Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ1982 Ísarjarðarhátíð 1982 var haldin um helgina í blíð- skaparveðri og þótti takast hiö besta. Hátíðin var hald- in á vegum Hótel Hamra- bæjar og Sæfara, félags sportbátaeigenda á ísafiröi. Fjölmenni var viöstatt fjöl- breytt dagskráratriöi, sem flest tengdust sportbáta- íþróttinni. Þetta er fyrsta stóra mótið þessarar teg- undar sem haldið er á Isa- firöi, en aðstaða þar er hin bezta til sjóíþróttaiökunar. Hátíðarhöldin hófust á föstu- dagsmorgni með sjóstangaveiði- keppni, sem 21 tók þátt í. Keppt var á 5 bátum. Vestmannaey- ingar voru sigursælir og mestan afla fékk Vestmannaeyingurinn Jón Ingi Steindórsson eða 258,6 kg. Annar varð Arnþór Sigurðs- son og þriðja Þuríður Bernód- usdóttir. Önnur sveit Vest- mannaeyja vann í sveitakeppni. Stærstan fisk, 4,3 kg. þorsk, dró Hans Georg Bæringsson. Sam- tals veiddi keppnishópurinn 2.799,9 kg. Hátíðin var formlega sett við Hótel Hamrabæ síðdegis á föstudeginum og flutti forseti bæjarstjórnar setningarávarp. Á föstudagskvöldið var kvöld- verður og verðlaunaafhending í IOGT-húsinu, en dansleikir voru öll kvöldin. Á laugardeginum var svonefnt Djúprall inn Isafjarðardjúp með sex viðkomustöðum. Keppt var í tveimur flokkum, flokkum benz- ín- og dísilbáta. Sigurvegari í benzínflokki var Þrymur frá ísa- firði á 1 klst. 39 mín. í öðru sæti var Sæperla á 1 klst. 54 mín. í dísilflokki varð Geysir hlut- skarpastur á 2 klst. 16 mín. í öðru sæti Drífa frá Hafnarfirði á 2 klst. 17 mínútum. Djúprallið gekk vel að sögn forráðamanna hátíðarinnar, að undanskyldu því að einn bátur bræddi úr sér og smávægilegar vélabilanir töfðu nokkra keppendur. Siglingakeppni var á laugar- dag og sunnudag, en sportbáta- menn á Isafirði hafa í hyggju að gera þeirri tegund sjóíþrótta hærra undir höfði og tengja al- mennu æskulýsðsstarfi staðar- ins. Kópoavogsbúar röðuðu sér í þrjú efstu sætin í þessari keppni og eru þeir allir í siglingklúbb í Kópavogi. í fyrsta sæti varð Jó- Sjóskíðamenn léku listir sínar á Pollinum við góðar undirtektir áhorfenda, sem voru fjölmargir. Til vinstri á myndinni er skipstjórinn á hinni sigursælu Sæperlu, Halldór Sveinbjörnsson, en það er einmitt Sæperlan sem dregur þá kappa. Ljósm. Mbl. F.P. hannes Örn Ævarsson á Laser- bát, Ólafur Bjarnason og Páll Hreinsson á Fierbird urðu núm- er tvö og Ingvi K. Guttormsson á Laser númer þrjú. Svigkeppni hraðbáta, svonefnt baujurall, var síðdegis á sunnu- deginum á Pollinum. Var þar um útsláttarkeppni að ræða. Keppt var í tveimur flokkum, benzín- og dísil. Sigurvegari í benzín- flokki var eins og í Djúprallinu. Þrymur frá ísafirði, skipstjóri Daði Hinriksson. Þrymur var óumdeilanlega hraðskreiðastur allra báta á Isafirði þessa helg- ina. I öðru sæti var Sæperlan frá ísafirði, skipstjóri Halldór Sveinbjörnsson. I diesel-flokki varð Drífa úr Hafnarfirði sigur- sælust, skipstjóri Theódór Ein- arsson, í öðru sæti Snarpur Hafnarfirði, skipstjóri Gunnar Sigurðsson. Mikill mannfjöldi Olafur Sölvi Eiríksson heitir þessi ungi skipstjórnarmaður, en hann fékk að „taka í“ hjá afa sínum, Theódór R. Einarssyni, á Drífunni frá Hafnar- firði. Ólafur er 6 ára. ísafjarðarhraðbátarnir Þrymur og Sæperlan sigursælir Vestmannaeyingar mestu afla- klærnar, bestu siglarar úr Kópavogi Góða skapið eyðilagði ekki fyrir veiðimönnunum. Hjá Hauki skipstjóra á Hauki frá Bolungarvik voru fjórar konur og það varð einmitt Haukur sem kom með mestan afia að meðaitali á hvern veiðimann í land. fylgdist með baujurallinu í glaðasólskini og til ánægjuauka léku sjóskíðamenn listir sínar á Pollinum er keppninni lauk. Auk keppnisgreina var margt annað á dagskrá til gagns og gamans fyrir gesti og heima- menn. Litli leikklúbburinn sýndi leikritið „Úr aldaannál". Fagra- nesið fór skemmtiferðir inn í Djúp. Þá var byggðasafnið opið alla dagana. Stjörnuljð Her- manns Gunnarssonar lék við lið ísfirðinga á sunnudag. Isfirð- ingar unnu stjörnur Hermanns með þremur mörkum gegn einu. Veglegir verðlaunagripir,\sem gefnir voru af starfsmannafélög- um og fyrirtækjum á ísafirði, voru afhentir sigurvegurum. Há- tíðarhöldunum var stjórnað úr Hótel Hamrabæ, en hita og þunga framkvæmdanna báru þeir Úlfar Ágústsson fram- kvæmdastjóri hótelsins og helstu forráðamenn Sæfara, þeir Jónas Eyjólfsson, Pétur Svav- arsson, Pétur Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson. Hraðbáturinn Þrymur sigraði bæði í Djúprallinu og Baujurallinu, enda hraðskreiður mjög eins og sjá má, en hér er hann nýkorainn í mark i Baujurallinu á Pollinum á sunnudaginn. Framkvæmdastjórn hátiðarinnar hafði miðstöð sina i Hótel Hamraborg og voru dagskrárat- riðin kynnt af svölum hótelsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.