Morgunblaðið - 13.07.1982, Síða 18

Morgunblaðið - 13.07.1982, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1982 Ólga í Bretlandi: Hvernig komast óboðnir á rúmstokk drottningar? liondon, 12. júlí. Al*. KKKITT á að vera að greina göt i örvggiskerfi Buckingham-hallar en þrátt fyrir það hefur það nú gerst oftar en einu sinni að óboðnir gest- ir eru á ferli þar innan dyra, nú síðast á rúmstokki Elísabetar II drottningar árla morguns á föstu- dag. Menn spyrja sig hvernig svona nokkuð geti gerst þar sem á að heita að öryggisverðir, lögregla og starfsfólk sé á sveimi kring- um drottningu og bústað hennar allan sólarhringinn. Aðhlátursefni varð yfirlýsing William Whitelaws innanríkis- ráðherra í dag er hann sagði að gæsla umhverfis og inni í höll- inni hefði verið bætt til muna á undanförnum 18 mánuðum og einum þingmanni varð að orði: „Hvernig var hún þá áður?“ Komið hefur fram í allri þess- ari umræðu, að maður þessi hef- ur áður brotist inn í höllina, en það var í síðasta mánuði er kom- ið var að honum þar sem hann hafði stoiið hálfri vínflösku þar innan dyra, en hann mun ekki hafa verið dæmdur vegna þess máls. Mönnum er létt er þeir hugsa til þess hverjar afleiðingarnar hefðu getað orðið ef um hefði verið að ræða einbeittan hryðju- verkamann en greinilegt er að þar hefðu getað orðið meiri og alvarlegri afleiðingar. Whitelaw sagði að ríkissak- sóknari væri nú að undirbúa kæru á hendur hinum óboðna gesti, en enn hefur ekki verið gefið upp hvaða leið hann fór inn í hpllina og hvernig hann komst framhjá öllum öryggisvörðum, Hér sést inngangur Buckinghamhallar, sem gætt er jafnt af lögreglu sem öryggismyndavélum frá báðum hliðum. þjónum og öðru, en ríkislög- reglan mun nú vera að kanna það mál til hlítar. Elísabet II drottning mun ekki hafa látið heimsóknina koma sér úr janfvægi, en hún talaði við manninn í rólegheitum á rúm- stokknum þangað til hún sá sér fært að kalla til þjón er gestur- inn bað um sígarettu en hún kvað ekki vera í herberginu. Spádómar hafa verið á lofti í dag, að Whitelaw innanríkis- ráðherra verði neyddur til að segja af sér vegna máls þessa, en mikil ólga er nú meðal manna í Bretlandi sökum þess og haft er eftir dálkahöfundi Daily Ex- press, Peter Mckay: „Ef drottn- ingin getur ekki lengur sofið óhult í sínu eigin rúmi án þess að eiga á hættu að vakna með óboðna gesti á rúmstokknum, hvers er þá að vænta fyrir okkur hin.“ Whitelaw kvaðst vera sleginn yfir atburðinum og gerðar yrðu miklar ráðstafanir til að auka öryggi drottningarinnar og fjöl- skyldu hennar. Atvikið mun einnig verða rannsakað ofan í kjölinn til að koma í veg fyrir að svona nokkuð endurtaki sig. Hann bætti við: „Augljóst er að hér var um að ræða tæknileg mistök, en þau voru einnig mannleg.