Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1982 27 — er ÍBK sigraði Fram í 1. deildinni á föstudagskvöldið „ÉG ER ánægður með leikinn og að sjálfsögðu mjög ánægður með stigin. Við erum komnir með 7 sig og ég get ekki verið annað en bjartsýnn á framhaldið, sagði Karl Hermanns- son, þjálfari Keflvíkinga, eftir að lið hans hafði unnið sanngjarnan sigur á Fram í 1. deildinni í knattspyrnu á Laugardalsvellinum á föstudags- kvöldiið. Leikurinn var ekki sérstak- lega skemmtilegur á að horfa en þó brá oft á tíðura fyrir ágætum sam- leiksköflum, og þá sérstaklega hjá leikmönnum ÍBK. Sigurður Björgvinsson var nærri því búinn að skora fyrir ÍBK strax á 2. mín. er hann skall- aði rétt yfir af markteig eftir aukaspyrnu Óla Júl. frá hægri. Á næstu mín. komst Óli Þór inn í vítateig Framara, eftir að Ragnar Margeirsson hafði látið knöttinn renna á milli fóta sinna og platað með því Fram-vörnina, en skot hans fór framhjá. Eftir þessa frísklegu byrjun Keflvíkinga, varð leikurinn heldur daufur en eitt og eitt tækifæri skaut þó upp kollinum annað slag- ið. Eitt slíkt fékk Lárus Grétars- son Framari, er hann fékk langa sendingu fram völlinn, en Þor- steinn Bjarnason kom út á móti honum og bjargaði alveg út við vítateigslínuna. Aftur fengu Framarar ágætt færi er Marteinn átti þrumuskot naumlega yfir af stuttu færi, eftir aukaspyrnu og skallað hafði verið til hans. Þrátt fyrir þessi færi Fram voru Keflvíkingar sprækari og spiluðu betur úti á vellinum. Eftir hálf- tíma leik fékk Hafþór Sveinjóns- son gula spjaldið fyrir brot á Óla Þór sem kominn var einn inn fyrir vörnina, en ekkert kom út úr aukaspyrnunni. Keflvíkingar skora Aðeins einni mín. síðar kom fyrsta mark leiksins. ólafur Júlí- usson fékk þá fallega sendingu inn fyrir vörn Fram og sendi knöttinn örugglega framhjá Friðrik Frið- rikssyni, hinum unga markverði Fram, rétt innan vítateigs. Eftir markið voru Keflvíkingar sterkari og spiluðu betur úti á vellinum. Hvorugt liðið skapaði sér sérlega hættuleg færi það sem eftir lifði hjálfleiksins, utan einu sinni er Guðmundur Torfason átti skot naumlega framhjá Keflavíkur- markinu frá vítateig. Einkunnagjöfin Fram: Friðrik Friðriksson 5 Hafþór Sveinjónssoo- 5 Trausti Haraldsson 4 Sverrir Einarsson 6 Marteinn Geirsson 5 Halldór Arason 5 Ólafur Hafsteinsson S Viðar Þorkelsson 5 Lárus Grétarsson 5 Guðmundur Torfason 4 Steinn Guöjónsson 5 Gísli Hjálmtýss. (vm) 4 ÍBK: Þorsteinn Bjarnason 6 Kristinn Jóhannsson 5 Einar Ásbjörn Ólafss. 5 Ingiber Óskarsson 6 Gísli Eyjólfsson 5 Siguröur Björgvinsson 6 Rúnar Georgsson 5 Magnús Garöarsson 4 Ragnar Margeirsson 6 Óli Þór Magnússon 6 Ólafur Júlíusson 6 Fram — ÍBK Halldór nálægt því að jafna Síðari hálfleikurinn var mun líflegri en sá fyrri. Framarar virt- ust vera að koma til, þeir áttu stórhættulega sókn á 52. mín. og munaði aðeins hársbreidd að þeir næðu að jafna leikinn. Hafþór Sveinjónsson átti þá góða kross- sendingu yfir á vinstri vænginn á Trausta, sem sendi boltann strax inn í teiginn á halldór Arason. Han skaut í hvelli á markið, en heppnin var alls ekki með honum því boltinn fór í stöngina og þaðan aftur út á völlinn. Þar voru kefl- vískir fætur í meirihluta og náðu að hreinsa frá. Stuttu seinna átti Halldór skalla af stuttu færi eftir aukaspyrnu, en boltinn fór fram- hjá. Keflvíkingar bæta öðru marki við Keflvíkingar voru ekki