Morgunblaðið - 20.07.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.07.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRlÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1982 Dodge Aries ’82 Eigum til aðeins fáein eintök eftir af þessum frábæra framhjóladrifs lúxusbil frá Chrysler. Dodge Aries er nú eftirsóttasti framhjóladrifsbíllinn í Bandaríkjunum. Helsti búnaður í bílnum er m.a.: Sjálfskipting, vökva- stýri, aflhemlar, 4 cyl. 98 ha. vél., digitalklukka, tölvu- stýrður kveikjutími og lúxus frágangur í hólf og gólf. Verð á Aries 4dr er ca. kr. 246.000 m. viö gengi pr. 1.7. ’82 — Aries station kr. 254.800 m. Mundu að Dodge Aries er leiðtogi á tækniöld. & Wíökull hf. Armula 36. Simar 84366 - 84491 Hrein hús — fögur borg Háþrýstiþvottur Tökum að okkur þvott með háþrýsti- tækjum. Mjög góður árangur. Hreinsum einnig gamla málningu af húsum. Einnig leigðir út stál- og ál- vinnupallar og stigar. Pantið tímanlega. Uppl. í síma 42322 og á kvöldin í síma 78462 og 15926. Ath.: Eigendur húsa með kvarts og hrafntinnu (skeljasandi). HEL0 SAUNA Höfum ávallt fyrirliggjandi saunaofna og klefa á mjög hagstæöu veröi. Benco, Bolholti 4, sími 21945 Um ráðningu bæjar- stjóra á Dalvík Eftir Helga Þorsteins- son bæjarfulltrúa Svo sem kunnugt er af fréttum unnu framsóknarmenn eftir- minnilegan kosningasigur á Dal- vík í síðustu bæjarstjórnarkosn- ingum, fengu 4 fulltrúa af 7 og þar með hreinan meirihluta. Fyrir kosningar var ljóst, að Valdimar Bragason, sem gegnt hefur emb- ætti bæjarstjóra sl. 8 ár með mikl- um ágætum, mundi ekki starfa út kjörtímabilið. Ekki munu menn þó almennt hafa búist við afsögn hans svo fljótt sem raun varð á. Fyrsta meiriháttar málið sem kom til kasta nýkjörinnar bæjar- stjórnar varð því ráðning bæjar- stjóra og bjuggust bæjarbúar við að samhentur meirihluti mundi standa að málinu með þeirri reisn, sem starfinu sæmdi, og reyna að skapa einingu í bæjarstjórn og meðal bæjarbúa um ráðningu bæjarstjóra. En málin tóku aðra stefnu. Hinn 25. júní sl. rann út um- sóknarfrestur um starfið og höfðu Helgi Þorsteinsson þá 10 umsóknir borist, þar af 7 með nafnleynd. Á fundi í bæjar- ráði 28. júní voru umsóknir af- hentar bæjarfulltrúum sem trún- aðarmál. Nú leið og beið. Umsókn- irnar 10 voru hvorki teknar til umræðu og athugunar í bæjar- stjórn né bæjarráði. Þaðan af síð- ur að fulltrúar Framsóknar leit- uðu óformlega eftir samráði við minnihlutann í bæjarstjórn. Hins vegar tóku bæjarbúar eftir því að tveir af þingmönnum kjördæmis- ins, þeir Stefán Valgeirsson og Guðmundur Bjarnason, virtust eiga nokkuð brýn erindi við bæjar- stjórnarmeirihlutann næstu daga. Þegar sýnilegt var, að ekki mundi leitað álits okkar sem í minnihluta erum, þ.e. Sjálfstæðisflokks, Al- þýðuflokks og Alþýðubandlags, fórum við að bera saman bækur okkar og í ljós kom, að öll höfðum við valið sömu umsóknina frá Þorsteini Mána Árnasyni. Loks kom þó að því hinn 15. júlí kl. 17.00, að bæjarstjórn kom saman til fundar og með ráðningu bæjar- stjóra á dagskrá. Áheyrendur voru allmargir, sem heyrir til tíð- inda á Dalvík. Afgreiðsla málsins gekk þannig: Forseti bæjarstjórnar kynnti dagskrárliðinn og lagði því næst fram tillögu undirritaða af 4 full- trúum framsóknarmanna, þar sem lagt var til, að Stefán Jón Bjarnason yrði ráðinn bæjar- Þeir reyndust sannspáir Bókmenntír Hannes H. Gissurarson Árni Sigfússon (ritstj.): Stefnir 1. hefti '1982. Útg. Samband ungra sjálfstæðismanna. Glöggt er gestsaugað, segir í