Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1982 Minning: Dr. Finnur Sigmunds- son fv. landsbókavörður Fæddur 17. febrúar 1894 Dáinn 24. júni 1982 Finnur Sigmundsson fæddist á Ytrahóli í Kaupangssveit 17. febrúar 1894, sonur Sigmundar bónda þar Björnssonar og konu hans, Friðdóru Guðlaugsdóttur frá Þröm í Garðsárdal. Friðdóra var systir þeirra kunnu bræðra Kristins og sr. Sigtryggs á Núpi, og minntist Finnur þeirra fagur- lega í viðtali, er Valtýr Stefánsson átti við hann og birt var á sextugs- p' læli hans 17. febrúar 1954. Þar £ < ir hann svo m.a.: „Þeir bræður, sr. Sigtryggur og Kristinn, ólust upp á Þröm í Garðsárdalnum. Þó föðurleifð þeirra væri dalakot, var hún menningarmiðstöð sveitarinnar í mörg ár. Meðan bræðurnir voru heima, gáfu þeir út skrifað sveita- blað, er gekk á milli bæjanna og hét „Vísir". Einir sex árgangar af þessu skrifaða blaði eru til í Landsbókasafninu með hendi afa míns, Guðlaugs. Bræðurnir á Þröm voru for- göngumenn að félagsskap, er nefndist „Menntavinafélag" og beitti sér fyrir ýmsum menningar- og framfaramálum sveitarinnar." Finnur kveðst í viðtalinu allt frá bernsku hafa kunnað vel við sig, þar sem hann hafði tækifæri til að umgangast bækur, og því hafi hann ráðizt til náms í bók- bandsiðn á bókbandsstofu Sigurð- ar Sigurðssonar á Akureyri, en skólaganga þá ekki hvarflað að sér. Atvik, er hann lýsir, réðu því, að hann hóf nám í Gagnfræðaskólan- um á Akureyri og lauk þaðan prófi 1917. Fimm árum síðar tók hann stúdentspróf utanskóla í Reykja- vík og hóf um haustið 1922 nám í norrænum fræðum við Háskóla Islands. Efnin voru lítil, og segist Finnur ekki vita, hvernig farið hefði, ef sr. Sigtryggur móður- bróðir hans hefði ekki stutt hann bæði með ráðum og dáð. Finnur kvæntist 1924 Kristínu Aðalbjörgu Magnúsdóttur, bónda að Bitru í Eyjafirði, Tryggvason- ar. Hann varð því brátt að hyggja að einhverju starfi, og lögðust honum þá ti! þingskriftir og próf- arkalestur á vegum Alþingis. Finnur kvaðst hafa verið meðal hinna fyrstu, er gengu undir þing- skrifarapróf, fékk þar hæstu ein- kunn og komst þannig í þingskrif- arahópinn. Um próf þetta annað- ist fyrir Alþingi Guðmundur Finnbogason, og telur Finnur, að atvik þetta hafi stutt að því, að hann fékk síðar aðstoðarmanns- stöðu við Landsbókasafnið, en hana hlaut hann 1929, ári eftir að hann lauk meistaraprófi við Há- skólann. Launin voru lág, raunar lægri en hann hafði á skrifstofu Alþing- is, en Finnur lét það ekki á sig fá, því að nú rættist sá draumur hans „að hafa innileg afskipti af bók- um“, eins og hann kemst að orði í fyrrnefndu Morgunblaðsviðtali við Valtý Stefánsson. Finnur segir, að hann hafi allt frá fyrsta degi í Landsbókasafni kunnað vel við sig og því haldið áfram, þótt launin væru lág. „En aldrei kom mér það til hugar á þeim árum að takast nokkurn tíma á hendur nokkra ábyrgðar- stöðu við Landsbókasafnið. Mátti ég ekki til þess hugsa." Að því hlaut þó að draga, slíkur starfsmaður sem hann reyndist. í seinasta bréfi, er faðir minn, Guð- mundur Finnbogason, ritaði dóms- og kirkjumálaráðuneytinu í landsbókavarðartíð sinni, þakkar hann fyrst þá lausn frá embætti, er sér hafi verið veitt frá 31. maí 1943, en segir síðan: „Með því að dr. Þorkell Jóhann- esson 1. bókavörður Landsbóka- safnsins hefir nú frá sama tíma verið skipaður eftirmaður minn og skipa verður mann í stöðu hans, leyfi ég mér að leggja til, að sú staða verði veitt mag. Finni Sig- mundssyni, sem verið hefir að- stoðarbókavörður hér