“ Ekki mun þó vera að sakast eingöngu við lögregluyfirvöld, þar sem komið hefur fram að fjölskylda drottningar hefur ekki verið hlynnt of mikilli ör- yggisgæslu, eða öllu heldur þeirri ímynd að birtast stöðugt umvafin öryggisvörðum. Ósló: Ný sprengja finnst á járnbrautarstöðinni Örlítill galli í tímaverkinu olli því að hún sprakk ekki Osló, 12. júlí. Krá frHlarilara Mbl. Veður víða um heim Akureyri 13 rigning Amaterdam 27 heióskírt Aþena 30 heióskirt Barcelona 28 mistur Berlin 28 heióskfrt Brilssel 28 heiðskfrt Chicago 25 skýjað Dyflinni 16 skýjaó Feneyjar 28 jiokumóóa Franklurt 32 heióskfrt Genf 31 heióskfrt Helsinki 25 heióskírt Hong Kong 32 heióakírt Jerúsalem 34 heióskfrt Jóhannesarborg 17 heióskfrt Kairó 33 heióekírt Kaupmannahöfn 25 heióskfrt Las Palmas 23 heióskfrt Lissabon 24 helðskfrt London 22 skýjaó Los Angeles 30 heiðskírt Madrid 32 heióskfrt Malaga 33 lóttskýjaó Mallorca 31 heióskírt Mexikóborg 28 skýjað Miami 30 skýjaó Moskva 29 heióskirt Nýja Deihi 42 sfcýjaó New York 27 skýjaó OSlÓ 23 skýjaó Paris 32 skýjaó Perth 20 heióekfrt ísraelskir njósnarar inni á gafli hjá PLO latndon, 12. júlí. AP. ÍSHAEI.IIM hcfur tekist að lauma njósnurum sínum inn í rartir Palestínu- manna, jafnt i pólitíska yfirstjórn PI.O, frelsisfylkingar Palestínumanna, sem í hernaóarlegu dcildina, aft því er segir í The Timcs of London. Fréttaritari blaðsins, Rober Fisk, segir, að ísraelar hafi fengið ná- kvæmar upplýsingar um allar hreyf- ingar skæruliðanna og aðsetur þeirra í Vestur-Beirut og sé það að þakka einhverju „umfangsmesta njósnaneti, sem um getur frá lokum síðari heimsstyrjaldar". The Times segir, að foringi í liði skæruliða, sem „var í miklum met- um hjá þeim“ og var oft málsvari þeirra á fundum með erlendum fréttamönnum, hafi skotið upp koll- inum í Tyros eftir að ísraelar höfðu lagt borgina undir sig. „Þegar nokkrir ísraelskir herforingjar óku til hans í jeppabifreið virtust þeir bera kennsl á hann, því að þeir handtóku hann ekki, eins og vænta hefði mátt, heldur heilsuðu honum að hermannasið," sagði í Times. Times segir, að augljóst sé, að ísraelar hafi fyrir löngu komið út- sendurum sínum fyrir innan Frels- isfylkingar Palestínumanna. Þeir hafi t.d. alltaf vitað hvar Yasser Arafat, leiðtogi skæruliðanna, hefur verið niðurkominn hverju sinni og ekki farið húsavillt í árásum sínum á skrifstofur PLO. Foran hefur komið sér fyrir t skjóli við skorstein á þaki fangelsis- ins u.þ.b. 18 metra frá jörðu, en þar er lítið skjól gegn veðri og vindum og að sögn eiginkonu hans, er heilsa hans í alvarlegu ástandi. Hægt er að ná sambandi við Foran með því að klifra upp á skúrþak við fangelsisgarðinn og kallast á við hann og hann hefur útvarp sér til afþreyingar. Hann er illa farinn á höndum eftir að hafa hangiö á þakrennam og .matarbirgðir hans ÖFLIJG sprengja fannst sl. laug- ardag á Austurjárnbrautarstöð- inni í Osló og er af öllu Ijóst, að þar hafa kunnáttumenn í munu á þrotum. Fangelsisyfirvöld ætla ekki að færa honum mat, þrjóskist hann við á þakinu, en kona hans segir að Foran búi yfir miklum viljastyrk og muni ekki hreyfa sig úr stað fyrr en innanrík- isráðuneytið gengur að kröfum hans um að ránsdómurinn verði tekinn til endurskoðunar. „Hann ætlar í hungur\-erkfall fyrst hann fær hvort sem er ekki mat,“ segir eiginkonan og bætir því viö.að hún hafi áhyggjur