Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ1982 Akranes: Heitur vatnsnuddspottur og sólarlampar við Bjarnalaug Akranesi, 25. júní. KFTIR að hitaveiturramkvæmdum lauk hefur Akurnesingum bætzt við enn ný heil.sulind, en það er heitur pottur við Bjarnalaug. I’otturinn er bú- inn vatnsnuddi, en hiti vatnsins er um 40°. l>á er búið að setja upp sólarlampa og sólarbekki og komast færri að en vilja; fvrir eru saunaböð. 38 ár eru nú liðin síðan Bjarnaiaug var afhent Akranesbae til eignar, en vinir og frændur Bjarna heitins Olafssonar fratLitlateig beittu sér fyrir byggingu sundlaugar á Akra- i eftir hið hörmulega slys árið .' 19 er Bjarni drukknaði ásamt noskrum skipverjum af bát sínum við lendingu í Teigavör, en skipverj- ar voru flestir ósyndir. í þá daga var ekki síður litið á byggingu sundlaug- ar sem slysavörn en heilsulind. Sundlaugin, sem ber nafn Bjarna og var helguð minningu drukknaðra sjómanna, var formlega opnuð á sjó- mannadaginn 4. júní 1944. Það er óhætt að segja að Bjarna- laug hafi uppfyllt stærstu vonir gef- enda sinna; bæjarbúar ungir sem aldnir hafa notið sundkennslu, og það sem meira er, margir mestu sundkappar landsins hafa tekið sín fyrstu sundtök í Bjannalaug, en laugin hentar einkar vel sem kennslulaug fyrir yngra sundfólkið. Eftir að potturinn var tekinn í notkun hefur sundlaugargestum stórfjölgað. Fyrsta mánuðinn komu u.þ.b. 7.500 manns. Nú í dag má segja að Bjarnalaug sé orðin of lítil til að þjóna bæjarbúum, en stærð laugarinnar er 12 'k x 6,75 m. Á 40 ára afmælisfundi bæjar- stjórnar Akraness þann 26. jan. sl. var samþykkt að hefja byggingu út- isundlaugar á íþróttasvæðinu við Langasand. Hönnun þeirrar sund- laugar er á frumstigi og enn margt óráðið, en stærð og staðsetning hennar er ákveðin. Hér verður um að ræða 25m x 12,5 m laug, ásamt bún- ingsherbergjum, heitum pottum, gufuböðum, veitingasölu svo og rúmgóðum og skjólsælum sólbaðs- pöllum. Einnig er fyrirhugað að reisa í tenglsum við sundlaugina iþróttasal, sem einnig myndi þjóna Grundarskóla. Þegar þessi salur verður risinn mun koma samskonar yfirbygging yfir sundlaugina. Þessi mannvirki koma á og í bakkann fyrir ofan áhorfendastæði grasvallarins á íþróttasvæðinu og munu stórbæta alla aðstöðu til almenningsíþrótta svo og keppnisíþrótta. Framkvæmdir munu hefjast, ef að líkum lætur, nú í haust, en mjög erf- itt er að sjá fyrir hvenær þeim verð- ur lokið. Hönnun þessara mann- virkja verður gerð hjá Verkfræði og teiknistofunni s.f., Ákranesi, undir stjórn Magnúsar H. Ólafssonar arki- tekts. Júlíus Á myndinni eru María Ellingsen og Benedikt Árnason í hlutverkum sínum. Okkar á milli frumsýnd í ágúst Slappað af í heita pottinum Kvikmyndin „Okkar á milli í hita og þunga dagsins" verður frumsýnd í Háskólabíni og Laugarásbíói sam- tímis þann 14. ágúst næstkomandi. „Segir myndin frá sæmilega vel stæðri íslenskri fjölskyldu, sem er á vegamótum. Krakkarnir eru að fara að hciman og hjónin því að verða ein eftir. Lýsir myndin viðbrögðum bæði eldri og yngri kynslóðarinnar við þessum tímamótum." sagði Hrafn Gunnlaugsson er við spurð- um hann um hvað þessi nýjasta mynd fjailaði. Er myndin að einhverju leyti frabrugðin fyrri myndum þínum? „Hún er að því leyti nýstárleg frá minni hálfu, að þessi mynd gerist mjög víða eins og í hita- veitulæknum, ráðherrabústaðn- um, veitingahúsinu Óðali, við Ljósafossvirkjun og um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar, svo dæmi séu tekin. Fyrri myndir mínar hafa aftur á móti átt sér stað á einangruðum stöðum, Blóðrautt sólarlag í Djúpuvík og Óðal feðranna í Borgarfirði." Það er líka meiri húmor í þess- ari mynd. Báðar fyrri myndir mínar enda í uppgjöf og vonleysi en þessi mynd gefur pínulitla von í lokin." Þú hefur ávalt samið handritið að myndum þínum sjálfur, auk þess sem þú leikstýrir, finnst þér þetta form henta þér vel? „Mér hefur látið betur að yrkja út frá kvikmyndaefninu sjálfu en að breyta bók í kvikmynd." Nú er verið að leggja síðustu hönd á „Okkar á milli í hita og þunga dagsins," ertu kominn með hugmynd að nýrri kvikmynd? „Það má segja að það sé margt sem mig langar til að gera og hugmyndirnar margar, sem ég berst við í svefnrofunum kvölds og morgna. Meðal þeirra er kvikmynd um áströlsku stelpurn- ar, sem koma hingað til lands, til að vinna í fiski." „Þessa stundina er ég að vinna að heimildarkvikmyndinni Reykjavík, Reykjavík, sem fjallar um daglegt líf borgara í Reykja- vík og er ég að vinna að þessari mynd fyrir Reykjavíkurborg. Þetta verkefni tekur hug minn þessa stundina, en hvað síðar verður er ekki gott að segja." í kvikmyndinni „Okkar á milli í hita og þunga dagsins" koma fram lærðir og ólærðir leikarar, meðal þeirra eru Benedikt Árna- son, sem fer með aðalhlutverkið, Andrea Oddsteinsdóttir, Þorvald- ur S. Þorvaldsson, Sirrý Geirs, María Ellingsen, Margrét Gunn- laugsdóttir og Valgarður Guð- jónsson. Tónlistin er eftir Magn- ús Eiríksson, Jóhann Helgason, Egil Ólafsson, Guðmund Ing- ólfsson, Fræbbblana og Bodies. útsölu- markaðurinn KJÖRGARÐI, LAUGAVEGI 59, KJALLARA, SÍMI 28640. Nýjar vörur bætast við daglega t.d. peysur — buxur — pils — skyrtur — kjólar — þykkir bolir — jakkar — úlpur — ij handklæði og margt margt fleira. Komið og gerið góð kaup á úrvals vörum á lágu verði Stórútsölumarkaðurinn KJÖRGARÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.