Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ1982 _______________________________________» IM2 Unlvtrul Pnn SlirtlnU r, hv/a!ba. efni er k?est vjié klofru hári ý3 WSWMto í miðjum sal fyrir miðju, — takk! ... að finna ör- yygiskennd hvort hjá öðru. Jæja, við ættum að vera laus við eiturbrasið um borð, úr þessu. Með morgimkaffinu HÖGNI HREKKVÍSI „Því miður, bara til innflutt mold“ Það hefur verið mikið talað um að þjóðin eigi að spara, það þurfi að stemma stigu við allskonar inn- flutningi á óþarfa vörum og eins hefur verið mikið talað um að verja landið fyrir allskonar plág- um, sem gætu lagst á menn, skepn- ur og plöntur. Nú langar mig til að segja smá sögu. Ung hjón flytja heim til ís- lands að loknu námi hans í 4 ár í Noregi. Þau áttu iítið heimili, 2 börn og smávegis af húsgögnum. Unga konan hafði yndi af blóm- um, fékk afleggjara og ræktaði, og með því móti kom hún sér upp þó nokkuð af fallegum blómum. Þegar svo heim er siglt, er búslóðin sett í „gám“. Þegar hann er svo opnaður hér heima, reka yfirvöldin upp vein: ^Hjálp, það eru blóm í gámnum! I sjóinn með þau. Eða brennum þau!“ Að minnsta kosti var hægt að halda að þetta væri það sem þeir vildu segja. Unga frúin horfði á, en gat ekkert gert. Henni var sagt að það gætu verið alls konar sjúkdómar í moldinni og blóm- unum (sem hún hafði haft heima hjá sér í 4 ár). Nú, hún gefst ekki upp, heldur fer til að fá afleggj- ara hjá vinum og síðan út í búð að kaupa mold. Þá skeður það! „Því miður, bara til innflutt mold“! Hún varð alveg undrandi svo vægt sé til orða tekið. Sem sagt, við flytjum inn mold til Islands. Ég geri ráð fyrir að hún sé þá sótthreinsuð? Að sjálfsögðu! Við hljótum að geta blandað heppilega mold fyrir öll okkar pottablóm sjálf, í stað þess að eyða dýrmætum gjald- eyri í að flytja inn MOLD! Og hvernig er það þegar jarð- arberjakarfa og lítill blómvönd- ur er tekinn af lítilli stúlku, sem kemur með flugvél heim til Is- lands, fersk ber, ávexti, græn- meti eða blóm. Það hljóta að koma með þessu alls konar pödd- ur og plágur, sem við höfum svo blessunarlega verið laus við. Ég ætla ekki að fordæma inn- flutning á ávöxtum og grænmeti, sem ekki er hægt að rækta hér á landi, því vonandi er þetta úðað áður en það kemur hingað. En við eigum nóg af mold á Islandi, sem er betri en sú sem er verið að flytja inn. Gætum við ekki flutt út mold? Ég bara spyr og vil gjarnan fá svar. Blómakona i Kötturinn Dúlla kveður sér hljóðs Kæri Velvakandi! Undanfarið hafa þér verið send mörg bréf um hunda og ketti. Sum þeirra eru vinsamleg í garð okkar kattanna, en önnur ekki. Okkur er fundið allt til foráttu, t.d. að við mígum utan í hús og að ekki sé svefnfriður á nóttunni vegna ást- arsöngs okkar. En Skaparanum þóknaðist að gefa okkur þessa breimarödd, sem er sannarlega ekki eins fögur og mannsröddin. Við syngjum aðeins þennan sögn stuttan tíma á ári hverju, þ.e.a.s. þegar ástareldurinn vaknar í brjóstum okkar, en þið mennirnir getið athafnað ykkur í ástarleik, hvenær sem er. Ég hef heyrt að til séu í apótekum eyrnatappar, og ættu þeir sem ekki þola breimið á nóttunni að kaupa sér þá. Þá er það veiðináttúran sem okkur er ásköpuð, og oft eru það smáfuglarnir sem við erum að elt- ast við. Vildi ég óska að sá sem skóp himin og jörð hefði látið ógert að gæða okkur þeim eigin- leika. Svo er það flóin, sem kvað vera á störrum og sagt er að við dreif- um henni manna á meðal. Ég hef heyrt að flóabönd séu látin á háls hunda í útlandinu. Kannske fást þau hér og ættum við að geta bor- ið þau á hálsinum ekki síður en hundarnir. Ég er ung læða og það er af mér að segja að ég á ákaflega góða matmóður. Til umráða hef ég þvottahús í kjallara og þar er sandkassi, sem ég nota þegar þess gerist þörf. En þegar ég er að leika mér úti á daginn, sækist ég eftir að míga utan í fallegu gulu vatnskranana, sem tilheyra vatnsveitunni. Glugginn minn er opinn allan daginn, en matmóðir mín er afar passasöm með að ég komi snemma heim á kvöldin og lokar hún þá glugganum. Ég bý í mjög góðu hverfi og allir eru góður við mig, sem ég mæti á götunni, sumir tala við mig og strjúka, ekki síst börnin. Margir segja að ég sé falleg kisa. Eitt er víst að ég er mjög umsvermeruð á breimatímabilinu. Síðast voru 3 fress á eftir mér, stóðu oft tímun- um saman við gluggann minn og þegar ég loks áræddi út varð hörkurifrildi og slagsmál milli þeirra. Einn þeirra bar höfuð og herðar yfir hina og átti ég með honum þrjá kettlinga. Síðan var gerð á mér aðgerð, og nú er ég alls óhrædd að taka þátt í ástar- leikjunum þennan stutta tíma á árinu. Eitt sinn hugðist ég gleðja matmóður mína, sem mér þykir vænst um af öllum. Ég var á rölti í nágrenninu og rakst á músar- grey og ég var ekki lengi að kála henni. Ég lagði það á mig að bera hana heim í kjaftinum, en ég vissi að konan góða var áð dútla í garð- inum sínum. Þegar ég kom í garð- inn var hún að setja niður plöntur, ég sleppti músinni fyrir aftan hana og malaði til hennar. Hún sneri sér þá við og brá í brún og kallaði til mín höstum rómi, „hvern árann ertu að bera hingað heim, Dúlla?" Náði hún í tusku og sterka sápu, þvoði mér um túlann og lappirnar og henti mér inn um gluggann og harðlæsti honum og varð ég að dúsa í þvottahúsinu fram á næsta dag. Þá opnaði hún gluggann og sagði hlýlega, „komdu nú út, Dúlla mín, í sólskinið," og varð ég frelsinu fegin. Kær kveðja, Dúlla Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesend- ur til að skrifa þættinum um hvaðeina sem þeim liggur á hjarta — eða hringja milli kl. 10 og 12 mánudaga til föstu- daga. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð. Þeir sem ekki koma því við að skrifa slá þá bara á þráðinn og Velvakandi kem- ur orðum þeirra áleiðis. Nöfn, nafnnúmer og heimil- isföng þurfa að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höf- undar þess óski nafnleyndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.