Morgunblaðið - 20.07.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.07.1982, Blaðsíða 24
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1982 Lýðræði eða sérfræðingaveldi? Eftir Jón E. Ragnarsson hrl. Á ráðstefnu samtakanna Lífs og lands á llótel Borg fyrir nokkru um Mann og stjórnmál, flutti Jón E. Ragnarsson hrl. meðal annarra ræðu, cr hann nefndi „Stjórnmála- menn og sérfræðingar". í erindi sínu fjallaði Jón um hið svonefnda sérfræðingavald og á hvern hátt það togast á við völd kjörinna fulltrúa í íslcnska stjórnkerfinu. Hann velti upp spurningum um hvort taka eigi meira tillit til sérfræðinga á kostnað stjórnmálamanna, eða hvort auð- velda eigi stjórnmálamönnum að stýra sérfræðingum og þvi hvernig þeir vinna og koma upplýsingum á framfæri. Erindi Jóns fer hér á eftir: Stjórnmálamenn háð- ir sérfræðingum? Stjórnmál eru ekki nákvæmn- isvísindi, sagði Otto von Bismarck, „Die Politik ist keine exakte Wiss- enschaft," en annar samtímamað- ur hefur sagt og margir síðar, að stjórnmál séu eina starfið, þar sem ekki sé krafist undirstöðu- menntunar eða starfsreynslu. Samstarf stjórnmálamanna og sérfræðinga á sér langa sögu er- lendis, en hérlendis varla nema frá 1945. Margar sagnir eru um valdamikla ráðgjafa i sögunni, en það voru ekki sérfræðingar í þeim skilningi, sem hér er um fjallað. Hið menntaða einveldi Friðriks mikla var stjórn vel menntaðra manna, en ekki sérfræðinga. Hér fjöllum við um stjórnmálamenn sem kjörna þingmenn og sveitar- stjórnamenn, en sérfræðinga sem sérfróða menn á afmörkuðum sviðum, sem ráðgjafa hinna fyrr- nefndu, því að þeir einir hérlendis hada ákvörðunarvaldið. Umræðu- efnið er því um það, í hvaða mæli stjórnmálamenn séu háðir ráðgjöf sérfræðinganna, þannig að hinir síðarnefndu fari í raun með ákvörðunarvaldið í skjóli sérþekk- ingar, sem stjórnmálamenn ekki hafa. Hvort eigi að losa sig við stjórn- máiamenn er einfalt úrlausnar- efni. Það er einfaldlega, hvort sem menn eru lýðræðissinnar eða ekki. Það má færa fyrir því margvísleg rök, að einræði sé skipulegri og markvissari og sérfræðilegri stjórn mála, en þetta er stjórn- málalegt mat hvers og eins og í þeim efnum er skoðun mín bjarg- föst. Lýðræði, þótt það sé oft lé- legri og fálmkenndari stjórnun landsmála og sveitarstjórna. Eftir þessu er ákvörðunarvaldið í hönd- um stjórnmálamanna, sem eru misjafnir að andlegu og þekking- arlegu atgerfi. Menntunar- og hæfnikröfur verða ekki gerðar til stjórnmálamanna almennt séð. Það væri brot á lýðræðisreglum, en þingræði í þessu efni skiptir litlu máli. Saga þessa máls er fjarska skömm hérlendis og verður að telja, að sérfræðingar komi fyrst til í íslenskri pólitík u.