Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.06.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ1982 39 sem samborgarar þekktumst við vel áður en okkar samstarf hófst. En ég átti einnig samstarf við fleiri en Asberg í þessari fjöl- skyldu, því að um nokkurt árabil störfuðu með mér bæði Olga, dótt- ir hans, og Kristján, sonur hans, og mér er bæði ljúft og skyit að segja að þar voru góðir sam- starfsmenn, dugleg og áreiðanleg þar sem þau voru og báru örugg- lega foreldrum sínum fagurt vitni. Það er hollt fyrir þá, sem bera fram sínar mörgu kröfur nú á dög- um til samfélagsins, ríkis, sveitar- félagsins, atvinnurekstrarins, að staldra' ögn við og bera saman lífsbaráttu þeirra sem voru að byrja starfsævina í lok annars áratugs þessarar aldar og langt fram eftir fimmta áratugnum. Þá má segja, að lífsbaráttan hafi ver- ið hörð. Þá voru ekki gerðar kröf- ur til annarra. Kröfurnar, sem gerðar voru, voru fyrst og fremst til sín sjálfs og einkunnarorðið, sem hver og einn setti sér, var að nú væri að duga eða að drepast. Undir þessu einkunnarorði starf- aði og barðist maður eins og Ás- berg Kristjánsson og ótal margir aðrir, sem hófu lífsbaráttuna og starfið á líkum tíma og hann. Þá var aldrei talað um að aðrir ættu að koma til hjálpar. Það var fyrst og fremst treyst á sjálfan sig, getu sína til vinnu, og lögð var nótt við dag að leysa þau verkefni, sem menn tóku sér fyrir hendur. Sam- félagið var þá ekki sú ímynd sem allir geta krafist alls af. En sam- félagið var líka hóflegt þá í kröf- um sínum til þessara manna, sem börðust harðri lífsbaráttu, en síð- ari tímar hafa gerbreytt þjóðfé- lagsmyndinni á þann veg, að nú eru gerðar það miklar kröfur til samfélagsins og um leið gerir samfélagið kröfur til allra þeirra sem vinna og hafa tekjur, að taka meira af þeim en góðu hófi gegnir. Ásberg Kristjánsson var alinn upp í þeim anda að vera sjálfum sér nógur, treysta á sjálfan sig í starfi og lífi. Hann var ákveðinn talsmaður einstaklingsfrelsis og einstaklingshyggju. Hann gerði sér ljóst, að félagshyggjan er Konan mín og móöir okkar, GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR, Lönguhlíð 21, lést síöastliöinn sunnudag i Landspítalanum. Pálmi Guömundsson, Guömundur H. Pálmason, Garöar Ó. Pálmason. t Eiginmaöur minn og faðir okkar, RAGNAR RAGNARSSON, dýralasknir, andaöist aö morgni hins 27. júní. Jaröarförin veröur auglýst síðar. Halla Bergsdóttir og börnin. t Hjartkær eiginmaöur minn og faöir, GUÐMUNDUR BALDURSSON, Bragagötu 22, lést í Borgarspítalanum þann 27. júní. Útför fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 1. júlí kl. 10.30. Bryndís Bendor, Helga Guömundsdóttir. t Elskulegi eiginmaöur minn, faðlr, stjúpfaöir, tengdafaöir og afi, RAGNAR GUÐJÓNSSON, fyrrv. forstjóri, Kvtabryggju, lést sunnudaginn 27. júní 1982. Inga Kristjánsdóttir, Gunnhildur Ragnarsdóttir, Eygló Ragnarsdóttir, Guörún Sigursteinsdóttir, tengdabörn og barnabörn. t LOFTUR KRISTJÁNSSON, fangavöröur, frá Felli, veröur jarösunginn frá Skálholtskirkju, miövikudaginn 30. júní kl. 14.00. Jarösett veröur aö Haukadal. Bílferö veröur frá Umferöarmiöstöðinni kl. 12. Faöir og systkini hins látna. