Morgunblaðið - 20.07.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.07.1982, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 12 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 158. tbl. 69. árg. ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1982 Prentsmidja MorRunblaðsins. íran-írak: Báöir guma af sigri á suð- urvígstöðvum Nikósíu, 19. júlí. AP. ÍRANIK héldu því fram í dag að hersveitir þeirra væru aö styrkja stöðu sína innan landamæra Iraks eftir að hafa hrint gagnárásum íraka við hina mikilvægu olíuhöfn Basra, syðst í írak. írakar halda því hins 10 börn fór- ust þegar barnaheim- ili hrundi Nýju Dchlí — 19. júní. AP. TÍII BÖRN, öll undir fimm ára aldri, létu lífið þegar loft féll í barnaheimili á Suður-Indlandi í dag. 32 börn særðust, þar af fimm- tán alvarlega, en þegar atburður þessi varð sátu börnin að snæð- ingi. Tildrög slyssins voru þau að verið var að byggja hæð ofan á húsið og hrundi nýbyggingin með þeim afleiðingum, að loftið í mat- sal barnanna lét undan. Slökkvil- iðið kom á vettvang en þegar björgunarstarfið hófst voru tíu börn þegar látin undir rústunum. vegar fram að þeir hafi tögl og hagldir á vígvellinum eftir að þar hefði komið til mikilla sviptinga. f yfirlýsingu íranska hersins segir að á mánudagsmorgun hafi írakar hafið gagnsókn, sem írönum hafi tekizt að berja niður, og séu íranir þess nú albúnir að hefja lokasókn og „út- rýma óvinaherjum innan landamæra íraks“. Hin opinbera fréttastofa íraks hafði það eftir háttsettum íröksk- um herforingja í dag að „sam- ræmt átak land- og flughers íraks hefði leitt til þess að mörg þúsund lík óvina hefðu dreifzt yfir vígvöll- inn, og hefði mikill hluti innrás- arliðsins verið felldur, um leið og tekizt hefði að eyðileggja bæki- stöðvar írana á víglínunni í hefnd- arskyni fyrir innrás þeirra í írak á þriðjudaginn var. Svo sem sjá má stangast þessar fréttir mjög á, en brezka útvarpið sagði í morgun frá leiðangri nokk- urra erlendra fréttamanna sem höfðu farið á vígstöðvarnar ásamt Irökum. Að sögn brezka útvarps- ins höfðu fréttamennirnir fengið þær upplýsingar frá íraksher að um 100 þúsund manna íranskt herlið hefði verið leitt í gildru og sigrað, en vitaskuld höfðu frétta- mennirnir ekki tök á að ganga úr skugga um hvað hæft var í þessu. Um þrjú hundruð Norðurlandabú- ar, frá Svíðþjóð, Danmörku, Nor- egi og Kinnlandi, sem eru þátttak- endur í „Friðargöngu ’82“ komu í dag í Petrodvorets, sem á sínum tíma var sumarbústaður Rússa- keisara, skammt frá Leningrad. Að sögn sovézkra fjölmiðla tóku hundruð Sovétmanna auk þess þátt í göngunni. Leningrad er fyrsta borgin af fimm sem friðar- göngufólkið leggur leið sína til, en til Moskvu er það væntanlegt með lest á miðvikudag, en heimsókn- inni til Sovétríkjanna lýkur hinn 29. júlí. Sl. lostudag voru tveir félagar í einu óháðu friðarsamtökunum i Sovétríkjunum dæmdir í 15 daga fangelsi fyrir óspektir, en þrír fé- lagar til viðbótar fengu fyrirmæli um að hafa sig á brott frá Moskvu ef þeir vildu ekki eiga á hættu að verða sagt upp störfum, en aðrir félagar í samtökunum hafa þá sögu að segja að þeir séu undir stöðugu eftirliti. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar gestkomandi friðarboðum var fagnað með blómum á götum Leningrad, sem áður hét l'éturs- borg. Al' símamynd. Líbanon: Ráðast örlög PLO í Washington í dag? Washinuton, Beirút. 19. júlí. Al*. ^ i ^ ^ ^ Washin^ton, Beirút. 19. júlí. AP. REAGAN forseti ákvad í kvöld að senda ekki 4 þúsund klasasprengjur, sem svo eru nefndar, til ísraels, meðan verið er að rannsaka hvort ísraelsmenn hafa beitt þeim í Líban- on. Á morgun, þriðjudag, hitta Reag- an forseti og Schultz utanríkisráð- herra, fulltrúa Arababandalagsins, utanríkisráðherra Saudi-Arabíu og Sýrlands, á fundi í Washington og er talið að sá fundur muni ráða úrslit- um um hvort ísraelsmenn geri loka- árásina á herkvi PLO i Beirút mjög fljótlega eða hvort þeir gefi Banda- ríkjastjórn færi á að leysa málið frið- samlega, þannig að milli 6 og 8 þús- und PLO-menn komist frá Beirút heilu og höldnu. Lífvörður drottningar ját- ar kynvillu og segir af sér Talað um að Whitelaw og yfirmenn Scotland Yard neyðist til að segja af sér Lundúnum, 19. júlí. AP. ÞÆR fregnir