þ.b. 1948, þegar Benjamín Eiríksson varð ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum, en þeir sérfræðingar, sem hér er um fjallað, eru einkum á sviði efnahags- og atvinnumála. Flest önnur sérfræði er meira eða minna sjálfsagðir hlutir, t.d. á sviði verkfræði og heilbrigðis- mála, en þar kemur líka til stefnu- mörkun og oft lokaákvörðun stjórnmálamanna. I þessari greinargerð hefi ég einkum í huga Alþingi og Borgar- stjórn Reykjavíkur. I því efni er það skemmst að segja, að sérfræð- ingarnir hafa völd umfram það, sem gert er ráð fyrir í stjórnskip- un okkar. Hversvegna? Vegna þess, að stjórnmálamenn eru ekki almennt séð hægjanlega vel að sér, treysta í blindni á sérfræð- ingavald stofnana og sinna ekki mikilvægum störfum sínum sem skyldi. Jón Edwald Ragnarsson hrl. Mngmenn sinni ekki öðrum störfum Stjórnmálamenn eru nú al- mennt séð það vel launaðir, að þeir ættu að leggja meiri alúð við störf sín og t.d. ættu alþingismenn ekki að sinna öðrum störfum, sér- staklega á sviði framkvæmda- valds, svo ekki sé rætt um dóms- vald. Þarna er um sjálfheldu að ræða. Enginn skortur er góðrar sérfræðiaðstoðar fyrir stjórn- málamennina. Vandinn er hins- vegar sá, að þessi sérfræðiaðstoð er alfarið frá ýmsum opinberum stofnunum framkvæmdavaldsins, ráðuneytum, tæknideildum, vinnuhópum o.s.frv. Hvernig eiga stjórnmálamenn að meta slík sér- fræðiálit, þegar þeir hafa ekki sér- fræðinga á eigin vegum? Hvernig er hægt að fá fram sérfræðilega gagnrýni á þessari sérfræðilegu ráðgjöf, sem tiltæk er? Þetta get- ur þróast til einskonar alræðis nokkurra sérfræðistofnana, sem stjórnmálamenn hlýða í blindni. Þeir glata valdi sínu og sinna ekki skyldum sínum við töku ákvarð- ana. Þótt slíkar sérfræðistofnanir framkvæmdavaldsins ástundi fullkomið hlutleysi í stjórnmálum og sérfræðilegan heiðarleika, þá eru þær undir ákveðinni stjórn ríkisstjórnar eða meirihluta og gerir þetta stöðu stjórnarandstöðu og minnihluta tvísýnni. Frum- kvæði hverfur úr höndum ein- stakra þingmanna og borgarfull- trúa, t.d. vegna aðstöðuleysis til þess að búa mál úr garði. Nú kann einhver að halda, að ég taki hér upp hanskann fyrir stjórnmálamennina, en svo er ekki. Þess þarf ekki með, því að þeir hafa völdin til þess að breyta og bæta og geta gert það, þegar þeir vilja. Eg er að taka upp hanskann fyrir lýðræðið og vara við því sérfræðingaveldi, sem stjórnmálamenn sjálfir hafa skap- að og þykir þægilegt. Veitir þeim óhóflega værukærð og ráðrúm til þess að sinna öðrum hugðarefn- um. Við slíkt andvaraleysi er lýð- ræði og stjórnmál orðin tóm. Ekki er ég heldur að gagnrýna sérfræð- inga, sem eingöngu eru að vinna verk sín eftir þeim formúlum, sem stjórnmálamennirnir hafa sett. En þeim gefast líka tækifæri til þess að taka sér völd, sem þeim voru ekki ætluð, e.t.v. hefur það gerst. Breski höfundurinn Swift hefur sagt eitthvað á þá leið, að sá sem geti látið tvö strá vaxa, þar sem eitt óx áður, sé mikilvægari en all- ir stjórnmálamenn samanlagt. Saga samskipta sérfræðinga og stjórnmálamanna er löng þar í landi. Þessi samskipti eru rétt að slíta barnsskónum með okkur ís- lendingum og mikil nauðsyn þess að ræða þessi mál og leggja þau niður fyrir okkur. E.t.v. stöndum við hér á nokkrum tímamótum, þegar sérfræðingavaldið er kerf- isbundið að ná öllu frumkvæði og ráðum úr hendi værukærra og stundum vanhæfra