Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1982 ! + 1 Faöir okkar og tengdafaðir. FINNUR SIGMUNDSSON fyrrverandi landabókavöröur, lézt fimmtudaginn 24; júní. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 29. júní kl. 13.30. Erna Finnadóttir, Geir Hallgrímsson, Birgir Finnason, Hildur Knútsdóttir. t Þökkum auösýnda samúö og vináttu viö fráfall og útför HJÖRLEIFS JÓNSSONAR, frá Gíljum. Sérstaklega þökkum viö læknum og starfsfólki í Vífilsstaöaspitala frábæra hjúkrun og aöhlynningu. Sigríöur Jónsdóttir, Jón Aöalsteinn Jónsson og fjölskylda. t Þökkum af alhug auösýnda samúö og vlnáttu viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, GUORÚNARKARLSDÓTTUR Stigahlíð 4. Sveinbjörg Jónsdóttir, Jósef Sigurösson, Sigríöur Ingvarsdóttir, Ragnar Jónsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Rögnvaldur Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför HALLOÓRS ARINBJARNAR, lasknis. Geröur Guönadóttir, Jónína M. Arinbjarnar, Benóný Ólafsson, Kristján Arinbjarnar, Kristín E. Björnsdóttir, Guöni Arinbjarnar, Berglind Guömundsdóttir. t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför GUÐBJARGAR JÓNSDÓTTUR, Hátúni, Vestur-Landeyjum. Ólafía Jónsdóttir, Einar Guómundsson, Jóna Jónsdóttir, Sæmundur Sigursteinsson. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför ÓLAFAR VILHELMSDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum viö hjúkrunar- og starfsfólki á Hjúkrunar- deild Hrafnistu í Reykjavík fyrir frábæra umönnun. Fyrir hönd vina og vandamanna. Gísli Steinsson, Ólöf Thorlacius. t Hjartans þakkir færum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför okkar elskulega eiginmanns, fööur, fósturfööur, tengdafööur og afa, KRISTBERGS ELÍSSONAR, Hólagötu 41, Njarövfk. Elín Sæmundsdóttir, Kristberg Elís Kristbergsson, Jónína Guöbjartsdóttir, Jóhann Sævar Kristbergsson, Jóhanna Árnadóttir, Guöný Elíasdóttir, Ólafur Jónsson, Svandís Elín Kristbergsdóttir, Jóhanna Elín Halldórsdóttir. t Þökkum af alhug auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, GUÐMUNDAR ÁSGEIRS JÓNSSONAR, rafvirkjameistara, Sýrfelli, Bergi, Keflavík. Dagbjört Jónsdóttir Ólafur J. Guömundsson, Halla J. Guömundsdóttir, Jón Á. Guðmundsson, Sveinbjörn G. Guömundsson, Hildur Jóhannsdóttir, Aöalsteinn K. Guömundsson, Auöur H. Jónatansdóttir, Brynjólfur S. Guömundsson, Elín R. Ólafsdóttir, Kristín Guömundsdóttir, Guómundur Á. Guömundsson, Hafdís L. Guölaugsdóttir, Dagbjartur H. Guómundsson, og barnabörn. Anna Kristinsdóttir Fellsseli - Minning Fædd 26. nóvember 1897 Dáin 31. maí 1982 Hinn 31. maí sl. lést á Fjórð- ungssjúkráhúsinu á Akureyri móðursystir mín, Anna Kristins- dóttir. Hún var fædd á Akureyri 26. nóvember 1897, og voru for- eldrar hennar Jónína Pálsdóttir frá Draflastöðum í Sölvadal og Kristinn Jónsson, síðar bóndi að Úlfá, fremsta bæ í Eyjafirði. Anna var tekin í fóstur 6 mán- aða gömul af fósturforeldrum föð- ur síns, þeim Ingibjörgu Tómas- dóttur og Sigfúsi Sigfússyni, þá búandi að Æsustaðagerði í Saur- bæjarhreppi. þar ólst hún upp ásamt Kára Guðmundssyni, sem var sonur fósturdóttur þeirra hjóna. Sigfús og Ingibjörg eignuð- ust ekki börn, en ólu upp 5 börn og reyndust þeim sem bestu foreldr- ar. Anna og Kári voru þeirra yngst og dvöldust hjá fósturfor- eldrum sínum og hjálpuðu þeim við búskapinn síðustu ár þeirra. Sigfús og Ingibjörg önduðust bæði á heimili sínu með l'A árs milli- bili, 1917 og 1919. Þau fóstursystkinin fluttu burt frá Æustaðagerði vorið 1920, og dvaldist Anna síðan á nokkrum bæjum í Eyjafirði, þar til hún vistaðist í Fellssel í Ljósavatns- hreppi til Kristjáns Ingjaldssonar, bónda þar, sem þá var orðinn ekkjumaður. Eina dóttur átti hann, Elínu, sem þá var tæplega 5 ára. Einnig dvaldi á heimilinu tengdamóðir Kristjáns, Helga Sörensdóttir. Anna og Kristín gengu í hjóna- band 26. apríl 1930. Þau eignuðust