af því að sprengjugerð verið að verki. Sprengjan fannst í farangurs- geymslunni og hafði inni að halda tvö kíló af dýnamíti, jafn maður sinn kunni að detta niður af þakinu, þótt hann sé afar varkár. Frá innanríkisráðuneytinu ber- ast þau boð að engin sönnunargögn hafi komið fram sem réttlæti að mál Forans verði tekið upp að nýju. Foran, sem er 38 ára gamall verkamaður, segir tvo rannsóknar- lögreglumenn í Birmingham hafa gert samsæri um að koma sér í fangelsi og að sönnunargögn í ráns- málunum hafi verið fölsuð. „Ég stend með honum fram í rauðan dauðann," segir eiginkona hans og bætir því við að þau hlusti oft á sömu útvarpsstöðina til þess að geta dansað eftir sömu lögunum, „til að halda honum í góðu skapi jafnvel þó að la'ngt sé á milli akkar."....,.................... öflug þeirri, sem 2. júlí sl. drap unga konu, Elínu Stoltenberg Dahl, og slasaði aðra ellefu. Lögreglumönnum þykir ein- sýnt, að sprengjunni hafi verið komið fyrir á járnbrautarstöð- inni áður en þeirri, sem sprakk 2. júlí, en dálítill galli í tímaverkinu olli því, að hún sprakk ekki. „Hvor sprengjan um sig hefði getað orðið 20—50 mönnum að fjörtjóni og að aðeins einn skuli hafa látist er ekkert annað en kraftaverk," segir Nils G. Skarning, sprengjusérfræð- ingur lögreglunnar í Ósló. Pakkinn með sprengjunni, sem nú fannst, hafði upphaf- lega verið í sama hólfi og sú, sem sprakk, en hafði verið fluttur til vegna þess, að leigu- gjaldið hafði ekki verið greitt. I tíu daga a.m.k. hafði því klukkan tifað, oft innan um fjölda ' manns, án þess að kveikja í tundrinu. Talið er, að þeim, sem kom sprengjunni fyrir, hafi verið farið að leið- ast biðin og því gert aðra sprengju með þeim afleiðing- um, sem fyrr er greint frá. Sprengjurnar voru báðar þannig gerðar, að tvö kíló af dýnamíti voru sett í rörbút og kvenúr notað til að koma sprengingunni af stað. Sam- bandsleysi í fyrri sprengjunni olli því, að hún sprakk ekki, en Skarning segir, að aðeins ör- Htill hristingur hefði getað komið sambandinu á og segist ekkert skilja í, að hún skyldi ekki springa þegar hún var færð úr hólfinu. Skarning seg- ir, að augljóslega sé um kunn- áttumann að ræða og sprengj- an ekki ólík þeim, sem alþjóð- legir hryðjuverkamenn hafa mestar mætur á. Ekki er talið að sprengjun- um hafi verið komið fyrir í pólitísku skyni enda hefði hryðjuverkamaðurinn þá trú- lega komið boðskap sínum á framfæri eða einhverjum kröfum. Enn sem komið er er því málið í höndum almennu lögreglunnar en ekki öryggislögreglunnar. Fanginn á þakinu: Stefnir í hungurverkfall Notlingham, 12. júlí. Al\ FANGINN Martin Foran hefur nú hafist við á þaki Nottingham-fangelsisins í 39 daga og lýsir hann yfir að þar muni hann ótrauður áfram dvelja, þrátt fyrir kulda og matarleysi, uns stjórnvöld láti fara fram rannsókn á órétti því sem hann telur sig hafa verið beittan. Foran hefur setið inni sl. fjögur ár, en hann var á sínum tíma dæmdur til að afplána tíu ára dóm vegna þriggja rána, sem hann kveðst saklaus af.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.