lýðkjörinna fulltrúa, sem umhugsunarlaust af- henda sérfræðingum völd sín. Hér tjóar stjórnmálamönnum ekki að kveinka sér. Ef þeir vilja sporna við fótum, þá hafa þeir frá kjós- endum valdið. Vilji er allt sem þarf. Ytri búnaður orsök magnleysis Alþingis? Hér handan við Austurvöll fer fram dularfullur skurðgröftur og segja lausmálir menn, að verið sé að leggja ýmsa kapla fyrir Al- þingi. Það er ekki langt síðan þingmenn fengu skrifstofur í nokkrum húsum í grennd við Al- þingishúsið og jafnvel síma. Auð- vitað á hinn ytri aðbúnaður Al- þingis nokkra sök á magnleysi þess, en úr þessu geta þingmenn bætt. Vilji þeirra of margra er þó afhuga kross af stjórnmála- mönnum, sem þeim ber sjálfum að bera sem lýðkjörnum fulltrúum. Stjórnmálamenn hælast síðan um frumkvæði með tilvitnun til gam- alla þingsályktana. Samþykkt þingmál sl. þriggja löggjafarþinga gefa af þessu góða mynd, en þannig hefur þetta verið í áratugi. Þingið 1979—80: stjórn- arfrumvörp 52, þingmannafrum- vörp 11, þingsályktanir 15. Þingið 1980—81: 84 stjórnarfrumvörp, 11 þingmannafrumvörp, 14 þing- mannafrumvörp og 35 þingsálykt- anir. Til eru lög um sérfræðilega aðstoð við þingflokka nr. 56/1971 og fá þingflokkar greidda ákveðna fjárhæð á hvern þingmann en ber árlega að gera þingforsetum grein fyrir því, hvernig fé þessu er varið. Þessu fé er að mestu varið til þess að launa starfsmenn þingflokk- anna, sem ekki eru sérfræðingar, en þess eru dæmi að hluta fjárins hafi verið varið til sérfræðiþjón- ustu, þ.e. eins og lögin gera ráð fyrir. Þannig fór um sjóferð þá. Samtryggingin nægir. Alþingi hefur fámennt starfslið, sem gegnir störfum sínum með prýði, ef tekið er mið af mann- fjölda og aðstöðu. Það er ótrúlegt en satt, að þingnefndir hafa enga sérfræðiaðstoð og enga stjórn- eftir Árna Helgason, Stgkkishólmi had er enginn vandi ad vera á móti og hrista síóan haus alveg ábyrgðarlaus Þannig kveður eitt skáldið vorra tíma og oft kemur mér þetta í hug þegar ég hugsa um stjórnarand- stöðu okkar Islendinga og það þá sérstaklega seinni tíma. Stjórnar- andstaða á að vera ábyrg, leið- beinandi og vakandi, las ég ein- hvers staðar. En það er þá allt annað vökulag en ég legg í þau orð. Mér þykir leitt þegar ég hugsa um meirihluta þingflokks míns hversu margt þaðan kemur sem er andstætt venjulegum hugsunar- hætti. Ég krefst meira af honum en þeirra sem hann telur „ábyrgð- arlausa" í þjóðfélaginu. Nýlega ályktaði þingflokkurinn um gerð samnings við Rússa. Án þess að ég skilji tilganginn, hefi ég ekki get- að fundið á þessum ályktunum hvar hættan liggi í þessari samn- ingsgerð og hefi ekki getað getið í eyðurnar eins og formaður þing- flokksins ætlast til af mér. En eitt langar mig til að vekja athygli á og það er að þetta „slys“ hefði aldrei komið fyrir ef þingflokkur- inn hefði við seinustu stjórnar- myndun tekið boði um samstarf. Fengið utanríkisþjónustuna og ef til vill meira. En því miður varð annað uppi og þjóðarhagurinn settur nr. 2. Þessi samningur verð- ur eins og