Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ1982 _______________k____________________ llla staðið að góðri breytingu Breiddin er að aukast í ís- lenskri knattspyrnu, þótt toppurinn sé líklega lakari Nú þcgar nokkrum umferðum er lokið í öllum deildum íslandsmóts- ins í knattspyrnu ættu línurnar að vera farnar að skýrast töluvert á toppi og botni deildanna, svo auð- veldara ætti að vera að spá um það hvaða félög færast á milli deilda að loknu þessu keppnistímahili. Sú er ekki raunin á í 1. deildinni þar sem úrslit í mörgum leikjum hafa komið ákaflega á óvart og allt er í einum hrærigraut að loknum 6 umferðum og tveimur leikjum betur. En ég ætla að geyma mér 1. deildina þar til síð- ar í þættinum og líta örlítið á stöð- una í neðri deildunum. 2. deildín: Skýrar línur I dag eru nokkuð skðrp skil milli þeirra liða sem eru í efri helmingi 2. deildar og hinna sem berjast á botninum. Flest liðin hafa leikið 6 leiki og hefur Þróttur Reykjavík verið mest sannfærandi til þessa og hefur aðeins tapað einu stigi, gegn FH (0—0). Þróttarar hafa því 11 stig og athyglisverða markatölu, 12—2. FH sem er í 2. sæti með 8 stig (en á einn leik til góða) hefur einnig eftirtektar- verða markatölu, 4—1. Það er óvenju góð nýting á mörkum að fá 8 stig fyrir að gera 4 mörk Nú, í næstu sætum eru Þór Akureyri, Völsungur og Fylkir og þá cru upp talin þau félög, em virðast ætla að blanda sér í bar- áttuna um 1. deildarsætin tvö. Ég myndi þó ekki afskrifa Reyni frá Sandgerði, þó að byrjunin hafi ekki verið góð. Þeir eru baráttu- menn miklir, Suðurnesjamenn, og gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Fjögur félög eru enn ónefnd, en þau koma væntanlega til ineð að berjast fyrir veru sinni í deildinni, UMFN, Einherji, Skallagrímur og Þróttur Neskaupstað, og er ómögulegt að sjá fyrir hvernig þeirri baráttu lyktar. Af liðunum í efstu sætum 2. deildar er mest freistandi að spá Reykjavíkur-Þrótti velgengni í sumar, en undir stjórn miðvall- arspilarans stóvsnjalla, Ásgeirs Elíassonar fyrrv. landsliðsmanns úr Fram, er Þróttur að ná upp mjög frambærilegu liði sem greinilega ætlar sér stóra hluti í sumar. Völsungur frá Húsavík hefur komið á óvart það sem af er, en ég á ekki von á að liðið verði í allra fremstu röð þegar upp verð- ur staðið í haust. Fylkir, Þór og FH eru líklegri til að verða í aðal- baráttunni um hin mjög svo eftir- sóknarverðu 1. deildarsæti Ég hef að vísu ekki séð Akureyr- ingana ennþá, en þeir hafa ágætan þjálfara, Douglas Reynolds, sem náði góðum árangri þegar hann var með liðið fyrir u.