Morgunblaðið - 20.07.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.07.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ1982 3 Fundiir Alþjóðahvalveiðiráðsins: Tillaga samþykkt í tækninefnd- inni um bann við hvalveiðum — en ekki meö nægum atkvæðafjölda GENGIÐ var til atkvæða í tækni- nefnd Alþjódahvalveiðiráðsins í gær um tillögu frá Seychell-eyjum um bann við hvalveiðum í atvinnuskyni. Tillagan var samþykkt í tækninefnd- inni, en ekki með nægilega miklum atkvæðafjölda til þess að hún nái fram að ganga á hinum almenna fundi ráðsins, en atkvæði um tillög- una verða greidd þar síðar í vikunni, að því er Kjartan Júlíusson, fulltrúi íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu, sagði í samtali við Morgunblaðið i gærkvöldi, en fundur ráðsins stend- ur nú yfir í Brighton í Englandi. Eftir að atkvæði höfðu verið greidd í tækninefndinni, var ákveðið að fresta umræðum um þessa tillögu á aðalfundinum sjálfum um skeið, en þess í stað hófust umræður um stjórnunarmál, sem snerta ráðið beint Tillagan, sem samþykkt var í tækninefnd Alþjóðahafrannsókn- arráðsins gerir ráð fyrir að hval- veiðar verði ekki leyfðar eftir 1984. Fulltrúar 19 þjóða greiddu atkvæði með banni, fulltrúar 6 þjóða sátu hjá og 9 þjóðir greiddu atkvæði á móti banni. Það vakti athygli er- lendis í gær, að fulltrúi íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu sat hjá við atkvæðagreiðsluna, en fram til þessa hafa íslendingar ávallt greitt atkvæði gegn banni. A aðalfundin- um sjálfum þarf % hluta atkvæða til þess að þessi samþykkt nái fram að ganga og er talið ósennilegt að hún hljóti það mikið atkvæðamagn. Þá vakti það athygli á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins að fulltrúi Matvælastofnunar Sameinuðu þjóð- anna mælti með því að hvalveiðar verði stundaðar áfram undir vís- indalegu eftirliti. „Það voru lagaðar fram fimm til- lögur frá ýmsum ríkjum og sem all- ar beindust að því að banna hval- veiðar, en nú hafa fjórar þessara tillagna verið dregnar til baka. Full- trúar Seyehell-eyja lögðu fram til- lögu, sem miðar að því að hvalveiðar í atvinnuskyni verði lagðar niður, en í þessari tillögu eru einnig nokkrir fyrirvarar," sagði Kjartan Júlíus- son. Enn er ekki vitað hvenær geng- ið verður til atkvæðna um tillögu Seychell-eyja , en það getur ekki orðið síðar en á laugardagskvöld,“ sagði Kjartan. Kjartan sagði að fundur Alþjóða- hvalveiðiráðsins gengi mjög hægt fyrir sig og menn færu almennt mjög hægt í sakirnar. Stuðningsfólk Greenpeace-samtakanna hefur tek- ið sér stöðu fyrir utan Metropol- hótelið, þar sem fundurinn er hald- inn. Er fólkið þar með upphiásin lík- ön af hvölum og ennfremur með mótmælaspjöld. Fyrir Islands hönd sitja fund Al- þjóðahvalveiðiráðsins, auk Kjartans Júlíussonar, Jón Jónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, Kristján Loftsson forstjóri Hvals h.f. og Arni Einarsson frá Náttúru- verndarráði. 09 snjóinn næsta vetur SAAB99 Verð frá kr. 160.600 SAAB900 Verð frá kr. 187.600 Nú er einmitt rétti tíminn til þess aðfá sér framhjóladrifinn bíl fyrir sumarferðalögin. Framhjóladrifið eykur stórlega öryggi í akstri á vegum úti - og svo koma kostir þess enn betur í Ijós í snjónum næsta vetur - bíddu bara. Komdu og kynntu þér SAAB - þú getur verið komin á einn eftir viku TOGGURHR SAAB UMBOÐIÐ BÍLDSHÖFÐA 16, SÍMI 81530

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.