ekki börn saman, en ólu upp Elínu dóttur Kristjáns. Var hún hjá þeim í Fellsseli til 18 ára aldurs, er hún flutti til Akureyrar í vinnu. Síðar flutti hún til Reykjavíkur og hefur alltaf verið kært á milli þeirra, og Elín sýnt Önnu mikla ræktarsemi alla tíð. Þá ólu Anna og Kristján upp Tryggva Jónsson, son Jóns Brynjólfssonar og Sess- elju Haraldsdóttur, frá 3ja ára aldri, og gerðu við hann sem eigin sonur væri. Á hverju sumri komu börn til sumardvalar að Fellsseli, og dæmi voru til þess, að sömu börnin voru þar í 10 sumur. Má af því ráða, hvað gott þótti að vera hjá þeim hjónum. Anna var vel gefin, vel lesin og einkar lagin við saum og prjón. Hún hafði mikla ánægju af að vera samvistum við aðra. Hún var lengi í stjórn Kvenfélags Þór- oddsstaðasóknar og lék og las upp í ungmennafélaginu Gamni og al- vöru. Það var mjög gestkvæmt í Fellsseli og öllum tekið opnum örmum. Var þá sama hvort það var stórbóndi úr sýslunni eða förukonan Stutta-Stína, sem ævinlega fékk að gista nokkra daga, er hún var á ferð í Kinninni. Öllum var vel tekið. Enda held ég, að öllum, sem kynntust önnu og Kristjáni, hafi þótt vænt um þau. Þau voru svo samhent og traust og mikill kærleikur á milli þeirra. Ég, sem þessar línur rita, kom sem kaupakona í Fellssel 19 ára gömul, og ég hef ekki kynnst betri húsbændum. Kristján með sitt blíða bros og jafnaðargeð var rólegur og yfirvegaður og vann vel og hávaðalaust, og Anna þessi glaðlega og væna kona með létta lund, frjáls og óþvinguð og átti svo gott með að laða að sér fólk, enda margir sem þegið hafa veitingar af hennar borðum. Helgu Sörensdóttur, tengda- móður Kristjáns af fyrra hjóna- bandi, þótti svo gott að vera hjá Önnu í Fellsseli, að hún vildi ekki fara þaðan, og var hún hjá Önnu og Kristjáni, þar til hún náði 100 ára aldri, en þá varð hún að fara á sjúkrahús á Húsavík vegna veik- inda, þar sem hún dvaldist til dauðadags, 1 lk ári síðar. Haustið 1966 brugðu Anna og Kristján búi og fluttu til Akureyr- ar, enda búin að skila góðu dags- verki í sveitinni. Tryggvi, fóstur- sonur þeirra, tók þá við jörðinni. Þau fluttu að Strandgötu 25B, en þar voru fyrir í húsinu Hermína Jónsdóttir og Niels Erlingsson ásamt börnum sínum. Tókst mikil vinátta milli þessara fjölskyldna, og var eins og ein fjölskylda væri. Kristján andaðist á heimili sínu 4. okt. 1973 á 81. aldursári, og annað- ist Anna hann af kærleika til hinstu stundar. Anna starfaði í Heimilissam- bandi Hjálpræðishersins af mik- illi prýði, og var aðalupplesarinn á fundum. Trú hennar var mikil og sterk, og hafði hún mikla ánægju og gleði af að fara á samkomur hjá Hjálpræðishernum. Fyrir 2 árum fékk Anna herbergi á Dval- arheimilinu Hlíð. Þar líkaði henni prýðilega að vera, fannst allur að- búnaður til fyrirmyndar, og starfsfólkið vilja allt fyrir sig gera. Hún var öllu fólkinu þar mjög þakklát, enda eignaðist hún þar marga vini og kunningja. Hún fékk hægt andlát á Fjórð- ungssjúkrahúsinu annan dag hvítasunnu sl. á 85. aldursári. Ég þakka Önnu kærlega fyrir 35 ára vináttu, sem aldrei bar skugga á, vináttu, sem þróaðist með aidr- inum og batt okkur svo traustum böndum. Þakka henni fyrir allt, sem hún gerði fyrir mín börn. Það eru óteljandi vettlingarnir og leistarnir, sem hún prjónaði á þau. Hún var þeim sem besta amma. Og fallegu myndirnar, sem hún saumaði út handa okkur, eigum við til minningar um góða og ör- láta konu, sem vildi okkur alltaf það besta. Guð blessi minningu hjónanna Önnu Kristjánsdóttur og Krist- jáns Ingjaldssonar. Æ Amsterda Heimsborgin, sem er kunn fyrir fjölbreytt menn- ingarlíf. Kynnist þar málverkasöfnum hollensku meistaranna. Njótiö tónlistar og blómadýröar. Feröist 14. júlí eöa 4. ágúst fyrir aöeins kr. 5.050.00. Gisting á Museum-Hóteli A Ferðaslcrifstofan Ifaiandi Lækjargölu 6a. Sími 17445. S. Ingólfs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.