Morgunblaðið - 20.07.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.07.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1982 „Allt er að fara í strand hjá okkur,“ segir Jón G. Sólnes Eftir Pétur Sigurðs- son alþingismann Tilefni þess að ég hripa þessar línur er grein Jóns G. Sólness hér í biaðinu sl. sunnudag. Eins og vænta mátti er hann enn gagn- orður, þegar hann ræðir um efnahags- og peningamál, en ekki að sama skapi raunsær eða rök- fastur. Jón ræðir fyrst um „vit- lausasta vísitölu- og verðbóta- kerfi sem fyrirfinnst meðal svo- kallaðra siðaðra þjóða". Undir orð Jóns um kerfið sem við búum við í dag og ýmislegt annað í grein Jóns get ég tekið, því að áratugavísitölufaisanir og svindl stjórnvalda hefur vissu- lega stuðlað að því að skrum- skæla efnahagslíf okkar og graf- ið undan trausti almennings á stjórnmálamönnum, sérstaklega þeim sem halda að öllu sé hægt að stjórna ofan frá og allur al- menningur muni ætíð beygja sig undir vönd kjaraskerðingar- ákvarðana, ef þær eru aðeins dulbúnar að leiðum vísitölufals- ana. Með tilliti til þessa er ég hins- vegar algjörlega ósammála þeirri fyrirlitningu sem kemur fram í inngangsorðum Jóns á þeim, sem hafa þó verið að reyna að gæta hagsmuna þeirra „sem lægst hafa launin og minnst bera úr býtum". Ég er einnig algjörlega ósammála þeirri „aðgerð", sem Jón Sólnes telur mikilvægasta og víkur að fyrstri í upptalningu sinni, en þar segir: „1. Frá og með 1. september nk. verði framkvæmd vísitölu- og verðbótakerfis afnumin með öllu.“ Jón gerir sér að vísu grein fyrir afleiðingum slíkra „að- gerða" í kjölfar nýgerðra kjara- samninga og annarra sem nú er unnið að . Hann á líka að muna þau átök og afleiðingar sem slík- ar „aðgerðir" hafa áður haft í för með sér. Því furðulegri er þessi tillaga, þegar sú staðreynd er höfð í huga að í nýgerðum samn- ingum Alþýðusambands íslands og aðildarfélaga þess, hafa þessi samtök í fyrsta skipti með frjálsu samkomulagi afsalað sér verulegum vísitölubótum og þar með tekið tillit til stórminnkandi þjóðarframleiðslu og þjóðar- tekna. Afleiðingum þessarar aðal efnahags-„aðgerðar“ vill Jón mæta, eins og kemur fram í þriðja lið úrræða hans, en þar segir hann: „3. Til þess að létta launþegum aðlögunina við afnám vísitölu- kerfisins væri eðlilegt að veita al- menna grunnkaupshækkun ...“ Kannast nokkur við þetta frá fyrri tíð? En breytingin yrði ekki mikil 1. september og óðaverð- bólgan mundi æða áfram. Hvað ætlar Jón G. Sólnes þá að gera 1. desember? Það er aug- Ijóst. Skerðing kjara um ca. 15% yrði afleiðing slíkrar „aðgerða". Heldur Jón Sólnes að allir samstarfsmenn forsætisráðherra myndu gleypa við slíkri „að- gerð“? Margendurteknar yfirlýsingar nær allra ráðherra ríkisstjórnar- innar liggja fyrir um að þeir ætli að sitja út þetta kjörtímabil. Því líkur á næsta ári, en Jón Sólnes miðar aðgerðir sínar við 1. sept- ember nk. Hann .virðist því ætla núverandi ríkisstjórn að ljúka þessu verki, eða hvað? Þessu þarf Jón að svara, því ég kem ekki auga á hvaða seið hann hyggst þá ráðleggja gjörn- ingastjórn Gunnars Thoroddsen að magna. Heldur Jón G. Sólnes virkilega að þá frekar en áður verði verð- bólgan kveðin niður með einhliða kjaraskerðingu? Hafa ekki vinstri stjórnirnar sem setið hafa frá 1978 áður reynt eitthvað þessu líkt? Og hver er árangur- inn. Hann blasir við augum les- enda í grein Jóns sjálfs er hann segir: „allt er að fara í strand hjá okkur". - O - Rétt og skylt er að geta þess að í niðurlagi greinar Jóns er vikið að ýmsum þáttum peningamála og höfundur segir sér vera það Ijóst,„ að til margvíslegra laga- setninga þarf að koma til þess, að samræma ýmsa hluti i sambandi við svo gjörbreytt skipulag efna- hagsmála og hér er bent á ...