síðan haust- ið 1929 og jafnan unnið safninu með trú og dyggð og leyst þar af hendi með prýði mörg þau störfin, er mesta þekkingu og vandvirkni þarf til að vinna. Það er mikils- vert, að fyrsti bókavörður sé þaul- kunnugur öllum vinnubrögðum safnsins og fær um að leysa þau af hendi í viðlögum, og til þess treysti ég engum betur en mag. Finni Sigmundssyni." Finnur hafði þó ekki langa viðdvöl í þessari stöðu, því að ári síðar, þegar Þorkell Jóhannesson varð prófessor í sögu við Háskól- ann, var Finnur Sigmundsson skipaður landsbókavörður, og gegndi hann þeirri stöðu í samfellt tuttugu ár. Finnur hafði ekki verið lengi í embætti, er hann 31. október 1944 ritaði fjárhagsnefnd efri deildar Alþingis bréf og hóf á þessa leið: „Ég leyfi mér að vekja athygli háttvirtrar fjárhagsnefndar á því, að í launalagafrumvarpi því, sem nú mun vera til athugunar hjá nefndinni, eru bókaverðir við Landsbókasafnið settir skör lægra um launakjör en menntaskóla- kennarar, og vænti ég, að það stafi fremur af vangá þeirra, er um frumvarpið hafa fjallað, en því, að ástæða þyki til þess að gera hlut bókavarðanna rýrari. Um mennt- un og starfshæfni bókavarða og menntaskólakennara eru gerðar mjög svipaðar kröfur." En bréfinu lýkur hann svo: „Landsbókasafnið er gömul og merkileg stofnun. Launakjör starfsmanna þess hafa jafnan ver- ið mjög rýr, og hafa bókaverðir orðið að sinna aukastörfum til þess að afla daglegra nauðsynja. Þetta hefir vitanlega bitnað á stofnuninni, og því eru þar fleiri verkefni óleyst en vera myndi, ef bókaverðir hefðu búið við sæmileg launakjör og getað gefið sig alla að málefnum safnsins. Tel ég mjög mikilsvert, að þetta gæti færzt í betra horf. Safnið getur ekki vænzt þess að halda góðum starfs- mönnum tii lengdar, ef launakjör eru þar verri en við önnur sam- bærileg störf." Finnur skildi hið fornkveðna, að þá verður eik að fága, er undir skal búa. Menn verða að hafa metnað fyrir hönd þeirrar stofn- unar, er þeir starfa við, en mega ekki líta á hana sem einhvern stað, er þeir láta fyrirberast á til- tekinn tíma hvern dag. Þegar veg- ur var lagður milli Safnahússins og Þjóðleikhússins, stóð fyrst til að leggja hann allt að Safnahús- inu, „en þá setti ég fótinn fyrir og sagði: Hingað og ekki lengra, og var þá látið undan." Finnur hóf útgáfu Árbókar Landsbókasafns 1945, með Árbók- inni 1944, en hún leysti af hólmi Ritaukaskrá safnsins; er komið hafði út síðan 1888. Árbókin var jafnframt málgagn safnsins, þar sem landsbókavörður gaf skýrslu um starfsemi safnsins á liðnu ári og hreyfði ýmsum hugmyndum, er til úrbóta og framfara horfðu. Ennfremur tók hann að birta margar ágætar ritgerðir í Árbók- inni, svo að hún varð vinsælt og vel metið rit meðal íslenzkra bókamanna og varð einnig víða kunn erlendis. Hinn snjalli bóka- gerðarmaður Hafsteinn Guð- mundsson var fenginn til að velja henni letur og snið, og prentaði hann Árbókina um langt árabil. Kreppuárin voru nú liðin og áhugi og skilningur á þörfum hinna ýmsu menntastofnana þjóðarinn- ar fór heldur vaxandi. Starfslið safnsins jókst nokkuð, þótt ekki yrðu allir sáttir við það, eins og lesa má um í Alþingistíðindum 1949, þegar miklar umræður urðu á Alþingi um fjölda bókavarða við safnið í sambandi við setningu nýrra laga um það. Finnur eygði mikla möguleika í nýrri myndatækni, aflaði véla til safnsins, en erfiðara reyndist ■ mnmiiinuntmmummiuuuMiuiMJiJMMi'ii'i bæði þá og síðar að fá nægilegt fé til að nýta vélarnar sem skyldi. Ný lög voru sem fyrr