orðskviðum. Gestir taka stundum eftir því, sem fer framhjá heima- mönnum. Ég bý í Bretlandi mest- an hluta ársins, kem því til Is- lands eins og gestur og kann að taka eftir ýmsum breytingum, sem hefðu farið framhjá mér, ef ég hefði búið á íslandi. Ein mesta breytingin, sem ég tek eftir í stjórnmálunum, er sú, sem hefur orðið á Sjálfstæðisflokknum. Svo virðist sem flokkurinn ætli að komast heill út úr þeirri kreppu, sem hann hefur verið í síðustu fimm árin. Andstæðingum hans virðist hafa mistekist að kljúfa hann, eins og byggðakosningarnar í maí sl. sýna. Hvað veldur? Ég er ekki í nein- um vafa um, að eitt svarið við þessari spurningu liggur í fjöl- mennum hópi ungra sjálfstæð- ismanna, sem hefur stigið inn á vettvang stjórnmálanna. Hann hefur gefið flokknum nýjan og bjartari svip. Þau Kjartan Gunn- arsson lögfræðingur og Inga Jóna Þórðardóttir viðskiptafræðingur hafa tekið við framkvæmdastjóra- störfum hjá flokknum, Árni Sig- fússon kennari var kjörinn for- maður Heimdallar vorið 1981 með meiri yfirburðum en dæmi voru um, og Geir H. Haarde hagfræð- ingur formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna haustið 1981 án mótframboðs, Friðrik Sophusson lpgfræðingur var kjörinn varafor- maður flokksins á landsfundi í nóvember 1981, og síðast ekki síst, tók Davíð Oddsson, lögfræðingur og leikskáld, forystu í borgarmál- um og er nú orðinn borgarstjóri í Reykjavík. Sumarið 1978 hélt Heimdallur í Reykjavík sögulegan fund eftir hina miklu kosningaósigra Sjálfstæðisflokksins þá um vorið. Þar voru ýmsir kunnustu forystu- menn flokksins ræðumenn, Geir Hallgrímsson, Gunnar Thorodd- sen, Birgir ísl. Gunnarsson, Ragnhildur Helgadóttir, Albert Guðmundsson og Friðrik Sophus- son. Sjálfstæðismenn voru að von- um áhyggjufullir, fundurinn var fjölmennur, og umræður voru heitar. En sá, sem flutti að öðrum ólöstuðum bestu ræðuna, var Dav- íð Oddsson. Hann þorði að segja forystumönnum flokksins til syndanna, en gerði það af fullkom- inni kurteisi og án nokkurs nöld- urs. Ræða hans, sem birtist í Upp- reisn frjálshyggjunnar ári síðar, var ekki aðeins ádeila, heldur líka hvatning — hann leit ekki síður til framtíðarinnar en fortíðarinnar. Hún var flutt af miklum þrótti, hann hitti beint I hjartastað fund- armanna. Ymsir rosknir sjálf- stæðismenn höfðu við orð eftir þennan fund, að nýr stjórnmála- leiðtogi væri kominn til sögunnar. Þeir reyndust sannspáir, kjósend- ur í Reykjavík tóku undir með þeim í kosningunum 1982 með eft- irminnilegum hætti. í fyrsta hefti Stefnis, tímarits ungra sjálfstæðismanna, á þessu ári er aðalviðtalið við Davíð. Heft- ið var gefið út fyrir byggðakosn- ingarnar og helgað þeim. Davíð segir m.a. í viðtalinu: „Ég eins og margir aðrir hafa dregist að Sjálfstæðisflokknum vegna stefnu flokksins. Ég held að þessi stefna eigi best við íslendinga enda mið- ar stefna Sjálfstæðisflokksins að því að fela einstaklingnum for- Tilboö óskast í eftirtalda lyftara: Gerö: Árgerö: Lyftigeta: Hyster D 1966 3000 kg. Clark D 1966 3000 kg. Clark D 1966 3000 kg. Steinbock D 1966 2500 kg. Esslingen R 1957 2500 kg. Esslingen R 1963 3100 kg. Lyftararnir veröa til sýnis á bílastæöi viö Hliðvarðarskúr í Sundahöfn mánudaginn 19. júlí og þriöjudaginn 20. júlí kl. 9—16, og öörum tíma eftir samkomulagi. Tilboð- um skal skilaö til Innkaupadeildar, Hf. Eimskipafélags íslands, Pósthússtræti 2, Reykjavík, fyrir kl. 16.30, 31. júlí 1982. Hf. Eimskipafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.