Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ1982 35 ekki beysin. Var gert grín að þessu og kallað „balloon frame". Nafnið festist við þá byggingartækni. Sú byggingartækni, sem við erum hér að tala um, er næsta skrefið á eft- ir. Þetta er byggingartækni, sem ekkert einkaleyfi er á lengur. Að vísu er hægt að fá einkaleyfi á útfærslu þessháttar tækni, en hún er útrunnin í dag, enda var Fuller ekkert að halda í hana. Sjálfur hefi ég haft áhuga á að kynna hér á íslandi þessa byggingartækni, vegna þess að þarna er um að ræða svo gífurlega sterkar bygg- ingar, miðað við efnisnotkun og efniskostnað. Á árinu 1975 efndi Einar Þor- steinn Ásgeirsson til sýningar í Hamragörðum, þar sem hann, með modelum og teikningum, vildi kanna möguleikana á léttbygging- um almennt. En hann segir að við þessa gerð bygginga verði fyrst að gera modelin, en teikna svo húsin á eftir. Því teikningin byggist á því hvernig húsið verður sterkast, og það er fyrst prófað á módelinu. Hann hefur raunar verið með til- raunir hér og er þátttakandi í til- raunastörfum erlendis. Eftir heimkomuna 1972 fékk hann styrk og gerði tilraun með viðbætanlegt hvolfþak við Rann- sóknastofu byggingariðnaðarins. Fékk ágæta útkomu úr þeirri til- raun, sem stóð í 3 ár. Hafa teikn- ingin og skýringar birst í erlend- um blöðum, enda hafa stórþjóð- irnar áhuga á slíku. Byggingar- kerfið er tilbúið, en enginn fram- leiðandi að því. ið, eru 18 ferm að stærð. Kröflu- virkjun prófaði fyrst eitt þeirra 1981. Rétt eftir að það var komið norður, kom þetta fræga febrúar- veður, en geysilegir sviptivindar eru í gilinu þar sem það stóð. Starfsmennirnir hringdu til mín alveg undrandi á því hve vel það hafði staðið af sér veðrið. Eftir góða reynslu, hafa þeir fengið 3 slík hús og eru að gera tilboð í 3 önnur. En hugmyndin er að setja slík hús yfir allar borholurnar, svo að hægt sé að vinna við þær. Næsta skref er áform um fram- leiðslu á gróðurhúsum af sömu stærð og gerð, en úr glæru plasti. En Einar hefur hannað nýja tæknilega útfærslu á samsetningu eininganna, sem ekki hefur sést áður. Eru þessi gróðurhús ætluð í heimagarða. Sagði Einar aðspurð- ur um það, hvort plast rispaðist ekki og yrði ógagnsætt, að það gilti ekki um trefjaplast, svo sem sæist á því að það væri notað í bíla. • Bretar hrifnir af radar-skýlunum Radar-skýlið á Akureyri, sem rísa á í sumar, er stærra. Keyptur hefur verið nýr radar á flugvöllinn af breskum aðilum. En flugmála- stjóra fannst skýlið sem Bretarnir voru með yfir hann ekki nógu gott. Sendi hann til Bretlands teikn- ingar Einars af kúluhúsi og Bret- unum leist mjög vel á þær. I þess- um húsum eru engin járn, sem truflað geta radarinn, en jafn- framt er það miklu sterkara en ' Einar Þorsteinn Ásgeirsson arkitekt með model af kúluhúsi, sem hann ætlar að byggja fyrir sjálfan sig. Ljosm. ói.K.Mag. Einnig hefur Einar verið í sam- bandi við ýmsa erlenda aðila, enda skólabræður hans frá árunum hjá Frei Otto nú dreifðir um heiminn, og í fararbroddi á þessu sviði í sinum heimshlutum. Hann er nú í nefnd um byggingar á norður- hveli, sem í eru 2 Rússar, 1 Banda- ríkjamaður, 2 Kanadamenn, Jap- ani og Islendingur. En sama tækni og við gerð kúluhúsanna er þegar mikið notuð í smíði á skemmum og birgðageymslum í Kanada. Er nefndin að vinna að tilraunum með byggingartækni, sem byggist á því, að svo mikið frost sé á norð- urhveli að ódýrast verði að byggja úr snjó og setja í snjóhúsið kæli- leiðslur, svo að halda megi því köldu