Morgunblaðið - 13.07.1982, Page 12

Morgunblaðið - 13.07.1982, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ1982 Samningar bankamanna runnu út 1. jýní: Leggjum áherzlu á tæknimálin og atvinnulýðræði — segir Vilhelm G. Kristinsson, frkvstj. SÍB Kjarasamningar banka- manna runnu út 1. júní sl., að sögn Vilhelms G. Kristins- sonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenzkra banka- manna, en undanfarið hafa farið fram viðræður sam- bandsins og bankanna um ýmis atriöi málsins. —Á síðasta ári náðist lítið fram af kröfugerðinni, þannig að á heildina litið er kröfugerðin mjög svipuð nú, við leggjum þó sérstaka áherzlu á að ná inn einhverjum samningaákvæðum varðandi INNLENT tæknivæðingu og atvinnulýðræði. Þá eru launakröfurnar svipaðar og í fyrra, en þá var það sett fram sem viðmiðun að ná aftur kaup- mættinum frá 1978—1979, sagði Vilhelm G. Kristinsson ennfrem- ur. Aðspurður um hversu mikla hækkun bankamenn þyrftu, ef þeir ættu að ná umræddum kaup- mætti, sagði Vilhelm að sú tala lægi á bilinu 16—17%. — Það er hins vegar ljóst, að menn verða eitthvað að spila þetta eftir því, sem verið hefur að gerast á hinum almenna vinnumarkaði, sagði Vil- helm ennfremur. Vilhelm sagði, að nefndir bankamanna og bankanna væru að störfum, bæði um launakerfið og um tæknimálin og atvinnulýð- ræðið. — Við viljum því bíða átekta og sjá hvað kemur út úr þessum viðræðum, sagði Vilhelm. Félagar í Sambandi íslenzkra bankamanna eru um 2.400 talsins, starfandi víðs vegar um landið. Lóðum í Laugarási úthlutað eftir tvær vikur: Umsækjendur með 104 stig fá að líkindum lóð Dregið á milli umsækjenda með 96 stig ÞKJÁTÍl! einbýlishúsalóðum í Laug- arási sem auglýstar voru til úthlut- unar í maímánuði sl., verður vænt- anlega úthlutað eftir u.þ.b. tvær vik- ur, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Davíð Oddssyni borgarstjóra í Reykjavik í gær. I samtali við Mbl. sagði Hjör- ieifur Kvaran hjá borgarverk- fræðingsembættinu í Reykjavík, að úthlutað yrði 30 lóðum í Laug- arási. Um 750 umsóknir bárust um lóðir í Laugarási og Sogamýri, flestar um Laugarás, en þeir sem sóttu um lóðir í Sogamýri sóttu flestir um Laugarás til vara, að sögn Hjörleifs. Eins og kunnugt er af fréttum hefur verið hætt við að byggja í Sogamýri. Hjörleifur taldi að um 650 um- sóknir ættu við um Laugarásinn, og þeir umsækjendur sem hafa 104 stig myndu að líkindum fá þar lóð. Hins vegar yrði dregið á milli þeirra umsækjenda sem hefðu 96 stig. Lóðaumsækjendum var á dög- unum gefinn kostur á að kynna sér stigaútreikning lóðanefndar og gera athugasemdir við hann og sagði Hjörleifur að 14 umsækjend- ur hefðu nýtt sér þann rétt. Af- staða til athugasemdanna verður tekin á borgarráðsfundi nk. þriðjudag. Þá sagði Hjörleifur að nokkrir aðilar hefðu farið fram á úthlutun vegna sérstakra ástæðna, en ekki hefði verið tekin afstaða til þeirra umsókna. Treysti mér ekki til að mæla með auknum hraða á malbikuðum vegum — segir framkvæmdastjóri Umferðarráðs „ALLAR þessar brautir eru með eina akrein í hvora átt og á sambæri- legum vegum eriendis er yfirleitt ekki heimilaður meiri hámarkshraði heldur en hér er, en þó er það til,“ sagði Óli H. Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Umferðarráðs í sam- tali við Mbl., en hann var spurður um hvort eðlilegt teldist, hve lítill munur væri á hámarkshraða á mis- jöfnum malarvegum annars vegar og malbikuðum akbrautum hins vegar. Óli H. Þórðarson sagði að al- mennur hámarkshraði úti á veg- um landsins væri 70 km á klukku- stund, en á sumum vegum væri 80 km hámarkshraði leyfður yfir sumarmánuðina. „Þegar á heild- ina er litið þá held ég að flestir malarvegir úti á landi séu þannig, að það sé í lagi að aka á þeim á 70 km hraða. Hins vegar gefa mal- bikuðu vegirnir möguleika á meiri hraða. Það má kannski segja að það sé óeðlilegt að þarna sé ekki meiri munur á, en það er ljóst að þetta mál verður tekið upp innan nokkura ára, en hvort það leiðir til hraðaaukningar, um