segir sett um Landsbókasafn 1949 og önnur um prentskii ári síðar, og var að hvorumtveggja mikil bót, 1956—1957 var að störfum nefnd til að athuga, „hvort fjárhagslega og skipulagslega muni eigi hag- kvæmt að sameina Háskólasafnið og Landsbókasafn að einhverju eða öllu leyti," en þar komu fram tillögur, sem rætast munu í hinni nýju Þjóðarbókhlöðu, sem nú er í smíðum. Finnur reifaði þessi mál í Árbók safnsins, en vissi sem var, að yngri menn yrðu að leiða þau fram til sigurs síðar, ef þeim þá entist aldur til þess! Fyrir Finni Sigmundssyni var bóka- og handritasafn ekki dauður geymslustaður, heldur lifandi heimur, sem hann vildi ljúka upp fyrir samferðamönnum sínum. Hann unni íslenzkum fræðum og sýndi með margvíslegum útgáfum sínum, hvern auð þjóðin átti í kveðskap sínum og þjóðsögum og ekki sízt í bréfum bæði lærðra og leikra, karla og kvenna. Finnur hafði miklar mætur á rímum, ritaði um þær fróðlega grein í Tímann 12. janúar 1929. Hann gaf á 6. áratugnum út ýms- ar rímur á vegum Rímnafélagsins (Rit Rímnafélagsins IV, VI, VII og IX), en hafði áður gefið út með öðrum Olgeirs rímur danska I og II, 1947. Hann vann um langt ára- bil í ígripum að Rímnatali því hinu mikla, er út kom á vegum Rímnafélagsins 1966. Annað stór- virki vann hann í útgáfu Ritsafns Bólu-Hjálmars í 6 bindum 1949-60. Þjóðsögur og annar þjóðlegur fróðleikur var honum ekki síður hugleikinn en rímurnar og kvæði Bólu-Hjálmars, eins og söfn hans votta, Amma, þjóðleg fræði og skemmtun I—IV 1935—41, ný út- gáfa 1961, og Menn og minjar, ís- lenzkur fróðleikur og skemmtun I—IX, 1946—60. Þá gaf hann út 1962 Þjóðsögur og sagnir Torfhild- ar Hólm. Kunnastur er Finnur þó fyrir bréfabindin mörgu, er hann gaf út hvert af öðru, en þau voru: Hús- freyjan á Bessastöðum, 1946, Son- ur gullsmiðsins á Bessastöðum, 1947, Úr fórum Jóns Árnasonar, sendibréf, I—II, 1950—51, Sendi- bréf frá íslenzkum konum, 1952, Ólafur Davíðsson: Ég læt allt fjúka, 1955. Þá kom heill flokkur, íslenzk sendibréf I—VII (Skrifar- inn á Stapa, Biskupinn í Görðum, Konur skrifa bréf, Hafnarstúdent- ar skrifa heim, Dr. Valtýr segir frá, Gömul Reykjavíkurbréf, Geir biskup góði), 1957—66. í upphafi formála fyrir næst- seinasta bindinu í þessum stóra flokki segir Finnur svo: „Nítjánda öldin var öld mikilla bréfaskrifta á íslandi. Sendibréfið var ekki einungis vettvangur einkamála, það gegndi jafnframt að nokkru leyti hlutverki blaða, síma og útvarps, flutti almennar fréttir og skemmtiefni, stundum margvíslegar hugleiðingar um landsins gagn og nauðsynjar, sem ekki var kostur að koma á fram- færi með öðrum hætti. Menn skrifuðu vinum og kunningjum sér til afþreyingar og tómstundagam- ans í fásinni strjálbýlisins, og pósturinn var jafnan kærkominn gestur. Tækni tuttugustu aldar og margvísleg fjölmiðlunartæki, bættar samgöngur og fleira hefur dregið úr þörf manna á bréfa- skriftum. Þó eru enn skrifuð sendibréf, sem síðar munu þykja merkilegar heimildir. Það er mik- ill misskilningur, sem stundum heyrist, að sendibréf nútímans séu nær eingöngu viðskiptabréf. Þau bréf frá tuttugustu öld, sem borizt hafa Landsbókasafni, og þau skipta þúsundum, segja allt aðra sögu. Þau munu um sumt, þegar tímar líða, ekki þykja síðri heim- ildir en blöð, samtímakvikmyndir og segulbönd. Það er skiljanlegt og fullkom- lega eðlilegt, að ungt fólk horfi fremur fram á veginn en til baka. Þó mun flestum íslendingum í blóð borin löngun til nokkurrar vitneskju um líf og hagi þeirra kynslóða, sem búið hafa á sömu slóðum og látið eftir sig ýmsar forvitnilegar minjar. Gömul sendibréf, þó hvorki séu stórbrotin né efnismikil ritverk, bregða oft upp glöggum og stundum óvænt- um myndum úr lífsbaráttu og lífsnautn genginna kynslóða. Þau vekja ósjaldan löngun til nánari kynna á mönnum og málefnum og eru að því leyti hollur lestur.