þ.b. 5 árum. Fylkir hefur lengi verið fyrir ofan miðju í 2. deild án þess að ná í annað af efstu sætunum og finnst sjálfsagt að sinn tími sé kominn Svo eru það FH-ingar, sem með sambland af reyndum „jöxlum' s.s. Viðari Halldórssyni og Ólafi Danivalssyni og ungum mjög efni- legum leikmönnum, ætla að endurheimta 1. deildarsæti „sitt“ í 1. tilraun. Hvort það tekst eður ei verður tíminn að skera úr um, en snúum okkur að „nýju“ 3. deild- inni. Nú er 3. deildin orðin alvörudeild Eins og þeim sem fylgjast vel með íslenskum knattspyrnumál- um mun kunnugt eru í ár nokkur nýmæli á ferðinni í hinni annars hefðbundnu íslensku knattspyrnu. Þar á ég við fjölgun deilda í fjórar, nýstofnaða 2. deild kvenna og ís- landsmót i eldra flokki (30 ára og þar yfir). Tvennt það síðasttalda verður að bíða næsta pistils, en 4. deildin verður tekin til umfjöllun- ar, svo og sú þriðja. Um leið og samþykkt var á síðasta ársþingi KSÍ að hefja keppni í 4. deild var ákveðið að breyta fyrirkomulag- inu í 3. deildinni. Henni er nú skipt í tvo riðla, Suðvesturlands- (A) og Norðausturlands- (B) og eru 8 félög í hvorum. Tvö lið úr hvorum riðli komast áfram í úrslitakeppni um tvö sæti í 2. deild 1983, oga taka þau með sér innbyrðis úrslit úr riðlakeppninni. Á liðnum árum hefur oft mátt iesa stórar tölur, þegar blöðin hafa birt úrslit úr leikjum í 3. deild, en það heyrir sögunni til, því þau lið, sem stóra skelli hlutu, leika nú í 4. deild. Sú 3. er nú orðin „alvörudeild" með 16 félögum sem taka íþróttina alvarlega og er ég viss um að flest liðin æfa meira heldur en 1. deildarlið gerðu fyrir áratug eða svo, þ.e. fyrir „innrás" erlendu þjálfaranna. I deildinni leika nokkur lið með reynslu úr 2. deild t.d. Selfoss, Haukar, Víking- ur Ólafsvík, Austri frá Eskifirði og Magni frá Grenivík. Ekkert þessara félaga nema Selfoss er sem stendur meðal efstu liða, og segir það sína sögu um styrkleika deildarinnar. í A-riðli eru Víðir úr Garði og Selfoss efst, en HV frá Akranes- svæðinu og UMFG (Grindavík) eru í næstu sætum. Víðismenn eru líklega með jafnbesta liðið og er óhætt að spá þeim sæti í úrslita- keppninni, en erfitt er að segja fyrir um hvaða lið fylgir þeim. B-riðillinn verður tvísýnn, en þrjú félög eru líklegust til að berj- ast á toppnum, KS (Siglufirði), Huginn Seyðisfirði og Tindastóll frá Sauðárkróki. Siglfirðingarnir komu skemmtilega á óvart á ís- landsmótinu í innanhússknatt- spyrnu nú í vetur, voru óneitan- lega „lið mótsins" eftir að hafa slegið KR og Val út mjög sannfær- andi, unnið FH í margframlengd- um undanúrslitaleik (sjálfsagt mest spennandi innanhúss- knattspyrnuleik sem hér hefur farið fram) og tapað naumlega fyrir Breiðabliki í úrslitaleik. Hin verðandi toppliðin eru með þekkta menn bæði við stjórnvölinn og sem „óbreytta" leikmenn. Árni Stefánsson fyrrv. landsliðsmark- vörður úr Fram/KA er nýkominn heim eftir nokkurra ára dvöl í Sví- þjóð (lék með Jönköping og Lands- krona í 2. og 1. deildinni sænsku) og er hann „spilandi" þjálfari Sauðkræklinganna. Þeirra „prímus-mótor" er Gústaf Björnsson Framari m.m. Á Seyðisfirði þjálfar Ólafur Sig- urvinsson, sá frábæri bakvörður með IBV og íslenska landsliðinu, og hefur hann með sér á leikvell- inum þekkta Valsmenn, bræðurna Hilmar og Guðjón Harðarsyni. Sá síðarnefndi lék einnig í nokkur ár með KA á Akureyri og er mikill markaskorari. Annar leikmaður af þeirri teg- undinni er