hættir þrátt fyrir tvö góð færi Fram og stuttu eftir skalla Halldórs átti Ragnar Margeirsson einn slíkan á Fram-markið eftir mjög góða sendingu Ólafs Júlíussonar í eyðu utan af velli. Friðrik varði koll- spyrnu Ragnars nokkuð auðveld- lega, en stuttu seinna, nánar til- tekið á 67. mín, var boltinn ekki eins þægur við hann. Ragnar Margeirsson hafði þá fengið ágæta sendingu inn fyrir vörn Fram en trausti brotið á hon- um rétt utan teigs hægra megin. Ólafur Júlíusson skaut föstum jarðarbolta á markið úr auka- spyrnunni. Boltinn þeyttist á blautum vellinum á markið og Friðrik náði ekki að halda honum þrátt fyrir að honum tækist að verja. Óli Þór Magnússon var fyrstur á vettvang og potaði hann boltanum af nokkurra sentimetra færi í netið. Um svipað leyti átti Steinn Guðjónsson þrumuskot sem sveif hárfínt yfir mark IBK, boltinn barst þá til hans eftir að Suðurnesjamenn höfðu skallað frá eftir hornspyrnu. Staðan EFTIRTALDIR leikir fóru fram í 1. deildinni í knattspyrnu um helgina: Fram — ÍBK 0-2 UBK — KR 0-2 ÍA — ÍBÍ 2-1 KA - ÍBV 0-1 Valur — Víkingur 0-1 Staðan í deildinni er nú þessi: ÍBV 7 4 12 10—6 9 Víkingur 7 3 3 1 10—7 9 ÍA 8 3 2 3 8—6 8 KK 7 2 4 1 5—4 8 KA 8 2 4 2 7—7 8 IJBK 8 3 2 3 11—13 8 ÍBK 7 3 1 3 5—7 7 Valur 8 3 1 4 7—10 7 Fram 7 1 3 3 6—9 6 ÍBÍ 7 2 14 10—10 5 Eins og Mbl. skýrði frá í síðustu viku hafa ÍBÍ og KA kært Val fyrir að nota Albert Guðmundsson í leikjunum gegn þessum liðum. Allt bendir til þess að Valsmenn tapi þessu kærumáli og skv. því verða þeir þá með 3 stig, ÍBÍ með 9 og KÁ með 10 stig og á toppi deildarinnar. En taflan verður svona þangað þetta verður komið á hreint. Sverrir Einarsson og Ragnar Margeirsson berjast um boltann. Ragnar fékk ad sjá rauða spjaldið í leiknum og Sverrir það gula. Framararnir Marteinn Geirsson og Hafþór Sveinjónsson sem einnig sjást á myndinni fengu báðir gula spjaldið. . .. „ „ LjOMiti. Krisljan Kinarsson. Spjöldin á loft Eftir seinna markið fór heldur betur að draga til tíðinda þó rólegt væri upp við mörkin. Á 71. mín. braut Ragnar Margeirs á Sverri Einarssyni og dæmdi Guðmundur dómari aukaspyrnu á Ragnar. Sverrir danglaði til Ragnars og sparkaði Ragnar þá í Sverri þar sem hann sat á vellinum. Eftir að hafa ráðfært sig við línuvörð kom dómari aðvífandi og dró upp spjöldin, Sverrir fékk það gula en Ragnari var sýnt rauða spjaldið og því vikið af velli. Aðeins þrem- ur mín. síðar fékk Trausti Har- aldsson svo gula spjaldið fyrir brot. Þrátt fyrir að Framarar væru einum fleiri síðasta korterið og rúmlega það tókst þeim ekki að minnka muninn og fengu heldur engin færi til þess. Þeir sóttu eðli- lega öllu meira en fátt markvert gerðist er nær dró markinu. Liöin Keflvíkingar unnu sanngjarnan sigur í þessum leik og voru þeir töluvert sprækir. Þeir eru með trausta vörn, Sigurður Björgvins- son er góð kjölfesta á miðjunni og Ragnar, Óli Þór og Óli Júl. ógnuðu mikið frammi. Framarar sýndur ekki mikið í þessum leik. Vörnin var alls ekki örugg, miðjumennirnir spiluðu ágætlega á köflum, en framlínan var bitlaus mest allan tímann. j stuttu máli: Islandsmótið 1. deild, Valbjarn- arvöllur. Fram—ÍBK 0:2 (0:1). Mörk Keflvíkinga, Ólafur Júlíus- son á 31. mín. og Óli Þór Magnús- son á 67. mín. Gul spjöld fengu Sverrir Ein- arsson, Trausti Haraldsson, Haf- þór Sveinjónsson og Marteinn Geirsson, allir í Fram. Rautt spjald fékk