ríkisstjórnin ekki til eilífðar og þá verða þeir sem gagn- rýna hann mest, komnir í öndvegi og geta þá bætt um betur og jafn- vel afmáð, ef ekki fer eins og þegar átti að slátra Framkvæmdastofnuninni sællar sýsluaðstoð utan skrifstofu Al- þingis, ef undan er skilin fjárveit- inganefnd Sameinaðs þings, sem hefur ófaglærðan ritara í auka- starfi. I nefndum þingsins eru þó teknar örlagaríkustu ákvarðanir í þjóðlífinu. Þingnefndirnar verða að hafa sérfræðiaðstoð til þess að geta metið álitsgerðir sérfræði- stofnana og hagsmunahópa. Að lokinni vandaðri málsmeðferð ber hinum lýðkjörna fulltrúa að taka afstöðu. Það er ekki unnt, ef um sérfræðileg mál er að ræða, nema rheð aðstoð eigin sérfræðings. Síð- an tekur þingmaðurinn afstöðu, sem ekki þarf að vera bundin sér- fræðiálitum, ef þessi þingmaður hefur á annað borð skoðun og áhuga á málefninu. Ákvörðun hans getur mótast af ýmsu öðru sem lýðkjörnum fulltrúa, t.d. stjórnmálaskoðun eða byggða- sjónarmiðum o.s.frv. Sérfræðingi ber að láta uppi hlutlaust, heiðar- legt, fræðilegt mat og umsögn. Stjórnmálamanninum ber skylda til þess að taka afstöðu eftir sam- visku sinni og stjórnmálaskoðun og geta gagnrýnt álitið sjálfur. Rómverjinn Júníus sagði, að sama eigi við um í sjálfu löggjafarstarf- inu, en áhuginn um ýmiss konar stúss í framkvæmdavaldsstörfum. 10 af 60 eru ráðherrar, síðan er það framkvæmdastofnun og bankaráðin o.fl. Það verður að taka af tvímæii um það, að þing- mennska og önnur störf fara ekki saman. Þá kunna að verða eftir stjórnmálamenn, sem einbeita sér aö löggjafarstarfinu. Alþingi sjálft og t.d. borgarstjórn þarf á að halda sjálfstæðum sérfræðing- um í eigin þjónustu til þess að fá fram gagnrýni á sérfræðiálitum stofnana. Þetta er nauðsynlegt að- hald sem ekki fæst í sömu stofnun. Þetta þýðir ekki fjölgun opinberra sérfræðinga, heldur á að flytja til sérfræðinga úr stofnunum og ráðuneytum til Alþingis. Þar eða á minningar. Og voru þó kveinin hærri þegar henni var komið á flot. Það er nefnilega enginn vandi að vera á móti. í dag er þjóðfélagið okkar mikið eyðsluþjóðfélag og það svo mikið að ég held að við höfum alls ekki gott af slíku til langframa. Það er ýmislegt erfitt í dag og ef til vill hefir ekki verið meiri mismunur milli manna en nú, þótt allir hafi það gott. En þetta er engri ríkisstjórn að kenna heldur þeim hugsunarhætti sem smám saman er að skapast vor á meðal og við þurfum að fara að ýta til hliðar. Það er mikið hægt að gera ef menn eru samstilltir, ef ráðandi 'stjórn þarf ekki alltaf að eyða kröftum á erfiðan hugsun- arhátt, utanaðkomandi sölu- tregðu, lækkandi verðlag og stjórnarandstöðu sem eins og verða til að byrja með að vera t.d. 5 sérfræðingar á sviði þjóð- og rekstrarhagfræði, 2 á sviði orku- mála, a.m.k. 1 á sviði heilbrigðis- mála og 1 í hverri atvinnugrein. Auk þess a.m.k. 2 lögfræðingar til aðstoðar við samningu lagafrum- varpa. Þá munu þingmenn, ef áhugi er, geta lagt fram frumvörp um lög sem gilda í stað hinna endalausu þingsályktunartillagna, sem