Morgunblaðið - 20.07.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.07.1982, Blaðsíða 48
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1982 Sumarhátíð UÍA: 2500 manns á Eiðum Kgilsstöðum, 18. júlí. Að sögn Sigurjóns Bjarnasonar, framkvæmdastjóra UÍA, sóttu um 2.000—2.500 manns sumarhátíð UÍA, sem haldin var á Kiðum um helgina. Keppnisveður var gott nema hvað nokkuð rigndi á föstu- dagskvöld og í dag tók að hvessa, — en hátíðinni lauk nú klukkan sautján. Sumarhátíðin var formlega sett á föstudag klukkan átján með ræðu formanns UIA, Dóru Gunnarsdóttur. Síðan hófst meistaramót Austurland 14 ára og yngri og meistaramót 15 til 18 ára. Úrslit urðu þau í meistara- móti 14 ára og yngri að flest stig hlaut íþróttafélagið Súlan, Stöðvarfirði, 230,5 stig; í öðru sæti varð Höttur, Egilsstöðum, með 202,5 stig; í þriðja sæti varð Þróttur, Neskaupstað, með 181,5 stig og í fjórða sæti Leiknir, Fá- skrúðsfirði, með 129,5 stig. í meistaramóti 15—18 ára urðu úrslit þau að Höttur hlaut 242,5 stig, Þróttur 194 stig og Súlan 99 stig. A sumarhátíðinni voru sett tvö Austurlandsmet og eitt jöfnun- armet. Helga Magnúsdóttir, íþróttafélaginu Hetti, Egilsstöð- um, setti Austurlandsmet í 60 metra hlaupi telpna, sem hún hljóp á 8,1 sek. Þá setti Garðar Vilhjálmsson, einnig Hetti, Aust- urlandsmet í kúluvarpi drengja, en hann varpaði kúlunni 12,51 m. Garðar kastaði fullorðinskúlu (7,25 kg að þyngd). Grímlaugur Björnsson, Stangarási, Ung- mennafélagi Skriðdælinga, jafn- aði Austurlandsmet pilta í 60 m hlaupi á 7,8 sek. Volvo-umboðið í Reykjavík hef- ur undanfarin ár gefið veglegan bikar fyrir besta íþróttaafrek á sumarhátíð. Að þessu sinni hlaut Sigurður Gunnar Einarsson, 14 ára, íþróttafélaginu Leikni á Fá- skrúðsfirði, Volvo-bikarinn, Sig- urður stökk 1,70 m í hástökki. Sigurður Gunnar hlaut 1.091 stig — en stigagjöf fer eftir alþjóð- legri stigatöflu. Að sögn Magnúsar Stefánsson- ar, skráningarstjóra mótsins, voru keppendur alls 550 og skrán- ingar alls 1.331. Ekki var annað að heyra á for- ráðamönnum sumarhátíðarinnar, en að hún hefði farið vel fram. — Ólafur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.