Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ1982 íslandsmet Oddnýjar báru hæst á afmælismóti ÍR • Frá keppni í 800 metra hlaupinu á afmælismóti ÍR. Oddur Sigurðsson í forystu. Á hæla honum koma þeir Gunnar Páll Jóakimsson og Jón Diðriks- son sem sigraði í hlaupinu. Fyrir aftan Jón má sjá hinn bráðefnilega Guð- mund Skúlason UÍA. Ljósm. KÖE. Lilja setti met í mflu STÓRGÓÐUR árangur Oddnýjar Árnadóttur ÍR á afmælismóti IR í Laugarrdalnum á laugardaginn yljaði viðstöddum í nepjunni sem þar var. Oddný setti íslandsmet í 100 og 400 metra hlaupum og er árangur henn- ar í 100 metra hlaupi að verða sæmi- legur á alþjóðlegan mælikvarða, einkum þó norrænan. Þá er ekki að i að Oddný getur hlaupið 400 . 'trana allt að sekúndu betur, því veðráttan var óhagstæð fyrir hring- hlaupara. En Ijóst er að Oddný er að komast í ágætt form, og verður fróð- legt að fyígjast með frammistöðu hennar í Norðuriandabikarkeppn- inni, sem fram fer í Reykjavík eftir tæpar þrjár vikur. Afrek hennar báru hæst á ÍR-mótinu, en annars náðist góður árangur í vel flestum greinum mótsins. Oddný bætti metið í 100 metr- um um átta hundruðustu og í 400 metrum um fimmtán hundruð- ustu, en þar bætti hún sig um tæpa sekúndu. Hljóp Oddný eink- um 100 metrana vel, náði góðu viðbragði, hraðaði sér vel út úr blokkunum, og spretti síðan rösk- lega úr spori alla leið í mark. Oddný átti sjálf metið í 100, en Sigríður Kjartansdóttir KA í 400. I 400 metrunum stórbætti Hrönn Guðmundsdóttir UBK sinn fyrri árangur, en þar er á ferðinni ung frjálsíþróttakona í mikiili fram- för. Þá var um skemmtilega og spennandi keppni að ræða í 800 metra hlaupi, þar sem sérstakur gestur ÍR-inga, Jón Diðriksson UMSB, sem verið hefur í miklu stuði í vor, var mættur til leiks. Oddur Sigurðsson KR leiddi hlaupið framan af, en fór sér of hægt til þess að íslandsmetið yrði í hættu. Enginn var þá svikinn, því spenna var í hlaupinu allt þar til á beinu brautinni í lokin. Hlaupararnir fylgdust þétt að, voru í einum hnapp þegar 200 metrar voru í mark, en þá tók Jón forystu, sem hann jók síðan á síð- ustu metrunum. Gunnar Páll náði sínu bezta í ár, og Guðmundur Skúlason UÍA fylgdi vel eftir og bætti sig um rúma sekúndu. Jafnframt var hörð barátta í kringlukastinu, hálfgert senti- metrastríð milli þeirra Óskars Jakobssonar ÍR, Erlendar Valdi- marssonar ÍR og Vésteins Haf- steinssonar HSK. Óskar sigraði með 58,78 metra kasti, Erlendur varð annar með 57,96 metra og Vésteinn þriðji með 57,88 metra. Allt er þetta hinn frambærilegasti árangur. Fjórði maður kastaði yf- ir 50 metra, Þráinn Hafsteinsson HSK, sem náði 51,54 metra kasti. Þá urðu þau tímamót á afmæl- ismóti ÍR að tveir íslendingar stukku yfir 5,00 metra í stangar- stökki. Sigurður T. Sigurðsson KR sigraði með 5,15 metra stökki og Kristján Gissurarson KR stökk 