Ragnar Margeirsson ÍBK. Dómari var Guðmundur Haraldsson. — SH Fyrsti leikurinn er gegn Júgóslövum í kvöld — landsliðið fór utan í gærdag og leikur fimm landsleiki í vikunni íslenska landsiiðið í handknatt- leik hélt utan til Júgóslavíu i gærra- orgun en þar mun liðið taka þátt í alþjóðlegu handknattleiksmóti næstu daga og leika bmm lands- leiki. Fyrsti leikur landsliðsins er í kvöld. Andstæðingar íslenska lands- liðins eru engir aukvisar i hand- knattleiksíþróttinni, gestgjafarnir, silfurlið Júgóslava frá síðustu heims- meistarakeppni í handknattleik. Júgóslavar eru ein af þeim þjóð- um, sem íslenska landsliðinu í handknattleik hefur aldrei tekist að sigra. Alls hafa þjóðirnar leikið 9 landsleiki. Átta sinnum hafa Júgóslavar farið með sigur af hólmi og einum leik hefur lyktað með jafntefli. Sá leikur fór fram í Laugardalshöll 1975 og endaði 20:20 eftir æsispennandi viður- eign. Einn besti landsleikur Islands í handknattleik var þó gegn Júgó- slövum. Sá leikur var liður í for- keppni Ólympíuleikanna og fór fram í Júgóslafíu, 1976. Á þeim tíma áttu Júgóslavar geysisterku landsliði á að skipa (ólympíu- meistarnir frá 1972). í þessum sögulega leik tryggðu Júgóslavar sér fyrst sigur á lokamínútu leiks- ins 23:22, eftir að íslenska lands- liðið hafði leitt allan leikinn, mest með 4 mörkum og sýnt frábæran handknattleik. Við, sem að þennan leik sáum, erum þess fullvissir, að Islendingar hefðu sigrað í þessum leik, ef svo óheppilega hefði ekki viljað til, að einn besti leikmaður íslenska landsliðsins í þessum leik, Páll Björgvinsson, fótbrotn- aði. Eftir nokkurra ára lægð hafa Júgóslavar aftur náð upp toppliði í handknattleik. Árangur liðsins í síðustu heimsmeistarakeppni rennir stoðum undir þá fullyrð- ingu. Þar léku Júgóslavar til úr- slita við frábært lið Sovétmanna og máttu fyrst þola tap eftir fram- lengdan leik. Þeir sem þann leik sáu telja hann einn besta úrslita- leik á heimsmeistarakeppni í handknattleik frá uphafi. Sá leikmaður júgóslavneska landsliðsins, sem Islendingar óttast sennilega mest í leiknum í kvöld er markvörðurinn ungi, Mirko Basic, sá er varði 5 vítaköst í úrslitaleiknum gegn Sovét- mönnum. Annars má segja um júgóslavn- eska landsliðið, að þar sé valinn maður í hverju rúmi. Leikmenn liðsins eru allir mjög „teknískir" og leika hraðan og léttan hand- knattleik, en þó mjög agaðan. Sterkasta vopn Júgóslava eru vel útfærð hraðaupphlaup og verða ís- lensku strákarnir að vera fljótir að hlaupa aftur í vörnina til að koma í veg fyrir þau. Júgóslavar eru þó frægastir fyrir þann varn- arleik sem þeir leika, 3:2:1 (svo- kölluð pýramídavörn). Hún byggir á því að gefa skyttum andstæð- inganna engan frið þegar þeir nálgast punktalínuna og gera sig líklega til að skjóta. Möguleikar íslenska liðsins felast því fyrst og fremst í línuspili og gegnumbrot- um ef Júgóslövum tekst upp í varnarleik sínum. Fæstir búast við sigri íslenska landsliðsins í kvöld en við skulum vera minnug þess, að í síðurstu heimsmeistarakeppni gerðu erki- fjendur vorir Danir sér lítið fyrir og lögðu Júgóslava að velli 19:18. Þetta sama danska landslið hafði orðið að þola háðulega útreið gegn íslenska landsliðinu aðeins nokkr- um mánuðum áður uppi á Akra- nesi (11 marka ósigur). Einn rekinn af velli og þrír fengu gula spjaldió KnaUspyrna1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.