Siglfirðingurinn Gunn- ar Blöndal, sem um langt árabil hefur leikið með KA á Akureyri, en er nú „þjálfandi" leikmaður með HSÞ sem einnig er í B-riðli 3. deildarinnar. Illa staðiö að góöri breytingu Eins og þegar hefur komið fram var ákveðið á síðasta ársþingi KSÍ að stofna til keppni í 4. deild á Islandsmótinu. Nú í sumar leika yfir 30 lið í 6 riðlum 4. deildar og er það gott og blessað. En fram- kvæmd þessarar breytingar er ekki til eftirbreytni. Það er ekki forsvaranlegt að gera svona rót- tæka breytingu á deildaskipulag- inu án þess að tilkynna það með a.m.k. árs fyrirvara. Þ.e. menn verða að vita í upphafi keppnis- tímabils hvernig fyrirkomulagið verður að því loknu. Það er ekki hægt að fjölga eða fækka liðum í einhverri deild bara með sam- þykkt á einhverju þingi. Sé það rétt sem mér hefur skilist er vissulega um hróplegt óréttlæti að ræða. Vissulega skýrir þetta þá stað- reynd að á meðal mjög misgóðra liða í 4. deild leika félög eins og Ármann og Reynir Árskógsströnd, sem bæði léku í 2. deild fyrir fáum árum. Ónnur þekkt félög sem leika í 4. deild eru m.a. Grótta, Aftur- elding, Stjarnan Garðabæ og nýja félagið úr Kópavogi, Augnablik, en það hefur innan sinna vébanda þekkt nöfn úr 1. deild, s.s. Þór Hreiðarsson (Breiðabliki/Val), Jón Einarsson (Val/Breiðabliki) og Jón Orra Guðmundsson (Breiðabliki). Ekki mun ég fara út í að spá um framvindu mála í 4. deildinni nýstofnuðu, en vil hvetja alla þá sem vettlingi geta valdið til að mæta vel á leiki í heimabyggð sinni og hvetja sína menn til dáða, og styrkja um leið gott málefni, sem er æskulýðs- og íþróttastarf í landinu. Furöuleg staöa í 1. deild Að 6'Æ umferð lokinni í 1. deild karla á Islandsmótinu 1982 er staðan sú, að öll liðin eru bæði í topp- og botnbaráttu. Félögin 10 hafa reytt stigin hvert af öðru og hafa hlotið frá 5 og upp í 8 stig og er því útlit fyrir mjög jafna og spennandi keppni um Islands- meistaratitilinn. Breiðablik og KA eru efst sem stendur, en IBV og Víkingur hafa einu stigi minna og eiga einn leik til góða. Frammistaða KA hefur komið skemmtilega á óvart, en ekki hef ég trú á að liðið haldi sér í verð- launasæti, til þess er breiddin of lítil hjá Akureyringunum. Víking- ur og IBV hafa sýnt ágæta knattspyrnu í nokkrum leikjum, en hafa þess á milli dottið niður í meðalmennskuna. Þessi ummæli eiga reyndar við um flest liðin í 1. deild og þegar á heildina er litið hef ég orðið fyrir vonbrigðum með gæði knattspyrnunnar. Spenna sú sem virðist ætla að verða bætir að einhverju en alls ekki öllu leyti upp gæðaskortinn. Breiðablik hef- ur leikið skemmtilegustu og bestu knattspyrnuna það sem af er, en liðið er ungt og enn ekki nógu stöðugt. Það skortir tilfinnanlega 1—2 reynda leikmenn, helst á miðjuna, til að stjórna spili liðsins og koma meiri festu á leik þess. Framför — afturför Ástæða þess að leikir 1. deildar hafa margir hverjir verið lítt skemmtilegir á að horfa er m.a. sú að liðin eru mun jafnari að getu en áður var. Þau