5,00 metra slétta, fyrsta skipti sem hann rýfur þann múr. Sigurð- ur var himinhátt yfir 5,15, og því Ijóst að íslandsmetið, sem er 5,20 m, er í bráðri hættu. Eitt ís- landsmet var sett í keppninni, Sig- urður Magnússon ÍR setti ungl- ingamet er hann stökk 4,05 metra. Sömu hæð stökk Elías Sveinsson KR. Loks ber að geta 200 metra hlaups karla, en þar var einkar hörð keppni um annað sætið. Oddur Sigurðsson KR sigraði nokkuð örugglega, en þrír menn vildu verða í öðru sæti. Þorvaldur Þórsson ÍR vann þá viðureign, var örlítið á undan Vilmundi Vil- hjálmssyni KR og Sigurði Sig- urðssyni Á. Vilmundur hljóp þarna sitt fyrsta keppnishlaup frá í fyrra og stóð sig því vel, því Þor- valdur er í miklu keppnisformi og Sigurður nýkominn úr keppnis- ferð til V-Þýzkalands. Af öðrum árangri má nefna langstökkk Bryndísar Hólm ÍR, sem óðfluga nálgast sex metra múrinn. Meðvindur var aðeins yfir mörkum, og árangurinn því ekki staðfestur sem Islandsmet. Vé- steinn Hafsteinsson HSK setti persónulegt met í kúluvarpinu og Kristján Harðarson Á er á réttri leið í langstökkinu. Hann varð þó fyrir smávægilegum meiðslum í hástökkinu, sem sett gætu strik í reikninginn. ÍR-ingar minntust 75 ára af- mælis félagsins með þessu móti. Keppendum og starfsmönnum voru veittar glæsilegar veifur til minningar um mótið, og auk þess sem veittir voru verðlaunapen- ingar þremur fyrstu í hverri grein, voru íþróttamenn, sem náðu beztu afrekum í hlaupum, köstum og stökkum, verðlaunaðir sérstaklega með glæsilegum skjöldum. Mótið tókst í alla staði vel, þótt endilega þyrfti að byrja að rigna þegar það hófst. Urslitin á mótinu urðu ann- ars sem hér segir: 100 m kvenna: 1. Oddný Árnadóttir ÍR 11,92 2. Kristín Halldórsd. KA 12,65 3. Aðalheiður Hjálmarsd. Á 12,93 4. Unnur Stefánsd. HSK 12,94 5. Kolbrún Sævarsd. ÍR 12,98 400 m kvenna: 1. Oddný Árnadóttir ÍR 54,97 2. Hrönn Guðmundsd. UBK 56,64 3. Unnur Stefánsd. HSK 57,36 4. Helga Halldórsd. KR 58,30 5 Berglind Erlendsd. UB 59,8 800 m karla: 1. Jón Diðriksson UMSS 1:51,9 2. Gunnar P. Jóakimsson ÍR 1:52,3 3. Guðmundur Skúlas. UÍA 1:54,0 5000 m hlaup: 1. Ágúst Ásgeirsson ÍR 15:47,6 2. Sighv. D. Guðm.ss. HVÍ 16:33,7 3. Steinar Friðgeirsson ÍR 16:49,6 4. Garðar Sigurðsson ÍR 16:54,8 5. Þórh. Ásmunds. UMSS 17:27,0 6. Ingvar Garðarsson HSK 17:37,9 200 m karla: 1. Oddur Sigurðsson KR 21,98 2. Þorvaldur Þórsson ÍR 22,32 3. Vilmundur Vilhj.ss. KR 22,40 4. Sigurður Sigurðsson Á 22,40 5. Egill Eiðsson UÍA 22,55 6. Jóhann Jóhannsson ÍR 23,65 110 m grind: 1. Þorvaldur Þórsson ÍR 14,85 2. Stefán Þ. Stefánss. ÍR 15,05 3. Þráinn Hafsteinss. HSK 15,67 Stangarstökk: 1. Sigurður T. Sigurðs. KR 5,15 2. Kristján Gissurarson KR 5,00 3. -4. Sigurður Magnússon ÍR 4,05 3.