Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 36
3 6 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ1982 Kúluhús tekin að rísa á Islandi Á Kröflu eru kúluhús úr trefjaplasti notuð yfir borholurnar, svo að hægt sé að vinna við þær í öllum veðrum. Þau eru framleidd á Selfossi. Þessi hús hafa staðið vel af sér veður og eru auðveldlega flutt til. til íbúðar, en trefjaplasthúsin. Slík hús eru úr timburgrind, með timburklæðingu. Þau eru síðan einangruð að innan og klædd inn- an eftir smekk. En ysta lagið er norskur þakdúkur, negldur eða límdur utan á, og soðinn renning- ur á samskeytin, svo að þau verði alveg þétt. — Líka á Islandi, full- yrðir Einar Þorsteinn, sem segir að þessi þakdúkur sé mikið notað- ur hér á skemmur og komin á hann ágæt reynsla. Einar hafði teiknað 2—3 íbúð- arhús með þessu formi, sem vöktu athygli, en ekki varð úr að þau yrðu byggð. Það var Leo M. Jóns- son og Sigrún Jónsdóttir, kona hans, sem riðu á vaðið. Kynni þeirra Leos og Einars Þorsteins byrjuðu samt dálítið óvenjulega. Leo skrifaði grein í blað og tók arkitekta í karphúsið. Einar svar- aði honum hressilega í annarri grein, þótt honum fyndist hann á ýmsan hátt hafa á réttu að standa. Þeir fóru að skrifast á í blöðunum og tóku upp kynni. Þannig stóð á að Leo, sem býr í gömlu húsi á stórri lóð í Höfnun- um, var að setja saman bíl, Corva- ir 1960. Hafði dregið að sér 10—12 hræ af gömlum bílum til þess, og vantaði undir þau geymslu. Sveit- arstjórnin í Höfnunum samþykkti fyrst kúluteikninguna undir bíla- geymslu. — Ég hefi heyrt að þeir hafi sagt sem svo að þetta mundi Leo aldrei byggja, segir Einar Þor- steinn og hlær. En hann byrjaði daginn eftir. Seinna breyttum við teikningunni í íbúðarhússteikn- ingu og hún var samþykkt. Þar er komið fordæmið fyrir því að sveit- arstjórn samþykki svona bygg- ingu. Og eitt er það, að engin fyrirstaða var fyrir samþykkt teikninga af húsinu á Skeiðunum. Ég hefi trú á því að aldrei verði nein fyrirstaða framar. Um byggingarkostnað sagði Einar Þorsteinn, að Leo reikni með að fokhelt komi þetta 200 fer- metra hús til að kosta 350 þúsund krónur. Það sé á því stigi ódýrara en önnur. En síðan fari það að sjálfsögðu eftir því, hve mikið hver og einn vill bera í innrétt- ingar, hve dýrar þær verða. Einar kvaðst raunar vera búinn að endurbæta byggingaraðferðina síðan, og kominn með nýjar teikn- ingar, þannig að hægt sé að fram- leiða þessi hús í einingum á hvaða trésmíðaverkstæði sem er, flytja þær á staðinn á bíl og bolta þær saman. • Vinnustofa og íbúð listamanns Annað hús með kúlulagi er áformað að reisa í sumar austur á Skeiðum, skammt frá þjóðvegin- um upp í Þjórsárdal. Eigandinn er Grétar Gunnarsson, eða listamað- urinn Tarnus, og hyggst hann fá þarna litla íbúð á neðri hæð, þar sem húsið stendur í brekku og húsið er meira en hálfkúla undan brekkunni. í hálfkúlunni að ofan- verðu, sem verður einn geimur, verður svo vinnustofa hans, þar sem hann hyggst hafa jafnframt sýningar. Margir einstaklingar hafa sýnt þessu byggingarlagi áhuga og komið með hugmyndir sínar til Einars Þorsteins, bæði utan af landi og einkum af Reykjavíkur- svæðinu. Hyggjast nokkrir þeirra stofna byggingarsamvinnufélag hvolfþaksbyggjenda, i þeim til- gangi að gera átak til að koma því í framkvæmd. Fyrsta skrefið verð- ur að skrifa borgaryfirvöldum í Reykjavík, til að fara fram á að skipulagt verði lítið svæði, þar sem leyfðar verði svona bygg- ingar. Mótbárurnar hafa oftast verið þær, að þau yrðu í ósam- ræmi við önnu hús í kring og því nauðsynlegt að fá sérstakt svæði fyrir þessar byggingar. Fáist það ekki í Reykjavík, verður að leita annað á Stór-Reykjavíkursvæð- inu, sagði Einar að lokum. En hvað með kúluna hans Ás- mundar Sveinssonar? Enginn am- aðist við henni? Varla verður því trúað að víð- sýninni hafi farið aftur síðan hann byggði. — E.Pá. KOSTABOÐ Viö getum enn boöiö fáeina Ford Econoline sendibíla af árgerö 1981 á sérstaklega góöu veröi og greiðslukjörum. ECONOLINE STYTTRI GERO VÖKVAST./ BEINSK. VERÐ KR. 198.000 ECONOLINE STYTTRI GERÐ VÖKVAST./ SJÁLFSK. VERO KR. 215.000 ECONOLINE LENGRI GERÐ VÖKVAST./ SJÁLFSK. VERÐ KR. 222.000 Athugið: Viö getum tekiö notaöa bíla í skiptum upp í hluta kaupverös. Sveinn Egilsson hf. Skeifan 17. Sími 85100. Göngudagur fjöl- skyldunnar 13. júní Eftirtalin „lukkunúmer“ hafa veriö dregin út: 1855 gönguútbúnaöur aö verömæti 10.000 kr. 1 kassa kókó- mjólk: 35—349—578—688—720—744—926—1018 — 1958—2448—2795—2928—3398—3755—3868— 4504—4828—5175—5549—5655—6135— 6718—6969. ísterta (8 manna): 68—127— 128—224—268—309—538—555—607—678— 719—736—774—844—862—895—982—1008— 1184—1548—1728—2209—2438—2508—2604— 2689—2987—3084—3448—3564—4589—4888— 5298—5367—5464—6327—6788. Ostapakk- ar: 108—974—1087—1375—1968—2028—3169 —3947—4109—4887—6489—6807. Upplýsingar um afhendingu vinninga í síma 20025, hjá Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins. Mjólkurdagsnefnd. c^HúsnæÖisstofnun ríkisins Ábending til launagreiðenda Skv. lögum nr. 51/1980 um Húsnæöisstofnun ríkisins er öllum einstaklingum á aldrinum 16—25 ára skylt aö leggja til hliðar 15% af launum sínum, enda hafi þeir ekki formlega undanþágu. Atvinnurekendum og öörum launagreiöendum er skylt að halda þessum skyldusparnaöi eftir af launum starfsmanna sinna. Skv. 76. gr. þessara laga getur skattyfirvald ákveö- iö sérstakt gjald á hendur þeim atvinnurekanda, sem vanrækir skyldu sína í þessu efni. Húsnæðisstofnun ríkisins beinir þeirri áskorun til atvinnurekenda og annarra launagreiöenda aö gæta þessara lagaákvæða. Húsnæðisstofnun rikisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.