“ Betri grein verður ekki gerð í stuttu máli fyrir gildi sendibréf- anna, enda enginn kannað þau rækilegar en Finnur Sigmundsson né verið lagnari að búa þau af smekkvísi í hendur lesendum. Finnur átti enn eftir að gefa út nokkur bréfabindi, hið fyrsta 1967, er nefndist Saga í sendibréfum, Þættir úr ævi sr. Sigtryggs á Núpi. Hið næsta kom 1970, Þeir segja margt í sendibréfum, en lestina reka svo tvö bindi árið 1975, Skáldið, sem skrifaði Mannamun, og Vesturfarar skrifa heim, Frá íslenzkum mormónum í Utah. Voru þá bréfabindin orðin 17 á 30 árum, og sýnir það bezt, hver eljumaður Finnur var, því að sam- tímis vann hann að ýmsum öðrum verkum svo sem fram hefur komið hér að framan. Það var því ekki að ófyrirsynju, að Háskóli íslands heiðraði hann á fimmtugsafmæli sínu 1961, er Finnur var kjörinn heiðursdoktor af heimspekideild skólans. Finnur Sigmundsson sló ekki slöku við um dagana, vann fyrst Alþingi og síðan Landsbókasafni lungann úr deginum, en flýtti sér svo heim og settist við skriftir, og hefur þá oft verið framorðið, er hann lagði frá sér pennann. Sumarleyfi og langferðir út um lönd voru honum víðs fjarri, þótt hann nyti vel þeirrar einu utan- landsferðar, er hann fór um dag- ana, til Irlands og Danmerkur. Þótt Finnur Sigmundsson væri ekki ýkja mannblendinn, var hann manna viðkunnanlegastur og kunni vel að gera að gamni sínu í góðra vina hópi. Fyrstu árin eftir að hann lét af störfum í Lands- bókasafni, kom hann stundum á Arnarhól, en þegar aldurinn færð- ist yfir, fækkaði ferðunum og fundum bar sjaldnar saman. Meðan penni er huglátt hjú/ held ég nenni að lifa, mælti Steph- an G. eitt sinn, þegar hann var gamall orðinn, og hið sama gat Finnur Sigmundsson sagt. Þegar hann lagði að lokum frá sér penn- ann, var eins og dofnaði yfir hon- um. Og þegar Kristín kona Finns lézt síðastliðinn vetur, var þess skammt að bíða, að lífsþráður hans raknaði allur. Þeim Kristinu og Finni varð tveggja barna auðið, og eru þau Erna, gift Geir Hallgrímssyni al- þingismanni, og Birgir, forstöðu- maður Tjaldanessheimilisins í Mosfellssveit, kvæntur Hildi Knútsdóttur. Ég sendi þeim systkinum og fjölskyldum þeirra samúðarkveðju úr Landsbókasafni, um leið og ég minnist dr. Finns Sigmundssonar landsbókavarðar með virðingu og þökk. Finnbogi Guömundsson Á veióum. Getur marhnutur skapað aukin verkefni? Bolunt'arvík, 25. júní, 1982. í BYGGÐARLAGI eins og Bol- ungarvík, sem byggir sína af- komu að verulegu leyti á fisk- veiðum, fer ekki hjá því að afla- brestur eins og sá sem nú hefur dunið yfir okkur, kemur illa niður á íbúum og byggðarlagi. Þegar svo við bætist að afkasta- mesta veiðiskipið liggur bundið við bryggju vikum saman vegna vélarbilunar, en skuttogarinn Dagrún hefur verið frá veiðum frá því á annan í hvítasunnu þar sem sveifarás aðalvélar brotn- aði. Þeim rennur blóðið til skyld- unnar, bolvísku piltunum, þar sem þeir hafa ekkert sæfar en látið nægja að sækja bara eins og brjóturinn nær. Þar er að vísu ekki mikið úrval fiska en mar- hnútur er þó fiskur og aflinn þeirra gæti skapað bræðslunni aukið verkefni í loðnuleysi. i IflVfVl'H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.