-4. Elías Sveinsson KR 4,05 Kringlukast: 1. Óskar Jakobsson ÍR 58,78 2. Erlendur Valdimarsson ÍR57.96 3. Vésteinn Hafsteinss. HSK 57,88 4. Þráinn Hafsteinsson HSK 51,54 5. Eggert Bogason FH 41,06 Kúluvarp: 1. Vésteinn Hafsteinss. HSK 16,49 2. Þráinn Hafsteinss. HSK 14,95 3. Pétur Guðmundsson HSK 14,86 4. Helgi Þ. Helgason USAH 14,61 Langstökk: 1. Kristján Harðarson Á 7,20 2. Stefán Þ. Stefánss. ÍR 6,85 3. Kári Jónasson HSK 6,84 Hástökk: 1. Unnar Vilhjálmss. UÍA 2,00 2. Stefán Friðleifss. UÍA 1,95 3. Kristján Harðarson Á 1,95 4. Stefán Þ. Stefánss. ÍR 1,90 Hástökk kvenna: 1. Þórdís Gísladóttir ÍR 1,75 2. María Guðnadóttir HSH 1,67 3. -4. Sigríður Valgeirsd. ÍR 1,62 3.-4. Guðrún Sveinsd UMFA 1,62 Langstökk kvenna: 1. Bryndís Hólm ÍR 5,97 2. Kolbrún Rut Stephens KR 5,48 3. Jóna B. Grétarsd. Á 5,27 Kúluvarp kvenna: 1. Guðrún Ingólfsd. KR 13,55 2. íris Grönfeldt UMSB 11,22 3. Margrét Óskarsd. ÍR 9,75 Kringlukast kvenna: 1. Guðrún Ingólfsd. KR 46,54 2. Margrét Óskarsd. ÍR 41,50 3. íris Grönfeldt UMSB 32,40 FJÖRUTÍU manns á öllum aldri lögðu af stað í Álafosshlaupinu á sunnudag, og stóðu flestir sig með ágætum, því það er enginn hægðar- leikur aö hlaupa rúmlega 13 kíló- metra á malbiki. Allir virtust hafa gaman af þátttökunni og lögðu þátt- takendur sig fram eftir beztu getu, enda geta menn sigrað þótt ekki komi þeir fyrstir í mark, því hlaup- inu er skipt upp í 12 aldursflokka. Skemmtilegt var að sjá heilu fjöl- skyldurnar mæta til leiks. Fyrstur að marki kom Ágúst Ás- geirsson ÍR og hlaut hann til varð- veizlu hinn stóra og veglega bikar, sem Álafoss hf. gaf til hlaupsins. Einar Sigurðsson UBK veitti Ágústi harða keppni í rúma 10 kilómetra. Fyrsta konan að marki var Rannveig Helgadóttir, 18 ára skíðakona. Álafosshlaupið fór fram i miklu blíðskaparveðri. Hófst hlaupið við hús kaupfélagsins og síðan lá leiðin um Vesturlandsveg niður í Elliða- árdalinn, um Suðurlandsbraut, Múlaveg, Engjaveg og siðan var endað á frjálsíþróttavellinum í Laug- ardal. LILJA Guðmundsdóttir ÍR setti ís- landsmet í enskri mílu á miklu frjálsíþróttamóti i Osló um helgina. Lilja hljóp vegalengdina á 4:50,24 mínútum, sem svarar til um 4:30 í 1500 metra hlaupi. Sigurvegari í hlaupinu varð bandaríska stúlkan Mary Decker- Tabb, sem á heimsmetið i mílu og 5 km hlaupi. Hljóp hún á 4:21,46. í samtali við Mbl. sagöi Lilja and- Úrslit flokkakeppninnar urðu þau, að í flokki 16 ára og yngri urðu hluLskörpust þau Garðar Sigurðsson og Sara Jóna Haraldsdóttir, í flokki 17—20 ára Einar Sigurðsson og Rannveig Helgadóttir, í flokki 21—30 sigraði Ágúst Ásgeirsson í karlaflokki en engin kona var í flokknum, í flokki 31—40 ára urðu Leiknir Jónsson og Björg Krist- jánsdóttir fyrst i mark, í flokki 41—50 ára Guðmundur Gíslason og Lilja Jóhannsdóttir, og í flokki 51 árs og eldri kom Páll Guðhjörnsson fyrstur í mark. Röð þátttakenda í mark varð annars þessi, en 5 heltust úr lestinni: 1. ÁgÚKl