“. Margt af því er athyglisvert, en með öllu haldlaust, þegar það er byggt á vonlausum forsendum, sem Jón Sólnes gefur sér, eins og ég hefi bent hér á. Stöðug kjara- skerðingarstefna vinstri stjórn- anna 1978—82 hefur ekki dregið úr verðbólgunni, heldur hefur hún aukist þrátt fyrir kjara- Pétur Sigurðsson. „Sagan endurtekur sig. Næsta ríkisstjórn hlýtur að verða undir forystu Sjálfstæðisflokksins eins og ætíð er vinstri menn hafa siglt öllu í strand. Þá þarf flokkurinn að velja samstarfsmenn, sem þora og vilja takast á við vandann.“ skerðinguna. Þetta er staðreynd og orsakanna er ekki að leita í almennum launakjörum. í aðdraganda að tillögum sín- um segir Jón svo m.a.: „Enda er slíkt vísitölu- og verðbótafyrir- komulag og það sem ríkir hjá okkur, nánast óþekkt fyrirbrigði hjá nágrannaþjóðum okkar ...“. Ef stórgallað vísitölukerfi hér á landi, er einhliða skaðvaldur okkar efnahagslífi og ástæða óðaverðbólgu, hvað er það sem veldur ógnvekjandi verðbólgu hjá þessum sömu nágrannaþjóð- um, fjöldaatvinnuleysi og gífur- legum efnahagsvanda? Vísitala framfærslukostnaðar er alls staðar útreiknuð í lýðfrjálsum löndum, en launakjör hinsvegar miðuð við hana í nokkuð mis- munandi mæli. Undir hitt skal tekið með Jóni, að hér er „vitlausasta „vísitala" sem fyrirfinnst meðal svokall- aðra siðaðra þjóða“. Það er m.a. vegna þess að hún byggist á áratuga gömlum neysluvenjum en þá staðreynd hafa allar ríkisstjórnir a.m.k. síðasta áratug notfært sér til að gera hana að enn vitlausari við- miðun, falsa hana beint og óbeint og nota til kjaraskerðingar, sem leiðir svo til síendurtekinna kaupgjalds- og verðlagsspreng- inga, þegar þolinmæði almenn- ings og stjórnenda atvinnufyrir- tækja þrýtur. Af því súpum við nú seiðið svo: „allt er að fara í strand hjá okkur", svo orð Jóns Sólness sjálfs séu notuð. - O - Sagan endurtekur sig. Næsta ríkisstjórn hlýtur að verða undir forystu Sjálfstæðisflokksins eins og ætíð þegar vinstri menn hafa siglt öllu i strand. Þá þarf flokk- urinn að velja samstarfsmenn sem þora og vilja takast á við vandann. Hvar á slík ríkisstjórn að bera niður fyrst? Henni ber í fyrsta lagi að setja nýja og rétta vísitölu sem byggð er á nútíma neysluvenjum og þar sem beinir og óbeinir skattar eru teknir inn sem hluti framfærslu- kostnaðar. Boðorð númer eitt á að vera skilyrðisiaust bann við fölsun hennar. Sú ríkisstjórn á að hverfa af braut ofsköttunar og ofstjórnar, hvort tveggja er margreynt og hefur engan árangur gefið. Hún á að beita sér fyrir lækk- unum á óbeinum sköttum eins og söluskatti „tímabundnu" vöru- gjaldi, innflutningsgjaldi og bensínskatti til að lækka vöru- verð í áföngum eða a.m.k. til að draga verulega úr hækkun þess, svo verðbótagreiðslur lækki af þeim sökum, án þess að kjör al- mennings verði skert. Þessa stefnu markaði þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins þeg- ar við afgreiðslu bráðabirgðalag- anna frá 31. desember 1980 með tillöguflutningi á Alþingi, sem ríkisstjórnin auðvitað hlustaði ekki á, því hún ætlaði að ráða niðurlögum verðbólgunnar eftir gömlu leiðinni, með niðurtaln- ingu launakjara. Árangur þeirr- ar aðferðar liggur fyrir m.a. í þeírri nær 60% verðbólgu sem nú ríkir og um 80% hækkun hús- næðiskostnaðar á Reykjavík- ursvæðinu auk þess sem atvinnu- vegirnir eru: „að fara í strand"!! Við sjálfstæðismenn lögðum til að ríkið yrði þátttakandi í þessari viðreisn og riði á vaðið, en bikkjan brölti lengra út í dýp- ið, þar sem hún er að „sökkva" samkvæmt yfirlýsingum Ragn- ars Arnalds, fjármálaráðherra. Það er gjörbreytt stjórnar- stefna, sem meirihluti á