Morgunblaðið - 13.07.1982, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ1982
18 feta seglbátur í erfiðleikum
vegna veðurs við Garðskaga
AÐKARANÓTT mánudagins lenti segl-
háturinn Assa frá Kópavogi i erfiðleik-
um, skammt innan vió GarAskagavita,
en þá hafAi gert talsverAan sjó og veó-
urhæA var orAin mikil. Seglháturinn
hafAi rekiA af leiA vegna slæms skyggn-
is og hófðu bátsverjar þvi samband við
Slysavarnafélagið og báðu þá um að
fylgjast með sér, ef þeir skyldu lenda í
enn frekari vandræðum, þvi þeim
fannst þeir komnir of nálægt Garð-
skaga, en röstin þar getur verið hættu-
leg. Skipstjórinn á Reykjaborginni RE
25, sem kom þarna að, ráðlagði þeim að
fara inn i Sandgerði, og lóðsaði hann þá
fyrir Garðskagann, en tók þá síðan i tog
inn í Sandgerði, þar sem þeir náðu höfn
á sjötta tímanum á mánudagsmorgun.
„Það hefði getað farið verr ef við
hefðum lent í vandræðum með að ná
sambandi við menn, en slíkt hefur oft
komið upp við slíkar aðstæður. Við
erum með VHS-stöð og vorum þar af
leiðandi í mjög góðu talstöðvarsam-
bandi við Slysavarnafélagið og menn
í Keflavík og Sangerði," sagði Ari
Bergman, sem var ásamt félaga sín-
um Jóhanni Hallvarðssyni á leið frá
Arnarstapa til Reykjavíkur í 18 feta
seglbát, er þeir lentu í erfiðleikum
vegna veðurs. „Við lögðum mikla
áherslu á að blotna ekki og þá sér-
staklega að ofreyna ekki bátinn, en
hann er mjög vel útbúinn öllum tækj-
um og var það geysilegt öryggi fyrir
okkur að vita, enda urðum við ekki
hræddir og við slíkar kringumstæður
eru menn skynsamir og breyta jafnan
rétt.
Við lögðum í hann klukkan átta á
sunnudagsmorgun frá Arnarstapa og
hefðum eftir öllum kringumstæðum
átt að vera komnir til Reykjavíkur
fyrir kvöldið, en við lentum í stillu
sem varði til klukkan átta um kvöldið
og komumst lítið áfram. Veðurspáin
var nokkuð góð, suðaustan gola eða
kaldi, þannig að við vorum nokkuð
öruggir með okkur. Upp úr miðnætti
fór hann að gera svolítinn sjó og ákv-
áðum við því að komast undir Skip-
askaga, en lentum of nálægt Mýrum
og kusum því heldur að slá undan yfir
á Reykjanesið og ná höfn í Vogum
eða þá í Keflavík. Vegna slæms
skyggnis rak okkur meir af leið en
okkur grunaði, en þar sem við höfð-
um góða miðunarstöð gátum við séð,
að við vorum komnir of nálægt
Garðskaga, þar sem röstin getur ver-
ið hættuleg. Við reyndum þó eftir
megni að þrauka á móti og feta okkur
áleiðis til Keflavikur, en til öryggis
höfðum við samband við Slysavarna-
félagið og báðum þá að fylgjast með
okkur.
Skipstjórinn á Reykjaborginni kom
þarna að og ráðlagði okkur að vera
ekki að rembast þarna fyrir í Kefla-
víkinni, því þar var orðinn slæmur
sjór. Við sigldum eftir hans leiðsögn í
gegnum röstina enda var sjólag það
vont að það var útilokað að taka
okkur í tog, en Reykjaborgin dró
okkur síðan inn í Sandgerði, síðasta
spölinn. Við vorum aldrei í neinni
lífshættu. Þetta sýnir hversu mikil-
vægt er að menn séu rétt útbúnir ör-
yggistækjum, því enginn veit hvenær
slíkar aðstæður geta komið uppv“
sagði Ari Bergman í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Seglbáturinn Assa i Sandgerðis-
höfn í gærmorgun.
Ljósmynd Kax.
ISUMARFERDALAGID
og snjóinn næsta vetur
SAAB99
Verð frákr. 160.600
SAAB900
Verð frá kr. 187.600
Nú er einmitt rétti tíminn til þess aö fá sér
framhjóladrifinn bíl fyrir sumarferðalögin.
Framhjóladrifiö eykur stórlega öryggi í
akstri á vegum úti - og svo koma kostir þess
enn betur í Ijós í snjónum næsta vetur
- bíddu bara.
Komdu og kynntu þér SAAB
- þú getur verið komin á einn eftir viku
TOGGURHR
SAAB
UMBOÐIÐ j
BÍLDSHÖFÐA 16, SÍMI 81530 |