Morgunblaðið - 20.07.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.07.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ1982 21 • Marteinn Geirsson fyrirliði Fram. Hann er vanur að meðhöndla bikarana Hér er hann að taka á móti bikar þeim er fylgdi nafnbótinni íþróttamaður Reykjavíkur fyrir síðasta ár. Marteinn Geirsson: Leggjum áherslu á nu aðal- bikarinn — ÞAÐ ER nú ekki mikið um þetta að segja. Við erum komnir aftur í strögglið og verðum aö fara að gera betur. Þessi leikur skipti mestu máli fyrir okkur upp á stöðuna í deildinni. Eg held að nú eigum við ekki lengur möguleika á að verða á toppnum, sagði Marteinn Geirsson, fyrirliði Fram, eftir leikinn. — Við byrjuðum mjög vel í sumar, og ég hef trú á að við verð- um með gott lið á næsta ári. Við erum með mjög góðan þjálfara en það tekur alltaf nokkurn tíma að kynnast. Ég hef trú á að við end- um um miðja deild, en nú leggjum við aðaláherslu á bikarinn, það þýðir ekkert annað. Elnkunn lagiðtln BREIÐABLIK: ÍBV: Guðmundur Ásgeirsson 6 Sigurjón Kristjánsson 7 Helgi Helgason 4 Þórarinn Þórhallsson 6 Ólafur Björnsson 6 Vignir Baldursson 5 Hákon Gunnarssonqb.7 Jóhann Grétarsson 7 Siguröur Grétarsson 5 Helgi Bentsson 5 Þorsteinn Hilmarsson 7 Valdimar Valdimarsson (vm.) lék of stutt Birgir Teitsson (vm.) lék of stutt FRAM: Guómundur Baldursson 6 Þorsteinn ÞorsteinssonS Trausti Haraldsson 6 Sverrir Einarsson 7 Marteinn Geirsson 6 Halldór Arason 5 Gísli Hjálmtýsson 4 Viöar Þorkelsson 4 Ólafur Hafsteinsson 6 Guömundur Torfason 5 Steinn Guðjónsson 5 Valdimar Stefánsson (vm.) 5 Albert Jónsson (vm.) lók of stutt Páll Pálmason 6 Snorri Rútsson 6 Viöar Elíasson 6 Valþór Sigþórsson 7 Örn Óskarsson 6 Ómar Jóhannsson 7 Jóhann Georgsson 7 Sveinn Sveinsson 6 Þórður Hallgrímsson 6 Sigurlás Þorleifsson 8 Kári Þorleifsson 6 Hlynur Stefánsson (vni.) 6 ÍBÍ: Hreiöar Sigtryggsson 7 Einar Jónsson 5 Jón Björnsson 5 Guömundur Jóhannsson 6 Jóhann Torfason 7 Gunnar Guðmundsson 6 Gústaf Baldvinsson 7 Ámundi Sigmundsson 5 Gunnar Pétursson 6 Haraldur Leifsson 6 Jón Oddsson 6 Rúnar Guðmundsson (vm.) 5 Guömundur Þorkels (vm.) lék of stutt Sigurinn hefði getað lent báðum megin — en UBK skoraöi og tók bæði stigin Á LAUGARDAGSKVÖLDIÐ áttust lið Breiðabliks og Fram við í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu t Kópavogi. Þrátt fyrir óvenjulegan leiktíma mættu tæplega 1000 manns á völlinn og verður að telja það góða aðsókn. Flestir fengu þeir ágæta skemmtun fyrir aurana sína, ekki allir þó, þar sem eitthvað var um að menn yfirgáfu svæðið tiltölulega snemma. V’ar það í fylgd lögreglu, en Bakkus gamli mun hafa mætt á völlinn með nokkrum áhorfend- anna. Leikurinn var mjög líflegur á köflum og fengu bæði lið stórgóð marktækifæri. Aðeins eitt mark var þó skorað, og var Hákon Gunnarsson þar að verki fyrir Blikana í síðari hálfleik. Blikarnir léku undan strekkingsvindi í fyrri hálfleikn- um og sóttu mjög stíft. Þeir náðu öllum tökum á miðjunni og spil- uðu mjög vel úti á vellinum. Þeir Þorsteinn Hilmarsson og Jóhann Grétarsson léku báðir prýðilega, dreifðu boltanum vel út á kantana og byggðu upp fyrir meðspilara sína. Fyrstu mínúturnar fengu þeir tvö sæmileg færi, en léleg skot Helga Helgasonar og Þorsteins Hilmarssonar rötuðu ekki rétta leið. Breiðabliksmenn voru reynd- ar óragir við að skjóta á Fram- markið af löngu færi undan vind- inum, en fallbyssur þeirra voru verulega vanstilltar. Sigurjón Kristjánsson lék sem vinstri bakvörður í liði UBK í leiknum. Ekki er hægt að segja annað en hann hafi verið sókn- djarfur, og skapaði hann oft mik- inn usla er hann komst upp kant- inn. Það var einmitt eftir eina slíka rispu sem Blikarnir fengu dauðafæri á 11. mínútu. Sigurjón komst upp að endamörkum og gaf vel fyrir. Helgi Bentsson skallaði af stuttu færi á markið en Guð- mundur Baldursson varði mjög vel. Framarar ógnuðu Blikamarkinu fyrst á 24. mínútu. Hornspyrnua var tekin inn í teiginn og barst boltinn út að vítateigslínu þar sem Sverrir Einarsson sendi hann rakleiðis til