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, K ATRÍNAR EYJÓLFSDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki Elliheimilisins Grundar fyrir frábæra umönnun á liönum árum. Eyjólfur Jónsson, Rannveig Jónsdóttir, Guórún Jónsdóttir, Ingimar G. Jónsson, Aóalsteinn V. Jónsson, Tómas Jónsson, Svandís J. Witch, Guórún J. Guögeirsdóttir, Bergmundur Guölaugsson, Vigdís Ester Eyjólfsdóttir, Bára I. Vigfúsdóttir, Maggý H. Jóhannsdóttir, Raymond Witch, barnabörn og barnabarnabörn. nauðsyn til þess að hrinda öllum stærri áformum í framkvæmd. Hann var ekki maður ríkisrekstr- ar eða umsjár ríkisins eða mið- stýringar. Hann treysti á mátt sinn og megin. Hann komst áfram í lífinu. Hann byggði sitt heimili með sinni ágætu konu, ól upp barnahópinn sinn með þeim hætti að þessi börn öll fóru ung að vinna og sjá fyrir sér sjálf og fetuðu á þann hátt dyggilega í fótspor sinna góðu foreldra. Að leiðarlokum vil ég þakka Ásberg Kristjánssyni fyrir langa samvinnu, fyrir tryggja og góða vináttu á liðnum áratugum. Ég sendi frú Elísabetu, börnum hans, tengdabörnum, barnabörnum og öðru skylduliði innilegar samúð- arkveðjur um leið og ég bið þess að minningin um góðan dreng megi lifa í hjörtum þeirra og okkar all- ra, sem hann þekktu bezt. Hann var þreyttur maður, farinn að heilsu, og því var honum þörf hvíldar. Eftir lifir minningin um góðan dreng, sem stóð fyrir sínu í lífinu og var kær þeim, sem með honum lifðu og störfuðu, en þó kærastur var hann þeim sem mest voru með honum og gerzt þekktu hann. Guð blessi minningu Ásb- ergs Kristjánssonar. MaUhías Bjarnason Gott veður um Breiða- fjörð undanfarið Stykkishólmi, 25. júní. SEINUSTU daga hefir verið ágætt veður hér um Breiðafjörð, sól oftast og hiti. Þetta veður hafa margir not- að sér og ferðahópar leggja nú leið sína um Snæfellsnes. Mikið hefir að undanfornu verið að gera á hótelinu og um þessa helgi verður aðalfundur Læknafélags íslands haldinn hér í Stykkishólmi og gerir aðstaðan það að menn vilja breyta til og halda fundi utan Reykjavíkur. í þessari viku var hér á vegum Norræna félagsins 20 manna hóp- ur kennara frá Danmörku sem voru í orlofi og að kynna sér ýmis viðhorf á Islandi. Þessi hópur var einnig á vegum kennara hérlendis. Hópur þessi gisti á heimilum hér og skoðaði bæinn kvöldið sem hann kom og ræddi við bæjarbúa. Var að þessari heimsókn góð kynning og létu hinir erlendu gestir sérstaklega vel af dvöl sinni hér á landi. Næsti áfangi var svo Borgarfjörður og um kvöldið var farið til Hveragerðis. Þá var ákveðið að verja tveim dögum í Vestmannaeyjum. Fréttaritari. Ráðið í allar kennarastöður Stvkkishólmi, 25. júní. FVRSTI fundur hinnar nýkjörnu skólanefndar hefir þegar verið hald- inn. Auglýst var eftir kennurum snemma í vor og nú mun vera ráðið í allar lausar stöður hér. " Þá er unnið af krafti við bygg- ingu hins nýja skóla og er von okkar að húsið komist undir þak í haust. „ , Frettaritan. auulVsincasiminn er: 22480 JMargualiIaöiÖ SILVER Hörku ferðatæki fyrir þá sem vita hvað þeir vilja Stórglæsilegt ferðaútvarpstæki mneð lausum hátölurum, heyrnartæki fylgir. Langbylgja, FM bylgja, miðbylgja. Metal Cassettur og venjulegar 220 volt og einnig fyrir rafhlööur. 6 gerðir. Verö við allra hæfi. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Bergstaöastræti 10 A Sími 16995

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.