Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 45
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1982 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ1982 25 Skagamenn óheppnir að vinna ekki stærra SKAGAMENN nældu sér í tvö stig, i hinni jöfnu og hörðu baráttu 1. deildarinnar í knattspyrnu, er þeir sigruðu ísfirðinga á Akranesi á laug- ardaginn með tveimur mörkum gegn engu. Akurnesingar voru betri aðil- inn í leiknum og hefði sigur þeirra hæglega getað orðið mun stærri ef ekki hefði komið til fádæma klaufa- skapur þeirra upp við mark andstæð- ingsins. Heimamenn höfðu forystu, 1—0, í hálfleik. ÍA byrjaði með miklum látum og strax í fyrstu sókninni fékk Guðbjörn Tryggvason dauðafæri og átti hann eftir að fá þau nokkur áður en yfir lauk. Guðbjörn fékk knöttinn rétt utan markteigs frá Júlíusi P. Ingólfssyni, en skot hans lenti í Hreiðari markverði sem kom út á móti. Stuttu seinna fékk Guðbjörn annað gullið tæki- færi. Guðjón Þórðarson tók langt innkast inn á vítateig ÍBÍ, Sigurð- ur Lárusson skallaði aftur fyrir sig á Guðbjörn en kollspyrna hans lenti öfugu megin við þverslána. Skagamenn voru mun sterkari þessar fyrstu mínútur. Þeir spil- uðu ágætlega úti á vellinum, sóttu mun meira og sköpuðu mjög góð færi. Guðbjörn fékk enn eitt dauð- afærið er leiknar höfðu verið 15 mín. af leiknum. Sennilega má telja það besta færi leiksins en af nógu er að taka í því efni. Hann var með boltann á markteig, renndi honum laflaust á markið og einn varnarmanna ísfirðinga náði að bjarga á síöustu stundu. Á 22. mín. má enn einu sinni sjá „dauðafæri" skráð í möppu blaða- manns með skýrum stöfum, og að sjálfsögðu var Guðbjörn þar á ferðinni. Guðjón Þórðarson reyndi þá skot af löngu færi sem Hreiðar varði en missti frá sér. Guðbjörn kom aðvífandi og sópaði knettin- um hátt yfir markið af á að giska eins metra færi. „Svona er þetta í hverjum leik,“ sagði Kirby, þjálf- ari ÍA, og var alveg miður sín yfir lélegri nýtingu færanna hjá sínum mönnum. Þremur mín. síðar var Júlíus P. Ingólfsson í góðu færi. Boltinn Sigurður Lárusson: „Veróum annað hvort í 1. eða 2. sæti í 1. deild“ „Ég man ekki eftir jafn lélegum fótbolta í byrjun íslandsmóts og verið hefur í vor,“ sagði Sigurður Lárusson, leikmaður IA, er blm. spjallaði við hann eftir leikinn við ÍBÍ. „Ég bjóst ekki við okkur svona slökum í vor. Við höfum átt mjög misjafna leiki, toppleik gegn Breiðablik og siðan hræðilegan gegn ÍBK, en ég vona að við séum búnir að finna stöðugleikann í lið- ið núna. Leikurinn í dag var alveg sæmiiegur, okkur gengur bara ekki nógu vel að skora rnörk." Hvað með framhaldið? „Ég er sannfærður um að við verðum í 1. eða 2. sæti í deildinni en ég vil ekki fullyrða hvort það verður. Það verður bara að koma í ljós.