Alþingi sem hlotið hefur traust í kosn- ingum og ríkisstjórn slíks meiri- hluta sem kjósendur bera traust til, sem getur leitt okkur út úr ríkjandi efnahagsöngþveiti. Sú stjórn á að setja sér þau markmið að bæta hægt og síg- andi almenn kjör, með aukinni framleiðni og framleiðslu og al- hliða eflingu atvinnuveganna. Við sjálfstæðismenn trúum því enn sem fyrr, að frjálsræði, framtak einstaklinganna og trú okkar á að stétt eigi og þurfi að vinna með stétt geti leitt til þessa árangurs. Sú ofstjórnarstefna, vinstri stefnan, sem nú ríður allra hús- um leiðir til hins gagnstæða, eins og þjóðin hefur enn einu sinni sannreynt á áþreifanlegan hátt. Þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins hafa unnið mikið starf við að marka þá stefnu framfara, frjálsræðis og bættra lífskjara sem ég hefi hér drepið á. Nýlegar athuganir benda til þess að gjörbreytt efnahags- stefna geti skilað tilætluðum ár- angri þ.á m. í baráttunni við verðbólguna, sem verður m.a. til vegna aðgerða eða aðgerðarleysis stjórnvalda og sérfræðinga þeirra, sem halda að öllu beri að stjórna að ofan. Það er misskilningur að al- menningur búi til verðbólgu. Mæling framfærslukostnaðar sem byggður er á nútíma neyslu- venjum og tekur tillit til allra þátta sem á hann hafa áhrif er eðliieg og nauðsynleg fyrir launafólk. Gildandi vísitölukerfi ber að breyta og setja nýtt, sem verður ekki opið í báða enda fyrir þá, sem telja sér skylt á þriggja mánaða fresti að leita leiða til að falsa vísitölubætur á laun. Mjúkt og hljóðlega Bókmenntír Jóhann Hjálmarsson Jón frá Pálmholti: HEIMSMYNDIR. Ljóð. Letur 1982. Það er ljóðagerð af hinni ein- földustu tegund sem Jón frá Pálmholti iðkar í Heimsmyndum. Hann minnir sífelldlega á nafna sinn úr Vör sem kvað lof hinum einfalda, góða hversdagsmanni með eftirminnilegum hætti. Jón frá Pálmholti er aftur á móti tengdari sveit og sveitanátt- úru en Jón úr Vör. Jón frá Pálm- holti er að mörgu leyti rómantísk- ur og stundum minnir hann á nítj- ándu aldar skáld í því efni að leggja meiri áherslu á að segja hug sinn til landsins en lýsa af- stöðu sinni með því að draga upp myndir. Þetta veikir oft skáldskap Jóns, en margt laglegt flýtur með hjá honum. Þegar Jón frá Pálmholti yrkir prósaljóð, er yfirleitt margt at- hyglisvert í þeim að finna. Þau vekja áhuga manns. En það er eins og honum takist ekki að vinna úr hugmyndum sínum; honum hættir til að skilja aðeins eftir handa lesandanum yfirlýsingu um hverrar skoðunar hann sjálfur sé, hvað falli honum í geð og hvað ekki. Um þetta eru prósaljóðin í Heimsmyndum skýrt dæmi. Þegar Jón bregður sér í gervi lífsspekings eins og flest skáld gera, verður niðurstaða hans of al- menn, búningurinn of fyrirferð- armikill utan um lítið. Þessar athugasemdir um ljóð Jóns frá Pálmholti má ekki skilja þannig að Jón sé ekki hið þokka- legasta skáld þegar best lætur. Margt er viðkunnanlegt í skáld- skap hans, sumt hnyttilegt, en sjaldan djúpt. Það er eins og til- Jón frá Pálmholti viljanir ráði of miklu, skáldið sjálft sé ómeðvitað um getu sína. Svona til staðfestingar því sem hér er sagt á undan, langar mig að birta tvö dæmi úr Heimsmyndum. Ég hef valið þau með það í huga að þau gæfu góða hugmynd um ljóða- gerð Jóns frá Pálmholti, styrk hans fremur en hitt: Ár eftir ár eltir þú draum þinn ein.sog skugga hljóÁlaust reynir þú að rekja slóó hans í rökkri sem í björtu eftir veginum langa st*m þú veist ekki hvert liggur. (Leit) Og: Mjúkt og hljóölega fer húmið veg sinn yfir heiminn. I>að rennur jafnt og þétt áfram leió sína án endÍN og upphafs. Kemur allsstaóar vió en stansar hvergi. (HúmiA)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.