oftast segja lítið sem ekkert, eru áskoranir og frómar óskir, en ekki lög, en það er verkefni stjórn- málamanna að semja lög. Því mið- ur kjósa þeir fremur að skora á framkvæmdavaldið, sem er sér- kennileg afstaða, en skiljanleg vegna leti þeirra. Ekki áhugi eða geta til lagasmíðar Þingmenn annaðhvort hafa ekki getu, vilja eða áhuga á lagasmíð og því er þingsályktun auðveld leið. Slíka ályktun má semja á pappírsmunnþurrku í hádegis- verði, en lagasmíðin gerir aðrar kröfur og meiri. Þessvegna er viðaminna að skora á ríkisstjórn- ina að láta kanna mál en flytja frumvarp. Þessu sinna svo ríkis- stjórnir að geðþótta sínum. Önnur leið er að flytja lagafrumvarp í þremur greinum. Að eitthvað sé lögbundið í 1. gr., að ráðuneytið setji reglugerð í 2. gr. og síðan í 3. gr. að lög þessi öðlist þegar gildi. Menn eru að þessu loknu litlu nær um efni löggjafarinnar, en þingið hefur þá enn einu sinni afhent framkvæmdavaldinu og sérfræð- ingum vald sitt með vafasamri heild kjósenda. Og lái svo hver sem er sérfræðingunum. Þeim er beinlínis skipað af löggjafarvald- inu að taka þann ?? stjórnmál og trúmál. Með því að sannfæra aðra, sannfærir hann sjálfan sig. Öðru gildir um sérfræðinginn. Þar gild- ir eingöngu þjónustan við sérfræð- ina. Og hér skilur á mikli feigs og ófeigs. Lýðræði eða sérfræðinga- veldi — einræði. móti skáldið segir: „hristir sinn haus og er síðan ábyrgðarlaus". Stjórn og stjórnarandstaða þurfa að mynda allsherjar viðnám gegn vanda, en ekki setja fótinn fyrir né vísa hon- um vrá. íslendingar eru ekki það margir að þeir hafi efni á að glata góðum tækifærum. Og svo þarf að fara fram alefling andans og at- höfn þörf eins og Jónas Hall- grímsson orðaði það. Menn verða að hætta að eyðileggja sál og lík- ama með allskonar eitri. Guð gaf okkur líkama og sál til varðveislu og við eigum að skila af okkur með vöxtum. Lífið er ekki langt, en það er of dýrt til að kasta því á glæ. Við getum gert þjóðfélagið betra ef við viljum gera það friðvæn- legra, réttlátara og heilsusam- legra. Til þess þarf að samhæfa, ekki sundra. Spyrjum hvað get ég gert þjóð minni til gagns en ekki hvað ég hefi sjálfur upp úr þjóð- félaginu. Eins og menn sá svo er uppskorið. Þetta er sá sannleikur sem ekki fellur úr gildi. Ef eitt- hvað er athugavert við stjórnar- farið þá líti hver í sinn barm og athugi hvað hann hefir gert til að bæta það. Og jákvæð stjórnar- andstaða hlýtur að benda til betri vegar, en ekki vera á móti og gleðjast yfir því sem illa gengur. Vera ekki of bráðlát, vitandi að það kemur að henni að taka við. Við eigum að gera okkar til að rík- isstjórninni á hverjum tíma vegni vel, því velgengni hennar er hagur lands og þjóðar. Sem sagt: Hætta að hrifsa sinn haus og vera ábyrgðarlaus. Gott land, heilbrigð þjóð, og heilbrigð sál í hraustum líkama, skal vera kjörorð dagsins og væri ekki gaman ef við gætum látið þann draum rætast. Islandi allt, eigum við ekki að segja það. Árni Helgason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.