“ SH. Knattspyrna) Sigurður Lárusson ÍA barst óvænt til hans inn í teiginn eftir að varnarmanni hafði mis- tekist að hreinsa frá, skot hans fór undir Hreiðar og var á leiðinni t markið er einn ísfirðinganna kom og spyrnti frá. Guðbjorn skorar loksins Eins og á þessari upptalningu sést lá mark Skagamanna í loftinu og kom það loksins eftir 35 mín. leik. Guðbjörn skallaði þá í netið ef stuttu færi eftir aukaspyrnu Guðjóns Þórðarsonar frá hægri. Guðbjörn gnæfði yfir Hreiðar markvörð og skoraði fallega. ís- firðingar áttu ekkert hættulegt tækifæri í fyrri hálfleik og eins og af þessu má sjá voru þeir heppnir að vera ekki nema einu marki undir. í síðari hálfleik jafnaðist leikur- inn nokkuð en þrátt fyrir það höfðu heimamenn undirtökin. ís- firðingar fengu sæmilegt færi snemma í hálfleiknum er Harald- ur Stefánsson vippaði knettinum aftur fyrir sig og yfir markið eftir hornspyrnu. En það voru ÍA-menn sem réðu ferðinni og eftir nokk- urra mín. leik bættu þeir öðru marki við. Kom það eftir hornspyrnu. Kom hún á kollinn á Júlíusi á mark- teigshorninu og nikkaði hann boltanum aftur fyrir sig þar sem Sigurður Lárusson kom á fullri ferð og spyrnti boltanum í markið af stuttu færi. Þarna var vörn ÍBÍ stöð og illa á verði. Aðeins tveimur mín. síðar minnkuðu Isfirðingar muninn. Jón Oddsson óð þá upp hægri kantinn og sendi inn í teiginn á Jóhann Torfason. Hann fékk knöttinn yst í teignum og skoraði örugglega frá vítapunkti framhjá Davíð Krist- jánssyni, sem lék í markinu í stað Bjarna Sigurðssonar sem meiddist í leiknum við ÍBK á dögunum. Skagamenn fengu enn einu sinni dauðafæri á 40. mín. er Kristján Olgeirsson átti skot utan úr teig í varnarmann sem stóð á línunni og þaðan í stöng. Lítið markvert gerðist eftir þetta og var öruggur sigur Akurnesinga í höfn. í stuttu máli: Akranesvöllur 1. deild. Laugardagur 26. júní. í A — ÍBÍ 2-1 (1-0). Mörk ÍA: Guð- björn Tryggvason á 35. mín. og Sigurður Lárusson á 53. mín. Mark ÍBÍ: Jóhann Torfason á 55. mín. Spjöld: engin. Dómari var Rafn Hjaltalín. Áhorfendur voru 600. SH. ÍA: Davíð Kristjánsson Guðjón Þórðarson Sveinbjörn Hákonarson Sigurður Lárusson Jón Gunnlaugsson Jón Áskelsson Kristján Olgeirsson Jón Alfreðsson Júlíus P. Ingólfsson Guöbjörn Tryggvason Árni Sveinsson ÍBÍ: Hreiðar Sigtryggsson Rúnar Vífilsson Halldór Ólafsson Ámundi Sigmundsson Örnólfur Oddsson Gunnar Guðmundsson Haraldur Stefánsson Kristinn Kristjánsson Jóhann Torfason Gústaf Baldvinsson Jón Odsson Gunnar P. Pétursson (vm) Einar Jónsson (vm) lék of stutt. Lið KA: Valur: 5 Aöalsteinn Jóhannason 4 Brynjar Guðmundsson 6 5 Eyjólfur Ágústsson 6 Sigurður Sveinbjörnsson 6 6 Guðjón Guójónsson 5 Grímur Sæmundsen 7 7 Haraldur Haraldsson 6 Þorgrímur Þráinsson 6 6 Erlingur Kristjánsson 6 Dýri Guðmundsson 6 5 Jóhann Jakobsson 5 Guðmundur Þorbjörnsson 8 6 Gunnar Gíslason 4 Magni Pétursson 6 6 Ormar Örlygsson 4 Hilmar Síghvatsson 7 5 Hinrik Þórhallsson 6 Ingi Björn Albertsson 7 6 Ásbjðrn Björnsson 5 Þorsteinn Sigurðsson 6 7 Elmar Geirsson 5 Valur Valsson 6 Jón Marinósson (vm) Vilhelm Frederiksen vm. 5 Úlfar Másson 5 Lið ÍBV: 5 Páll Pálmaaon 6 Víkingur: 5 Ágúst Einarsson 4 Ögmundur Kristinsson 7 5 Örn Óskarsson 5 Þórður Marelsson 8 6 Þórður Hallgrímsson 4 Magnús Þorvaldsson 6 6 Valþór Sigþórsson 6 Stefán Halldórsson 7 5 Snorri Rútsson 5 Jóhannes Bárðarson 6 5 Sveinn Sveinsson 5 Gunnar Gunnarsson 6 4 Jóhann Georgsson S Ómar Torfason 6 4 Sigurlás Þorleifsson S Jóhann Þorvarðarson 6 5 Ómar Jóhannsson 6 Aöalsteinn Aðalsteinsson 7 5 Viðar ELíasson 5 Heimir Karlsson 6 4 ; Kári Þorleifsson (vm) Sverrir Herbertsson 6 Dómari: Þorvarður Björnsson. Helgi Helgason vm. 6 Mynd Mbl. íij. • Þórður Marelsson og Heimir Karlsson fagna