lið sem voru í neðri helmingi deildarinnar fyrir 4—7 árum höfðu ekkert að gera í hend- urnar (eða öllu heldur fæturna) á þrælsterkum liðum Vals og Skagamanna. Síðan hefur lakari liðunum farið mjög fram meðan toppliðunum sem voru hefur farið aftur. Og það er raunar ekkert skrýtið, því þau hafa mest orðið fyrir því að missa sína bestu menn til útlanda. Og þarna er önnur ástæða komin fyrir skorti á skemmtilegum tilþrifum í ís- lensku knattspyrnunni; það má enginn sýna smá getu umfram þorra leikmanna, þá er sá hinn Hörður ililmarsson. A EFTIR B0LTANUM sami orðinn atvinnumaður innan fárra ára. Það er vissulega gaman fyrir þá stráka sem fá tækifæri til að spjara sig erlendis, og ánægju- legt að vita til þess að við íslend- ingar eigum orðið fleiri góða atvinnuknattspyrnumenn en hin- ar Norðurlandaþjóðirnar að Dön- um undanskildum. En við erum fámennir, Islendingar, og getum ekki endalaust framleitt góða leikmenn, „útflutningurinn" hlýt- ur að bitna á gæðum knattspyrn- unnar hér heima. Nú standa yfir kynslóðaskipti hjá mörgum 1. deildarfélögunum, ungir piltar taka við af þeim eldri sem hafa hætt, eða horfið á braut, og marg- ir mjög efnilegir leikmenn eru nýkomnir, eða u.þ.b. að komast í sviðsljósið. Sem dæmi má nefna að Fram, FH og ÍBK eiga öll sterkan 2. flokk, og er framtíðin björt hjá þessum félögum svo og öðrum sem lagt hafa áherslu á unglingastarfið á síðastliðnum ár- um. Með von um betri knattspyrnu á öllum vígstöðvum, það sem eftir er af Islandsmótinu. Breiðablik á toppnum í fyrstu deild kvenna ÞREMUR umferðum er nú lokið í I. deildinni í kvcnnafótbolta. Úrslit síðustu leikja urðu þessi: Breiðablik — KR 3—1 Víkingur — ÍA 0—2 Valur — FH 2—0 Magnea Magnúsdóttir, Ásta B. Gunnlaugsdóttir og Erna Rafnsdótt- ir skoruðu mörk Breiðabliks en Kolbrún Jóhannsdóttir skoraði fyrir KR. Ragna Lóa skoraöi bæði mörk Skagaliðsins gegn Víkingi og þær Kristín Briem (víti) og Bryndís Valsdóttir fyrir Val í leiknum við FH. Ntaöan er nú þessi: Breiðablik Valur ÍA KR Víkingur FH 3 0 0 10—2 2 1 0 2 0 1 1 1 1 0 0 3 0 0 3 4—1 7—2 4—4 2—8 0—10 0 Ásta B. Gunnlaugsdóttir UBK er nú markahæst í 1. deild kvenna með 4 mörk og nokkrar hafa skorað 2 mörk. Kraftur í öldungunum íslandsmót öldunga, leikmanna 30 ára og eldri, i knattspyrnu er nú komið á fulla ferð og hefur verið reynt að greina frá úrslitum leikja eftir föngum. Við skulum renna yfir stöðuna i riðlunum tveimur sem leikið er í. I. riðill: Víkingur 2 2 0 0 8—1 4 KR 2 110 8—4 3 Akureyri 2 110 4—2 3 IIBK 2 10 1 3—4 2 Þróttur 2 0 111—31 Haukar 10 0 1 3—7 0 FH 1 0 0 1 0- -6 0 2. riðiil: Fram 2 1 0 2- -1 3 Valur 1 0 ] 0 2- 2 1 ÍBK 1 0 1 0 1- -1 1 ÍA 2 0 1 1 2- -3 1 Mikill kraftur hefur verið i leikj- unum sem fram hafa farið og leik- menn liðanna sýna margir að þeir hafa engu gleymt og eru jafnframt margir hverjir í mjög góðri æfingu Það er ekki síður skemmtun að horfa á leiki í þessari keppni en í 1. og 2. deild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.