og verja það bráðnun yfir hið stutta sumar. • Kúluhús viö Kröflu Á íslandi er áhuginn á kúluhús- um nú vakinn. M.a. komin nokkur reynsla á trefjaplasthúsin með þessu lagi. — Ástráður Guð- mundsson, í Fossplasti á Selfossi, sem er lærður hönnuður, sá í þessu möguleika fyrir plastfram- leiðslu sína, útskýrir Einar Þor- steinn. Ég hefi gert tvennskonar tæknilegar útfærslur á húsunum og húsin, sem framleidd hafa ver- byggingar Bretanna sjálfra. Flugmálastjóm hefur því keypt eitt slíkt hús, sem mun vera um 22 fermetrar að stærð og á að reisa það fyrir norðan í sumar. Einnig er flugmálastjórn að athuga með annað hús eins, til að koma fyrir á Gagnheiði. Én breska fyrirtækið hefur í framhaidi af þessu sýnt áhuga á að fá tilboð, með það fyrir augum að fá svona hús framleidd á ís- landi fyrir breskan markað. Aðspurður hvort hann hafi tek- ið einkaleyfi á tæknilegum lausn- um sínum, svarar Einar Þorsteinn einfaldlega að það sé of miklum erfiðleikum bundið og hann nenni ekki að standa í slíku. Hann hafi eitt einkaleyfi á pappaformi í Þýzkalandi og það verði látið nægja. Hans vörn hljóti bara að verða sú, að vera alltaf einu skrefi á undan í nýrri tækni, svo kaup- endur taki það fram yfir það sem áður var gert. • íbúöarhús risið í Höfnum En það er ekki síður áhugi á að nota nýja tækni og kúluform á hús SJÁ NÆSTU SÍÐU Skyndihjálparkennara- námskeið á Suðurlandi Rauði kross íslartds heldur kennaranámskeiö í al- mennri og aukinni skyndihjálp á Selfossi dagan 23. og 29. júlí nk. Þetta námskeiö er ætlaö félagsmönn- um Rauða kross-deildar á Suöurlandi. Inntökuskilyröi er almennt skyndihjálparnámskeiö. Áhugafólk hafi samband viö Rauöa kross-deild á viðkomandi staö eöa skrifstofu Rauöa kross íslands, simi 26722 fyrir 12. júli. Rau4j kroM j,|andk Með yfir 30 ára reynslu í þjónustu og viðhaldi á handslökkvitækjum, getum við með góðri samvisku mælt með Gloria-handslökkvitækj- unum. Tækin eru viðurkennd í yfir 100 löndum, með mörg hundruð gæðaprófanir að baki. Kaupiö aðeins það besta strax, því það skal vanda sem lengi á að standa. Slökkvitæki fyrir heimili, bíla og vinnustaði. KOLSÝRUHLEÐSLAN SF. Seljaveg 12 - Sími 13381 „Ég hefi alltaf ætlað að sjá meira af landinu mínu, en það hefur alltaf farist fyrir.“ Á þetta viö þig, ef svo er þá láttu þaö ekki dragast lengur, komdu meö í 12 daga ferð vítt og breitt um landið Frá Reykjavík er ekið aö Hellu eöa Selfossi þar sem gist er í fjórar nætur og farið þaðan í skoöunarferöir um fegurstu staöi sunnanlands: Þórsmörk, Skógarfoss (Eyjafjöll), Dyrhólaey, Sólheimajökul, Þjórsárdal, Gullfoss, Geysir, Skálholt. Ekiö veröur noröur Sprengisand, meö viökomu í Nýjadal og Aldeyjarfossi, aö Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu og gist þar í aðrar fjórar nætur. Heimsóttir veröa staöir norðanlands eins og: Mývatn, Krafla, Námaskarð, Dimmuborgir, Herðubreiðarlindir, Askja, Dettifoss, Hólma- tungur, Hljóðaklettar, Ásbyrgi. Á níunda degi veröur fariö frá Laugum til Akureyrar meö viðkomu viö Goðafoss. Gist verður eina nótt á Akureyri. Frá Akureyri veröur ekiö um Skagafjörð til Borgarfjarðar og gist tvær nætur í Reykholti eöa Borgarnesi. Til Reykjavíkur veröur fariö um Húsafell, Kaldadal og Þingvelli. Brottfarir: 4. júlí, 11. júlí, 18. júlí, 25. júlí, 8. ágúst. Verð kr. 7000.-. Innifalið er akstur, Hótelgisting (2 m. herb.), fullt fæði og leiðsögn. URVAL við Austurvöll — Umboösmenn um land allt. Sími 28522.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.