sigurmarkinu innilega. • Valsmenn nýttu ekki tækifærin og Víkingar fóru með sigur af hólmi íslandsmeistarar Víkings sigruðu Val 1—0 í 1. deild íslandsmótsins i knattspyrnu í Laugardal á sunnu- dag. Víkingar fóru með sigur af hólmi en leikurinn hefði allt eins getað endað með jafntefli, eöa sigri Vals; bæði lið sköpuðu sér góð marktækifæri, en Valsmönnum tókst ekki aö nýta sín til marka. Víkingar skoruðu sigurmark leiks- ins á 78. mínútu leiksins og var vel aö verki staðið. Víkingar höfðu átt mikla pressu að marki Valsmanna um nokkurt skeið og fengu horn- spyrnu. Valsmenn náðu að hreinsa frá og hlupu fram til þess að freista þess að gripa Víkingana rangstæða. Það tókst þó ekki, Stefán Halldórs- son, miðvörður Víkings, átti snilldar- sendingu inn fyrir vörn Vals út til hægri á bakvörðinn Þórð Marelsson, sem geystist einn að marki Valsm- anna og skoraði laglega framhjá Brynjari Guðmundssyni; fast skot hans hafnaði neðst í markhorninu. Víkingar höfðu undirtökin í fyrri hálfleik. Þeir beittu stuttum Lið UBK: Guömundur Ásgeirsaon 6 Ómar Rafnsson 7 Valdemar Valdemarsson 6 Björn Þór Egilsson 5 Helgi Helgason 5 Jóhann Grétarsson 4 Trausti Ómarsson 4 Vignir Baldursson 5 Hákon Gunnarsson 4 Sigurður Grétarsson 5 Sigurjón Kristjánsson 5 Helgi Bentsson vm. 5 Birgir Teitsson vm. 3 Lið KR: Stefán Jóhannsson 6 Guðjón Hilmarsson 8 Sigurður Pétursson 6 Ottó Guðmundsson e Jósteinn Einarsson 6 Jakob Pétursson 5 Ágúst Jónsson 7 Willum Þórsson 7 Hálfdán Örlygsson 6 Jón Bjarnason 5 Erling Aðalsteinsson 5 Siguröur Indriöason vm. 5 Valur — a. Víkingur samleik úti á vellinum, en gekk erfiðlega að skapa sér hættuleg tækifæri. Þó jókst pressa þeirra eftir því sem á fyrri hálfleik leið. Á 30. mínútu lék Aðalsteinn Aðal- steinsson laglega á Grím Sæ- mundsen og sendi fyrir markið á Gunnar Gunnarsson, sem hitti knöttinn illa við markteig. Á 37. mínútu sendi Magnús Þorvaldsson knöttinn fyrir mark Valsmanna á Heimi Karlsson, sem skallaði að marki Valsmanna frá markteig, en beint í fang Brynjars mark- varðar. Á 42. mínútu komu Vík- ingar knettinum í mark Vals- manna, Ómar Torfason skallaði knöttinn í netið eftir misheppnað úthlaup Brynjars en Eysteinn dómari Guðmundsson dæmdi markið af. Víkingar hófu síðari hálfleik af sama krafti. Heimir Karlsson skaut yfir eftir fyrirgjöf Aðal- steins þegar á 1. mínútu en síðan tóku Valsmenn öll völd á vellinum næstu 20 mínúturnar og hefðu átt að gera út um leikinn. Guðmundur' Þorbjörnsson átti skot á 2. mínútu af 20 metra færi sem Ögmundur markvörður sló yfir. Ingi Björn Albertsson lék laglega á varnar- mann Víkings og komst inn í víta- teiginn frá hægri og sendi snilld- arsendingu á Guðmund Þor- björnsson, en þrumuskot hans hafnaði í stöng, knötturinn féll fyrir fætur Vals Valssonar, en skot hans lenti í varnarmanni Víkings. Valsmenn tóku horn- spyrnu og knötturinn féll fyrir fætur Vais Valssonar á markteig en skot hans fór yfir. Og áfram héldu Valsmenn. Á 15. mínútu komst Þorsteinn Sigurðs- son einn inn fyrir vörn Víkings en Ögmundur varði með góðu út- hlaupi, en Þorsteinn hefði átt að nýta tækifærið til marks. Á 16. mínútu sendi Hilmar Sighvatsson knöttinn á Guðmund og þrumu- skot hans af 20 metra færi stefndi undir þverslá en