berast úr ríki Eliza- betar drottningar að þjóðinni hafi orðið orðfall þegar William White- law, innanrikisráðherra, fiutti þann boðskap í Neðri málstofu þingsins í dag, að persónulegur lífvörður drottningarinnar, Micha- el Trestrail, lögregluforingi hjá Scotiand Yard, hefði viðurkennt að hafa staðið i kynvillusambandi við vændismann í allmörg ár, og hafi hann, þ.e. Trestrail, sagt starfi sínu lausu. Blaðið The Sun, sem ýmsir telja æsifregnablað, segir frá því í dag, að það hafi komið Scot- land Yard á sporið eftir að maður nokkur hafi komið að máli við rit- stjóra blaðsins og haldið því fram að hafa haft kynvillusamband við Trestrail árum saman og hafi hann viljað koma lífsreynslusögu sinni á framfæri i blaðinu fyrir ærið fé. „The Sun ákvað að láta þennan mann ekki hafa neina peninga. Scotland Yard var tilkynnt um málið og stofnunin rannsakaði síð- an málið,“ segir í yfirlýsingu blaðs- ins í dag. Svo umfangsmikið er hneykslismálið varðandi öryggi drottningar og fjölskyldu hennar að verða, að á þingi er nú um fátt meira rætt en það, hvort yfirmenn Scotland Yard neyðist til að segja af sér, og jafnvel hvort Whitelaw eigi um annað að velja, en að segja af sér. Trestrail var ábyrgur fyrir öryggi drottningar og sá sjálfur um allar mannaráðningar í þeirri deild öryggisþjónustunnar sem vakir yfir konungsfjölskyld- unni. Svo nátengdur hefur hann verið konungsfjölskyldunni, að hann var dús við fjölskyldumeð- limina. Hann er fimmtugur að aldri og hefur aldrei kvænzt. Vegna þessa máls gekk Thateher, forsætisráðherra, á fund drottningar í kvöld, og mun hún svara spurningum í Neðri málstofunni á morgun. White- law hefur gefið til kynna að hann muni skýra þinginu frá öll- um málavöxtum á miðvikudag, en þingmenn hafa krafizt skýr- inga á því m.a. hvernig Trestrail hafi getað staðizt hið stranga próf sem lagt er fyrir þá, sem gegna mikilvægum störfum í öryggisþjónustunni, en persónu- legur lífvörður þjóðhöfðingjans er eitt mikilvægasta embættið innan lögreglunnar í Bretlandi. Fagan sá, sem birtist óboðinn á rúmstokk drottningar á dögun- um, kom í dag fyrir dómara í Bow Street í Lundúnum og var máli hans vísað til dómstólsins í Old Baily, þar sem hann verður ákærður fyrir þrjú lögbrot: að hafa farið inn í Buckinghamhöll í leyfisleysi hinn 7. júní og stolið þar hálfflösku af víni, fyrir að hafa ráðizt á stjúpson sinn hinn 26. júní og fyrir að hafa stolið bíl 16. júní. Athygli vekur að Fagan er ekki ákærður fyrir heimsóknina til drottningar, en ríkissaksókn- ari sagði í dag, að þótt það væri alkunna að Fagan hefði farið inn í svefnherbergi hennar 9. júlí væru sannanir ónógar til að halda því fram, að þar hefði Fagan gerzt sekur um refsivert athæfi. ísraelskir hermenn og Palest- ínumenn skutust á í syðstu út- hverfum Beirút í dagrenningu og síðan nokkru fyrir hádegi, en ísra- elskar orrustuþotur flugu linnu- lítið yfir herkvínni. Lögreglan í Beirút sagði að átökin hefðu reynt enn á hið ótrygga vopnahlé, sem komst á fyrir tilstilli Bandaríkja- stjórnar fyrir viku og hefur hald- izt síðan. Ekki er vitað hverjir urðu valdi að hvarfi David Dodge, yfirmanns bandaríska háskólans í Beirút í kvöld, en tveir vonoaðir menn spruttu út úr rauðri Renault- bifreið og rændu Dodge þar sem hann var á leið heim frá vinnu síðdegis. Habib, fulltríu Bandaríkjafors- eta, átti í dag fund með líbönskum ráðamönnum um leiðir til að flytja PLO-menn frá Beirút, en fundarmenn vildu ekkert segja um gang viðræðnanna að þeim lokn- um. Labadi, talsmaður PLO, hefur vísað á bug frétt um að írakar hafi boðizt til að veita Yasser Arafat og liðsmönnum hans viðtöku, og samkvæmt fréttum Líbanins- útvarpsins í dag leggur Bandaríkj- astjórn enn mesta áherzlu á að fá Sýrlendinga til að veita þeim hæli. Bandarískur öldungadeildar- þingmaður, sem ræddi við Men- achem Begin, forsætisráðherra ís- raels í Jerúsalem í dag, telur að örlög PLO-mannanna í Beirút muni ráðast á fundinum í Wash- ington í dag. Begin er enn sem fyrr viðskotaillur og í ræðu í Jer- úsalem í gærkvöldi sagði hann: „Arafat er að reyna að beita brögðum. Það tekur okkur ekki langan tíma að þurrka hann út. Við ljúkum þeirri orrustu á skömmum tíma.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.