Morgunblaðið - 13.07.1982, Side 31
landið, ýmist langsum eða þvers-
um. Síðasta langferðin hans var
farin í mars sl. er við ásamt einum
enn, gengum á skíðum frá Egils-
stöðum í Fljótsdal og suður yfir
Vatnajökul. Eins og gefur að
skilja er margs að minnast frá 16
ára samstarfi í virkri björgun-
arsveit og margar eru orðnar ferð-
irnar sem við höfum farið saman
bæði til æfinga og til þess að leita
að týndu fólki. Það sem fyrst og
fremst stendur eftir, eru minn-
ingar um góðan dreng, sem oftast
var léttur og kátur og vildi öllum
gott gera.
í skarð Steina málara er vand-
fundinn maður sem getur og vill
fórna eins miklum tíma í áhuga-
mál sitt og hann gerði og sem um
leið stuðlaði að eflingu björgun-
arstarfs á íslandi.
Ég flyt Þórunni, börnunum,
ættingjum þeirra og vinum inni-
legustu samúðarkveðjur og þakkir
Flugbjörgunarsveitarinnar í
Reykjavík.
Ingvar F. Valdimarsson
formaður FBS.
„Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar er jörðin.“
(Tóma-s (>uðm.)
Það er erfitt að eiga að festa á
blað kveðjuorð um vin okkar
Þorstein Guðbjörnsson, enda
hafði okkur allra síst grunað, þeg-
ar við kvöddumst sunnudags-
kvöldið 4. júlí sl. að við værum að
kveðja Steina í síðasta sinn, sól-
arhring síðar yrði hann allur. Við
vorum að koma úr velheppnaðri
Þórsmerkurferð, ferð sem lengi
hafði staðið til að yrði farin, því
nú átti líka að taka börnin með og
þá þótti sjálfsagt að fara í Þórs-
mörk, þar höfðum við oft verið áð-
ur saman og átt ógleymanlegar
samverustundir.
Þessi hópur kynntist fyrir um
tuttugu árum og tengdist brátt
sterkum vináttuböndum, sem
aldrei hafa rofnað. Þetta var glað-
vær hópur og áhugamálin mörg og
þar á meðal ferðalög. Það voru
margar ferðir farnar og á öllum
árstímum og ekki alltaf farnar
troðnar slóðir, en hópurinn var
samhentur og glaðværð réði ríkj-
um. Þetta voru ólgeymanlegir
dagar, en svo kom að því, að flest
okkar stofnuðu heimili og hópur-
inn tvístraðist í bili, en þó rofnuðu
böndin aldrei. Brátt myndaðist sú
hefð, að við hittumst öll á hverju
hausti og voru þá rifjaðar upp
endurminningar frá þessum
ógleymanlegu dögum og þá var
Steini ekki hvað sist hrókur alls
fagnaðar og kom öllum í gott skap.
Það er því stórt skarð hoggið í
okkar hóp og Steini mun aldrei
gleymast. Hann var léttur í lund
og kom til dyranna eins og hann
var klæddur.
Máltækið segir, að börn séu
mannþekkjarar. Það sannast á
Steina því að okkar börn eru ekki
síður harmi slegin en við, hann
virtist alltaf hafa tíma fyrir þau
og til að tala við þau.
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ1982
39
Þorsteinn kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni, Þórunni Jóns-
dóttur 26. nóvember 1966. Þau
hafa verið samhent og búið börn-
um sínum gott heimili og Þórunn
hefur alltaf verið manni sínum
stoð og stytta.
Við þökkum Steina samfylgd-
ina. Þórunn og börnunum sendum
við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Þeirra er missirinn mest-
ur.
Vinirnir úr Farfuglum
Að kvöldi þess 5. júlí, gerðist sá
válegi atburður, að Steini málari,
vinur okkar fórst af slysförum,
þar sem hann var við æfingar og
kennslu í fallhlífarstökki.
Steini hóf fyrst afskipti af fall-
hlífarmálum fyrir um fimmtán
árum og frá því hefur það verið
hans helsta áhugamál. Má segja
að nær allur hans frítími hafi snú-
ist um fallhlífar. Hann leysti af
hendi mikið og óeigingjarnt starf
fyrir Fallhlífarklúbb Reykjavíkur,
gegndi þar ýmsum trúnaðarstörf-
um, m.a. var hann formaður um
árabil og einnig eini kennarinn
síðustu árin. Með fráfalli Steina er
höggvið stórt skarð í okkar vina-
hóp þar sem hann var hrókur alls
fagnaðar og aðal driffjöðurin í fé-
lagsstarfinu.
Við munum ávallt minnast
Steina með hlýhug og þakklæti
fyrir þær stundir sem við áttum
saman í starfi og leik.
Við vottum Þórunni, konu hans,
sem tók ávallt mikinn þátt í þessu
áhugamáli hans, svo og börnum
þeirra okkar innilegustu samúð.
Félagar í Fallhlífarklúbbi Reykja-
víkur.
AMSTERDAM
STORSPARNAÐUR ISOGUFERÐ TIL AMSTERDAM
Flug og bíll í
viku frá kr.
2.875.-
Já — þetta er
staðreynd þótt
ótrúlegt sé.
Hafiö samband
viö skrifstofu
okkar og fáið
allar nánari
upplýsingar.
Feröaskrifstofan Laugavegi
66
101 ReykjaviK, Simi: 28653
óóir í sóliimi
Pierre Robert
LDB PRE SUN - til notkunar
fyrstu sólardagana. Vöm gegn
innfrarauðum og útfjólubláum
geislum sólarinnar. Sólarvörn 3.
LDB SUN LOTION - til notkun-
ar eftir að húðin hefur tekið lit.
Vörn gegn innfrarauðum og
útfjólubláum geislum sólarinnar.
Sóiarvöm 2.
LDB AFTER SUN - til notkunar
eftir sólbað. Rakagjafi sem kælir
og mýkir.
UMiíT/i . ,
<zMyneriótzci t
Viltu hafa allt í rðð og reglu?
í Elfakerfinu er hver hlutur á sínum stað.
Elfakerfið er sérstaklega hannað til að fullnýta rými nánast hvar sem er í: eldhúsinu,
baðherberginu, barna- og hjónaherbergjum, geymslunni og bílskúrnum,
gömlum skápum sem nýjum.
í Elfakerfinu má finna m.a.: hillur og grindur í skápa -
fatahengi - skóstatív - uppþvottagrindur - ruslagrindur -
blaðagrindur o.fl. o.fl. Hlutir í Elfakerfinu eru húðaðir
með sterku og endingargóðu epoxyefni, sem flísast ekki
auðveldlega, ryðgar hvorki né dregur í sig óhreinindi.
Það er auðvelt að sjá og finna hlutina í Elfakerfinu, jafn-
framt því að það er barnaleikur í uppsetningu og gefur
endalausa möguleika. n
ieHh
Sænsk gæðavara, sem hentar þér.
heiidversiun Marinó Pétursson
SUNDABORG 7 124 REYKJAVIK SÍMI: 81044