Ögmundur náði að koma annarri hendi fyrir knöttinn og slá í horn. En pressa Valsmanna fjaraði út og Víkingar komu aftur inn í leik- inn. Helgi Helgason kom inn fyrir Jóhann Þorvarðarson og á 78. mínútu kom sigurmark leiksins eftir mikla pressu Víkinga. Eftir markið settu Valsmenn tvo leik- menn inná, Úlfar Másson og Vil- helm Fredriksen og hann fékk gott tækifæri á 40. mínútu til þess að jafna. Ingi Björn lék upp að endamörkum, sendi út á Vilhelm, en fast skot hans fór yfir. Staöa Vals slæm Um helgina var dæmt í kærum ísfirðinga og Akureyringa. Albert Guðmundsson var úrskurðaður ólöglegur og 4 stig voru dæmd af Val. Hann lék því ekki með Val gegn Víkingum. Valsmenn munu áfrýja en hætt er við, að Vals- menn vermi nú botnsæti 1. deildar og hafi aðeins 3 stig í stað 7. í stað þess að blanda sér í toppbaráttu á fyrir þeim að liggja að berjast fyrir lífi sínu í 1. deild. En Valsliðið er á uppleið og staðan engan veginn vonlaus. Margir góðir leikmenn eru með, menn með mikla reynslu á borð við Inga Björn, Dýra Guðmunds- son, Grím Sæmundsen og Guð- mund Þorbjörnsson og hvur veit, Albert Guðmundsson. Leikmenn frá velgengnisárunum. Og með íslandsmðtlð 1. delld þeim eru athyglisverðir leikmenn á borð við Hilmar Sighvatsson og Þorgrím Þráinsson. En Valsmenn eiga á brattann að sækja; — þeir tóku áhættu að láta Albert leika og súpa nú seyðið af því. Víkingar blanda sér í toppbar- áttu 1. deildar í sumar. Þeir eru með sterkt lið, en vantar brodd í sóknina. Vörnin er sterk, Ög- mundur var góður í markinu og Stefán Halldórsson, Jóhannes Bárðarson, Magnús Þorvaldsson og Þórður Marelsson fastir fyrir auk þess að Þórður tók virkan þátt í sókninni; snjall leikmaður en mætti hemja skap sitt betur. Gunnar Gunnarsson er sterkur tengiliður og Aðalsteinn Aðal- steinsson vex með hverjum leik, skilar knettinum vel frá sér. Heimir Karlsson er markheppinn miðherji en hann skapar sér fá færi; þarf meiri stuðning. Því hef- ur það vakið nokkra furðu að Stef- án Halldórsson, sem ávallt lék stöðu miðherja og var mjög markheppinn, skuli vera miðvörð- ur. Reykvíkingar annars flokks í eigin borg Það hefur vakið athygli að eng- inn leikur í 1. deild hefur farið fram á aðalleikvangi Laugardals- vallar, en til að mynda léku lands- lið Dana og íslendinga undir 21 árs á aðalleikvangi og sárafáir fylgdust með. Leikur Vals og Vík- ings fór fram á Fögruvöllum, sem er slæmur, mishæðóttur. Mikil óápægja er meðal Reykjavíkurlið- anna og virðist sem Reykvíkingar séu annars flokks í eigin borg. Leikinn á sunnudag dæmdi Eysteinn Guðmundsson. í stuttu máli: Laugardalur: 1. deild. Valur — Víkingur 0—1. Mark Víkings: Þórður Marels- son á 78. mínútu. Áhorfendur 808. • H.Halls. IVlarkvaróarmistök kostuðu KA 2 stig lleimavöllurinn hefur eigi reynst KA happadrjúgur það sem af er keppnistimabilinu og um helgina beið KA lægri hlut gegn ÍBV, 1:0, og því verður trauðlega andmælt að KA-menn geta sjálfum sér um kennt. Þeir léku lengst af ákaflega illa og barátta leikmanna var sáralit- il ef nokkur. Áhugaleysið er illskilj- anlegt þegar þess er gætt að liðið var i efsta sæti 1. deildar og mun það vera í fyrsta sinn i skammri sögu félagsins í 1. deild. Annars má segja að 0:0 jafntefli hefði e.t.v. gefið