúkrunarkona gera að sárum franskra sjómanna í spítalanum í Reykjavík.
Maðurinn með hvítu svuntuna var fenginn að láni af spítalaskipinu til að aðstoða þau.
ágústlok og fram í febrúar. Það
voru konsúlarnir, sem höfðu yfir-
stjórn á spítalanum, fyrst Brillon
og svo Blanche. Þeir bjuggu á
Höfða og menn báru mikla virð-
ingu fyrir þeim. Þegar von var á
þeim, var allt þrifið og allir voru
dauðhræddir.
Héldu sambandi
við ísland
— Þegar ég var á þriðja ári,
varð ég veik og drifið var í að
skíra mig, segir Matthildur enn-
fremur. Franska yfirhjúkrunar-
konan, Margarite Loiseau, vildi
endilega halda mér undir skírn.
Og þar sem hún var guðmóðir
mín, fannst henni hún bera ein-
hverja ábyrgð á mér upp frá því.
Allt þetta fólk var fram úr hófi
gott við mig. Mamma og hjúkrun-
arkonan virtust komast vel af, töl-
uðu saman á einhverju millimáli,
og ég man ýmsar franskar ein-
faldar setningar. Margarite Lois-
eau giftist svo í Frakklandi Be-
poise aðmíráli, sem hafði fengið
heiðursfylkingarorðuna. Og við
vorum lengi í sambandi við hana.
Hún sendi okkur myndir af þeim
hjónum og af sér í Frakklandi í
kjól, sem mamma hafði saumað á
hana. Arið 1956 kom svo aftur
bréf frá henni, sent í gegnum
stjórnarráðið. Þá hafði hún haldið
frönsku barni undir skírn, sem dó
skömmu seinna og sjálf átti hún
ekkert barn. Það minnti hana á
telpuna á íslandi og hún hélt sam-
bandi við okkur þar til fyrir 3 ár-
um að hún lést.
Maðurinn hennar hafði slasast
illa í undanhaldinu i Dunkerque í
síðari heimsstyrjöldinni. Og hún
sagði í fyrstu bréfunum eftir það,
að hún hefði haft allt um ævina
nema hamingju. Meðan hún var
hér, man ég að hún var stundum
þunglynd og söng þá nefmælt
franska söngva.
— Á árinu 1962 komumst við
mamma aftur í samband við hina
hjúkrunarkonuna, Madame Marie
Chevillion. Hún kom þá til ís-
lands, 77 ára gömul, og birtist við
hana viðtal i Morgunblaðinu, þar
sem hún minntist á Susönnu og
mömmu, sem hún taldi að ekki
þýddi að leita uppi. Mamma setti
sig í samband við hana og hún var
komin hingað eftir stutta stund.
Það voru miklir fagnaðarfundir.
Hún hafði verið hjúkrunarkona í
París þar til hún komst á eftir-
laun, og m.a. verið fyrstu 7 mán-
uðina í Dunkerque sem hjúkrun-
arkona með hernum.
— Sjúklingarnir sem komu á
Franska spítalann voru mest með
handarmein og lungnabólgu, en þá
voru heitir bakstrar gefnir við
lungnabólgu.
Það var mikið verk að hjúkra
Frönsurunum, sem voru mjög við-
kvæmir í lund, miklu viðkvæmari
en íslendingar. Ég man líka eftir
að það komu 15 sjúklingar með
hettusótt, vegna þess að Matthías
latti mömmu til að hjúkra þeim
mín vegna. En hún sat við sinn
keip og hvorug okkar veiktist,
enda var hún ákaflega hreinlát.
Svo kom spánska veikin 1918. Þá
voru Frakkarnir hættir að koma
vegna stríðsins, komu síðast 1916.
Og þegar spánska veikin var búin,
var spítalinn tekinn fyrir berkla-
sjúklinga og sængurkonur, og var
Reykjavíkurborg þá búin að taka
við honum.
— Það var í rauninni dálítið
sérkennilegt að kynnast þessu lífi
sem lifað var í Franska spítalan-
um og var svo ólíkt því sem hér
þekktist, segir Matthildur að lok-
um. Stundum komu yfirmennirnir
af spítalaskipinu í kurteisisheim-
sóknir og þá var mikið um að vera.
Og ef einhver dó á sjúkrahúsinu
komu frá Frakklandi svartir
perlukransar á leiðið í kirkjugarð-
inum. En ekki voru margir sem
fylgdu útlendum sjómanni til
grafar.
— E.Pá.
PA 460 eldavélin
með gufugleypi
Glæsilegir tiskul itir
karry gulur, avocadó grænn
mál: 60x60x85 (eða 90)
PA 460 eldavélin er ein fullkomn-
asta og glæsilegasta eldavélin á
markaðnum.
Til þess aó gera þér mögulegt að
eignast þessa glæsilegu eldavél
og gufugleypi bjððumst við til að
taka gömlu eldavélina þlna upp I
fyrir500 krónur.
Engar áhyggjur, við komum til þln
með nýju vélina og sækjum þá
gömlu án tilkostnaðar fyrir þig
(gildir fyrir stór Reykjavlkursvæð-
ið).
Sértu úti á landi. — Hafðu samband.
Umboðsmenn okkar sjá um fram-
kvæmdina.
Dragðu ekki að ákveða þig. Við
eigum takmarkað magn af þessum
glæsilegu KPS PA 460 eldavélum
á þessum kostakjörum.
4 hellur, termostathella
Upplýst takkaborð
Tvöföld köld ofnhurð með
barnaöryggislæsingu
Stór ofn að ofan með rafdrifnu
grilli, sjálfhreinsandi
Stórofn að neðan, sem llka
má steikjaog baka I
Sterkur gufugleypir fylgir,
með klukku og sjálfvirkni fyrir
eldavélina
Kolasfa ef gufugleypirinn á
ekki að blása út fæst auka-
lega.
Verð PA 460eldavél
meó gufugleypinum
Mlnus gamla
eldavélin
Útborgun Kr. 2.000.-
Eftirstöðvar kr. 1.400.- á mánuði
að viöbættum vöxtum.
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
Bergstaðastræti 10 A - Sími 16995
íMíóarkápu!
Símaskráin er allsstaðar nauðsynleg. En eftir nokkra
notkun vill hún verða snjáð. Stundum rifna blöð úr
og þá geta skapast vandræði. Forðum því.
Hlífðarkápan frá Múlalundi er lausnin.
Endist ár eftir ár og er ódýr í þokkabót. E
Hafið samband við sölumann.
Múlalundur
Hátúni 10 C. Símar 38400 og 38401 - 105 Reykjavík