Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1982 Skipalyftan hf. í Vestmannaeyjum vígð: Skuttogar- anum Sindra snarað á land SKIPALYFTAN hf. í Vestmannaeyj- um var vígð við hátíðlega athöfn sl. sunnudag að viðstöddu fjölmenni, en það var skuttogarinn Sindri sem var fyrsta skipið sem Skipalyftan tók á þurrt. Skipalyftan i Eyjum er sú stærsta á landinu og öll mannvirkja- gerð í kringum lyftuna á Eiðinu hefur verið vandlega skipulögð með við- gerðir og nýsmíði skipa í huga. Skipa- lyftan í Eyjum lyftir 950 tonnum og það var ævintýralegt að sjá skuttogar- ann vera kominn upp á bryggju i lyft- unni á skammri stund. Jón I. Sigurðs- son, hafnsögumaður og fyrrverandi formaður Hafnarstjórnar, flutti vígsluræðuna, en hann lét fyrir skömmu af störfum i Hafnarstjórn eftir áratugastarf. Afhenti hann Njáli Andersen, vélsmíðameistara og stjórnarmanni Skipalyftunnar, lykla- völdin að mannvirkinu. Bæjarsjóður Vestmannaeyja festi kaup á Skipalyftunni haustið 1972, eftir að bæjarstjórn Hafnar- fjarðar ákvað að hætta við kaup á skipalyftu frá Bandaríkjunum og Póllandi. Gekk bæjarsjóður Vest- mannaeyja inn í kaupin, en eldgos- ið 1973 setti strik í reikninginn og var lyftan þá flutt frá Eyjum vegna goshættunnar, en viðræður um uppsetningu og rekstur voru þá á byrjunarstigi. Bæjarsjóður Vestmannaeyja er eigandi Skipalyftunnar, en vél- smiðjurnar Magni og Völundur sameinuðust um stofnun Skipalyft- unnar hf. ásamt rafiðnaðarfyrir- tækinu Geisla og er rekstur nýja fyrirtækisins hafinn í nýjum húsa- kynnum Skipalyftunnar. Þá er Fjöldi manns var viðstaddur vígslu Skipalyftunnar í Eyjum. Þarna er Sindri korainn í lyftuna og hífíng hafín. LjÓHmyndir Mbl. GuðUugur Sigurgeirason frágengið að Skipaviðgerðir hf. munu annast trésmíðaþáttinn í starfi Skipalyftunnar hf. Fram- kvæmdastjórar Skipalyftunnar hf. eru Gunnlaugur Axelsson og Kristján Ólafsson. Verkstjórn við uppsetningu lyftunnar var í hönd- um Sölva Friðrikssonar, en Viðar Aðalsteinsson tæknifræðingur hef- ur haft umsjón með verkinu af hálfu Hafnarsjóðs. Skipalyftan mun taka að sér all- ar skipaviðgerðir, viðhald, breyt- ingar og nýsmíði og eitt af fyrstu verkefnunum verður að fram- kvæma breytingar á öllum jap- önsku skuttogurunum í landinu. Við vígsluathöfnina blessaði séra Ingólfur Guðmundsson mannvirkið og meðal ræðumanna var Hjálmar R. Bárðarson siglingamálastjóri, sem lýsti ánægju sinni yfir því að vera viðstaddur þennan stórmerka atburð í Vestmannaeyjum. Kvað Hjálmar hagleiksmenn í skipa- smíðum löngum hafa verið í Eyjum og minntist hann á skipasmíða- stöðina Skipaviðgerðir sem fram- leiðir m.a. margar gerðir af plast- bátum. Unnið er að frágangi svæðisins í kringum Skipalyftuna og innan skamms verða tilbúnar dráttar- kerrur sem draga skipin á stæði meðan unnið er við þau. — á.j. Það er kraftur í KR IBK Lím og kítti frá xXo Van Heusen Dömu- og herraskyrtur. Heimsþekkt gæðavara. Laugardalsvelli í kvöld kl. 8. S0 Heiöursgestur okkar er hinn frægi KR-ingur og forseti KSI: Ellert B. Schram. , »<■ SS-, 0«” 0KKff TRYGGINGAMIÐSTOÐIN" AÐALSTR Ofurkraftur Afram KR HÓTEL ÞJÓNUSTA SKÚLAGÖTU 30. simar 23 88 » 2 3388 ótrúleg ending kr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.