það skal ég ekki segja," sagði Óli H. Þórðar- son. Óli H. Þórðarson sagðist ekki treysta sér til þess að mæla með auknum hámarkshraða á malbik- uðum vegum að óbreyttu ástandi, —þegar ein akrein væri í hvora átt, það væri lykilatriði. Hins veg- ar sagðist hann þeirrar skoðunar að hækka mætti hámarkshraða á akbrautum í Reykjavík, þar sem tvær akreinar væru í hvora átt og vegur lægi ekki alveg að byggð. Hafsteinn Aðalsteinsson og Birgir V. Halldórsson á þessum glæsilega Ford Escort sigruðu í Húsavíkur- rallinu. Taldi Birgir, eigandi bíisins, að rásfesta bílsins hefði hjálpað þeim mikið. Hér má sjá hve vel bíllinn liggur i beygjum. Húsavíkurrall: Sex bílar af sextán luku erfiðri keppni AÐEINS sex bílum af sex- tán er hófu keppni í Húsa- víkurrallinu á laugardag- inn komust í mark. Sigur- vegarar urðu Hafsteinn Aðalsteinsson og Birgir Viðar Halldórsson á Ford Escort 2000. í öðru sæti urðu Óskar Ólafsson og Árni Óli Friðriksson á Ford Escort 2000. Þriðja sæti náðu Ævar Hjartar- son og Bergsveinn á Lada 1600, er árangur þeirra sérlega lofsverður þar sem þeir eru tiltölulega nýbyrj- aðir að keppa í rallakstri. Rallið hófst klukkan sex á laugardagsmorgunn og stefndu allmargir ökumenn á fyrsta sæt- ið. Bilanir settu hins vegar stórt strik í reikninginn. Fjórir bílar, sem búist var við að berjast mundu um toppsætin féllu úr leik fyrir hádegi. Ómar og Jón Ragnarssynir byrjuðu á að velta Renault-bíl sínum á annari sér- leið. Missti Ómar stjórn á hon- um í hvarfi og velti bílnum heil- hring og endaði á hliðinni. Var honum komið á hjólin, en þeir Ómar og Jón urðu síðan að hætta keppni þegar gírkassinn bilaði nokkru seinna. Birgir Bragason og Óskar Gunnlaugs- son á Skoda 130 RS duttu út þeg- ar afturspyrna brotnaði í bíln- um. Höfðu þeir þá náð besta tíma á nokkrum sérleiðum. Egg- ert Sveinbjörnsson kom mörgum á óvart þegar hann náði forystu í rallinu eftir að nokkrar sérleið- ir höfðu verið eknar. Hafði hann rúmlega mínútu forskot á keppi- nautana, er öxull brotnaði í bil hans. Fjórði toppbíllinn sem féll úr keppni var Escort 2000 þeirra Jóhanns Hlöðverssonar og Magnúsar Arnarssonar. Kúpling fór hjá þeim eftir að sjö sérleiðir höfðu verið eknar. Eftir að þess- ir kappar voru fallnir út áttu Hafsteinn Aðalsteinsson og Birgir V. Halldórsson tiltölulega auðvelt með að halda forystu allt til loka. En það gékk á ýmsu þrátt fyrir það. Snemma um morguninn veltu þeir félagar Logi Einarsson og Gunnlaugur Rögnvaldsson Escort sfnum. Rann afturendi bílsins fram af háum kanti og rúllaði á toppinn, þar sem hann stöðvaðist. Eftir að hafa velt bílnum við og bætt olíu á vélina héldu þeir ótrauðir áfram. Náðu þeir fjórða sæti, þrátt fyrir veltuna og ýmsar smábilanir er þá öngruðu. Skrautlegasta atvikið í rallinu var án efa vatnskassaþétting þeirra kumpána, Matthíasar Sverrissonar og Sigurjóns Harð- arsonar, á Mitsubishi Celeste. Er vatnskassinn hjá þeim fór að leka illilega sóttu þeir kúamykju inn á næsta tún og smurðu í göt- in á vatnskassanum. Reyndist þetta svo vel að í gríni ræddu þeir um að sækja um einkaleyfi á þessari aðferð við þéttingu á vatnskössum. Ymsar smábilanir töfðu Matthías og Sigurjón og luku þeir keppni að lokum og höfnuðu í fimmta sæti. Á eftir þeim komu bræðurnir Auðunn og Pálmi Þorsteinssynir á Es- cort 1600. Bílarnir gerðu þeim lífið einnig leitt og voru þeir fegnir að komast í mark eftir mikinn barning. Húsavíkurrallið var mjög erfitt að þessu sinni og reyndi mjög á ökumenn. Skipu- lag var gott og almenn ánægja var með keppnina. Eftir þetta rall hafa Óskar Ólafsson og Árni ÓIi Friðriksson forystu í ís- landsmeistarakeppninni, en næstir koma bræðurnir Ómar og Jón Ragnarssynir og jafnir þeim Hafsteinn Áðalsteinsson og Birgir V. Halldórsson. Þrátt fyrir þessa veltu og ýmsar bilanir tókst Loga Einarssyni og Gunnlaugi Rögnvaldssyni að halda áfram keppni og ná fjórða sæti í „Morgunblaðsbílnum“, sem er Ford Escort.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.