sanngjarnari mynd af leik þessum og hefði markaleysið undirstrikað rýr gæði hans. Aðstæður til knattleiks voru hinar ákjósanlegustu, ónotaður Akureyrarvöllur var góður og veðrið var gott þó smá golu gætti. Um leikinn sem slikan þarf ekki að fara ýkja mörgum orðum en hitt er svo annað mál að ef þessi tvö lið eru í hópi álitlegri liða 1. deildar þá er það áhyggjuefni hversu slök íslenzk 1. deild er orð- in. Eyjamenn voru öllu skárri i leik sínum þó þeim blessuðum verði hreint ekki hrósað fyrir burðuga knattspyrnu. Þvert á móti leiddu þeir keppnina um lengri spörk og hærri og voru yfir- leitt fljótari á knöttinn, a.m.k. í fyrri hálfleik. Fyrir vikið sóttu Eyjapeyjar all mikið gegn óör- uggri vörn KA en um veruleg marktækifæri var ekki að ræða. Það hjálpaði upp á sakirnar að Sigurlás var venju fremur ódug- legur og hætti oft, þyrfti hann e-ð fyrir hlutunum að hafa. KA-menn voru öllu frískari í síðari hálfleik eða Eyjamenn voru kannski daufari! Altént sótti KA meira en áður og verður það að segjast framherjum KA til hróss, að þeir unnu ótrúlega vel úr þeim fáu og lélegu boltum sem þeir fengu. T.d. lék Elmar Geirsson nokkrum sinnum snilldarlega á Örn Óskarsson en datt niður þess á milli. Þvert á gang síðari hálf- leiks voru það Eyjamenn sem skoruðu, ekki svo að skilja að KA hafi haft e-a yfirburði, heldur lá öllu meira á aðkomumönnum. 7—8 mín. fyrir leikslok fékk ÍBV hornspyrnu sem Ómar Jóhanns- son tók. Spyrnan var ekki hærri Ómar Jóhannsson skoraði mark ÍBV. en svo að Aðalsteinn virtist örugg- ur með að handsama knöttinn án verulegra vandræða. En margt er í heiminum hverfult og lánlaus - markvörðurinn missti knöttinn í eigið mark og reyndist þetta klaufamark vera það mark er greiddi KA rothöggið. Miðvallarspilarar liðanna voru slökustu mennirnir og kann það að e-u leyti að skýra hversu slakur leikur þessi var. Oft á tíðum var þessum tengiliðum milli varnar og sóknar algjörlega sleppt með öm- urlegum langspyrnum. Vörn ÍBV var þokkaleg með góðan markvörð fyrir aftan sig en framlínan hefur oft verið beittari, en það er ÍBV til afsökunar að þeir léku án Kára Þorleifssonar. Vörn KA hefur oftast verið betri eða a.m.k. örugg- ari í leik sínum og Aðalsteinn er hrein ráðgáta, bestur í dag, slak- astur á morgun. Hvað veldur? Maðurinn er of góður fyrir svona hræðileg klaufamörk. Það er göm- ul saga og ný að markverðir geti unnið og tapað leik. Síðast vann Aðalsteinn leik gegn ÍBÍ en nú tapar hann. Hinrik Þórhallsson var góður og skilaði knettinum ætíð vel frá sér og Eyjólfur lék einnig lengst af vel en sem heild voru bæði liðin mjög léleg og ollu miklum vonbrigðum öllum er á horfðu. f stuttu máli: Akureyrarvöllur, laugardaginn 26. júní 1. deild, KA:ÍBV 1-0. Mark ÍBV: Ómar Jóhannsson á 83. mínútu. Gult spjald: Snorri Rútsson ÍBV og Gunnar Gíslason KA. Dómari: Þorvarður Björnsson; línuverðir: Kjartan Tómasson og Friðgeir Hallgrímsson. Áhorfendur: 1000 manns. Tvö mörk KR-inga í síð- ari hálfleik afgreiddu UBK KR GERÐI sér lítið fyrir og sigraði Breiðablik 2—0 á Kópavogsvellinum í 1. deildarkeppninni á laugardag- inn, staðan i hálfleik var 0—0. Hér var um sanngjarnan sigur að ræða, KR-ingarnir voru ákveðnari og sprækari gegn daufum Blikum, sem léku langt