Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ1982 41 fclk í fréttum Allt gengur sinn vanagang á meðan að Rose Kennedy lifír + Hin 91 árs gamla móðir Edwards Kennedy er nýkomin heim af spítala, eldhress að vanda og tilbúin að halda áfram að hvetja son sinn með ráðum og dáð. Síðan að Edward og Joan Kennedy skildu, er samband hans við móður sína jafnvel enn nánara en áður. A.m.k. einu sinni í mánuði flýgur Edward Kennedy í fylgd með börnum sínum til Palm Beach í Flórída þar sem Rose dvelur í ríkmann- legu einbýlishúsi. Síðan snæðir fjölskyldan kvöldverð saman í sama stíl og Kennedy-fjölskyld- an hefur gert í tvo ættliði: Rose Kennedy situr við annan enda borðsins og Edward Kennedy situr við hinn og spyr börn sín út úr í sambandi við nám þeirra og námsárangur. Síðan gefur Edward ráðleggingar og áminn- ingar og Rose móðir hans kinkar kolli í samþykkisskyni. Það var Jóseph Kennedy, faðir Edwards, sem kom þessum kvöldverðarsið- um á í Kennedy-fjölskyldunni. Morguninn eftir fer svo öll fjöl- skyldan saman í kirkju. Rose Kennedy og Edward sonur hennar í sundlauginni á Palm Beach, Florída. Marie Osmond giftist mormóna + Ameríska söngkonan Marie Osmond ætlar að gifta sig þann 26. júní í mormónamusterinu í Salt Lake City, heimaborg Osmond-fjölskyldunnar. Tilvonandi eiginmaður hennar er Steve Craig fræg körfuboltastjarna þar vestra. Hún var áður trúlofuð tónlistarmanninum Jeff Crayton, en trúlofun þeirra fór út um þúfur. Jeff hélt því fram að fjölskylda Marie ætti sök þar á þar sem hann væri ekki mormóni eins og Marie. Steve Craig er aftur á móti mormóni eins og Marie og alinn upp í stórri fjölskyldu eins og Marie og er fjölskylda Marie afskaplega ánægð með hann. Marie og Steve hittust fyrir einu og hálfu ári. COSPER l’rinsessa Elena af Spáni. Þeim leiðist kóngafólk Margir myndu vilja gefa mikið til að verða prinsar og prinsessur en svo eru aðrir sem vilja helst losna við þessa titla og þá ábyrgð sem þeim fylgir. Elena prinsessa af Spáni, 18 ára og önnur í röðinni til ríkis- erfða, hefur sagt: „Mér leiðast aðalsmenn. Ég ætla örugglega að giftast borgaralega." Tomohito prins af Japan, 36 ára og sjöundi í röðinni til ríkiserfða þar í landi, hefur ennþá ákveðnari skoðun á þessu máli. Hann vill helst segja sig opinberlega úr keis- ara-fjölskyldunni. Tomohito prins er félagsráðgjafi og finnst hinar keisaralegu skyld- ur sínar vera sér fjötur um fót í starfi sínu. Tomohito prins af Japan. Benidorm Beint leiguflug — góöir gististaðir Næsta brottför 14. júlí. Uppselt. 4. ágúst. Uppselt. 25. ágúst. Uppselt. Brottför 15. september. Laus sæti. FERÐASKRIFSTOFAN ai/van ikii 17 ciuao oaom nnmn ^ 'W NOATUNI 17 SIMAR 29830 og 29930 'W HÖFUM TIL SÖLU EFTIRTALIN TÆKI CP BOURG 14 stöðva upptökuvél meö staflaboröi, hefti- vél og brotvél. Hentug fyrir papplr frá 45 gr til 250 gr. Papplrsstæröir A5 — A3. Selst meó 6 mán ábyrgó. NASHUA 1220 DF Ijósritunarvél meö matara. MULTILITH 1250 offset fjölritari. Tækin eru öll I góöu lagi. Nánari upplýsingar um tækin gefnar kl. 9—5 daglega. Óðinsgötu4, 101 Reykjavik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.