baka. Lenti hann í varnarmanni og aftur fyrir. Hin hornspyrnan rann síðan út í sand- Blikarnir voru mun meira með knöttinn í fyrri hálfleiknum, og voru frískir. Færi voru þó af skornum skammti, dauðafæri Helga raunar það eina sem veru- lega hættulegt gat talist. Framar- arnir náðu sér ekki á strik. Miðju- mennirnir urðu að lúta í lægra haldi fyrir kollegum sínum frá Kópavogi og framlínan var bit- laus. Vörnin var aftur á móti góð, og hleypti ekki miklu í gegn. Framarar hressast Síðari hálfleikurinn var mun jafnari en sá fyrri. Framarar áttu reyndar hættulegri færi og voru miklir klaufar að skora ekki. En það var Hákon Gunnarsson sem skoraði eina mark leiksins eins og áður sagði. Var það á 72. mínútu. Jóhann Grétarsson sendi knöttinn til Hákons inn á vítateigshornið hægra megin, og hann var ekkert að tvínóna við hlutina, heldur sendi knöttinn rakleiðis í nærhorn marksins. Skotið var ekki fast, en mjög lúmskt. Var hann aðþrengd- ur varnarmönnum og hefur Guð- mundur markvörður sennilega ekki séð boltann fyrir sínum eigin mönnum. Fyrir markið höfðu Framarar átt tvö dauðafæri. Guðmundur Torfason fór illa að ráði sínu er hann var einn með boltann úti í teignum en skot hans fór vel framhjá. Guðmundur fékk hitt færið reyndar líka. Nafni hans Baldursson í markinu henti fram að miðju þar sem Ólafur Haf- steinsson skallaði áfram. Guð- mundur Torfa og Ólafur Björns- son eltu knöttinn báðir og hafði Guðmundur betur. Átti hann að- • Hákon Gunnarsson skoraði sig- urmark UBK. eins markvörðinn eftir og ætlaði að vippa yfir hann. En hann varði. Hélt þó ekki knettinum sem barst til hliðar þar sem Ólafur Hafsteinsson náði honum og gaf fyrir, en Guðmund- ur markvörður náði honum á und- an andstæðingunum. Um miðjan hálfleikinn lægði vindinn. Framararnir séttu heldur meira og síðustu 10 mínúturnar. pressuðu þeir stanslaust á marki Blikanna, en allt kom fyrir ekki. Guðmundur Torfason átti tvö góð skot, en nafni hans í markinu varði annað og hitt fór naumlega framhjá. Ekki hefði verið ósann- gjarnt að Framarar hefðu náð öðru stiginu, en þeir voru miklir klaufar uppi við markið og því fór sem fór. Liðin Blikarnir spiluðu ágætlega og hafa greinilega náð sér á strik aft- ur. Sérstaklega voru þeir góðir í fyrri hálfleik og var aðallega hugsað um að láta boltann ganga og leika skemmtilega knatt- spyrnu. Það er því miður allt of sjaldgæft hér á landi að það sé reyrit en er þó til sem betur fer. Miðjumennirnir áttu góðan dag en framherjarnir hafa oft verið sprækari, nema Hákon Gunnars- son sem átti góðan leik. Miðjan hjá Fram var slök í fyrri hálfleik eins og fyrr kom fram en hresstist nokkuð í þeim síðari. Vörnin var traust og besti hluti liðsins. Miðverðirnir Marteinn og Sverrir eru öruggir og bakverðirn- ir einnig. Þorsteinn Þorsteinson, hægri bakvörður, stóð sig vel, og er mikið efni, en hann var óþarf- lega grófur í leiknum. í stuttu máli Kópavogsvöllur 1. deild. Breiðablik — Fram 1—0(0—0) MARK.UBK: Hákon Gunnars- son á 72. mínútu. SPJÖLD: Engin DÓMARI: Kjartan Jóhannsson AHORFENDUR: 917 — SH. Fritz Kizzing: „Segi ekki alveg strax hvort við getum orðið meistarar • Fritz Kizzing hefur nið góðum árangri með lið Breiðabliks — ÞETTA var góður leikur af beggja hálfu, en mér fannst eins marks sigur okkar verðskuldaður. Bæði lið hefðu hins vegar átt að geta skorað fleiri mörk. Við spiluðum ágætlega en nokkur sálræn pressa er komin á leikmenn mína vegna þess hve illa hefur gengið aö skora, sagði Fritz Kizzing, þjálfari UBK, eftir leikinn við Fram á laugar- dagskvöldið. Hvað með framhaldið? — Það er erfitt að segja um það. Ég var bjartsýnn í upphafi móts- ins og við ætluðum okkur stóra hluti. Við höfum menn til að skora og ef við næðum að skora 3—4 mörk í einhverjum leikjanna er ég viss um að vélin færi í gang. Meistarar? Ég vil engu spá um það núna. Við skulum bíða þar til eftir bikarleikinn við ÍA og tvo næstu leiki í deildinni og þá skal ég segja þér hvort við verðum meistarar. .— SH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.