frá því sem þeir best geta: KR gekk á lagið og sigurinn var í höfn. Fyrri hálfleikur var afar bragðdaufur, marktækifæri sáust varla og samspil aðeins öðru hvoru úti á vellinum. Bæði lið náðu nokkrum samleiksköflum, en ávallt runnu þeir út áður en hætta skapaðist. Liðin áttu hvort sína atlöguna í fyrri hálfleik, UBK strax á fyrstu mínútu leiksins, er Vignir Baldursson átti hörkuskot rétt yfir markið. Jón Bjarnason átti síðan skalla naumlega fram hjá á 21. mínútu, en þá eru mark- tækifærin líka upptalin. Síðari hálfleikurinn var frís- klegri og strax á 10. mínútu hans, eða 55. mínútu leiksins, skoraði Jósteinn Einarsson fyrra mark KR. Hann fékk knöttinn í dauða- færi rétt utan markteigsins eftir hornspyrnu Hálfdáns Örlygsson- ar, og skoraði með þrumuskoti. Um hríð eftir markið fjölguðu Blikarnir mönnum í sókninni og Jóhann Grétarsson átti kost á að senda á að minnsta kosti tvo fé- laga sína er hann slapp inn fyrir vörn KR hægra meginn. Fyrirgjöf var mun betri kostur en Jóhann 0:2 valdi, hann reyndi markskot, en færið var vita vonlaust og knött- urinn fór víðs fjarri markinu. En sókn UBK fjaraði fljótlega út og á 69. mínútu gerðu KR-ingar út um leikinn. Vörn UBK steinrann og KR-ingar tættu í gegn með fal- legri sóknarlotu, Agúst sendi knöttinn inn fyrir til Willum, hann komst að endamörkum og sendi fyrir markið þar sem Erling Aðalsteinsson var fyrir og skoraði með föstu skoti, 2—0. Eftir síðara mark KR fór áhorf- endur að syfja, engar horfur voru á því að Blikarnir myndu rífa sig upp og KR-ingar voru hæst ánægðir með uppskeruna eins og vænta mátti. Þó átti Sigurður Indriðason gott skot rétt fram hjá og Birgir Teitsson brenndi af besta tækifæri UBK áður en yfir lauk. Þetta var nokkuð góður dagur hjá KR og sigurinn mjög sann- gjarn. Barátta liðsins bar UBK ofurliði, leikmenn KR voru fljót- ari í knöttinn og höfðu nær alltaf betur í návígi. Þá náði liðið þokka- lega saman í samleik all oft þó svo að talsverðan brodd vanti enn í sóknarleikinn. A móti kom að þau fáu færi sem herjuð voru út á ann- að borð voru nýtt vel. Ef farið er að taka menn út og hrósa má geta Willums og Ágústs, sem eru mikil efni. Hálfdán átti mjög góða spretti, einkum í síðari hálfleik, og aftasta vörnin stóð vel fyrir sínu, afgreiddi hina hættulegu fram- herja UBK mjög kirfilega. Þetta var afar slakur leikur hjá UBK, liðið lék langt undir getu, varla er hægt að segja annað. Ólafur Björnsson lék ekki með vegna meiðsla og vörnin var ekki eins heilsteypt fyrir vikið. Þó var þar að finna besta mann UBK, Ómar Rafnsson, leikmaður með mikla yfirferð og auga fyrir mögu- leikum. Eins og oft áður týndust miðjumenn UBK innan um stóra og sterka KR-inga. Þó batnaði lið- ið til muna við að setja Helga Bentsson inn fyrir hinn annars bráðefnilega Trausta Ómarsson, og færa Sigurjón aftar á völlinn. Frammistaða UBK lagaðist mjög við þessa breytingu, en það dugði þó alls ekki til. í stuttu máli: Islandsmótið 1. deild, Kópavogs- völlur: UBK—KR 0-2 (0—0). Mörk KR: Jósteinn Einarsson á 55. mínútu og Erling Aðalsteinsson á 69. mínútu. Spjöld til sýnis: Guðjón Hilmars- son fékk að kanna gula spjaldið. Áhorfendur: 650. Dómari: Óli Ólsen. — gg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.