Morgunblaðið - 13.07.1982, Side 26

Morgunblaðið - 13.07.1982, Side 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ1982 Náttúruverndarráð: Verðlaunaveitingum fyr- ir seladráp verði hætt MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi ályktun frá Náttúru- verndarráði varúandi greiðslu verðlauna til örvunar selaveiAa, en ályktun þessa sendi ráAiA forsæt- isráAherra 7. júlí: „NáttúruverndarráA beinir því til ríkisstjórnarinnar, aA hún hlut- ist til um, aA þegar verAi hætt „verAlaunaveitingum til örvunar selveiAa", sem hafnar eru á veg- um hringormanefndar. Náttúru- verndarráA telur aA þetta mál þurfi aA athuga miklu betur eins og nánar kemur fram í eftirfar- andi greinargerA. Greinargerd Hrjngormanefnd, sem skipuð er fulltrúum hagsmunaaðila í ís- lenskum fiskiðnaði, en formaður skipaður af sjávarútvegsráð- herra, hefur ákveðið að hefja greiðslu á verðlaúnum „til örv- unar selveiða" eins og það er orðað. Eru hér greinilega á ferð aðgerðir til fækkunar sela, er hafa að markmiði að draga úr því mikla vandamáli, sem hring- ormar í þorski eru hérlendis. Telur hringormanefnd að selum fari nú mjög fjölgandi h'ér við land og að tíðni ormasýkinga í þorski fari jafnframt vaxandi. Atelja verður þau vinnubrögð hringormanefndar, að hrinda slíkum aðgerðum í framkvæmd, án þess að leitað sé álits aðila og stofnana, sem málið snertir, eins og Hafrannsóknarstofnun- ar og Náttúruverndarráðs. Náttúruverndarráð vill lýsa yfir alvarlegum áhyggjum sín- um af því, að unnt skuli vera á löglegan hátt að hefja aðgerðir sem þessar, þar sem leitast er við að draga úr stofnstærð ákveðinna tegunda villtra dýra, án þess að til þess þurfi sérstaka heimild stjórnvalda. Vill ráðið beina þeim eindregnu tilmælum til ríkisstjórnarinnar, að hún beiti sér fyrir setningu laga, er tryggi að mál sem þetta fái eðli- lega umfjöllun stjórnvalda. An þess að fullyrða það leyfir Náttúruverndarráð sér að draga það mjög í efa að tímabært sé að hefja aðgerðir til fækkunar sela hér við land, og vill í því sam- bandi benda á eftirfarandi atr- iði: (1) Margt er enn á huldu um tengsl sela við hringormavanda- málið, og tæpast er unnt að full- yrða nokkuð um það hvaða áhrif einhver fækkun sela hefði á hringormasýkingu þorsks hér við land. Rannsóknir á Bret- landseyjum benda til einhverrar samsvörunar milli tíðni orma- sýkingar þorsks og fjölda útsela, en þessi tengsl eru eflaust afar flókin. Má í því sambandi minna á það, að selir (einkum útselir) eru mun fleiri við Bretlandseyj- ar en við Island, en sýking þorsks af völdum selorma er samt miklu minni þar en hér. (2) Breytingar á stofnstærð sela hér við land eru lítt kunnar. Selatalningar undanfarinn ára- tug eru ekki það nákvæmar að unnt sé á grundvelli þeirra að fullyrða, að selum hafi fjölgað á því tímabili. (3) Leit að ormum í fiski er miklum vandkvæðum háð, en öll tækni við ormaleit hefur verið stórbætt á undanförnum árum og hefur leitt til þess að fleiri ormar finnast nú en áður. Hins vegar verður ekki séð að óyggj- andi sannanir liggi fyrir um aukningu á selormasýkingu þorsks hér við land. (4) Náttúruverndarráð vill benda á, að illmögulegt eða ókleift verður að meta niður- stöður þessara tilrauna hring- ormanefndar vegna skorts á nægilega haldgóðri þekkingu, t.d. hvað varðar núverandi fjölda sela. Enn erfiðara yrði að sjálfsögðu að meta áhrif hugs- anlegrar fækkunar sela á ormasýkingu þorsks. Náttúruverndarráð bendir einnig á, að þegar hefur komið í ljós að verulegur hluti þeirra sela, sem drepnir hafa verið vegna hárra verðlauna, hefur ekki skilað sér til frystihúsa eins og til var ætlast. Ýmsir hafa greinilega freistast til þess að fjarlægja hægri neðri kjálka, sem verðlaun eru greidd fyrir, en láta síðan skrokkana liggja. Við slíkt er að sjálfsögðu margt að athuga, og skal t.d. minnst á áhyggjur fuglafræðinga af því, að ernir gætu mengast af grút frá slíkum hræjum og drepist. Jafnframt óttast Náttúruvernd- arráð, að skotmenn muni víða valda fólki óþægindum og hafa truflandi áhrif á fuglalíf." EF ÞAÐ ER FRETTNÆMT ÞA ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐENU \k;iasim,\ SÍ.MINN KK: 22480 ÞórAur Valdimarsson tekur við sigurlaunum. Hann hefur nú örugga forystu í íslandsmeistarakeppninni i rallycross. Rallycross á Húsavík: Þórður Valdimarsson sigraði í fjórða skiptið IHIRÐUR Valdimarsson sigraAi rallycross-keppni, sem fram fór á Ilúsavík á sunnudaginn. Ók hann að venju VW-bifreið og sigraði nokkuð örugglega. í öðru sæti varð Birgir Þór Bragason á Datsun 2000 eftir til- þrifamikinn akstur. Hafði hann hinsvegar ekki nægilega kraft- mikinn bíl til þess að veita Þórði verulega keppni. Fjöldi vel bú- inna bíla tók þátt í keppninni og er áhugi mikill á Húsavík fyrir rally-crossi. Má telja að öku- menn þaðan eigi eftir að standa sig vel þegar fram líða stundir. Hér er hart barist, Birgir Bragason reynir að þröngva bíl sinum framhjá kcppinaut. Það tókst ekki fyrr en i næsta hring og reyndar í sömu beygju. A HOIVTDA Æcord Vökvastýri Útvarp/segulband/rafm.loftnet Sóllúga/rafdrifin Einnig fylgir m.a.: • Litaöar rúöur Verö 1. júlí 1982 • Hiti, þurrka afturrúðu • Speglar stillanlegir innan frá • Snúningsmælir • Klukka/dagatal • Ásamt fleiru Beinskiptur 5 gíra EX 155.000,- Sjálfskiptur m/overdrive EXS 165.000.- Honda á Islandi, Suðurlandsbraut 20, sími 38772. S I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.