Áseeirsson (21—30) 43:29 2. Einar SijjurósNon (17—20) 44:00 3. Sighvatur D. (.uAmundsson (21—30) 45:21 4. (iaróar Sijrurrtssoní 16 ára o.y.) 45:58 5. Ixóknir Jónsson (31— 40) 46:32 6. (.uAmundur (aíslason (41—50) 47:05 7. (>unnar BirgLsson (17—20) 48:11 8. Árni Kristjánsson (41—50) 48:35 9. Ársæll Benediktsson (21—30) 49:54 10. Sigurjón Andrésson (41—50) 50:12 11. Ilögni Oskarsson (31— 40) 51:22 12. Ás|jeir 1». Kiríkss. (21—30) 51:47 13. Jóhann (iardarsson (21—30) 53:35 14. Ásgeir Theodórsson (31—40) 54:33 stæöingana hafa verið sér miklu sterkari, allar af heimsklassa. „Byrjunarhraðinn var mikill, 61 á fyrsta hring, og sprakk ég verr en hinar. Ég miða við að vera á toppi seint í júlí og í ágúst, og því var þetta alltof sterkt mót fyrir mig,“ sagði Lilja. Út af fyrir sig er það viður- kenning að fá að vera með á svona móti, inn á það komast aðeins úrvals íþróttamenn. 15. I*órólfur l*órlindss. (31—40) 55:06 16. /Egir (ieirdal (31—40) 55:09 17. Jakob Ásmundsson (17—20) 55:23 18. Kristján S. Ásgeirss. (16 á.o.y.) 55:28 19. Jón S. Björnsson (16 á.o.y.) 56:04 20. Alfreó Böóvarsson (21—30) 56:11 21. Tómas l»onzi (21—30) 56:27 22. Ólafur Kaj'narsson (41—40) 58:03 23. Páll (■uóbjörnsson (51 o.e.) 58:38 24. Ilreinn llrafnkelsson (16 á.o.y.) 60:12 25. Siguróur Björnsson (41—50) 60:57 26. (iudmundur Sveinsson (41—50) 61:03 27. Rannveig llelgadóttir (17—20) 61:14 28. Kóbert llaraldsson (16 á.o.y.) 62:19 29. Ilaukur llergeirsson (51 o.e.) 62:28 30. (;ísli Pálsson (31—40) 63:17 31. Björn Sigurússon (16 á.o.y.) 64:44 32. Björg Kristjánsd. (31—40) 65:40 33. Lilja Jóhannsdóttir (41—50) 65:46 34. Sigurbjörg llelgad. (31—40) 68:47 35. Sara Jóna llaraldsd. (16 á.o.y.) 69:36 Golfkeppni heilbrigðisstétta Golfkeppni heilbrigðisstétta fer fram miðvikudaginn 30. júní kl. 17.00 á Grafarholtsvelli, Reykjavík. Keppni með og án forgjafar. Verð- laun frá Austurbakka. Skipuleggj- andi mótsins er Knútur Björnsson. Sænskur fimleikaflokkur sýnir hér á landi í GÆR kom hingað til land 35 manna hópur fimleikafólks frá Eskilstuna í Svíþjóð. Hópurinn heldur sýningu í íþróttahúsinu á Selfossi í dag, 29. júní kl. 21.00, siðan i Kennaraháskóla Islands 30. júní kl. 21.00 ásamt íslenska hópnum sem er að fara á alþjóölega fimleikahátíð í Sviss. Sænski hópurinn samanstendur af sýningar- og keppnisfólki á aldrin- um 13—14 ára og einnig sýningarhóp í nútima fimleikum. Áfram heldur hópurinn um landið og sýnir á Akureyri og Neskaup- stað. Hjá Fimleikasambandi íslands var stofnaður námssjóður með minn- ingargjöf frá Lovísu Einarsdóttur um Áslaugu Einarsdóttur frá ívars- seli. Tilgangur sjóðsins er að styrkja íþróttamenn til náms í fimleika- kennslu og þjálfun. Fréttatilkynning frá Fimleikasambandi íslands. 40 keppendur í Álafosshlaupinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.